Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Formannafundur Verkamannasambandsins ræddi kjaraviðræður sem framundan eru Stóru félögin í VMSÍ ætla að vera í samfloti V'ERKALYÐSFELOGIN á höfuðborgarsvæðinu og á Suðumesjum, Efl- ing, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur, hafa ákveð- ið að hafa samflot í komandi kjara- samningum. Samanlagt eru um 20 þúsund manns í þessum stéttarfé- lögum og starfa þeir við öll hefð- bundin ófaglærð störf önnur en verslunarstörf. Þessi afstaða kom fram á formannafundi Verka- mannasambandsins, en yfir helm- ingur félaga í Verkamannasam- bandinu er innan raða þessara þriggja félaga. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSI, segir að þessi ákvörðun félaganna séu sér vonbrigði og hann kunni enga skýr- ingu á henni aðra en þá að félögin telji sig öflugri með þessum hætti heldur en í samfloti með VMSÍ. A fundinum viðraði hann hugmynd um að framlengja viðræðuáætlun vegna næstu kjarasamninga um óá- kveðinn tíma gegn leiðréttingum á lægstu launum. Hann sagði að sú hugmynd hefði fengið ágætar und- irtektir og menn myndu kynna þá hugmynd í félögunum. Halldór Bjömsson, formaður Efl- ingar, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekki hefði verið gengið formlega frá bandalagi þessara þriggja félaga. Þau ættu eftir að ganga frá því formlega með undir- skriftum sínum, en félögin væm bú- in að koma sér saman um reglur um samstarf og samvinnu að undirbún- ingi og gerð kjarasamninganna. Jafnframt væm félögin bundin af aðgerðaáætlun sem þau yrðu sam- mála um og síðan væri gert ráð fyr- ir að ef eitthvert félag vildi losna út úr bandalaginu að þá væra hin ekki lengur bundin af samkomulaginu. Þá væri gert ráð fyrir sameiginlegri samninga- og viðræðunefnd og reynt að ganga mjög tryggilega frá hnútunum, þannig að um engin eft- irmál yrði að ræða. Halldór sagði að þetta gæti bæði leitt til þess að sameiginlegur samn- ingur yrði gerður, en einnig gæti þetta leitt til þess að samningar yrðu gerðir fyrir hvert félag fyrir sig, en samhljóða, þ.e.a.s. hvað varðaði meginatriði samninganna um kauphækkun, tímalengd þeirra og tryggingarákvæði. í sumum til- vikum gætu samningar einstakra félaga verið dálítið háðir umhverf- inu, en það yrði bara að skoðast þegar þar að kæmi. Þrjú félög sem ekki hafa verið í VMSÍ Halldór sagði að hann hefði farið yfir það á formannafundinum að menn yrðu að átta sig á því að innan vébanda þessa stóra félags, Eflingar, sem nú væri orðið til, væra þijú fé- Formaður YMSI lagði fram hugmynd um breytingar á viðræðuáætlun gegn hækk- unum lægstu launa Formaður Verkamannasambandsins lagði á formannafundi VMSI í vikunni fram hug- mynd um að gera breytingar á viðræðu- áætlun gegn því að lagfæringar yrðu gerð- ar á lægstu töxtunum . Þar kom einnig formlega fram að félögin á höfuðborffar- svæðinu og á Suðurnesjum hafa ákveðið að hafa samflot í kjarasamningunum framundan og vera ekki í samfloti innan VMSI. lög sem aldrei hefðu verið innan Verka- mannasambandsins; Iðja, Sókn og Félag starfsfólks í veitinga- húsum. Menn þyrftu því ekki að vera hissa á því að þegar svona stórt fé- lag yrði til hefði það ein- hver áhrif á skipulagið. Það væri bamalegt að láta sér detta annað í hug og sér fyndist fé- lagar sínir í Verka- mannasambandinu ekki átta sig á því. Halldór sagðist telja að þeir hefðu meiri stýringu á svæðinu heldur en ef samning- amir færu fram á landsvísu. Slagkraftur- inn væri meiri með þessum hætti. Félags- svæði Eflingar næði inn í Hafnarfjörð. Það hefði verið félagssvæði Sóknar, Iðju og Félags starfsfólks í veitinga- húsum. Þá væri nokkuð stór hópur félags- manna í Eflingu sem ynni á Keflavíkurflug- velli og færi á milli á hverjum degi. „Þannig að þetta er allt sam- tvinnað og það er nátt- úrlega miklu styttra á Halldór Björnsson Björn Grétar Sveinsson útspili formanns Verkamannasam- bandsins á fundinum um frestun á viðræðuá- ætluninni. í raun og veru væri hann bara að tala um að gera bráða- birgðasamning, því samkvæmt nýju vinnu- löggjöfinni yrði að af- greiða alla samninga í allsherjaratkvæða- greiðslu, annað hvort í viðkomandi hópum eða innan félaganna. Það væri því ekki talað um að fresta viðræðuáætl- un heldur um að gera samning til ákveðins tíma. Halldór bætti því við að samstarf þessara fé- laga hefði verið í bí- gerð í nokkurn tíma og allir vitað af því sem hefðu viijað, því þeir hefðu ekkert verið að fela það. Hins vegar hefði ennþá ekki verið rætt um fyrirkomulag samninganna, tíma- lengd eða kröfugerð. Það myndu þeir fara yfir sameiginlega í fé- lögunum. Hefði viljað að menn væru saman milli þessara félaga, án þess að ég sé neitt að gera lítið úr landsbyggð- inni, heldur en kannski Þórshafnar og okkar,“ sagði Halldór. Hann sagðist ekki vera sammála Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur VMSI, sagði að á formannafund- inum hefði komið formlega fram að þessi þrjú félög ætluðu að vera í sérbandalagi, en auðvitað hefðu þau vitað um að félögin væra að undir- búa þetta. „Það er bara eins og hlutirnir gerast hjá okkur. Akvörðun liggur hjá hverju og einu stéttarfélagi. Eg virði alltaf svoleiðis skoðanir. Það er bara mitt hlutverk, en auðvitað hefði ég óskað þess að menn væra allir saman í þetta skipti, en við því er ekkert að segja,“ sagði Bjöm Grétar. Hann bætti því við að þetta fyrir- komulag gæti einnig verið styrkur ef á þyrfti að halda í hörðum átök- um. Þama væri kominn ákveðinn kjami sem gæti ratt brautina. Björn Grétar sagði að formenn annarra félaga í Verkamannasam- bandinu hefðu á fundinum lýst yfir miklum vilja til samstöðu. Þar væri um að ræða 43 félög vítt og breitt um allt land. Hann hefði lagt fram ákveðnar hugmyndir sem hefði ver- ið ágætlega tekið. Þar væri um öðravísi nálgun að ræða í ljósi þess að menn hefðu lýst því yfir hver á fætur öðram, bæði atvinnurekend- ur, stjórnvöld og félagar í hreyfing- unni að það þyrfti að gera ákveðna bragarbót á lægstu töxtunum. Sá hópur væri innan Verkamannasam- bandsins, Landssambands iðn- verkafólks og hluti af verslunar- mönnum. Hann hefði lagt fram hug- mynd að ferli til þess að laga þetta án þess að það flæddi yfir allt launa- kerfið. Það fæli í sér tillögu um að gera breytingar á svokallaðri við- ræðuáætlun sem væri hluti af kjarasamningum þeirra og byggðist á vinnulöggjöfinni. „Við munum hugsanlega bjóða atvinnurekendum upp á viðræður um breytingar á viðræðuáætluninni, lengja hana, gegn því að það verði sett skot í taxtana og kannski skoðuð einhver önnur mál, eins og starfsmenntamál og dagvinnulaunatryggingin, sem er í samningunum, að hún verði endurskoðuð," sagði Björn Grétar. Hann sagði aðspurður að þetta væri leið til þess að laga lægstu taxtana. Hluti síðustu kjarasamn- inga hefði verið viðræðuáætlun. Þeir gætu því boðið upp á að semja upp á nýtt um viðræðuáætlun með þessum aðilum. „Þetta er alveg fær leið. Hún er einföld og það reynir einfaldlega á hvort menn era viljug- ir til þess að gera þetta svona; standa við þessar skoðanir sínar,“ sagði Björn Grétar. Hann sagði að formenn félaganna myndu nú fara með þetta út í félög- in og kynna hugmyndina þar. Hún byggðist meðal annars á því að þeg- ar forysta VMSÍ hefði farið um allt land í sumar til þess að heimsækja félögin hefði mjög víða komið fram óánægja með að Verkamannasam- bandið hefði samið fyrst og þetta væri leið til þess að fara aftar í röð- Stjórn Samtaka um betri byggð skorar á borgarfulltrúa STJÓRN samtaka um betri byggð hefur skorað á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og R-lista að þeir beiti sér fyrir því að borgar- stjórn Reykjavíkur álykti að AI- þingi Islendinga láti fara fram lög- formlegt mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs flugvallar í Vatns- mýri. Stjórnin segir að samkvæmt skilgreiningum flugmálayfirvalda og ítarlegri verklýsingu leiki ekki vafi á því að um nýbyggingu flug- vallar sé að ræða og því eigi fram- kvæmdin, lögum samkvæmt, að sæta heildstæðu mati á umhverfis- áhrifun. í áskoruninni segist stjórn samtakanna telja ljóst að engin Flugvöllurinn fari í iim- hverfísmat fyrirhuguð eða fyrirsjáanleg framkvæmd á Islandi muni hafa jafn mikil áhrif á þjóðarhag, um- hverfi, samfélag, menningu og mannlíf og að jafnvel umdeild virkjunaráform á hálendinu vegi ekki jafn þungt. Ennfremur segir að samkvæmt skoðanakönnunum styðji meirihluti landsmanna að flugrekstri verði hætt í miðborg Reykjavíkur. I tilkynningu frá stjórn samtak- anna er vakin athygli á því að eng- inn borgarfulltrúi í Reykjavík hafi mælt með því að nýr flugvöllur í Vatnsmýri sæti lögformlegu um- hverfismati og að í maí hafi borgar- ráð afgreitt athugasemdalaust úr- skurð Skipulagsstofnunar um að slíkt mat skuli ekki fara fram. í framhaldi af því er bent á að full- trúar frá meiri- og minnihluta í borgarstjórn hafi mælt með því að fram fari lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum vegna fyrirhugaðr- ar Fljótsdalsvirkjunar. Menntamálaráðu- neytið gagnrýnt Vantar reglugerð um löggilt- ar iðn- greinar HÖRÐ gagnrýni kom fram á menntamálaráðherra á Alþingi á fimmtudag þegar fram fóru um- ræður um frumvarp til laga um breytingu á ALÞINGI iðnaðarlögum ------------ sem Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskipta- ráðherra hefur lagt fram. Ataldi Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar, menntamálaráðu- neytið fyrir að hafa ekki sinnt þeim skyldu sinni að gefa út reglugerð um löggiltar iðngrein- ar, eins og lög frá 1996 kveða á um, og sagði að fyrir vikið ríkti í raun óvissa um hvaða iðngreinar Frumvarp iðnaðarráð- herra gerir ráð fyrir að iðnaðarráðu- neytið muni framvegis ákveða hvaða iðn- greinar séu löggiltai- og því falli úr gildi ákvæði í lögum um fram- haldsskóla frá 1996, en á grund- velli þess var í verkahring menntamálaráðherra að ákveða með reglugerð hvaða iðngreinar eru löggiltar. Fram kom hins vegar í máli Jóhanns Ársælssonar, þing- manns Samfylkingar, að menntamálaráðherra hefði alls ekki sett neina slíka reglugerð frá því lögum var breytt 1996 og því væri alls engin reglugerð í gildi um hvaða iðngreinar njóta löggildingar. Jóhann sagði þessa staðreynd vekja ýmsar spurningar, m.a. um gildi þeirra meist- arabréfa, sem gefin hefðu verið út frá því lög- um var breytt 1996, og um réttindi og skyldur iðnaðarmanna. Sagði hann mikla óvissu ríkja um lagalega stöðu iðnaðarmanna, sem og þeirra sem e.t.v. þyrftu að sækja mál á hendur þeim, og hélt hann því fram að gefa þyrfti út á ný þau meistarabréf sem gefin hafa verið út á því tímabili sem engin reglugerð hefur verið til staðar. Jóhann kvaðst telja sinnu- leysi menntamálaráðuneytisms óvirðingu við iðnaðai’menn á ís- landi, og einnig þá sem viðskipti hefðu við iðnaðarmenn, og átaldi hann ráðuneytið harðlega fyrh’ þess hlut. Jafnframt lék honum forvitni á að vita hvort iðnaðarráðherra hefði verið kunnugt um þessa stöðu mála. Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra viðurkenndi í svari sínu til Jóhanns að hann hefði ekki gert sér grein fyrir því að reglugerð um löggiltar iðn- greinar hefði ekki verið sett. Hann vildi þó ekki gera stórmál úr þessu og kvaðst líta svo á að sú reglugerð, sem var í gildi áð- ur en lögum var breytt 1996, skapaði þann ramma sem í gildi væri um löggiltar iðngreinar. Ennfremur myndu mál horfa til betri vegar með samþykkt þess lagaframvarps, sem hann hefði nú lagt fyrir þingið. væra löggiltar. Finnur Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.