Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 FRÉTTIR Frú Clinton „Há dú jú læk Iceland, Mr. Keikd?“ Sölusýning í Blómavali Vikuna 9.—15. október veröum við meö sölusýningu| á handofnum mottum í nýjum sýningarsal Blómavals í Sigtúni. Kínverskar ullarmotttur, kínverskar anFíanoitur~ persneskar Shiraz og Hamadan-mottur ásamt miklu úrvali af pakistönskum Bokharamottum. Frábær verð. Verið velkomin. Landsbyggðarþjónusta. Sími 897 8599. Mottusalan. Máiþing Kennaraháskóla íslands Rannsóknir - nýbreytni - þróun IDAG ldukkan 8.15 hefst innritun á þriðja málþing Rannsóknar- stofnunar Kennarahá- skóla Islands og er það haldið í húsakynnum skólans við Stakkahlíð í Reykjavík. Málþingið er haldið undir yfírskrift- inni; Rannsóknir - ný- breytni - þróun. Flutt verða 72 erindi og fyrir- lestrar um afar fjölbreytt efni. Málþinginu lýkur um klukkan 16. Ingvar Sigurgeirsson er í undir- búningsnefnd málþings- ins og er einn af umræðu- stjórum á þinginu. - Hvers vegna er verið að efna til þings af þessu tagi? „Það er til þess að skapa vettvang til kynn- ingar á verkefnum á sviði þróun- ► Ingvar Sigurgeirsson fædd- Ingvar Sigurgeirsson ar og nýbreytni eins og það lýtur að skólastarfí og í stofnunum þar sem starfsmenn uppeldisstétta vinna. Við viljum vekja athygli á því hve margþætt og fjölbreytt umbótastarf fer þar fram.“ - Getur þú nefnt mér dæmi um þessa fjölbreytni? „Þá er fyrst að nefna mjög fjöl breytt og áhugaverð viðfangs- efni úr leikskólum. Þar virð- ist vera mikil gróska um þess- ar mundir. Þá fær foreldrasam- starf mikla umfjöllun, upplýs- ingatækni er á dag- skrá, þá vil ég nefna rannsókn- ar- og þróunarverkefni úr skól- um af ýmsu tagi. Einnig má geta kynninga á nýju námsefni, til- raunakennslu, mat á skóla- starfi og nýrri þjónustu fyr- ir skóla.“ - Er þessum viðfangsefnum skipt upp eftir aldri nemenda? „Á hverri stundu getur ráð- stefnugestur valið á milli sex meginviðfangsefna og þar getur hann t.d. valið að kynna sér við- fangsefni á leikskólastigi, í annaiTÍ lotu getur hann kynnt sér viðfangsefni sem snerta ung- linga. Síðan eru svið eins og skólaþróun þar sem efnið er ekki aldurstengt. Sem dæmi má nefna að Skarphéðinn Jónsson, skóla- stjóri á Hólmavík, segir frá verk- efni sem þar hefur verið unnið og beinst hefur að því að leita allra leiða til að efla skólastarfið í sam- vinnu við nemendur og foreldra. Annað dæmi er kynning Bene- dikts Sigurðarsonar á kerfí sem kallað er Skólarýnir, sem er tæki til innra mats á skólastarfi. Fleiri þemu má nefna, svo sem; kenn- arar og kennsla, tæknimennt, skapandi starf, hreyfing og leikir og stærðfræði. Um----------------- allt þetta verða flutt stutt erindi og kynn- ingar. Þá verða nokk- ur viðfangsefni kynnt á veggspjöldum og Margþætt og fjölbreytt um- bótastarf Námsgagnastofnun mun sýna ný námsgögn." -Eru fyrirlesarar allir kenn- arar? „Fyrirlesarar eru úr ýmsum hópum, það má nefna leikskóla- kennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og há- skólakennara. Svo eru kallaðir til ýmsir sérfræðingar og síðan langar mig sérstaklega að nefna að meðal þeirra sem flytja erindi eru átta nemendur sem lokið hafa meistaragráðu við Kennara- háskóla íslands og munu þeir kynna rannsóknarverkefni sín. Þess má geta að margir þeir sem ist í Reykjavík árið 1950. Hann lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands 1970 og stúd- entsprófi ári síðar frá sania skóla. Eftir það tók hann próf í sérkennslu frá Kennarahá- skóla íslands og frá þeim sama skóla lauk hann einnig BL- kennaraprófi 1985. Meistara- gráðu í uppeldis- og kennslu- fræði lauk Ingvar frá Sussex- háskóla í Englandi 1986 og doktorsgráðu frá sama skóla 1992. Hann starfaði fyrst sem barna- og unglingakennari í Reykjavík, í nokkur ár vann hann hjá menntamálaráðu- neyti við námsstjórn og samn- ingu námsefnis. Siðan 1989 hefur hann verið kennari við Kennaraháskóla íslands og er nú prófessor við þann skóla. Kona Ingvars er Lilja M. Jóns- dóttir, lektor við Kennarahá- skóla Islands, og eiga þau tvo syni. halda erindi á málþinginu hafa fengið styrki til verkefna sinna sem þeir kynna þama, meðal annars úr þróunarsjóðum menntamálaráðuneytisins og Kennarasambands íslands. Nokkrir aðilar hafa styrkt sér- staklega þetta málþing, m.a. menntamálaráðuneytið, Leik- skólar Reykjavíkur og Tækni- val.“ - Verður komið inn á tölvu- vinnu ískólum á málþinginu? „Já, það eru átta verkefni sem tengjast tölvu- og upplýsinga- tækni, eitt þema þingsins er einmitt það svið.“ - Hvemig er aðsókn að svona þingi? „Hún er mjög góð. Inngangs- --------- fyrirlesturinn á þing- inu er haldinn af Júl- íusi Björnssyni, deild- arstjóra hjá Rann- sóknarstofnun upp- eldis- og mennta- mála. Hann fjallar um alþjóðlega rannsókn á lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Kynningamar hefjast svo klukkan 10.20. Við viljum vekja athygli á því að út- drættir erindanna eru birtir á heimasíðum Rannsóknarstofnun ar Kennaraháskólans, slóðin er: www.khi.is/khi/malthing/tilkynn- ing.htm. Þetta er þriðja málþing skólans og við stefnum að því að þessi þing verði árviss atburður, helst í samstarfi við aðra aðila. Það er okkur sérstakt kappsmál að efla rannsóknar- og þróunar- viðleitni kennara og annarra uppeldisstétta."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.