Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eydís Franzdóttir á einleiks- tónleikum Caput í Salnum Líkt og mara- þonhlaup eða kafsund EYDÍS Franzdóttir óbóleikari kemur fram á einleikstónleikum Caput í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á sunnudagskvöld kl. 20.30. Caput-hópurinn hóf einleiks- tónleikaröð í Salnum á liðnum vetri og tekur nú upp þráðinn að nýju. Það er í hæsta máta óalgengt að haldnir séu heilir einleikstónleikar með óbói og aðspurð kveðst Eydís ekki vita til þess að slíkir tónleikar hafi í annan tíma verið haldnir hér á landi. Á efnisskránni eru Six Meta- morphoses after Ovid op. 49 eftir Benjamin Britten, Alef eftir Nicco- ló Castiglioni, Sononymus I eftir Hilmar Þórðarson, Glerskuggar eftir Svein Lúðvík Björnsson og Lament for Astralabe eftir Drake Mabry. En skyldi vera mikið til af einleiksverkum fyrir óbó? „Lengi vel var þetta verk Brittens það eina sem var þekkt. Hann samdi það ár- ið 1951 fyrir Alderburgartónlistar- hátíðina í Bretlandi og það er enn talið eitt af aðalverkunum í tónbók; menntum óbósins," segir Eydís. „I rauninni erum við heppin að eiga þetta verk til, því þegar það var frumflutt á Alderburgarhátíðinni, utandyra, þá missti Britten frum- ritið í ána sem var þarna nálægt, svo það munaði engu að það glatað- ist. En sem betur fer tókst að draga það á land og vinna úr frumritinu," segir hún. A seinni árum segir Eydís hins vegar mikið hafa verið skrifað fyrir óbó sem einleikshljóðfæri. Hún segir að hugmynd Caput með ein- leikstónleikaröðinni hafi verið sú, nú þegar tuttugustu öldinni fer senn að ljúka, að gefa innsýn í það sem samið hefur verið á þessari öld fyrir hin ýmsu hljóðfæri. I tilfelli óbósins megi þó eiginlega segja að lítið sem ekkert hafi verið samið fyrir miðja þessa öld. Verk Castiglionis er frá árinu 1965. „Þó að það sé tæknilega erfitt og mikið af nótum, þá finnur maður alltaf tilganginn með því vegna þess að það er svo fallegt. Oft er maður kannski að æfa tónverk sem er bara bunkar af nótum, skilur ekkert af hverju og finnur ekki línuna í því en hjá Castiglioni er þetta alltaf svona ljóðrænt, þannig að það gerir verk- ið mjög skemmtilegt að spila. Hins vegar liggur það ekki alltaf sérstak- lega vel fyrir hljóðfærið." Annað segir hún vera uppi á teningnum með lokaverkið á tónleikunum, eftir Drake Mabry. Hann sé sjálfur óbó- leikari og þó að verkið sé erfitt, ekM síst hvað úthald varðar, þá viti hann að það virki og virki vel, vegna þess að hann gjörþekki hljóðfærið og alla möguleika þess. Strokleðrið óspart notað íslensku verkin eru bæði frá ár- inu 1998, skrifuð fyrir Eydísi, sem frumfiutti þau á Erkitíð í fyrra. Hún lýsir verki Hilmars sem verki Eydís Franzdóttir og óbóið hennar. Morgunblaðið/Kristinn dagsins í dag, en það er skrifað fyr- ir óbó og tölvu. Það er hluti af röð verka sem tónskáldið vinnur nú að fyrir einleikshljóðfæri og tölv- uhljóð. „Hann byrjaði á því að fá mig til sín í stúdíóið og bað mig um að spila fyrir sig allskonar nótur, blása í hljóðfærið og gera eitthvað með klöppunum, svo tók hann þetta inn í tölvuna og fór að vinna úr þessu. Þannig að upphafið að tölv- utónlistinni er allt tónar úr óbóinu; ýmist blástur, klappahljóð eða eitt- hvað annað, sem kemur svo út eins og ólflc hljóð, t.d. klukkna- og þyril- hljóð. Svo semur hann óbólínu sem kemur ofan á og meðan ég spila hana verð ég að stjórna tölvunni," segir Eydís, sem gefur tölvunni tempóið með því að slá fæti tvisvar á pedal. Verk Sveins Lúðvíks, Glerskugg- ar, er útkoma hugleiðinga um ein- stakling sem felur raunverulegar tilfinningar sínar á bak við slétt yf- irborð af ótta við breytingar. Verkið tekur innan við fimm mínútur í flutningi. „Sveinn er ekki þekktur fyrir að segja neinn óþarfa í verk- unum sínum og hann notar strok- leðrið óspart. Þetta er gífurlega fal- legt verk hjá honum og mjög hnitmiðað," segir Eydís. Hún segir það vera spurningu hvernig best sé að undirbúa tón- leika sem þessa. „Maður verður jú að æfa sig og það fer auðvitað mest- ur tíminn í að æfa þessi verk, vinna við þau og hugsa um hvernig maður ætlar að framkvæma þetta. Stund- um hugsa ég um það hvort það væri kannski betra að fara út að hlaupa og æfa sig í úthaldi á þann hátt en því miður þá vill tíminn frekar fara í fingraæfingar. En það að spila á óbó er mjóg líkt því að stunda ein- hverja erfiða íþróttagrein eins og maraþonhlaup eða kafsund, þar sem virkilega reynir á öndunina. Undir svona kringumstæðum fer maður inn á tónleikapallinn með það í huga að nú sé bara að duga eða drepast - að halda sér ofan í vatninu í klukkutíma," segir Eydís. Hún segir undirbúninginn að tón- leikunum hafa víkkað sjóndeildar- hring sinn heilmikið og einnig möguleika sína sem spilara. „Þann- ig að ég á ekki von á því að þetta verði mínir síðustu sólótónleikar, þ.e. svo framarlega sem ég lifi þessa af." Sigrid Valtingojer með eitt verkanna sem verða á sýningunni í Listasafhi Arnesinga. Grafík í tuttugu ár SIGRID Valtingojer opnar yfirlits- sýningu á verkum sínum í Lista- safni Arnesinga á Selfossi í dag, laugardag, kl. 14. Sýninguna kallar hún Grafík í tuttugu ár. Sigrid er fædd í Tékklandi 1935 en hefur ver- ið búsett á íslandi frá árinu 1961. Hún nam við Institut fiir Modegra- fik í Frankfurt, og síðar við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, en þaðan lauk hún prófi í grafík 1979. Þetta er sextánda einkasýning Sigrid, en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis og hlotið marg- víslegar viðurkenningar, nú síðasta Purchase Prize-verðlaunin frá Portland Art Museum í Bandaríkj- unum árið 1998. Á sýningunni gefur að líta yfirlit yfir 20 ára feril listakonunnar og eru elstu verkin þrungin tilfinningu fyrir því sem er að gerast í sam- skiptum manna, segir í fréttatil- kynningu. „Að vera búsett á íslandi gerir það hins vegar að verkum að landið og landslagið verður sterkasti áhrifavaldurinn og ég byrjaði að nota landslagið sem viðfangsefni. En leiðin lá smám saman frá nátt- úrubundinni útfærslu yfir í það abstrakta. Þetta er ekki óeðlilegt því mann langar alltaf til að bæta einhverju við úr eigin hugarheimi til að öðlast meira frelsi. Með því að breyta landslaginu í tjáningu eigin hugmynda hverfur landslagið að endingu í bakgrunninn og verður einungis til staðar nær ósýnilegt. íslenskt landslag hefur veitt mér innblástur og gefið mér kraft, það er upprunalegt, ótamið, nakið - þar birtast frumformin í fjöllum og öðr- um náttúrufyrirbærum opin til lesturs," segir Sigrid í fréttabréfi Listasafns Arnesinga. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14-17 og lýkur 1. nóvember. Osvaldur Knudsen kvikmyndagerðarmaður Yfírlitssýning í tilefni aldarminningar ITILEFNI aldarafmælis Ósvaldar Knudsen 19. október verður sonur hans, Vilhjálmur Knudsen, með yfirlitssýningu á kvik- myndum hans alla daga kl. 17.30 fram til 9. desember. Verður sú fyrsta í dag, laugardag. Sýningarnar fara fram á vinnustofu þeirra feðga í Hellusundi 6a. Sýndar eru fjórar kvik- myndir: Heklugosið 1947-8; Hornstrandir, en þá mynd tók Ósvaldur á Hornströndum og Jökul- fjörðum á árunum 1949- 54. Lögð er áhersla á að sýna staði, sem nú eru eyddir og það sem sér- kennilegast er í landslagi, byggð og búskap; Sveitin milli sanda. Myndin fjallar um Ör- æfin og tekin á árunum 1952-64; Reykjavík árið 1955. Borg í hraðri uppbyggingu. Svipmyndir af bæj- arlífinu, en íbúar voru þá 64.000. Sýningartúni er um tveir tímar. Ósvaldur Knudsen er fæddur árið 1899 á Fáskrúðsfírði og lést í Reykjavík árið 1975. Hann hdf fyrstur skipulega gerð heimildar- kvikmynda á íslandi. Margar kvikmyndir hans hlutu fjölda verðlauna víða um heim. Vilhjálm- ur Knudsen starfaði lengi með föður sínum og hefur haldið starfi hans áfram. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður og Sigurður Þór- arinsson prófssor sömdu og fluttu texta flestra kvikmyndanna. Af öðrum textahöfundum má nefha Ósvaldur Knudsen í Surtsey árið 1969. Finn Guðmundsson og Þórhall Vilmundarson prófessor. Tónlist margra myndanna samdi Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld. Frá árinu 1975 hafa myndir Ós- valdar og Vilhjálms verið sýndar daglega í vinnusl ofu _þeirra, Hellusundi 6a, fyrir Islendinga og erlenda ferðamenn á mörgum tungumálum. Daglega er hin hefðbundna sýning, The Volcano Show, á eldfjallakvikmyndum þeirra feðga kl. 15 og kl. 20 á ensku, með þýðingu í heyrnartól- um m.a. á íslensku, frönsku, þýsku, ítölsku og norsku. Einnig eru myndbönd fáanleg. Listi Hggur frammi yfir fjölda kvikmynda Osvaldar sem sýndar verða eftir óskum. Fyrirlestur um Wolfgang Wagner VETRARSTARF Richard Wagn- erfélagsins hefst í dag kl. 18 í Þing- holti, Hótel Holti, með fyrirlestri í máli og myndum um störf Wolf- gangs Wagner við Wagner-hátíð- ina í Bayreuth sem leikhússtjóri, leikstjóri og leikmyndahönnuður. Það er Stephan Jöris, sem starfað hefur með Wolfgang Wagner í fjölda ára við Bayreuth-hátíðina, sem segja mun frá og mun hann tala á ensku. Stephan Jöris var m.a. aðstoðarleikstjóri Wolfgangs í uppfærslum hans á Tannhauser og Parsifal. Wolfgang Wagner tók við rekstri Bayreuth-hátíðarinnar árið 1951 ásamt bróður sínum Wieland. Eftir lát Wielands árið 1965 hefur Wolfg- ang verið einn við stjórnvölinn, en hann varð áttræður síðastliðið sumar. Að loknum fyrirlestrinum verður svo haustfagnaður félagsins. Richard Wagner-félagið var stofnað árið 1995 og eru félagar 150 talsins. Megintilgangur félags- ins er að kynna óperur Richards Wagner auk þess að stuðla að rannsóknum á tengslum Niflung- ahringsins og íslenskra fornbók- mennta. Nú stendur fyrir dyrum útgáfa á bók dr. Árna Björnssonar um það efni hjá Máli og menningu. Á komandi vetri mun félagið í sam- vinnu við Félag íslenskra fræða standa fyrir myndbandskynningu í Norræna húsinu á uppfærslu Metropolitan-óperunnar í New York á Niflungahringnum.. ------------^-»------------ Fyrirlestrar í LHÍ PATRICK Huse, málari frá Nor- egi, flytur fyrirlestur í LHÍ í Laug- arnesi, stofu 24, mánudaginn 11. október kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefnist: „The political aspect of landscape painting" og verður fluttur á ensku. Patrick Huse var nýverið með sýningu á verkum sín- um á Kjarvalsstöðum. Reyer Kras frá Hollandi flytur fyrirlestur í LHÍ í Skipholti 1, stofu 112, kl. 12.30, miðvikudaginn 13. október. Reyer Kras er iðnhönnuð- ur og sýningarstjóri við hönnunar- deild Stádliche Museum í Amster- dam. Hann flytur fyrirlestur sinn á ensku og nefnist hann: „The selfproducing designer". NámskeiðíLHI Námskeið í bókagerð hefst mánudaginn 11. október kl. 18 í Skipholti 1, stofu 113. Kenndar verða ólíkar aðferðir við einfalt bókband byggðar á japönskum hefðum og lögð áhersla á hand- bragð og efnisnotkun. Kennt verð- ur að gera bókarkápur með mis- munandi aðferðum. Nemendur búa til bækur í mismunandi broti. Kennari er Sigurborg Stefánsdótt- ir myndlistarmaður. ? ? ? Haust- stemmning í Ráðhúskaffí KRISTMUNDUR Þ. Gíslason opnar málverkasýningu í Ráð- húskaffi Ráðhúss Reykjavíkur í dag, laugardag. Á sýningunni eru fimm málverk, tvær olíumyndir og þrjár akrýlmyndir, sem allar eru unnar á þessu ári. Yfirskrift sýn- ingarinnar er Litagaldur haust- himins. Kristmundur hefur haldið mál- verkasýningar með reglulegu millibili og tekið þátt í samsýning- um. Mörg verk eftir hann eru til í eigu fyrirtækja og einstaklinga hér heima og erlendis. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.