Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástrós Frið- bjarnardóttir var fædd 29. októ- ber 1918. Hún lést í St. Fransiskusar- spítalanum í Stykk- ishóimi 2. október siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Friðbjörn Ásbjörns- son, formaður á Hcllissandi, f. 4.9. V 1892, d. 1986, og Júníana Jóhannes- dóttir, húsmóðir á Hcllissandi, f. 19.6. 1893, d. 1983. Eftir- lifandi systur Ástrósar eru Hólmfríður, f. 15.5. 1924, gift Guðmundi Valdemarssyni, og Jóhanna, f. 2.2. 1926, gift Aðal- steini Kr. Guðmundssyni. _ Hinn 20.12. 1941 giftist Ástrós eftirlifandi eiginmanni sínum Sveinbirni Benediktssyni, símstöðvarstjóra og útgerðar- manni á Hellissandi, f. 6.10. 1918. Sveinbjörn er sonur Bcne- dikts Sveinbjörns Benediktsson- ar, f. 26.11. 1890, og konu hans -» Geirþrúðar Kristjánsdóttur, f. 26.10. 1889. Ástrós og Svein- björn eignuðust fjóra syni. 1) Ottar, f. 14.11. 1942, kvæntur Guðlaugu frisi Tryggvadóttur, f. 14.8. 1941. Þeirra börn eru: a) Ásbjörn, f. 16.11. 1962, kvæntur Margréti Scheving, f. 14.11. 1962, og eiga þau þrjá syni, Friðbjörn, Gylfa og Ottar. b) Tryggvi Leifur, f. 17.5. 1964, kvæntur Kristinu Andersson, f. 19.8. 1970, og á Tryggvi Leifur ■y tvær dætur, Sögu og Teklu. c) Nú er ég kveð tengdamóður mína hrannast upp ótal minningar frá því er ég kom fyrst vestur í Hraunprýði, á það glæsilega heimili þar sem allt var svo smekklegt og hver hlutur átti sinn stað. Ásta var fagurkeri á alla hluti, mikil hann- yrðakona og handbragð hennar var einstakt í einu og öllu, eins og heim- ili þein"a bar fagurt vitni. Samband þeirra hjóna Ástu og Sveinbjamar var sérstaklega traust og kærleiksríkt, hann kall- aði hana Rósina sína, og var hún það sannarlega. Hann vildi alltaf hafa hana fína, því var það þegar ~**þau komu til Reykjavíkur, að ævin- lega var farið í Verðlistann eða Gluggann og keypt eitthvað fallegt. Við fórum saman síðast, aðeins tveimur vikum áður en hún dó, þá farin að kröftum, en hugurinn einn eftir, hún vissi nákvæmlega hvað hún vildi. Ásta var vel gefín, skemmtileg og jákvæð, enda laðaðist fólk að henni hvar sem hún var, þá ekki síst böm- in. Hún var mannvinur og lét sig varða velferð fólks, ekki einungis sinnar eigin fjölskyldu, heldur fólks yfírleitt, hún var víðsýn og hallmælti aldrei neinum. Þeir sem minna máttu sín áttu þar góðan málsvara * sem Ásta var. Hún var trygglynd og ræktarsöm og var þá síminn nærtækasti tengiliðurinn, enda óspart notaður. Ásta fór aldrei út á vinnumarkaðinn eftir að hún gifti sig, heimilið var hennar starfsvettvangur, en ekki þarf að fara út um víðan völl tO að láta gott af sér leiða. Ásta mátti ekkert aumt sjá, trúi ég hún hafí gert mörg kærleiksverk- in sem hún hafði þó ekki sjálf hátt um. Hver uppsker eins og hann sáir. Hennar upskera var rikuleg í þeim jffjölda vina þeirra hjóna. Nú er lauf trjánna tekið að falla, eins hefur Rósin hans Sveinbjamar fölnað og fellt blöðin sín, en minn- ingin um góða og hjartahlýja mann- eskju yljar okkur sem vorum svo lánsöm að eiga hana að. Eg kveð hana með söknuði og —jtrega. Þökk íyrir allt. Soffía Dagmar. stúlka, fædd 1.7. 1965, dáin sama dag. d) Júníana Björg, f. 8.2. 1973, gift Jóhanni Péturs- syni, f. 16.7. 1970, og er dóttir þeirra Guðlaug Iris. 2) Friðbjörn, f. 20.12. 1949, kvæntur Erlu Benediktsdóttur, f. 4.1. 1948, og eru dætur þeirra: a) Ástrós, f. 20.1. 1973, og Ásgerður Alda, f. 17.2. 1975. 3) Bene- dikt Bjarni, f. 21.3. 1952, sambýliskona Harpa Dröfn Aðalsteinsdóttir, f. 14.5. 1956, þau slitu samvistir, þeirra synir: a) Sveinbjörn, f. 2.12. 1976, í sambúð með Hörpu Björnsdóttur, f. 22.12. 1977. b) Andri Steinn, f. 31.3. 1981. 4) Eggert Þór, f. 23.5. 1955, kvæntur Soffíu Dagmar Þórar- insdóttur, f. 24.11. 1955, synir Eggerts eru: a) Gunnar Þór, f. 29.11. 1973, í sambiíð með Súsönnu Jónsdóttur. b) Þórar- inn, f. 17.7. 1979, Sveinbjörn Ben, f. 29.5. 1993. Ástrós og Sveinbjörn bjuggu allan sinn búskap í Hraunprýði á Hellissandi, eða þar til þau fluttust á dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi árið 1997. Ástrós stundaði húsmóðurstörf öll sín búskaparár og var hún alla tíð mjög virk í félagsstarfi á Hell- issandi. títför Ástrósar fer fram frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar til að kveðja elskulega tengdamóður mína með nokkrum orðum. Upp í hugann koma ótal margar hlýjar og góðar minningar. Ávallt vai’stu létt í lund og tókst mér sem dóttur. Mikill áhugi var alltaf hjá þér á fólki og fjölskyldunni allri og hafðir þú alltaf áhuga á að vita hvað væri að gerast hverju sinni. Við töluðum mikið saman í síma og hlógum oft mikið af skondnum til- vikum. Þú áttir auðvelt með að laða að þér fólk enda áttir þú marga góða vini. Bar heimili ykkar með sér mik- inn myndarskap í hvaðeina, og vor- uð þið alltaf reiðubúin að taka á móti gestum þegar þá bar að garði í Hraunprýði og var tekið á móti öll- um með höfðingsskap, enda varst þú mikil húsmóðir og lifðir fyrir heimil- ið og fjölskylduna alla. Þú varst mik- il hannyrðakona og gerðir mikið af því að hekla og sauma, ber heimili þitt og barna þinna þess merki og er það okkur dýrmætt í dag. Þau sjö ár er við bjuggum á Gufuskálum vorum við meira og minna hjá ykkur Bubba og voru þau ár okkur öllum mjög hugljúf og góð. Síðustu mánuðir voru þér erf- iðir vegna veikinda, en reyndir þú ávallt að gera sem minnst úr þeim. Að lokum vil ég þakka öll góðu árin er ég átti með þér Ásta mín og vil ég biðja góðan guð að styrkja tengdaföður minn í sorg sinni og gefa honum styrk á þessum erfíðu tímamótum. Far þú í friði, friður Guús þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Erla. Föðuramma okkar, Ástrós Frið- bjamardóttir, verður jarðsungin frá Ingjaldshólskirkju í dag og langar okkur systkinin að minnast hennar í nokkrum orðum. Það eru mikil for- réttindi að fá að alast upp í návist, ekki einungis foreldra sinna, heldur einnig móður og föðurforeldra. Hraunprýði, heimili Ástu ömmu og Bubba afa, stendur steinsnar frá heimili foreldra okkar á Hellissandi og litlir fætur fundu fljótt leiðina þangað í hlýju og skjól ömmu sem ávallt var heima við og tók okkur opnum örmum. Hlýtt viðmót og ómæld umhyggja gerðu það að verkum að manni leið alltaf vel í ná- vist hennar og fór maður ætíð þaðan með magafylli af vöfflum eða öðru góðgæti. Ámma hafði sterka og góða nærveru, hún var opin og ör- ugg í framkomu og átti einstaklega auðvelt með að kynnast og binda tengsl við fólk. Það sýndi sig þegar amma og afí fóru á dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi íyrir tæp- lega tveimur áram. Á heimili þeÚTa í Hólminum varð fljótlega sami gestagangur og hafði verið í Hraun- prýði enda var þeim mjög vel tekið af öllum þar. Það var eftirtektarvert hversu vel Ásta amma ræktaði vin- áttu sína við þá fjölmörgu sem hún kynntist í gegnum tíðina. Þessi ræktarsemi hennar batt einnig fjöl- skylduna saman og í gegnum hana vissu allir um hagi hvers og eins á hveijum tíma. Ommu var einstaklega tamt að koma auga á hið góða og jákvæða í hverjum manni og var hún ætíð reiðubúin að taka upp hanskann fyrir þá sem mættu mótlæti í lífínu. Ein af helstu lyndiseinkunnum ömmu var falsleysi, hún þurfti ein- faldlega ekki að búa orðum sínum annan búning en þau höfðu. Þannig gat hún komið orðum að hlutunum án þess að þau hittu mann illa fyrir en samt sem áður gerði hún það á þann hátt að allir skildu meiningu þeirra og tóku þau til ígrundunar. Þetta hispursleysi hennar létti oft upp stemmninguna og gat sætt erf- ið og ólík sjónarmið. Það er einlæg von okkar systkina að við afkom- endur og aðrir eftirlifandi sam- ferðamenn tökum okkur til eftir- breytni hennar heilbrigðu lífsskoð- anir og góðu dyggðir. Ef við náum að tileinka okkur, þó ekki væri nema hluta af hennar sterku sam- kennd, réttlætistrú og raunsæi, þá getum við verið þess fullviss að gatan var ekki til einskis gengin. Elsku Bubbi afi, nú eru liðin ná- kvæmlega 60 ár frá því að þið Ásta amma innsigluðu ást ykkar og kær- leika með því að setja upp trúlofun- arhringana og bráðlega 58 ár frá brúðkaupsdegi ykkar, öragglega er þessi langa samferð ykkar þér up- spretta margra kærra minninga sem ylja munu á ævikvöldinu. Þó svo að skjöldur þín og hlíf, sem amma var, hafi brugðið sér af bæ eram við þess fullviss að þið náið saman að nýju, en þar til að af því verður vonum við og trúum að þú sýnir sama æðraleysi og kjark og þú hefur sýnt síðustu daga og sam- einir okkar syrgjandi fjölskyldu. Viðbrögð þín og styrkur er okkur öllum hvatning og samþjöppun á erfíðri stund. Það er gott til þess að vita að vinir og velgjörðarmenn verði þér að baki, nú þegar á reyn- ir. Að lokum langar okkur að koma á framfæri þakklæti fjölskyldunnar til handa þeim hjónum Konráði Ragnarssyni og Þómýju Axelsdótt- ur, sem reyndust ömmu og afa framúrskarandi vel þann tíma sem þau dvöldu á dvalarheimilinu í Stykkishólmi, þeim verður seint fullþakkað þeirra vinarþel og frændsemi. Ásbjörn, Tryggvi Leifur og Júníana Óttarsbörn. Elsku amma mín. Það var svo gaman að fá þig og Bubba afa í heimsókn. Þið voruð svo dugleg að koma í afmælið mitt sl. vor og mikið var gaman að þú varst búin að koma og sjá nýja húsið okkar og herbergið með englunum sem mamma mál- aði á vegginn. Eg veit að núna ert þú orðin ein af þessum englum og munt alltaf passa mig og fylgjast með mér stækka. Ég ætla að vera dugleg að passa Bubba afa fyrir þig og gefa hon- um stóran knús. Takk fyrir allt, elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín en ég veit að þér líður vel núna. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring Sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín ömmurós Guðlaug Iris. Þinn langi ævidagur er liðinn, amma kæra, Þitt líf var hetjusaga sem gott er af að læra. Sem eik af sterkum stofni þú stóðst í dags- ins önnum. Stór í fórn og mildi og rík af kærleik sönn- um. Þú þekktir bamsins þarfir í brosi jafnt og tárum. Við blessum gjafir þínar frá fyrstu bernsku- árum. Þitt hús stóð okkur opið og ásthlýr faðmur líka þar allt hið besta veitti, þitt hjarta kærleiks- ríka. Að okkar þroska hlúðir með ástúð heitri- þinni. Af yndislegri langömmu höfðum dýrmæt- kynni. Nú ljúfa minning eigum við, amma elsku- lega. Svo ertu kvödd með virðingu, þökk og hljóð- um trega. (Ingibj. Sig.) Við munum ætíð geyma fallega minningu þína í hjörtum okkar, elsku amma mín. Saga og Tekla. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bemsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. Elsku amma okkar, við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Guð blessi minn- ingu þína. Elsku afí, megi guð styrkja þig á þessari sorgarstundu. Ástrós og Ásgerður Alda. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveiim á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmusinnarkomasttil, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Við minnumst með þakklæti hvað langamma var hlý og góð við okkur. Við biðjum góðan guð að styrkja langafa okkar í þessari sorg, minning um langömu okkar mun lifa í okkar hjarta. Friðbjörn, Gylfi og Ottar. Góð kona er gengin. Annan október sl. lést á sjúkra- húsi góð vinkona móður okkar, frú Ástrós Friðbjarnardóttir frá Hraunprýði á Hellisandi, áttræð að aldri. Það er táknrænt að hún skuli kveðja okkur á þessum árs- tíma þegar haustar að og um- hverfið tekur á sig annan og fölari lit, því Ásta var mikill náttúruunn- andi og ferðalangur. Margs er að minnast frá langri samferð. I huga okkar systra er minningin um Ástu og Sveinbjörn skýr frá því við munum eftir okk- ur. Samskipti fjölskyldna okkar hafa frá fyrstu tíð verið náin, fyrst milli Mettu ömmu okkar og þeirra Benedikts og Geirþrúðar foreldra Sveinbjörns, síðar mömmu, pabba, Ástu og Bubba. Þótt vegalengdin á milli Olafs- víkur og Hellissands sé ekki löng voru ekki daglegar ferðir milli staðanna fyrr en komið var fram á sjötta áratug þessarar aldar. Það var mikil hátíð þegar vinirnir frá Sandi komu í heimsókn, oft þurftu þeir að bíða eftir að komast fyrir Ennið eftir læknisheimsóknir eða aðrar útréttingar því það varð að sæta sjávarföllum. Tíminn var þá notaður og margt rætt, bæði fjöl- skyldumál og landsins gagn og nauðsynjar. Það var gaman að hlusta á þær vinkonurnar rifja upp gamlar minningar. Það var sérstök upplifun að koma í Hraunprýði hinn 20. des- ember 1991 þegar fimmtíu ár voru liðin frá því að vinafólkið skundaði heim til sóknarprestsins í Olafs- vík, séra Magnúsar Guðmunds- sonar, og létu gefa sig saman. Ekki var um líka viðhöfn að ræða og nú þekkist, en hjónaböndin voru einstaklega farsæl og vinátta þeiraa styrktist eftir því sem árin liðu. Þau höfðu oft ráðgert að halda sameiginlega upp á gull- brúðkaupið, en pabbi lést áður en að því kom. Þær voru margar skemmtiferðirnar farnar eftir að barnauppeldi og öðrum skyldum lauk. Hún Ásta var mjög sérstök og yndisleg kona sem ekkert aumt mátti sjá. Einstakt var hvað hún fylgdist vel með og bar umm- hyggju fyrir öllum sem hún þekkti enda áttu margir athvarf hjá þeim hjónum, sem minna máttu sín í samfélaginu þó ekki væri haft hátt um það. Hennar starfsvettvangur var heimilið, þar var gestkvæmt og gaman að koma, sem börn fundum við að allir voru jafn vel- komnir. Ásta var ræðin og skemmtileg og hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni sem hún miðlaði öðrum. En Ásta gekk ekki alltaf heil til skógar. Síðustu árin var hún oft veralega lasin og þurfti á læknis- hjálp að halda, en í þeirri baráttu stóð hún ekki ein, Sveinbjörn stóð eins og klettur við hlið hennar. Þannig hefur það verið frá því þau voru kornung. þau voru samstiga í öllu sem þau gerðu og settu vel- vildar virðuleikablæ á samfélagið. Ásta skilur eftir sig sterkar minningar um góða, hlýja og kær- leiksríka manneskju sem var sátt við lífshlaup sitt og gæti tekið undir með skáldinu frá Hvítadal. Nú get ég lofað lífið, Jjótt lokist ævisund. Ég hef litið Ijómann og lifað góða stund. Kæri Sveinbjörn og fjölskylda, við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni og blessa minn- inguna um Ástu Friðbjarnardótt- ur. Jóhanna Kristjánsdóttir og dætur. Kær vinkona mín, Ástrós Frið- bjarnardóttir, lést á sjúkrahúsi Stykkishólms laugardaginn 2. okt. sl. Ástu í Hraunprýði, eins og hún er jafnan í huga mér, kynntist ég fyrst árið 1960 þegar ég og fjölskylda mín fluttumst búferlum til Hellissands. ÁSTRÓS FRIÐBJARNARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.