Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 I —' ......... UMRÆÐAN Island og listi SÞ yfir arfleifð allra þjóða NÁTTÚRU- VERND er alla jafna þakklátt verk að vinna; gildir einu hvort t.d. um vemdun og björgun Dimmu- borga er að ræða eða friðun arnarins. Auð- vitað koma upp álita- og deilumál öðru hvoru. Stundum tekst *J að leysa þau. Ég tel víst að flestir viður- kenni að náttúru- vernd og umhverfis- mál mættu skipa og eiga eftir að skipa hærri sess en þau hafa nú í þjóðfélaginu, á næstu árum og áratugum. Á Islandi era nú þrír þjóðgarðar og einn í burðarliðnum (Snæfells- nes við Jökul og hluti Breiðafjarð- ar). Tveir þjóðgarðanna eru fremur litlir (Þingvellir og Jökulsárgljúfur) en sá stærsti, Skaftafell; hefði vart orðið jafn stór og hann er, ef ekki hefðu komið til afskipti erlendis frá. Umræður verða stundum um fleiri í þjóðgarða og ýmsar útgáfur af þeim; greinarhöfundur hefur ám- álgað þjóðgarð á hálendinu á milli Kerlingaskarðs á Snæfellsnesi og Norðurárdals í Borgarfirði, og ýmsir rætt um þjóðgarð á öræfum norðaustanlands. Ekki skal fjölyrt um neitt af því hér, heldur skal minnt á nokkuð sem kallast UN- ESCO World Heritage Site - eða eins konar „heimsarfleifðarstaður“ Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Með því er átt við staði, sem hafa mikið menningarsögulegt eða náttúrufræðilegt gildi fyrir þjóðir heims, og ber að vernda, kynna og halda við í alþjóðlegu samhengi. I samningi um þessa verndun frá því í París 1972, og ís- land hefur gilt, kemur m.a. fram að Aðalþing Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, álítur: „Að með tilliti til þess hve víð- tækar og alvarlegar þær hættur era sem nú steðja að menningar- og náttúruarfleifðinni beri öllum þjóðum heims skylda til að taka í sameiningu þátt í að vernda þá þætti hennar, sem hafa sér- stakt alþjóðlegt gildi, með því að veita sam- eiginlega aðstoð sem komi ekki í stað að- gerða af hálfu hlutað- eigandi ríkis heldur verði umtalsverð við- bót við þær.“ Þegar listinn yfir þá staði sem þegar hafa öðlast þann sess að vera heimsarf- leifð er skoðaður sést hvað um er að vera: • Gamli bærinn í Santíago de Compostela, Spáni • Eldfjöllin á Kamtsjatka- skaga, Rússlandi • Mount Kenya-þjóðgarður- inn, Kenýa • Rómverskar menjar í Trier • Galapagos-eyjar, Ekvador • L’Anse aux Meadows, Ný- fundnalandi Nú era 445 menningarstaðir, 117 náttúrvætti og 20 staðir/svæði beggja blands í 114 ríkjum á listan- um. Á íslandi hefur enginn staður og ekkert fyrirbæri komist inn á heimsskrá UNESCO, en um slíkt þarf sérstaklega að sækja af bær- um aðilum og með gildum rökstuðningi í samræmi við stofn- skrá. Nefndin sem fjallar um um- sóknir hittist einu sinni á ári. Nokk- ur svæði hafa komið til tals í þessu sambandi, t.d. Þingvellir, Mývatn og Geysis/Gullfoss-svæðið, en mál aldrei komist svo langt að eitthvert svæði hérlendis væri tekið til um- fjöllunar ytra. Ymsir kostir fylgja því er svæði eða staður nær inn á lista UNESCO. Unnt er að fá styrki til að kynna svæði eða staði Náttúruvernd Kominn er tími til að — Island komist á listann góða, segir Ari Trausti Guðmundsson, og þá með fyrsta kost sem augljósast val: Þingvelli. sem komast á listann og einnig til þess að vinna að verndun eða við- gerðum. Þá má benda á að viður- kenningin hefur jákvæð áhrif á ferðamennsku á umræddu svæði eða stað. Hún ýtir líka undir vernd- un og ræktun jafnt mannlífs sem náttúra í landinu. Fregnir hafa heyrst um, að eitthvað hafi mennta- málaráðuneytið hugað að þessum málum en hver staða mála kann að vera veit ég ekki. Hitt veit ég að tími er löngu til kominn að Island komist á listann góða og þá með fyrsta kost sem augljósast val: Þingvelli. ‘Vel kynnt fólk á borð við tvo for- seta íslands (Ólaf Ragnar Gríms- son og Vigdísi Finnbogadóttur), jarðfræðing eins og Kristján Sæ- mundsson, líffræðing eins og Pétur Jónasson í Kaupmannahöfn, Jónas Kristjánsson, fyrrverandi forstöðu- mann Amastofnunar, og Þór Magnússon þjóðminjavörð getur rökfært með glans fyrir mikilvægi Þingvalla í sögu náttúru og menn- ingar á heimsvísu. Ég skora á þau yfirvöld sem málið varðar og á nátt- úruverndarsamtök og -stofnanir að bretta upp ermar. Höfundur er áhugamaður um nátt- úru- og umhverfisvemd og vinnur hlutastörf fyrir Lfnuhönnun, m.a á sviði umhverfismála. Ari Trausti Guðmundsson ÁSTÆÐAN fyrir skrifum mínum er margþætt. Föstudag- s inn 24. september síð- astliðinn sóttu leik- skólakennarar ráðstefnu, en til þess að leikskólakennarar á Sólbakka, sem er leikskóli við Vatns- mýrarveg, gætu farið vegna manneklu tóku foreldrar sig til og gengu í þeirra störf, tóku sér frí og höfðu bömin heima svo þetta gæti orðið að veraleika. Eins og flestir vita er mikil mannekla í leikskólum borgarinnar og aðalástæðan sú að t næg atvinna er í landinu sem er mun betur launuð, t.d. er betur launað að selja brauð í bakaríi en að vinna sem leikskólakennari. Nú hefur leikskólastjórinn á Sólbakka tekið þá ákvörðun að loka skólan- um og eru börnin send heim mun fyrr á daginn en áður. Þykir for- eldrum og starfsfólki þetta miður. Þessi mannekla kemur niður á starfi leikskólans og hefur tvímælalaust áhrif á þjónustuna og gæði starfsins. Starfsfólkið þarf bæði að sinna sínum hefðbundnu störfum og síðan bætast önnur störf við, svo sem eldhús- störf, undirbúa morg- unmat o.fl. Starfs- fólkið hefur þurft að vinna tíu tíma vinnu- dag í þessu krefjandi starfi, sem reynir bæði andlega og líka- mlega á. Við verðum að gera okkur Ijóst að fyrstu ár barnsins era mikil- vægust og að leikskólar sinna starfi sem uppalendur samhliða okkur foreldrum. Það sem fer fram á leikskólanum fylgir barn- inu sem veganesti í lífinu; ást, um- hyggja, hlýja, öryggi, kennsla og allt það besta sem barn á skilið frá foreldrum sínum. Hugmyndir um lausnir á þess- Leikskólar A góðærið að bitna á því sem okkur er dýrmæt- ast, spyr Olga Helena Kristinsddttir, börnunum okkar? ari manneklu eru eftirfarandi: -Hækka laun starfsfólks svo sómi sé að - Gera leikskólastarfið áhuga- verðara - Bjóða leikskólakennurum upp á símenntun og ófaglærðum upp á námskeið - Gera þeim mögulegt að sækja námskeið - Auka ábyrgð - Auka þátt foreldra í leikskóla- starfinu - Sveigjanlegri vinnutími Málum er þannig háttað á Sól- bakka að það á að loka leikskólan- um er ný akbraut verður byggð neðan Landspítalans. Ríkisspítal- ar ráku leikskólann til vors 1998 er Dagvist barna ákvað að taka við starfseminni (og hefur margt breyst). Bergur Felixson hjá Dagvist barna mætti á fund með okkur foreldrum í framhaldi af því. Allt Glæsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar Acrylpottur í rauðviðargrind. Innb. hitunar- og hreinsikerfi. Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur nema rafm. 16 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjálfv. hitastillir. Tilbúnir til afhendingar. BXEESEB VESTAIM ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogur, s. 554 6171, fars. 898 4154 Góðæri? Olga Helena Kristinsdóttir Viðleitni presta framtíðarinnar „Við undirritaðir guðfræðinem- ar lýsum yfir áhyggjum okkar vegna stöðu samkynhneigðra inn- an þjóðkirkju Islands, þar sem við teljum að tilfmningar þeirra og sjónarmið séu ekki tekin nægilega alvarlega. Við hvetjum yfir- stjórn kirkjunnar til þess að sýna hu- grekki og birta stefnuyfirlýsingu um málefni samkyn- hneigðra. Þar komi fram að kirkjan styðji mannréttinda- baráttu samkyn- hneigðra með því að sýna þeim traust til þess að. axla fulla ábyrgð og njóta allra réttinda í samfélag- inu. Við hvetjum einnig helgisiðanefnd kirkjunnar til að koma með blessunar- form fyrir samkynhneigða, þar sem lögð væri áhersla á heit um ást, virðingu og trúfesti. Umfram allt viljum við hvetja þig, herra biskup, til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að fylgja eftir yf- irlýsingum frá kirkjuþingi ’96 og prestastefnu ’97 varðandi fræðslu- átak innan kirkjunnar um málefni samkynhneigðra." Síðastliðið vor skrifuðu um 70% stúdenta við guðfræðideild Há- skóla Islands undir þessi orð, sem vora formlega afhent biskupi Is- lands, Hr. Karli Sigurbjörnssyni, á fræðslufundi sem Félag guð- fræðinema stóð fyrir í húsakynn- um Háskólans. Ég minni á þetta vegna þeirra umræðna, sem hafa átt sér stað í fjölmiðlum undan- farið um stöðu samkynhneigðra innan kirkjunnar. Undirritaður kom fram í sjónvarpsviðtali og tal- aði sem „prestur framtíðarinnar“. I lok viðtalsins sagði undirritaður að hann vildi vera öruggur gagn- vart þessu margumtalaða málefni áður en hann færi út í prestsskap. Öruggur um hvað? Jú, það er staðreynd að staða samkyn- hneigðra innan kirkjunnar er enn í lausu lofti þrátt fyrir að búið sé að leggja fram skýra greinargerð um sam- kynhneigð og kirkju, sem er að finna í gjörðum kirkjuþings frá árinu 1996. Ég vil í þessu samhengi minna á nokkrar röksemdir, sem lagðar vora fram því til stuðnings að blessa ætti samvist samkynhneigðra ein- staklinga. 1) Biskup íslands og þjóðkirkjan hafa þegar lagt áherslu á að engum verði synjað um fyrirbæn. 2) Það er ljóst að þögn kirkjunnar hefur alvarleg áhrif á líf samkyn- hneigðra. Ótti um fordæmingu getur verið þrúgandi og þá stytt- ist í alvarleika eins og fíkniefna- neyslu og sjálfsvíg. 3) Þjóðkirkjunni er ekki stætt á að tala um mannréttindi út á við en neitað að veita þau inn á við. Þetta eru mikilvæg rök af mörgum fyrir því að samþykkja Samkynhneigð * Eg legg áherslu á það að kirkja Krists, segir Bolli Pétur Bollason, á að vera vettvangur þar sem ólíkir hópar mætast í sátt og samlyndi þ.e. sem jafningjar. viðhald á leikskólanum hefur verið í lágmarki vegna þess að áætlað var að loka honum og viðhald því orðið mjög brýnt. Á þessum fundi lofaði hann að starfsumhverfið yrði bætt, aðallega garðurinn í kringum leikskólann. Við í foreldraráði höfum sent ítrekunarbréf til Dagvistar barna um að eitthvað verði gert. Það var ekki fyrr en börnin komust óhindrað út um op á girðingunni, sem þarfnaðist verulegrar endur- nýjunar, að hlustað var á okkur. Nú er búið að setja fína girðingu í kringum garðinn og jafna lóðina, en þess má geta að enn hallar vegasaltið, moldarflag er undir rólunum, klifurgrind er ætluð skólabörnum, það er engin renni- braut og rólur norðanmegin eru uppi á palli sem nær u.þ.b. 1-1,5 metra út þar sem hvöss brún er á honum, sem er stórhætttulegt. Foreldrum finnst heldur lítið af tækjum miðað við þessa nýju leik- skóla sem okkur buðust, en við ákváðum að vera áfram því starfs- fólkið og Sólbakki era engu lík. Einnig var okkur lofað bættum aðbúnaði fyrir börnin okkar. Það verður eitthvað að gera áð- ur en einhver slasar sig. Leikskól- inn á ekki að vera slysagildra. Fyrst ákveðið var að reka Sól- bakka áfram á allur aðbúnaður, t.d. leiktæki o.fl., að vera í sam- ræmi við aðra leikskóla borgar- innar. Að lokum vil ég skora á borgar- stjóra og Dagvist barna að gera eitthvað í málunum áður en þessi mannekla bitnar illilega á börnun- um. Ég vona að þessi skrif verði til þess að lokið verði við að bæta það sem á vantar svo aðstaðan á Sólbakka verði til fyrirmyndar. Höfundur er móðir tveggja barna og starfar sem kerfisfræðingur. bæn og blessun fyrir samkyn- hneigða. Ég vel það að birta þessi, því þau fela í sér ákveðna viður- kenningu kirkjuyfirvalda á þessu máli, íslenska þjóðkirkjan á að hlúa að sálarheill fólks en ekki beita andlegri kúgun og íslenska þjóðkirkjan á umfram allt að vera samkvæm sjálfri sér. I framhaldi af þessu vil ég nefna það hér að það er óviðunandi ástand þegar þeir prestar, sem era hlynntir því að blessa samvist samkyn- hneigðra, þurfa að útbúa sjálfir eigið ritúal til þess að geta fram- kvæmt þessar athafnir. Þögn og ákvörðunarleysi kirkjuyfirvalda er ekki af hinu góða. Núverandi prestar sem og „prestar framtíð- arinnar“, sem eiga erfitt með að fóta sig gagnvart þessu málefni, verða óöruggir, því handbók ís- lensku þjóðkirkjunnar gerir alls ekki ráð fyrir bæn og blessun yfir sambúð samkynhneigðra. Þögnin og ákvörðunarleysið skemmir kirkjuna og ekki bætir það orð- stírinn þegar virtir og reynslurík- ir þjónar hennar láta óábyrg orð falla í dagblöðum, orð sem hrekja fólk frá kirkjunni, ekki einungis samkynhneigða heldur einnig þá sem sýna þessu máli stuðning. Með tilvísun í upphaf greinar- innar hefur Félag guðfræðinema sýnt þá viðleitni að fá botn í þetta mál og mér þætti tilhlýðilegt að kirkjuyfirvöld, þ.e.a.s. þeir sem hafa eitthvað með ákvarðanir að gera innan kirkjunnar, sýni sóma sinn í þvi að sýna þeirri viðleitni „presta framtíðarinnar" virðingu. Að lokum vil ég leggja áherslu á það að kirkja Krists á að vera vettvangur þar sem ólíkir hópar mætast í sátt og samlyndi, þ.e. sem jafningjar. Höfum það hug- fast þegar merk tímamót nálgast óðfluga. Höfundur er guðfræðinemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.