Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Herdís Sigur- jónsdóttir fædd- ist í Sigríðarstaða- koti í Flókadal í Fljótum í Skaga- firði 25. desember 1914. Hún lést af slysförum 29. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigur- jón Björnsson frá Sigríðarstöðum í — Flókadal, síðar skipstjóri á Siglu- firði, f. 20.5. 1891, d. 25.11. 1966, og kona hans Sigurlaug Jóhanns- dóttir frá Helgustöðum í sömu sveit, síðar húsmóðir á Siglu- firði, f. 4.6. 1889, d. 24.12. 1965. Herdís var elst átta systkina, næstur kom Sævaldur, f. 4.6. 1916, d. 23.7. 1993, Fjóla, f. 28.7. 1917, d. 30.5. 1992, Eva, f. 28.12.1918, d. 1971, Hermína, f. 30.3. 1920, búsett í Bandaríkj- unum, Hörður, f. 1922, d. 1925, Ester, f. 30.7. 1925, búsett í Reykjavík, Alfa, f. 6.1. 1928, bú- sett í Svíþjóð, og yngstur Geir, t f. 11.7. 1930, búsettur á Siglu- firði. Þegar Herdís var tíu ára gömul fluttist fjölskyldan að Hóli við Siglufjörð en síðan inn í kaupstaðinn á Hólaveg 5 þar sem íjölskyldan bjó upp frá því. Árið 1937 fluttist Herdís til Sauðárkróks til Valdimars Pét- urssonar sem hún giftist síðar. Valdimar fæddist á Hlíðarenda við Sauðárkrók 2. apríl 1911. Foreldrar hans voru Pétur •w Hannesson, bóndi á Þröm á Langholti, og síðar á Sauðár- króki, f. 18.4. 1867, d. 31.3. Slys gera ekki boð á undan sér. Þess vegna verður áfallið enn þyngra og átakanlegra þegar slíkt gerist, jafnvel þótt fullorðin kona eigi í hlut. Þegar mér varð færð fréttin um lát Herdísar vinkonu minnar að morgni þess 29. septem- ber sl., rifjuðust ósjálfrátt upp liðin ár og áratugir sem við Herdís höfð- um þekkst. Kynni okkar hófust fyrir margt löngu, þegar ég var 17 ára, og kom í heimsókn til konu sem ég þekkti á Sauðárkróki. Þá leigði Herdís þar en hún var nýflutt á Sauðárkrók frá Siglufirði. Fljótlega tókst mikill og góður kunningsskapur með okkur sem hefur staðið óslitið síðan. Sam- gangur milli okkar var þó minni á meðan við vorum báðar uppteknar við að koma upp okkar börnum og stóðum fyrir heimili, ég frammi í sveit en Herdís sem vökukona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Eftir að ég fluttist til Sauðárkóks 1972, endurnýjuðum við samband okkar, enda bjuggum við nánast hlið við hlið, og flesta daga hittumst við eða í það minnsta töluðum við saman í síma. Herdís var einstaklega lífsglöð og . mannblendin. Tók hún mjög mikinn þátt í félagslífi eldri borgara á Sauð- árkróki og kom hún mér inn í þann hóp og tók mig með sér hvert sem farið var. Minnist ég margra góðra ferða í þeim góða félagsskap, þar sem Herdís var hrókur alls fagnað- ar, lék á als oddi og dreif aðra með sér. Sérstaklega er mér minnisstæð fyrsta ferðin sem farin var í Hótel Ork í Hveragerði fyrir nokkrum ár- um. Þar naut Herdís sín til fullnustu sem einstakur ferðafélagi og gleði- gjafi frá upphafi til enda. Mannkost- . ir Herdisar voru óendanlega miklir. ' Það var ekki einungis að hún væri ætíð kát og hress, heldur mátti hún ekki vita neins staðar af áhyggjum eða erfiðleikum. Þá var hún komin þar, boðin og búin tii að hjálpa ef hún gæti lagt eitthvað af mörkum. Var hún á ferðinni allan daginn, heimsótti vini og kunningja úti um ■ allan bæ og bar með sér gleði og bros hvert sem hún fór. 1943, og kona hans Sigríður Jónsdóttir (herkona) frá Kirkjuskarði í Lax- árdal, f. 6.7.1870, d. 14.2. 1940. Börn Herdísar og Valdi- mars eru: 1) Sigríð- ur, f. 19.12. 1937, gift Jóni Ingimars- syni, bónda frá Flugumýri. Börn þeirra eru Hrönn, hjúkrunarfræðing- ur, Herdís, leik- skólakennari, Sig- rún, gjaldkeri hjá TM, Sigurlaug, starfar við Sparisjóð Suður-Þingeyinga, og Ingimar, bóndi og smiður á Flugumýri. 2) Rut, f. 20.1. 1940, gift Valgarð Guðmundssyni, bónda í Tunguhlíð. Börn þeirra eru Gunnar, verkstjóri á Bifreiðaverkstæði __KS, Valdi- mar, starfar hjá Olgerð Egils Skallagrímssonar, Sigurjón, bóndi í Villinganesi, Hrólfur, dó þriggja ára, og Guðbjörg, nemi og við störf hjá Skammtímavist- un á Sauðárkróki. 3) Pétur, f. 22.7. 1950, kaupmaður á Sauð- árkróki, kvæntur Rögnu Jó- hannsdóttur, sjúkraliða. Þeirra börn eru Valdimar, nemi, Hrund, nemi, Arnar, nemi, og fyrir átti Ragna Egil Birki Sig- urðsson, verkstjóra í Hafnar- fírði. Barnabarnabörnin eru orðin 14. Herdís gekk sem ung stúlka til liðs við Hjálpræðisherinn en síðar við aðventista og fylgdi þeim alla tíð. Útför Herdísar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæra vinkona. Ég veit að þú hefðir ekki viljað hlusta á einhverja lofræðu um þig. Ég sendi öllum þín- um aðstandendum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og þakka þér fyrir allar okkar yndislegu sam- verustundir. Að lokum vil ég senda þér þetta fallega ljóð. Það minnir mig á allt það fallega og góða sem ég kynntist svo vel í fari þínu: Undir háu hamrabelti höfði drúpir h'til rós, þráir lífsins vængjavíddir vorsins yl og sólarijós. Eg held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn, rósin mín, er kristaistærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt finnst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist aldrei, það er minning þín. (Friðrik Jónsson.) Herdís mín, hvíl þú í friði. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Elísabet Stefánsdóttir. Elsku amma. Þú varst svo skyndilega kölluð burt frá okkur. Það er erfitt að kveðja þig á þessari stundu og sætta sig við að þú sért ekki lengur til staðar til að tala við. Nú rifjast upp gamlar minningar frá þvi að þið afi bjugguð á Freyjur götunni. Hjá ykkur áttu allir skjól. Þú varst alltaf reiðubúin að hjálpa. Hvað þú varst dugleg, trúin þín, þolinmæðin, jákvæðnin og létta lundin. Þér var gefinn stór skammtur af öllu þessu. Það var þér svo eðlilegt að takast á við hlut- ina af öryggi. Þú gast alltaf leyst úr öllum málum. Vinnan þín á sjúkrahúsinu, og seinna einnig í fiski, var þér mikil- væg og henni sinntir þú af natni alla tíð. Ailtaf mættir þú, í hvaða veðri sem var gekkst þú á sjúkrahúsið á þínar næturvaktir og sinntir sjúk- um. Ég minnist þess að þegar kom- ið var til ömmu á Freyjugötuna þá átti að ganga hijóðlega um á vissum tímum dagsins þar sem þú þurftir að sofa og hvíla þig fyrir næstu nótt. Margii- þekktu þig sem Dísu vökukonu og deili á mér vissu flestir ef ég sagði þig vera ömmu mína. Seinustu árin þín í vinnu á sjúkra- húsinu vannst þú líka í fiski aðra hveija viku. Ekki er ég viss um að við sem erum af yngri kynslóðinni færum í þín spor í dag hvað dugnað snertir. Sumar eftir sumar dvöldum við systumar hjá þér eftir að við byrjuðum að vinna í fiski. Oft fylgdi okkur nokkur skarkali en því tókst þú með jafnaðargeði. Sú lífsreynsla að hafa fengið að vinna þér við hlið bæði í fiskinum og á sjúkrahúsinu tel ég mitt besta veganesti. Já- kvæðni þín var einstök. Aldrei sá ég þig skipta skapi hvað sem á gekk. Eftir að þú misstir afa langt fyrir aldur fram varst þú strax ákveðin í að ljúka húsinu sem þið voruð byrj- uð að byggja á Fornósnum og að sjálfsögðu fluttist þú þangað. Það- an er margs að minnast og margar stundir höfum við átt þar með þér. Það var alltaf svo gott að koma á Fornósinn. Þar hafa mörg barna- börn og barnabarnabörn átt at- hvarf á meðan foreldrarnir unnu úti. Hjá þér var alltaf allt sjálfsagt ef það gat komið öðrum tii góða. Ekki má gleyma prjónunum, þú varst iðin við þá, mörg lopapeysan er til eftir þig, jafnt innan lands sem utan. Það var með peysurnar sem þú prjónaðir eins og annað sem þú lést frá þér, þú varst alltaf að hugsa um hvort vel líkaði. Eftir að starfsævi þinni á sjúkra- húsinu lauk gafst þér góður tími til að gera ýmislegt sem þú hafðir ekki tök á á yngri árum. Þú varst óstöðvandi ef þér bauðst að ferðast. Margar ferðir fórst þú með Félagi eldri borgara og hafðir alltaf gam- an af. Ef þú slepptir ferð var það yfirleitt vegna þess að þú þurftir að bregða þér eitthvað annað. Fyrir tveim árum fórum við og mamma saman til Þýskalands að heimsækja Inga og Möggu. Mikið var gaman að vera með þér í þessari ferð. Og nú síðast í sumar tókst þú þér ferð á hendur ásamt mömmu og heim- sóttir Ölfu í Svíþjóð. Sú ferð var ykkur öllum mjög mikils virði og yndislegt að af henni gat orðið. Þú hugsaðir ætíð um að gera sem mest fyrir aðra. Þitt hús tók alltaf vel á móti öllum, þar var alltaf vel veitt. Þú varst ætíð með hugann við að eiga eitthvað til að gefa. Yngstu afkomendumir eru strax farnir að velta fyrir sér að nú fái þau ekki oftar gjafir frá ömmu Dísu. Þú varst til í allt og gafst okkur yngra fólkinu ekkert eftir ef eitt- hvað stóð til að gera, að hitta fólk og vera með í þessu eða hinu. Þú varst hrókur alls fagnaðar. Við gleymum því seint sem gekk á þeg- ar þú varst að spila brús í jólaboð- unum. Þeir sem ekkert skildu í þessu furðulega spili skemmtu sér ekki síður en spilafíflin. Elsku amma, það var alltaf svo gott að tala við þig, þú áttir ætíð ráð að gefa, hafðir svo miklu að miðla. Þess verður sárt saknað hjá okkur öllum þegar skroppið verður í Krókinn að ekki sé lengur hægt að líta inn tii ömmu Dísu til að spjalla og gæða sér á heimsins bestu pönnukökum. Börnin voru sammála um að enginn gæti steikt eins góðar pönsur eins og hún amma Dísa. Við söknum þín en trúum að nú hafir þú aftur fundið hann afa. Við þökkum fyrir gefandi og skemmti- lega samfylgd. Hvíl þú í friði. Hrönn og fjölskylda. Elsku amma mín. Ég get ekki af því gert að mér finnst hann Guð óréttlátur að taka þig frá mér svona snögglega og óundirbúið á þann hátt sem hann gerði. Ég vissi hins vegar að þú áttir enga ósk heitari en að fá að flytja á Nafirnar áður en þú yrðir ósjálfbjarga og upp á aðra komin, svo kannski vissi hann Guð alveg hvað hann var að gera, og ég veit að hann afi hefur beðið í sparifötunum við Gullna hliðið þegar þú komst. Þú varst sú sannkristnasta manneskja sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni. Þú kenndir mér að leita í trúna þegar eitthvað var að og fyrir það verð ég þér ævilangt þakklát. Takk fyrir allar ógleyman- legu stundirnar sem við áttum sam- an, matinn, pönnukökumar, upp- búnu rúmin sem alltaf biðu stelpunnar úr sveitinni að ógleymd- um stundunum við spilaborðið. Ég kveð þig með söknuði en þó með þeirri vissu að minningin um þig mun ávallt ylja mér. Þín dótturdóttir, Sigurlaug Helga Jónsdóttir. Elsku langamma Dísa. Það var ólýsanlega erfitt að vera sótt í skól- ann og sagt að þú værir farin frá okkur fyrir fullt og allt. Þú varst í mínum augum hin full- komna langamma sem alltaf átti ís og nýbakaðar pönnukökur þegar við komum í Krókinn. Amma- Dísa var alltaf tilbúin með veisluborð af kökum þegar maður kom þreyttur á Fornósinn eftir allt búðarápið. En þó að sorgin sé mikil verður maður víst bara að hugsa það þannig að nú sértu loksins komin til afa sem þú talaðir alltaf svo mikið um. Hann hefur víst að lokum komið og sótt þig uppáklæddur í sparifótin til að kynna þig fyrir skaparanum. Ég sakna þín mikið og vonandi hittumst við hinum megin þegar að þvíkemur. Ástarkveðjur, Sirrý Sif Grímsdóttir. í rökkurró hún sefur raeð rós að hjartastað, sjá, haustið andað hefur í hljóði’ á liljublað! (Guðm. Guðm.) I örfáum orðum langar mig að minnast móðursystur minnar, Her- dísar Sigurjónsdóttur, sem lést miðvikudaginn 29. september sl. af slysförum. Hún Dísa móðursystir mín var einstaklega hlý og elskuleg kona. Mínar fyrstu minningar um hana eru frá því að ég var 12 ára, en þá dvaldist ég í nokkrar vikur á Siglufirði hjá móðui’afa mínum og ömmu ásamt mömmu minni og systur. Kynni af móðurfólki mínu þangað til höfðu ekki verið mikil og minningin um dvöl mína í litla hús- inu við Hólaveginn með þessu góða fólki sem þar bjó, er mér afskap- lega dýrmæt. Dísa og Valdimar, maður hennar, bjuggu á Sauðárkróki og þangað var farið til dvalar í nokkra daga. Þar var tekið á móti okkur mömmu og Ásu systur minni með kostum og kynjum. I húsinu við Freyjugöt- una var nóg pláss og hjartahlýja. Ekki spillti það heldur fyrir að þar átti ég lítinn frænda og gjafvaxta frænku sem ég heillaðist gjörsam- lega af. Tíminn á Króknum var heilt ævintýri og ég minnist sér- staklega Valdimars sem hafði spá- dómsgáfu og lét konurnar skríkja af kátínu yfir því sem hann hafði að segja um ókomna framtíð þeirra. Ég sótti það fast að fá Valdimar til þess að spá fyrir mig, sem hann og gerði, og útkomuna geymi ég enn sem eitt af minningabrotum mínum frá þessum tíma. Þar sem ég bjó á öðru landshorni sá ég ekki mikið af móðurfólki mínu næstu árin enda þótt ég frétti alltaf af þeim af og til. Sem fullorðinn maður tók ég þráðinn upp að nýju og þá hitti ég Dísu alltaf öðru hvoru, sérstaklega ef mamma var á landinu, því þær systur voru af- skaplega samrýmdar enda sýndi Dísa mömmu alla tíð einstaka ræktarsemi. Hún Dísa móðursystir mín var heilsuhraust mestalla ævi sína sem betur fer og létt var hún á fæti enda bar hún aldurinn afskaplega vel. Ekki lét hún sig heldur vanta ef systkinin ákváðu að hittast og þær stundir voru að sögn afar fjör- legar. Þá var spilað „brús“ af mik- illi tilfinningu fram á rauða nótt og HERDIS SIG URJÓNSDÓTTIR mikið hlegið. Dísa lét ekki sitt eftir liggja þótt elst væri í hópnum. Ég minnist einnig veru hennar á heimili mínu ásamt systrum sínum, hlátri hennar og glaðværð á góðri stundu, léttum húmor og skemmti- legri frásagnargáfu. Og nú er hún horfin á æðri svið, þessi duglega og hjartahlýja frænka mín, alltof fljótt að manni finnst. Ég á eftir að sakna fallegu jóla- kveðjanna frá henni sem hún sendi mér um hver jól og vil að leiðarlok- um þakka henni ræktarsemi við mig og fjölskyldu mína alla tíð. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við Systa okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og ég bið Guð að blessa minn- ingu Dísu móðursystur minnar. Hvíli hún í friði. Sigurjón Finnsson. Dimmir haustdagar falla að, það kólnar óðum. Nú er Skagafjörður heldur tómlegur og fullur af sorg- um. Það er mér mikil eftirsjá að hún Herdís á Fornósi 4, skuli vera farin yfir móðuna miklu. Og sorg- legur sá atburður. Ég vissi að þetta var kona sem byrjaði daginn snemma, en full snemma í þetta sinn. Ég var svo heppin á fyrri ár- um að fá að kynnast henni. Því langar mig að minnast hennar í ör- fáum orðum. Herdís tók mér opn- um örmum þegar ég kom þar í hlað. Ég átti henni svo mikið óþakkað, sem ég verð nú að leggja inn. Já, allt breytist og verður að góðri minningu. Minningu, sem kemur sér vel í framtíðinni. Og sést best eftir þennan dag. Ég get ekki sagt mikið um Herdísi. En það var alltaf gott á milli okkar alla tíð. Hún gaf mér svo mikið af góðsemi sinni. Hún fræddi mig um alla ætt- ina, sem mig langaði svo mikið til að vita um. Og eins um uppruna sinn og lífið í Skagafirði. Hún sýndi mér bæina og hvaðan fólkið hennar vai-. Já, fólkið sem tengdi okkur böndum. Og margt, margt fleira. Við ferðuðumst saman um sveitir og fjörð, meira að segja til Siglu- fjarðar, að heimsækja gömlu góðu vinkonu hennar og við töluðum um byggðina þar. Hún kom líka í heim- sókn á mitt heimili. Hún fékk að kynnast börnunum mínum, sem voru þá lítil. Og eins muna þau eftir henni og hennar fólki. En á seinni árum breyttist lífið og vegir okkar lágu ólíkar leiðir. En samt er minn- ingin mér og bömum mínum það besta veganesti sem við geymum. Það, að vita um ætt og uppruna okkar á réttan og sannlegan hátt. Og eins vitum við hvernig skyld- leiki okkar lá til ýmissa annarra. Einnig talaði Herdís oft um fólkið sitt og sýndi mér leiði þess, hvar það lá í kirkjugarðinum. Þá sagði hún, að þar væri endir okkar allra. Guð blessi minningu hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð blessi börnin hennar og fjöl- skyldur þeirra, sem eiga um sárt að binda. Erla Þórðar og börn. Fáein orð til að þakka og kveðja kæran, traustan langtímavin og trúsystur. Þakka alúð, mannelsku og örláta höfðingslund, er hún sýndi jafnan. Engu skipti hvort færri eða fleiri voru í för. Jafnan stóð heimili hennar opið með viðurgerning hins besta, er völ var á. Ekki þó einungis þess efnislæga, heldur og hins mannúðlega og göfga - þessa, sem aldrei verður orðum þakkað, en þeim mun meir notið í fölskvalaus- um samskiptum heilsteyptrar vin- semdar. Slíkt var vinfengi okkar. Með söknuði samhryggjumst við ástvinum hennar. Guð styrki ykkur öil og blessi. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.