Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KYENNARAÐSTEFN- AN í REYKJAVÍK RÁÐSTEFNA um konur og lýðræði við árþúsundamót var sett í Borgarleikhúsinu í gær. Ráðstefnan er sett á fót til þess að koma af stað umræðum um lýðræði og stöðu konunnar innan þess, sem víða er mjög bágborin. Ætlunin er að ráðstefnan komi fram með tillögur um aðgerðir til þess að styrkja stöðu kvenna í lýðræðisríkjum og jafna stöðu þeirra á öllum sviðum þjóðlífsins við stöðu karla. Heimsókn Hillary Rodham Clintons til íslands, í því skyni m.a. að ávarpa ráðstefnuna, er mikill heiður fyrir okkur ís- lendinga. Segja má, að forsetafrú Bandaríkjanna sé einn fremsti fulltrúi nútímakvenna í heiminum í dag. Engin for- setafrú í Bandaríkjunum hefur haft jafnmikil afskipti af mál- um og jafnmikil pólitísk áhrif og frú Clinton frá dögum Eleanor Roosevelt. Barátta hennar fyrir umbótum á fjöl- mörgum sviðum, en þó ekki sízt í heilbrigðismálum, hefur vakið alheimsathygli. Framkoma hennar á erfíðum tímum á stjórnmálaferli núverandi Bandaríkjaforseta hefur vakið virðingu og aðdáun. Með sama hætti og John F. Kennedy varð ungu fólki um allan heim hvatning og fyrirmynd fyrir fjórum áratugum hafa ungar konur víða um lönd fengið inn- blástur frá Hillary Rodham Clinton til þess að láta að sér kveða. Áhrifa hennar mun gæta löngu eftir að eiginmaður hennar hefur látið af embætti forseta Bandaríkjanna í störf- um þeirrar ungu kynslóðar kvenna, sem nú er uppi, á næstu árum og áratugum. Við setningu ráðstefnunnar í gær vakti ræða forseta Lett- lands, Vaira Vike-Freiberga, sérstaka athygli og ekki fer á milli mála, að þar er á ferð sterkur evrópskur leiðtogi úr röð- um kvenna. I ræðu sinni sagði forseti Lettlands, að það væri táknrænt, að konur beggja vegna járntjaldsins sem var, kæmu saman til fundar á Islandi, miðja vegu á milli gamla heimsins og hins nýja. „Við stöndum hér sem öflug og sam- einuð fylking, reiðubúnar til að stuðla að jákvæðum umbót- um í þjóðfélögum okkar,“ sagði þessi fulltrúi Eystrasaltsríkj- anna í áhrifamikilli ræðu. Ríkisstjórn Islands er gestgjafí ráðstefnunnar og setti Da- víð Oddsson forsætisráðherra hana í gær. í setningarræðu sinni sagði forsætisráðherra, að ríkisstjórn íslands hefði ákveðið að stuðla að sérstakri sátt milli aðila vinnumarkaðar- ins til að foreldrar hefðu jafnan rétt til að annast böm sín, þ.e. að feður fengju sama rétt og mæður og að konur sem karlar hefðu jafnan rétt til atvinnutækifæra innan opinbéra geirans. Þá nefndi Davíð Oddsson, að ríkisstjórnin vildi efla kennslu í skólum um lýðræði og jafnrétti karla og kvenna. Valentina Ivanovna Matvienko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, kvaðst í upphafi máls síns fagna því að þessi ráð- stefna væri haldin og taldi að hún myndi hafa hagnýta þýð- ingu. Jafnframt hvatti hún til áframhalds, hér yrði ekki látið staðar numið. Hún kvað 20. öldina hafa verið öld blóðsúthell- inga. Hún kvað ástandið í Rússlandi vera mjög erfitt og hvatti til samvinnu um lausn þeirra vandamála, sem þar steðjuðu að. Hún kvað eigi unnt að leysa aðsteðjandi vanda án þátttöku kvenna og kvaðst hlakka til að sjá niðurstöður þessarar ráðstefnu. Þátttaka svo háttsetts fulltrúa Rúss- lands í ráðstefnunni er þýðingarmikil og eykur gildi hennar og breidd. Það er til marks um mikilvægi þessarar ráðstefnu í augum Bandaríkjastjórnar og vináttu Bandaríkjamanna í garð Is- lendinga, að auk forsetafrúarinnar er hingað kominn einn helzti áhrifamaður um utanríkisstefnu Bandaríkjanna, Stro- be Talbott varautanríkisráðherra og náinn vinur forseta- hjónanna. Þá er ástæða til að vekja athygli á, að nýr sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi er kona, Barbara J. Griffiths, og er það í fyrsta sinn, sem kona gegnir þessu þýðingarmikla embætti af hálfu bandarískra stjórnvalda. Það er einnig til marks um breytta tíma. Ráðstefnan um konur og lýðræði á áreiðanlega eftir að verða íslenzkum konum hvatning til aukinna átaka, bæði í því skyni að efla stöðu kvenna hér á landi, en ekki síður að veita konum í Eystrasaltsríkjunum, Rússlandi og öðrum fyrrverandi leppríkjum Sovétríkjanna öflugan stuðning til þess að rétta hlut kvenna í þessum löndum. Á dögum sósíal- ismans var því haldið fram, að meira jafnrétti ríkti í komm- únistaríkjunum en á Vesturlöndum. Að sögn forseta Lett- lands var veruleikinn allt annar. „Hlutskipti kvenna í Eystrasaltsríkjunum var rétturinn til þess að vinna þrælk- unarvinnu í gúlaginu og sinna erfiðustu og verst launuðu störfunum." Ráðstefnan Konur og lýðræði við árþúsundamó Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, þáði kvöldverðarboð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Perlunni í ga Barbara Griffiths, snýr baki í myndavélina, við hlið hennar er Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, þá skipulegg Kristmundsdóttir, og rússneski aðstoðarforsætisráðherrann, Valentina Matvienko Lýðræðið þarfr þátttöku kven Davíð Oddsson setti ráðstefnuna Konur og lýðræði við árþúsundamót við hátíðlega at- höfn í Borgarleikhúsinu í gær og sagði m.a. við það tækifæri að ríkisstjórnin hygðist á kjörtímabilinu jafna rétt karla og kvenna til fæðingarorlofs. Arna Schram fylgdist með setningunni í Borgarleikhúsinu. M þrjú hundruð konur og einstaka karlmenn írá Eystrasaltslöndunum þremur, Rússlandi, Banda- ríkjunum og Norðurlöndunum eru komin saman í Reykjavík til að taka þátt í ráðstefnunni um Konur og lýð- ræði við árþúsundamót. I setningar- ræðu sinni boðaði Davíð Oddsson for- sætisráðherra m.a. ákveðin verkefni sem ríkisstjórn Islands hygðist hrinda í framkvæmd á þessu kjörtímabili. I fyrsta lagi hygðist hún í samvinnu við verkalýðshreyfmguna og Samtök at- vinnulífsins jafna rétt karla og kvenna til fæðingarorlofs. I öðru lagi hygðist hún tryggja jöfn laun karla og kvenna hjá ríkinu og jafnan rétt til starfs- frama. I þriðja lagi hygðist ríkis- stjórnin efna til sérstaks átaks í grunnskólum landsins til þess að upp- lýsa um málefni tengd jafnrétti kynj- anna og í fjórða lagi hygðist ríkis- stjómin koma á sérstöku átaki til að reyna að samhæfa fjölskylduábyrgð og ábyrgð á vinnumarkaði. Eftir ræðu Davíðs fluttu sex lykil- ræðumenn ávörp, þau Vaira Vike- Freiberga, nýkjörinn forseti Lett- lands, Valentina Ivanovna Matvienko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands, Strobe Talbott, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fyrir hönd nor- rænu ráðherranefndarinnar, Leni Fiseher, fulltrúi framkvæmdastjórnai- Evrópuráðsins, og að síðustu Eva Bi- audet, félagsmálaráðherra Finnlands, fyrir hönd Evrópusambandsins. Ræða Vaira Vike-Freiberga, for- seta Lettlands, vakti mesta athygli, en hún talaði m.a. á opinskáan hátt um kjör kvenna, barna og gamalmenna í Eystrasaitslöndunum þremur og öðr- um fyrrverandi leppríkjum Sovétríkj- anna. Ekki síst í kjölfar hruns komm- únismans í byijun þessa áratugar. ,Á valdatíma Sovétmanna var því form- lega haldið fram að jafnrétti kynjanna væru grundvallarréttindi. Veruleikinn leiddi hins vegar annað í Ijós. Konur nutu ýmist þeirra forréttinda að vinna hörðum höndum í gúlaginu eða að taka þátt í erfiðustu og verst launuðu störfum samfélagsins. Þá var fjarvera kvenna í æðstu stöðum hins kommún- íska samfélags hvort sem var á stjórn- málalega sviðinu eða því efnahagslega afar áberandi.“ Vike-Freiberga skýrði hins vegar frá því að þótt konur hefðu öðlast rétt- inn til þess að láta til sín taka á opin- berum vettvangi í kjölfar hruns sov- éska kommúnismans og átt þess kost að láta „rödd sína heyrast“ hefði upp- bygging lýðræðisins í Eystrasaltslönd- unum þremur bitnað verst á konum, börnum og gamalmennum. „Því miður hafa hinar efnahagslegu umbætur komið einna verst niður á konum í hin- um fyrrverandi yfirráðaríkjum Sovét- ríkjanna," sagði hún og bætti við að þrátt fyrir að auðvelt væri að nálgast getnaðarvarnir hefði fóstureyðingum fjölgað og nú væru þær fleiri en fæð- ingar lifandi barna. Tók hún sem dæmi að á móti hverjum 1.106 löglegum fóst- ureyðingum sem framkvæmdar hefðu verið í Lettlandi árið 1994 hefðu fæð- ingar lifandi barna verið þúsund. Þetta sagði hún bera vott um ótryggan efna- hag kvenna og vonleysi þeirra um bjarta framtíð barnanna. Að síðustu má geta þess að í ræðu Vike-Freiberga kvaðst hún bera þá von í brjósti að ráðstefnan um Konur og lýðræði myndi á næstu tveimur dögum draga athygli almennings að málefnum kvenna sem og verða til þess að koma á verkefnum sem mið- uðu að því að auka styrk kvenna í lýð- ræðislegum samfélögum. Skortur á félagslegri þjónustu Valentina Matvienko, aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands, talaði ekki mikið um bága stöðu kvenna í Rúss- landi en lofaði þeim mun meira árang- ur þeirra á vinnumarkaðnum og í stjórnmálum. ,Á meðan umbætur í átt til lýðræðis hafa átt sér stað í Rúss- landi hafa konur lært að taka eigin ákvarðanir og standa ábyrgar gagn- vart þeim,“ sagði hún og tók m.a. fram að aldrei hefðu fleiri konur en nú tekið þátt í starfi kvennahreyfinga í Rúss- landi. Þar væru nú starfandi yfir sex hundruð óháð félagasamtök kvenna. „Rússneskar konur taka æ meiri þátt í stjórnmálum og þær geta sem kjós- endur spilað mikilvægt hlutverk í komandi þing- og forsetakosningum.“ I ræðu sinni tók Matvienko þó fram að þrátt fyrir þetta væri „efnahagsleg og félagsleg staða kvenna í Rússlandi flókin". Eins og í mörgum öðrum lönd- um þyrftu konur í Rússlandi að horfast í augu við fátækt, atvinnuleysi og skort á félagslegu öryggi. „Eg verð því miður að viðurkenna að mismunun milli kynjanna og ofbeldi gegn konum hefur ekki að fullu verið útrýmt.“ I lokin sagði Matvienko að aukin al- þjóðleg samvinna væri eitt af mark- miðum ráðstefnunnar um Konur og lýðræði. Auk þess sagði hún: „Ég vona að þau verkefni sem stungið verður upp á á þessari ráðstefnu verði fram- kvæmd og ég fyrir mitt leyti mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að svo megi verða.“ Varautanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Strobe Talbott, kom því næst í pontu og gerði sömuleiðis að umtals- efni sínu erfiðleika þá sem mætt hefðu konum í Rússlandi og Austur-Evrópu á síðustu árum og benti m.a. á að um 14 milljónir kvenna í þessum löndum hefðu misst vinnu sína í kjölfar þess að sovéska kerfið hrundi. Því næst lýsti hann því yfir að Bandaríkjastjórn hefði ákveðið að veita sem svaraði 70 milljónir íslenskra króna til verkefnis Norræna fjárfestingarbankans um að setja á stofn lánasjóð fyrir konur í Eystrasaltslöndunum sem stofna vildu eigið fyrirtæki. An kvenna er lýðræði orðin tóm Umhverfisráðherra Islands, Siv Friðleifsdóttir, ávarpaði ráðstefnuna fyrir hönd norrænu ráðherranefndar- innar og sagði m.a., eins og reyndar fleiri, að lýðræðið krefðist þess að bæði konur og karlar tækju virkan þátt í að móta samfélagið. Fjallaði hún m.a. um stöðu kvenna hér á landi og á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.