Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
VIKU
IM
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 37
Aukinn kostnaður vegna
sykursýki talinn
„nærri hættumörkumu
Medical Tribune News Service.
GRÍPA þarf til aðgerða til að
draga úr kostnaði við heilsugæslu
vegna sykursýki af gerð 2, sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar
sem gerð var í átta löndum og
greint var frá í Brussel í síðustu
viku á ársfundi Evrópusamtaka
um sykursýkirannsóknir. „Staðan
er komin nærri hættumörkum,"
sagði prófessor Massimo Massi-
Benedetti, forseti Evrópudeildar
Alþjóðlega sykursýkisambands-
ins.
„Það sem mestu skiptir, til að
bæta líðan fólks með sykursýki af
gerð 2 og draga úr kostnaði í
framtíðinni, er að snúa sér að
langtímaafleiðingum sjúkdóms:
ins,“ sagði hann í yfirlýsingu. I
könnuninni voru teknar saman
upplýsingar frá læknum og sjúk-
lingum í Belgíu, Bretlandi, Frakk-
landi, Hollandi, Ítalíu, Spáni, Sví-
þjóð og Þýskalandi.
Sykursýki af gerð 2, eða fullorð-
inssykursýki, leggst yfirleitt á fólk
sem komið er yfir þrítugt, en er al-
gengara í eldra fólki. Fyrstu ein-
kennin, til dæmis sjóntruflanir,
slappleiki, ógleði og aukin þvaglát
og þorsti, koma hægt í ljós og eru
Reuters
Eitt af einkennum sykursýki
er þorsti.
oft ekki greind strax. Dr. Robert
Young, við Hope-sjúkrahúsið í
Salford í Bretlandi, stýrði könnun-
inni, og er það mat vísindamann-
anna, að kostnaðurinn við að með-
höndla þær tíu milljónir manna,
sem þjást af sykursýki af gerð 2 í
þessum löndum, sé um 29 milljónir
evra, eða sem svarar nimlega
2100 milljörðum íslenskra króna.
Það samsvarar um fimm prósent-
um af heildarkostnaði við heilsu-
gæslu í hverju landi.
Könnunin leiddi í ljós, að sá sem
haldinn er fullorðinssykursýki
kostar heilbrigðiskerfið 1,5 sinn-
um meira en sá sem ekki er hald-
inn sykursýki. Þá geta fylgikvillar
sykursýki aukið kostnaðinn enn
frekar. Þrjátíu til 65 prósent af
kostnaði við meðferð á sykursýki
er vegna sjúkrahússlegu, þ. á m.
vegna meðhöndlunar hjartasjúk-
dóma og annarra fylgikvilla.
Einungis um 2,7% kostnaðarins
er vegna inntöku lyfja. Kostnaður
vegna insúlíns, sem notað er þegar
öll önnur meðferð er fullreynd, er
um 18-39% af heildarkostnaðinum.
Því er talið, að ef gripið er til með-
ferðar snemma komi það ekki ein-
ungis sjúklingunum til góða held-
ur heilbrigðiskerfinu einnig. Vís-
indamennirnir telja að ný gerð
inntökulyfja geti dregið úr kostn-
aði við meðferð, ef þau eru gefin á
fyrstu stigum sjúkdómsins. Þessi
lyf draga úr insúlínmótstöðu, sem
er einn helsti þátturinn í sykur-
sýki af gerð 2.
Reuters
Brýnt er að börn gangist undir þær ónæmisaðgerðir sem boðið er upp á.
Kenna þarf börnunum
að varast smit
Medical Tribune News Service.
NÚ þegar börnin eru byrjuð aftur í skóla deila þau
ekki aðeins bókum, blýöntum og leyndarmálum heldur
einnig sjúkdómum.
„Tíður handþvottur er besta vörnin,“ segir Jan
Drutz, prófessor í barnalækningum við Baylor-lækna-
háskólann í Houston í Texas. Hann hvetur foreldra til
að kenna börnum sínum að þvo hendurnar reglulega
allan daginn, einkum eftir að hafa verið á salerninu og
áður en þau borða eða handleika matvæli.
Á meðal sjúkdóma, sem algengt er að börn smitist
af í skólastofunum, eru sýkingar í efri öndunarvegi,
hlaupabóla, tárubólga eða augnangur, og maurakláði,
auk þess sem algengt er að börnin fái höfuðlús.
Drutz brýnir fyrir foreldrum að tryggja að börnin
gangist undir þær ónæmisaðgerðir sem boðið er upp á.
Hann ráðleggur ennfremur foreldrum að segja
börnum sínum að sitja ekki of nálægt bekkjarfélögum
sem bera þess merki að vera veikir, eru t.a.m. með
hósta eða hnerra.
Drutz segir að maurakláði og höfuðlús geti breiðst
hratt út í skólastofunum. „Maurakláði er ekki óalgeng-
ur. Þetta er maur sem grefur sig inn í húðina og veld-
ur kláða. Heilu fjölskyldurnar geta smitast vegna þess
að maurakláði breiðist út við nána snertingu."
Drutz segir að brýna þurfi fyrir börnunum að deila
ekki greiðum, burstum eða handklæðum til að draga
úr hættunni á því að lús breiðist út. Ennfremur sé
mikilvægt að þegar krakkar fái að gista hjá vinum sín-
um þá noti þeir ekki sama kodda.
Hæfileg bið nauðsynleg
Drutz segir að þegar foreldrar ákveða hvenær
senda eigi börnin aftur í skólann eftir að þau veikjast
þurfi ákvörðunin að byggjast á því hvort þau geti enn
valdið smiti og hvernig þeim líði.
„Ef barnið er enn með hósta eða hnerra þá skulið
þið halda þeim heima eins lengi og kostur er, annarra
barna vegna,“ segir Drutz.
Fái börnin hita er æskilegt að þau fari ekki aftur í
skólann fyrr en einum sólarhring eftir að hann hverf-
ur, að sögn Drutz.
Hann segir að fái börnin sýkingar í auga beri að
halda þeim heima þar til læknir hefur skoðað þau. Al-
gengar eyrnasýkingar séu ekki smitandi og það fari
því aðeins eftir líðan barnanna hvort senda eigi þau í
skólann.
Drutz segir að rannsóknir hafi sýnt að börn geti
ekki valdið hlaupabólusmiti fimm dögum eftir að
bólurnar koma í ljós en margir skólar í Bandaríkjun-
um vilji ekki fá börnin aftur fyrr en þær hafi alveg
horfið.
Þótt það komi sér stundum vel fyrir foreldra að
senda börnin sem fyrst í skólann aftur er hæfileg bið
nauðsynleg til að vernda þau og bekkjarfélaga þeirra.
w
Heilræði viku 40
Hvað er
höfuðverkur?
Höfuðverkur er tilfallandi kvilli sem langflestir
upplifa einhverntíma á ævinni og oftast er
hann ekki alvarlegur. Algengastur er höfuð-
verkur sem verðurvegna rangrar líkamsbeit-
ingar við vinnu, mikillar neyslu á tóbaki og
áfengi, óreglulegra máltíða eða svefntruflana.
Til að vinna á vægum höfðuðverk má notast
við verkjastillandi lyf. forðast streitu, gera
vöðvaslakandi æfingar og jafnvel stilla skrif-
borðsstólinn nokkrum sinnum yfir daginn.
Leitaðu frekari ráða hjá lyfjafræðingum okkar.
Lyf&heilsa
VOÐVAGIGT - VEFJAGIGT -
VÖÐVABÓLGA - LIÐVERKIR - STREITA
SVEFNLEYSI - KALDIR ÚTLIMIR
Byltingarkennd nýjung í
verkjameðferð
Kynning á BlOflex undirsænginni
með BlOflex segulbúnaði, ætluð
fólki með þráláta/langvarandi verki
og streituvandamál.
GRÆNA TORGINU BLÓMAVALI
9.-10. október, laugardag og
sunnudag kl. 12.00-17.00
BlOftex undirsængin hefur fengið fádæma
góðar undirtektir í Danmörku, sem og í fjölda
annarra landa, sem hjálp við ofangreindum
kvillum. Búnaðurinn er viðurkenndur af fjölda
sjúkrahúsa í Japan og Þýskalandi. Þá standa nú
yfir tvíblindar rannsóknir á Ríkisspítalanum í
Kaupmannahöfn og eru áhugaverðar
niðurstöður væntanlegar fljótlega.
Söluaðilar Vello-Scandinavia verða með
ráðgjöf og upplýsingar um búnaðinn.
Enginn annar veitir svo víðtæka ábyrgð:
Meira en áratugs reynsla af segulmeðferð.
Fimm vikna skilaréttur með minnst 3ja vikna notkun.
10 ára ábyrgð á verksmiðjugöllum.
30 ára ábyrgð á BlOflex-virkninni.
Raðgreiðslur VISA - EURO
Sjá síðu 611 í textavarpi
Allir velkomnir á GRÆNA TORGIÐ BLÓMAVALI
Umboðsaðili * y —I
ÍOÍÍO
Nánari upplýsingar veittar í síma 588 2334
Eru rimlagardínurnar óhreinar!
Vib hreínsum:
Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld.
Setjum afrafmagnandi bónhúð.
Sækjum og sendum ef óskaó er.
ö tæHmihránsunin
Si.IH.lmar 35 • Simt: 533 3634 • G5M. 897 3534