Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Deilurnar um bótagreiðslur til fv. nauðungarverkafólks Schröder segir framkomið bóta- tilboð „verðugt“ licrlín. AP. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, varði í gær 237 millj- arða króna tilboð sem hópur þýzkra iðnfyrirtækja hefur lýst sig reiðu- búinn að leggja fram sem skaða- bótasjóð til handa fólki sem var neytt til vinnu í Þýzkalandi á stríðs- árunum, gegn gagnrýni frá fulltrú- um þessa fólks, sem álítur upphæð- ina ófullnægjandi. „Ég álít þýzku iðnfyrirtækin hafa lagt fram verðugt tilboð,“ sagði Schröder. „Ég hvet gagnrýnendur þess hér [í landi] og í Bandan'kjun- um eindregið til þess að íhuga þetta.“ Schröder lét ósagt hvort hann teldi svigrúm til að hækka upphæðina, sem kom upp á borðið í samningaviðræðum um málið í Washington í vikunni, sem fulltrúar þýzkra stjómvalda og fyrirtækja annars vegar og lögmanna og ann- arra fulltrúa fyrrverandi nauðung- arverkafólks hins vegar taka þátt í. En Schröder sagðist þess fullviss að tilboðið hefði ekki skaðað við- ræðurnar. Stjórnin bjartsýn á að samkomulag náist Lothar Evers, sem fer fyrir hópi þýzkra lögmanna fyrrverandi nauð- ungarverkafólks, hafði hins vegar þau orð um tilboðið í sjónvarpsvið- tali í gær að það væri „móðgandi". Uwe Karsten-Heye, talsmaður þýzku ríkisstjórnarinnar, sagði stjórnina bjartsýna á að samkomu- lag næðist um bótagreiðslumar í næstu samningalotu sem áformuð er í nóvember. Heye sagðist á blaðamannafundi ekki geta að svo komnu máli sagt neitt um hvort reynt yrði af hálfu stjórnvalda að hækka tilboðið; ekki væri hægt að segja neitt um það fyrr en eftir að Otto Lambsdorff greifi, sem fer fyrir þýzku sendinefndinni, hefur gefið kanzlaranum skýrslu, sem hann mun gera á mánudaginn. Hann sagði það hins vegar tví- mælalaust vera góðan áfanga að einhver upphæð skuli vera komin á borðið, sem hægt sé að byggja frekari samningaviðræður á. Næsta viðræðulota er áformuð dag- ana 16. og 17. nóvember næstkom- andi. í umboði hópa fyrrverandi nauð- ungarverkafólks hafa lögmenn í Bandaríkjunum krafizt skaðabóta samtals að upphæð á milli 20 og 40 milljarða Bandaríkjadala, andvirði um 1.400-2.800 milljarða króna. Slíkar upphæðir sagði Heye „ör- ugglega utan við mörk hins mögu- lega“. Úr þeirri stöðu sem viðræð- urnar væru nú komnar í tryði hann því að þróast myndi „raunsæ sýn á það sem í raun er mögulegt“. Mexíkóskir hermenn og starfsmenn Rauða krossins flytja lík eins fórnarlamba flóðanna í Tezuitlan. Aur- og vatnsflóð og lírhellisrigningar í Mexíkó virðast vera í rénun Á þriðja hundrað manna hafa látist Puebla. Reuters. RÚMLEGA 200 lík höfðu fundist og á annað hundrað manns var enn saknað á flóða- og skriðusvæðunum í mið- og suðurhluta Mexíkó í gær. Stytta fór upp í gærmorgun eftir gífurlegt úrhelli í þrjá daga og íbú- arnir hófust handa við að moka aur úr húsum sínum. Björgunarsveit- ir hersins náðu á öðrum tug líka úr Alþjóða geðheilbrigðis barnaskóla og íbúðarhúsum sem grófust undir í skriðu úr fjalli í bænum Michun í miðhluta Puebla- ríkis. Eyðileggingin virðist hafa verið mest í Michun, 160 km norðaustur af Mexíkóborg. Talið er að allt að 70 manns hafi grafist undir aurskrið- unni sem féll á nánast öll hús bæjar- ins. „Fjallshlíðin hrundi og gleypti allan bæinn,“ sagði fréttamaður sem skoðaði Michun úr flugvél. Innanríkisráðherra ríkisins, Car- los Alberto Julian y Nacer, sagði að alls hefðu 166 lík fundist í Puebla- ríki einu. 125 til viðbótar væri enn saknað. Ráðherrann sagði að 950 her- menn tækju þátt í björgunarstarf- inu í afskekktum fjallabæjum í Puebla, þar sem 30.000 manns urðu að flýja heimili sín vegna flóða og aurskriða. Vegir til níu bæja og þorpa voru enn lokaðir. Embættismenn í Puebla sögðu að óttast væri að 30 manns hefðu graf- ist undir aurskriðu í Zacatlan, öðr- um afskekktum fjallabæ í norður- hluta ríkisins. Mestu flóð í 40 ár í ríkinu Veracruz var vitað um 50 dauðsföll af völdum flóða í 452 byggðarlögum. 935 manns var bjargað með þyrlum af þökum húsa, trjám og þurrum blettum á flóða- svæðunum. Sjö manns létu lífið í ríkinu Ta- basco í mestu flóðum sem þar hafa orðið í 40 ár. Mikil skelfing greip um sig í höfuðborg ríkisins, Villa- hermosa, og umferðaröngþveiti varð þegar íbúamir reyndu að flýja í bílum sínum. Yfirvöld í borginni urðu að flytja 1.600 fanga úr stóru fangelsi eftir að vatn tók að flæða inn í það. Ar hafa flætt yfir bakka sína í þrjá daga í mörgum ríkjum Mexíkó en flóðin voru víðast hvar í rénun í í gær. Yfirmannaskipti í friðargæsluliði Atlantshafsbandalagsins í Kosovo Þýskur hers- höfðingi tekur við taumunum Pristina. Reuters. ÞÝSKUR hershöfðingi, Klaus Rein- hardt, tók í gær við yfirstjóm hins 50.000 manna friðargæsluliðs Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo-héraði úr hendi Michael Jacksons, bresks herforingja, sem stýrt hefur aðgerðum gæsluliðsins frá því það hélt innreið sína í hérað- ið sl. sumar. Reinhardt hvatti í gær þjóðernishópana er byggja Kosovo til að slíðra sverðin og reyna að komast yfir ágreining með friðsam- legum hætti. Yfirmannaskiptin áttu sér stað við hátíðlega athöfn í Pristina, hér- aðshöfuðstað Kosovo, og þykir skip- an Reinhardts í stöðu yfirmanns friðargæsluliðsins vera lýsandi fyrir aukinn vilja Þjóðverja til að brjóta af sér hlekki síðari heimsstyrjaldar- innar og leita leiða til að beita sér frekar í málefnum NATO. I ávarpi sínu sagði Reinhardt að friðargæsluliðið væri skipað her- Reuters Hershöfðingjamir Michael Jackson og Klaus Reinhardt. mönnum 29 ríkja, sem mörg hver hefðu barist hatrammlega við Þjóð- verja í heimsstyrjöldinni. „Síðan þá eru ágreiningsefnin horfin og við lært að lifa og starfa í sameiningu til að skapa friðsamlegan og farsæl- an nýjan heim,“ sagði Reinhardt og vísaði til þess að slíkt ætti einnig að geta átt sér stað í suðausturhluta Evrópu nú á tímum. 4 'KiawBP1’--------------------------------------------mMmmm”-------------------------------------------—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.