Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hættið svo þessu múðri „Ný fyrirtæki eru ekki alltaflengi í tísku hjá alþjóðlegum jjárfestum oggrípa verður tækifœrið þegarþað gefst í kaupköllinni. “ Eftir Kristján Jónsson Yfirleitt er nú eðli- legra og hættum- inna að ganga áfram en afturábak. Þess vegna tek ég undir með þeim sem fagna því að ung- ir vísinda- og tæknimenn á Is- landi fá nú tækifæri til að nýta kunnáttu sína hjá Islenskri erfðagreiningu. Það er í sjálfu sér gott og blessað. Við getum ekki treyst því að geta lifað hér áfram sómasamlegu lífi nema auðlindin milli eyrnanna á fólki verði nýtt betur en hingað til. En þótt við kjósum að ganga áfram verðum við að kunna fót- um okkar forráð. Einn vandinn við væntanlegan gagnagrunn uinunoe Islenskrar VIDnUnr erfðagreining- ar er að að- ferðirnar sem notaðar hafa verið við að koma málinu á koppinn eiga ekkert skylt við framfarir. Þær eru argasta aft- urhald. Þær enduróma liðinn tíma, þegar „Yðar hávelborin- heit“ höfðu vit fyrir okkur, þess- um ,AHra undirdánugstu þén- urum“ valdsins. Aðferðirnar lyktuðu frá upp- hafi af því að menn hugðust stytta sér leið með blekkingum og beita þjösnahætti ef annað dygði ekki. Ætlunin var í fyrstu að skrá alla í gagnagrunninn án þess að biðja um leyfi. Með semingi var síðan fallist á að við mættum standa fyrir utan en yrðum sjálf að hafa fyrir því að útfylla plagg þess efnis. Og hættið svo þessu múðri, oss er eigi skemmt, var tónninn. Ríkisvaldið tekur eignarnámi sjúkraskýrslur almennings. Halda menn virkilega að það sé eitthvað nútímalegt og 21. ald- arlegt við svona háttalag? Raunverulega frjálslyndir menn vilja að einstaklingar ákveði sjálfir hvað verði um persónuleg gögn af þessu tagi. Islenskir stjórnmálamenn mega eiga það að þeir eru ekk- ert að fara í kringum hlutina. Nýjasta uppákoman er svo fá- ránleg að maður verður að klípa sig í handlegginn. Getur þetta verið satt? Ráðuneyti bað Tölvunefnd fyrir hönd íslenskrar erfða- greiningar um leyfi til að starfs- menn fyrirtækisins mættu skoða 30 sjúkraskýrslur, valdar af handahófi á Sjúkrahúsi Reykjavikur. Þetta var sagt nauðsynlegt til glöggvunar fyrir starfsmenn IE en verið er að semja um rekstrarleyfi fyrir grunninn. Astæðulaust var talið að vins- aðar yrðu úr skýrslur þeirra sem sagt hafa sig úr gagna- grunninum margfræga. Virð- ingin fyrir ákvæðum laganna um að fólk gæti sjálft ákveðið að sjúkraskýrslur þess yrðu ekki viðfangsefni einkafyrirtækis hafði greinilega gleymst. Og Tölvunefnd kolféll á prófinu, amk. þeir nefndarmenn sem voru á fundinum. Málið er allt hið undarleg- asta. Landlæknir hefur bent á að tilbúnar sjúkraskýrslur sem notaðar eru við kennslu lækna- nema hefðu auðveldlega dugað starfsmönnum fyrirtækisins. Hvers vegna var þá óskin sett fram? íslensk erfðagreining hyggst á næstunni skrá fyrirtækið í kauphöllinni í New York og vill auðvitað halda líklegum, erlend- um fjárfestum volgum. Getur verið að upphlaupið með skýrsl- urnar 30 komi ekkert undirbún- ingi gagnagrunnsins við heldur sé aðeins verið að búa til frétt handa erlendum fjárfestum sem finnst ganga hægt að semja um rekstrarleyfi fyrir grunninn? Þá hljómai' vel að geta sagt að þetta sé alveg að fara af stað; stjórnvöld á Islandi séu mjög jákvæð og þegar sé verið að fara yfir fyrstu 30 skýrslurnar. Aðeins sé eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum rekstr- arleyfisins. Tímasetning skiptir miklu. Ný fyrirtæki eru ekki alltaf lengi í tísku hjá alþjóðlegum fjárfestum og grípa verður tækifærið þegar það gefst í kauphöllinni. Það eru ef til vill erfiðir þröskuldar framundan vegna þess að úti í heimi fer því fjarri að allir séu hrifnir af þeim leiðum sem Kári Stefánsson og sumir starfsbræður hans í vís- indapeningaheiminum ætla að feta. Þekking er að því leyti ólík ýmsum auðlindum að hún eykst við að ausið er af henni. Og mik- ilvægasta skilyrðið fyrh' því að hún vaxi og dafni er að hún sé laus við þau höft sem sérhags- munir peninga og stjórnmála geta orðið. Þess vegna er ekki hægt að heimfæra beint venju- leg viðskiptalögmál upp á vís- indarannsóknir, þar verður að íhuga hvert skref. Aðeins tals- menn einhvers konar dólga- kapítalisma fullyrða annað. Að frumkvæði Tonys Blairs hins breska hyggjast stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum nú beita sér fyrir því að vænt- anlegt kort yfir öll 100.000 gen líkamans, sem nú er verið að gera á nokkrum rannsóknastof- um í heiminum, verði öllum frjálst til afnota en ekki háð sér- leyfum og einkaleyfum. Og rök- semdin sem helst er notuð hljómar kunnuglega fyrir þá sem hafa fylgst með umræðun- um um væntanlegan gagna- grunn hérlendis: Einkaréttur þeirra sem uppgötva genin og greina hlutverk þeirra myndi tefja fyrir framþróun í vísind- um. Rannsóknafrelsi yrði heft um of. Islensk erfðagreining er ekki lengur erlent fyrirtæki eða gagnagrunnurinn aðeins um- deild hugmynd meistara í al- mannatengslum, Kára Stefáns- sonar, sem hefur það líka til síns ágætis að vera læknir og vísindamaður. Fyrirtækið er nú í meirihlutaeigu Islendinga eftir hlutabréfakaupin umdeildu í júní. Hvort sem við erum í grunn- inum eða utan erum við búin að ættleiða fyrirtækið, þjóðin hefur eignast nýtt „Oskabarn" eins og Eimskip var eitt sinn nefnt. Með því að láta fyrirtæki og sjóði í almannaeigu eignast hlut er verið að tengja efnahag þjóð- arinnar allrar við gengi fyrir- tækisins. Hér er ekki verið að setja fram neina hrakspá en vonandi er ekki ætlast til að þjóðin verði flotholt í öldugang- inum sem fyi'irtækið getur eins og önnur slík lent í ef einhverjar væntingar bregðast. Ætli gagn- rýni á grunninn verði þá sögð beinlínis þjóðhættuleg? ÍSLEJVSKT MAL Góðkunningi minn, Víkingur Guðmundsson bóndi á Grænhóli, sendir mér hið besta bréf sem ég þakka kærlega. Er ég honum í öll- um greinum sammála og sérlega þakklátur fyrir það sem hann seg- ir um sögnina að búa. Víkingur segir: „Kæri Gísli! Þakka innilega alla þættina þína um blessað móðurmálið. Ekki veitir af að vekja til umhugs- unar á því sviði. Þegar maður heyrir vitlaust talað og illa farið með málið þarf maður að vera á verði til að falla ekki í sömu gryfj- una. Ritað mál á að vera rétt. Mis- mæli er afsakanlegt. Menn skreyta mál sitt með ýmsum forn- um máltækjum og sum eru orðin algeng og föst í málinu. Illt er ef máltæki eru misnotuð eða þeim ruglað. Mér kemur í hug máltæk- ið að taka þátt í einhverju. Einn elsti samvinnufélagsskapur sem um getur, utan veiðiskapar, var þegar settur var upp vefstóll. Það var mikið verk að setja upp vef en auðvelt að bæta við þáttum. Vef- stóllinn tók mikið pláss og var ekki hægt að setja hann upp hvar sem var. Þess vegna sóttust menn eftir að taka þátt í vefnum. Þá lögðu menn til þætti í uppistöð- una, mismarga eftir því hve mikið þeir ætluðu að vefa. Þar með voru þeir orðnir þátttakendur „í“ verk- inu. Vonarpeningur: Þetta orð er búið að fá nýja merkingu. Þetta þýddi búpeningur á vonarvöl, bú- peningur sem ekki var setjandi á vetur. Horgemlingar og gamalær sem hæpið var að skrimtu til haustsins. Nú er þetta orðinn pen- ingur sem menn hafa von um að eignast. í morgunútvarpi heyrði ég fyr- irspyrjanda taka svo tO orða: „Ég spyr nú bara eins og fávís kona úr sveit.“ En sveitakonan mundi ekki taka svo til orða: „Það mundi ef- laust heyrast hljóð úr strokki...“ En hún mundi segja: „Það er komið annað hljóð í strokkinn,“ þegar smjörið fer að skiljast frá áfunum. Hún mundi líka búa sig til verka en ekki tilbúa sig til ein- hvers. Það heyrist stundum hljóð úr Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1026. þáttur homi þegar einhver situr í skammarkróknum. Það er komin tilbreyting í skemmtanalífið þegar ,;skrattinn skemmtir ömmu sinni“. I sveitinni var talað um að „skemmta skrattanum" þegar efnt var til óvinafagnaðar. Og þá hitti skrattinn ömmu sína þegar tveir illvígir fundust. Sögnin að búa er margræð og nú er enn verið að víkka út merkingu hennar. I Bændablaðinu var birt mynd af kú, sægrárri og sagt að hún byggi í Skaftafellssýslu og rekti ætt sína til sækúa. Margfróð kýr það og eflaust góður búandi. Talað er um að böm búi hér og þar. Það er ógreinilegt. Þau geta sett saman leikfangabú og búið þvi. Þau eiga heima hjá foreldrum sínum en búa þó heima þegar þau em orðin sjálfstæðir einstaklingar. Það er illt til þess að vita að þorri manna fer rangt með tölu- orð og beygingu þeirra. Heyrst hefur í fjölmiðli „skipið landaði fjóra og hálfu tonni“, „fyrirtækið var rekið með sjötíu og eins millj- ón króna tapi“, „eins gi'áðu frost“, „níu hundruð áttatíu og eins milli- bara lægð“. Vandinn er ekki ann- ar en að læra að beygja töluna einn og muna að síðasta talan í samsettri tölu ræður tölunni á orðinu sem talan á við. Svo er gott að læra að beygja töluna fjóra. Fyrirgefðu pennaletina undan- farið. [Já, með tregðu og semingi.] Illa metið er það flest sem okkur letin geíúr þó skal getið gæða best er glóðvolgt fletið hefur.“ ★ Og þá þakka ég bréf frá Skilrík- um mönnum sem jafnan eru stutt- orðir og gagnorðir: „Gísla Jónssyni mályrkjumanni. Kæri vin. Aður hef ég sagt að innlendir málsóðar drepi íslenzkuna, ekki erlend áhrif. í Mogga 2/10 ‘99 stóð: Kennari tekinn í kramhúsið. Ég hugsaði með mér að sú stétt væri lánsöm að komast loks að í þeirri merku stofnun Kramhúsinu. Við nánari lestur sé ég að blaðakona raglað- ist á kramhúsi og karphúsi, enda deilt um hvort karphús sé úr lat- nesku eða basknesku komið. Sama dag flettum við Kirkjuritinu og þar hét grein: „Útlínur kristins hjónabandsskilnings“. - Eru menn hissa að kirkjur séu nær auðar þegar messað er? Kveðjur. Skilríkir menn.“ ★ Tíningur: 1) Salómon sunnan sendir: Tjáði Gloria Swanson af sér: „Það er svoleiðis ástatt hjá mér, að mig dreymir að Steini dag hvern við mig reyni og dygðin sé brothætt sem gler.“ 2) Kerling rengdi Biblíuna: „Skreytt hefur verið á skemmri leið en frá Jerúsalem og hingað, þegai' logið er á milli búrs og bað- stofu.“ 3) Einu sinni enn: Orðið höldur beygist eins og hundur og hestur og þar með hvorki eins og köttur né jöfur. 4) Hlátur beygist eins og akur: hlátur-hlátur-hlátri-hláturs; hlátrar-hlátra-hlátrum-hlátra. En grátur beygist eins og hund- ur: grátur-grát-gráti-gráts. Þess vegna erum við með grát- hljóð í kverkunum, en ekki ?grát- urhljóð. 5) Freygerður Magnúsdótth' á 6. hæð Heilsugæslustöðvai'innar á Akureyri er oft spurð á hvaða hæð gesturinn sé kominn. Hún kvað: Þegar að lokum eg fæ minn frið og fer minn síðasta veg, efalaust spyr eg þá almættið: A hvaða hæð fer eg? ★ Hlymrekur handan kvað: Þegar letin í Láka tók völdin, voru lögð á hann örlagagjöldin. Hann neytti ekki færa við nönnurnar skæra og nennti ekki á fætur á kvöldin. ★ Handrit síðasta þáttar var á kafla dauft. Það olli því að „fproy- ings“ breyttist í „foroyinga". Þá hefði verið rétt að geta þess, að höfundur vísunnar er Friðrik Pet- ersen, og er þetta úr kunnu fær- eysku ættjarðarljóði. Barnaflfepeysur kr 980.6 V HRINGDU OG I’ANTAÐU í síma 551 5053 frá 10 - 20 Vörur afgreiddar saindægurs. EDA KOMDU í afgreiðsluna að Laugavegi 34a 2hæð. Opið frá 10-18 virka daga og 11 - 14 laugardaga. G. Úlpa, lauflétt nælonúlpa með flísfóðri, hetta í kraga, vasi innan á fyrir veski. Stærðir: M-L-XL-XXL Litir: Svart, dökkblátt Verð 4.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.