Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forvarnarstarf gegn reykingum
í framhaldsskólum
Stefnt að öflugu
samstarfí
við nemendur
FORVARNARSTARF er ofarlega á
baugi þessa dagana en eins og kunn-
ugt er stendur nú j'fir evrópsk
átaksvika gegn tóbaki. í fjölbrauta-,
mennta- og verkmenntaskólum
landsins er einnig unnið að forvörn-
um, gegn tóbaki og öðr-
um fíkniefnum. Til
stendur mikið átak í
þeim efnum, á vegum
skólanna, og verður því
fylgt úr hlaði á næstu
dögum með nýjum
fræðslubæklingi sem
ber heitið Dauðans a1-
vara.
Utgáfu bækingsins,
sem framhaldsskólar
landsins standa sameig-
inlega að, má rekja til
frumkvæðis Fjölbrauta-
skólans við Armúla sem
var einna fyrstur fram-
haldsskóla til að marka
skýra forvarnarstefnu,
sem flestir skólar hafa
nú gert sömuleiðis. Hvatamaður að
því starfi hefur verið skólameistari,
Sölvi Sveinsson, en Kristrún Sigurð-
ardóttir, forvarnarfulltrúi skólans,
og Svava Þorkelsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, hafa séð um daglega um-
sjón.
,AIlir skólar eiga samkvæmt
samningi við menntamálaráðuneyti
að marka stefnu í forvörnum og veita
nemendum sínum fræðslu um skað-
semi vímuefna. Við höfum verið að
feta okkur áfram í þessu og stefnum
að því að gera enn betur,“ segir
Sölvi. Flestir skólar vinna nú í sam-
ræmi við þennan samning og hafa
forvarnarfulltrúa. Unnið er að því að
samræma ýmislegt í því sambandi,
t.d. viðurlög við brot á tóbaksvarnar-
lögum.
bindindi sem haldið var á sl. skólaárl
en stefnt er að því að halda fieiri
námskeið í svipuðum dúr þar sem
nemendur fá stuðning til þess að
hætta að reykja. „Svo reynum við að
fylgja eftir þessum nýju lögum um
bann við reykingum á
skólalóðum. Áður var
tiltekið afdrep fyrir
reykingafólk en allt
slíkt fjarlægt nú í haust
og hefur valdið nánast
ómældum leiðindum
vegna sóðaskapar,“
segir Sölvi.
Græðiingar
í stað stubba
Eftir að bann við
reykingum á skólalóð-
um tók gildi hefur mik-
ill sóðaskapur gert vart
við sig, að sögn Sölva.
„Við efndum til átaks á
þriðjudaginn var og
gróðursettum 300
plöntur í nýupptekna lóð skólans og
stór hópur kennara og nemenda
þreif síðan lóðina og týndi upp
óhemjumagn sígarettustubba. Síðan
settum við öskuker á lóðamörkin og
beinum fólki þangað. Og það hefur
gengið alivel."
Ýmislegt horfír til betri vegar
hvað varðar reykingar ungmenna og
fyrirfínnast reyklausir bekkir í skól-
anum. Sölvi telur að aðeins um
10-15% nemenda reyki. En þó eru
dekkri hliðar á þróuninni. „Það sem
hefur einkennt þróunina síðastliðin
ár er að reykingar hafa aukist meðal
stráka og yngri krakka.“ Sölvi telur
að áróður fyrir reykingum beinist að
drengjum, hetjan í bíómyndum reyki
gjarnan. „Það er ekki bara skúrkur-
inn sem reykir núorðið!"
Sölvi Sveinsson,
skólameistari
—
Morgunblaðið/Júlíus
Fimm fluttir
á sjúkrahús
SÍF áberandi á landsleiknum í París
Með auglýsingu
í kringum völlinn
SÖLUSAMBAND íslenskra fisk-
framleiðenda (SÍF) ætlar sér hlut í
landsleik Islendinga og Frakka sem
fram fer á þjóðarleikvanginum í
París í dag. Auglýsingar fyrirtækis-
ins á vörumerkinu Delpierre verða
hringinn í kringum völlinn og að
auki bjóða þeir 200 Frökkum á leik-
inn, einkum framkvæmdastjórum og
forstjórum franskra stórverslana.
Gunnar Örn Krístjánsson, for-
stjóri SIF, segir það nánast eins-
dæmi að einn auglýsandi hasli sér
völl með þessum hætti, á knatt-
spyrnuleik. „Það hefur ekki gerst
áður að íslenskt fyrirtæki hafí verið
með auglýsingu af þessari stærð-
argráðu. Leikvangurinn verður ef-
laust fullur og leiknum verður sjón-
varpað um allt Frakkland."
Með þessu auglýsingaátaki hygg-
ur SÍF á nýja sókn á frönskum
markaði. „Við erum þarna að kynna
nýtt nafn á fyrirtækinu okkar hérna
í Frakklandi, SIF-France, og erum
jafnfram að auglýsa upp vörumerkið
„Delpierre“.“ SÍF er með fleiri
vörumerki, eins og t.d. Islandia, en
leggur nú sérstaka áherslu á Delpi-
erre sem einkum er miðað við nú-
tímadreifingu í stórmörkuðum og
verslunarkeðjum. „Við auglýsum
þai-na einnig Islandia-merkið en það
er stflað inn á hefðbundna markað-
inn.“
Halldór Ásgrímsson utaniTkisráð-
herra verður gestur SIF á leiknum
auk hinna 200 frönsku gesta.
„Frakkarnir sem við bjóðum eru
fyrst og fremst framkvæmdastjórar,
forstjórar og stjórnendur þessara
stóru „ofurmarkaða" í Frakklandi
sem við erum að reyna að nálgast,“
segir Gunnar Örn.
FIMM starfsmenn Nýkaups í
Kringlunni, fjórir karlar og ein
kona, voru fluttir á Sjúkrahús
Reykjavíkur eftir að freonefni lak
út um kælikerfí utan á húsnæði
verslunarinnar í gærmorgun
klukkan 8.30. Hafði starfsfólkið
fundið fyrir særindum í hálsi af
völdum freonsins, en að sögn
læknis á slysadeild reyndust
áhrifin af því varla teljandi og
fengu allir að fara heim af slysa-
deild að lokinni aðhlynningu.
Mikill viðbúnaður var engu að
síður þegar freonlekinn uppgötv-
aðist og var slökkvibíll, þrír
sjúkrabílar og tækjabíll Slökkvi-
liðs Reykjavíkur sendir á vett-
vang og allt starfslið Nýkaups
rekið út úr búðinni á meðan
starfsmenn, sem vinna við frysti-
kerfi verslunarinnar, gerðu við
lekann.
Ástæður lekans eru raktar til
óhapps þegar naglaspýta rakst í
freonkælikassa utan á húsinu og
barst freonið inn í verslunina með
vindi.
rfUttWtí
Mst og »*!
Námskeið í
reykbindindi
Kristrún hefur starfað sem for-
varnarfulltrúi við FÁ frá haustinu
1998, en hjúkrunarfræðingur, sem
einnig sinnir forvarnartengdu starfí,
kemur í skólann eina klukkustund á
viku. Sölvi segir að Svava og
Kristrún hafí fengið þá hugmynd að
sækja um styrk hjá Þróunarsjóði
framhaldsskóla til að gefa út
fræðslubækling um fíkniefni. Svava
og Bryndís Þóra Þórsdóttir lyfja-
fræðingur skrifuðu síðan bæklinginn
sem dreift verður í framhaldsskólum
í næstu viku.
Sem dæmi um það starf sem skól-
inn hefur unnið í sambandi við for-
varnir má nefna námskeið í reyk-
Einelti mun algengara í
neðri bekkjum grunnskóla
aður og þess að leggja aðra í ein-
elti,“ segir í fréttatilkjmningunni.
Athugað var tfl hvaða úrræða
böm grípa ef þau verða fyrir einelti
og voru svör þeirra greind í sjö
þætti: undirgefni, að ráðast á móti,
leiða vandann hjá sér, leita hjálpar
fullorðinna, beita lymskubrögð-
um/óbeinum leiðum til að verja sig,
fá hjálp frá jafnöldrum og bíða og
vona að þetta líði hjá. Fram komu
sterk tengsl milli þess að verða fyrir
einelti og þess að sýna undirgefni
eða bíða og vona að vandinn liði hjá.
Þeir sem leggja aðra í einelti
segjast svara fyrir sig með því að
ráðast á móti eða leita aðstoðar hjá
jafnöldrum. Yngri bömin segjast
leita frekar til foreldra og starfs-
fólks skólans. Stúlkur em, að því er
fram kemur í fréttatilkynningunni,
einnig líklegri til að segjast sýna
undirgefni og eða segjast leita til
foreldra/kennara en drengir.
Þrýstingur
frá félögum
„Kynja- og aldursmunur er þó
smávægilegur og flestir segjast
mundu reyna að leiða áreitnina hjá
sér. Gerendur eineltis beita, eins og
við er að búast, virkari leiðum til að
bregðast við einelti, sem þeir verða
sjálfír fyrir. Þeir ráðast á móti
og/eða leita til vina/jafnaldra um að-
stoð. Því neikvæðari upplifun sem
börnin hafa af eineltinu því líklegri
em þau til að sýna undirgefni.
Hugmyndir barnanna sjálfra um
orsakir eineltis vom athugaðar og
það hvernig þessar hugmyndir
tengjast úmæðum og eigin reynslu
af einelti sem gerandi eða þolandi.
Fram kom að helstu kenningar
bamanna sjálfra um orsakir eineltis
eru þær að um sé að ræða þrýsting
frá félogunum, að verið sé að
skemmta sér og öðrum, að um sé að
ræða hefnd (þolandi hafi unnið til
þess) eða grín (ekki illa meint) að
þeir sem em feimnir séu frekar
teknir fyrir og að þeir sem leggja
aðra í einelti séu afbrýðisamir. Svo
virðist sem kenningarnar þjóni
fyrst og fremst þeim tilgangi að
réttlæta eða útskýra eigin hegðun,“
segir ennfremur.
Athuguð vom viðbrögð þegar
aðrir eru teknir fyrir og komu fram
fímm megintegundir viðbragða: Að
koma þolanda til hjálpar, afskipta-
leysi, að fylgjast með einelti og hafa
gaman af og að vera gerandi og þol-
andi. Stúlkur voru líklegri til að
koma til hjálpar en drengir vora lík-
legri til að fylgjast með af áhuga og
líklegri til að vera gerendur og
þolendur.
„Ætlunin er, að þekkingin, sem
aflað hefur verið með rannsókninni,
nýtist til að meta bestu forvarnar-
úrræðin gegn einelti og hvemig
þeim verði hmndið í framkvæmd,“
segir í fréttatilkynningu.
SÍÐASTLIÐINN vetur urðu um 13% barna í 5. bekk fyrir einelti en 3,3%
bama í 9. bekk. Hins vegar segjast 4,6% barna í 5. bekk hafa lagt aðra í
einelti á sama tímabili en 5,6% nemenda í 9. bekk. Þetta kemur fram í
nýrri rannsókn Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála fyrir
menntamálaráðuneytið. I rannsókninni var m.a. leitast við að fá svör við
því hvert væri umfang eineltis á íslandi og hvernig börn og ungmenni
skilgreindu einelti. Tíðni eineltis var borin saman milli landsbyggðar og
höfuðborgarsvæðis og greindist munurinn ekki marktækur.
Urtak rannsóknarinnar var um
2000 nemendur í skólum með 5., 7.
og 9. bekk og bárust svör frá 85,9%
nemenda í úrtakinu.
Greindir voru sjö undirflokkar
eineltis sem kallaðir era neikvæð
upplifun, líkamlegt ofbeldi, baktal,
gagnrýni á útlit eða háttalag, fé-
lagsleg útskúfun, flótti/forðun og
forsaga. I fréttatilkynningu segir að
fram hafí komið að drengir upplifðu
frekar líkamlegt ofbeldi en stúlkur
og ættu sér lengri forsögu. Stúlkur
höfðu neikvæðari upplifun og urðu
meira fyrir baktali en drengir.
Drengir frekar
gerendur
„Drengir eru fremur gerendur
eineltis en stúlkur. Þeir beittu
meira munnlegu og líkamlegu ein-
elti, baktali/óbeinu einelti og þeir
áttu sér lengri forsögu sem gerend-
ur. Skörun milli þess að vera ger-
andi og þolandi eineltis var mest á
líkamlega ofbeldisþættinum.
Tengslin vora mun veikari t.d. á
milli þess að vera félagslega útskúf-
TVÆR NYJAR
TÖLVUORÐABÆKUR
A GEISLADISKUM
Tölvuorðabokin er mjog
hentug námsmönnum,
fyrirtækjum og öðrum, t.d.
til þýðinga, glósusöfnunar,
villulestrar í Word 97 og
aðstoðar við beygingu orða
1 AbVU’H
! uwfUtttart
ViUulestur i
ifdtniskum oq euskum
twta í Wo.d n