Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 74
Jt 74 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ■* * * Kajakróður og fjallaklifur í Nepal Einhvers staðar verða ævintýrin að byrja; félagarnir við flúðir í Elliðaánum. FJÓRIR ungir ævintýramenn eru farnir út í heim þar sem þeir ætla sigla á kajak niður straumþungar ár, klífa himinhátt fj'all, fara í safarí og skoða sig um á fjarlæg- um slóðum. Þetta eru þeir Hilmar Ingimundarson, Jón Heiðar Andrésson, Óli Freyr Kristjáns- son og Davíð H. Marinósson sem eru á leið í fyrsta íslenska straumkajakleiðangurinn, að eig- in sögn, og áfangastaðirnir ger- ast vart meira framandi; förinni er heitið til Nepal. Þeir ætla að sigla niður í það minnsta sex ár sem margar hverj- ar verða að teljast afar erfiðar viðfangs; ein þeirra, Marsvangdi, er metin á 5 til 5,5 erfiðleika- gráður á skalanum 6 og tvær eru metnar á 5 gráður. En hversu lengi hafa þeir félagar stundað þessa íþrótt? „Við höfum unnið sem öryggiskajakræðarar í Eystri-Jökulsá í Skagafirði í tvö ár,“ segir Hilmar ábúðarfullur. „Vissulega eru margar af þess- um ám ansi strembnar en við verðum með leiðangursstjóra frá Nepal sem þekkir þær eins og lófann á sér enda vann hann við þær í sjö ár. Við erum því ekki að taka neina áhættu og vitum alveg hvað við erum að fara út. í.“ Óli Freyr er áhugaljósmyndari og mun sjá um að festa ævintýrið á filmu. Þeir ætla sér ekki cinungis að sigla niður ár á kajak heldur einnig ganga upp á Mt. Island Peak sem er tæplega 6.200 metra hátt ljall og í 5 km fjarlægð frá Mt. Everest. Til þess að Ijár- magna ferðina hafa þeir fengið stuðning frá ýmsum fyrirtækjuin og áætla að hún eigi eftir að kosta hvern þeirra um 300 til 400 þúsund krónur. „Við verðum með leiðsögu- menn, burðarmenn og þurfum einnig að fá okkur litinn gúmmí- bát.“ Þessir ungu ofurhugar eru allir 21 árs og liggja rætur þeirra saman í barnaskóla. „Við erum æskuvinir úr Garðaskóla í Garða- bæ,“ segir Jón Heiðar. „Við höfð- um sett stefnuna á að fara í Alpana og á kajak í Wales, en þá hittum við þennan Nepala sem hafði verið í fjallamcnnsku í mörg ár. Við það fengum við ókeypis leiðsögumann og gátum ómögulega sleppt þessu tæki- færi.“ F R A Frankie og Johnny spurningaleikurinn j N K 1 Hvaða leikkona er í hlutverki Frankie E 0 G í leikritinu Frankie og Johnny? ■ a. Linda Ásgeirsdóttir J 0 H 1 b. Edda Björgvinsdóttir N N. Y | c. Halldóra Björnsdóttir rs* Svar: Svaraðu á mbl.is eða sendu fyrir 14. október, merkt: ©Nó „Morgunblaðið „Frankie og Johnny“, Kringlunni t, 103 Rvík“ Nafn: laffiHBI Heimilisf.: Sími: mbl.is Póstnr.: Staður: A vit æv- intýranna Michael Jackson fráskilinn MICHAEL Jackson og Debbie Rowe Jackson eru skilin eftir þriggja ára hjónaband, að því er talsmaður þeirra greindi frá á fóstudag. Þau eignuðust tvö böm meðan á hjóna- bandinu stóð. Skilnaðarskjölin voru undirrituð í Los Angeles á föstudag og að sögn talsmanns þeirra var þetta sameiginleg ákvörðun. „Michael og Debbie verða áfram vinir og biðja almenning um að virða það við þau að vilja ekki tjá sig um ástæður skilnaðarins," sagði hann. Þau giftu sig í Sydney í Astralíu í nóvember árið 1996. Þá hafði Jackson skilið við einkadóttur Elvis Presleys, Lisu Marie, eftir 20 mán- aða hjónaband sem sameinaði tvö af stærstu nöfnum rokksögunnar. Efnt var til brúðkaups Michaels og Rowe aðeins nokkrum klukkustund- um eftir að söngvarinn, sem er 41 árs, lagði af stað um Ástralíu í tón- leikaferðina „World History To- ur“. Rowe var þá komin sex mánuði á leið. Hún er hjúkrunarfræðingur og annaðist Jackson þegar hann var í meðferð vegna sjaldgæfs húðsjúk- dóms. Böm þeirra heita Prince Mich- ael jr og Paris Michael Katerine. „ÞAÐ ER ekkert launungarmál að „Deep Inside Paul Oscar“ er diskó- plata,“ segir Páll Óskar sem er á fullu þessa dagana þar sem hann er sjálfur að gefa út plötuna. „Eg er mjög ánægður með að þetta skuli vera danspopp með að- eins meira kjöt á beinunum en tíðkast í samtímapoppi. Textarnir og melódíurnar era safaríkari en geng- ur og gerist í svona tónlist. Og það er nákvæmlega þetta sem mig langar að standa fyrir sem poppari. Þannig að segja má að ég sé ballöðusöngvari með danspopparakomplexa,“ segir Palli og skellihlær. „Og hvað gerir maður þá? Ballöðusöngvarinn með barítónröddina er öðrum megin í mér og dansfíflið sem vill alltaf hreyfa sig hinum megin. Þannig að ég og snillingarnir sem unnu þessa plötu með mér; Jóhann í Lhooq, Barði í Bang Gang, Herb Legowitz „Gus Gus“ og Bjarki í NLO, komumst að þeirri niðurstöðu að þá er langbest að gera eins melodíska balltónlist og frekast er unnt. Ég er mjög ánægður með útkomuna og mér fínnst ég loksins hafa tekist að ramma inn lífsviðhorfið mitt í tónlist- arumhverfí sem mér líður mjög vel í. Ilmvatn á matseðli KLAUSTRID ANNO M CM X C I X Veitinga- og skemtistaðurinn Klaustrið Klapparstíg 26 • Sími 552 6022 KriKaC Í\A Deep Inside Paul Oscar kynnt á Spotlight í kvöld Dansfíflið og ballöðusöngvar- inn takast á Palli er fullkomlega ánægður með fjórðu sólóplötuna sína, þar sem hann tekur ofan fyrir áhrifavöldum í lífí sínu. Hildur Lofts- dóttir talar við hann um áhrifavaldana, nafngiftina og sitthvað fleira. Nafngift plötunnar er sko ekki gripin úr lausu lofti. Og ég held að það sé best að fólk líti á plötuna, rýni í textana og lesi á milli línanna. Þá fæst botn í þetta.“ Ekki fyrir sitjandi áheyrendur Og fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér efni disksins þremur vik- um áður en hann kemur út geta mætt á Spotlight í kvöld þar sem Palli verður með plötu- kynningu. „Mér fínnst tJa vel við hæfi að frum- flytja þetta efni á eina „gay“ klúbbi bæjarins sem er dans- staður, því ég vil ekki flytja þessa tónlist fyrir sitj- | j andi áheyrendur. Það er ekki | | við hæfi í þessu tilfelli. Ég vil að t í fólk dansi og fríki aðeins út. Allir \ií úr að ofan! Ég stíg á svið klukkan eitt, og verð eins stundvís og ég get, því mér fínnst dónalegt að láta fólk bíða, sérstaklega ef húsið verður Morgunblaðið/Jón Svavarsson Palli býður alla hjartanlega velkomna á Spotlight í kvöld. orðið fullt. Ég keyri næstum alla plötuna í gegn og leyfí fólki að finna smjörþefinn af plötunni áður en hún kemur út. Svo blanda ég inn í þetta eldri lögum ... ef það er klappað nógu mikið! Ha, ha.“ Full af fortíðartilvísunum „Þegar við strákarnir vorum að vinna plötuna köstuðum við boltan- um svolítið á milli okkar. Kannski kom ég með hugmynd, þess vegna tvær línur af texta sem ég var að bauka við. Svo settumst við niður og fundum út hvernig lag þetta gæti orðið. Stundum komu lögin í heiminn svona bara af sjálfu sér, eins og fal- legasta lagið á plötunni „No One To Love“. Þeir sem til þekkja fatta alveg að platan hefur mjög mikið af tilvísun- um í eldri tónlist. Það heyrast vel áhrif frá Giorgio Morode, sem ég og Jói í Lhooq alveg dýrkum og Donnu Summer náttúralega sem vann með honum. En líka í Kraftwerk, Human League, Gazebo, Modern Talking, Amanda Lear, Pet Shop Boys og líka smá Dusty og Burt Bacharach þegar kemur að melódíunum. Ég vil meina að sú tónlist sem maður elst upp við á sínu heimili í barnæsku, sé tónlistin sem er í æða- kerfinu á manni og þannig tek ég of- an fyrir áhrifavöldum í lífí mínu. Þessi tónlist er ég! Og í tónlistinni á „Deep Inside Paul Oscar“ er mjög mikið af mér, en ég hefði ekki getað gert hana hjálparlaust og er mjög heppinn að vera umkringdur flottustu töffuran- um í tölvupopps- bransanum á ís: landi í dag. í fyrsta sinn á ævinni er ég að senda frá mér plötu sem ég er alveg fullkomlega sátt- l ur við og fullviss um að ég hefði ekki getað gert betur - eða nokkuð sem ég hefði viljað gera öðruvísi,“ segir Páll Óskar sem kynnir hluta af sjálfum sér fyrir gömlum og nýjum aðdáendum á Spotlight í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.