Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 68
■"» 68 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MS-féiagið > Fyrirlestur um verki og baciofen- meðferð JOHN Benedikz taugalæknir mun fjalla um verki hjá MS-sjúklingum og Stefán Yngvason endurhæfmgar- læknir um baclofen-meðferð á fé- lagsfundi MS-félagsins í dag, laug- ardaginn 9. október, kl. 14.00 í hús- næði félagsins að Sléttuvegi 5. Þama er um nýjung að ræða sem nýtist fólki með slæma verki og spastísk einkenni. Efnið er mjög áhugavert og full ástæða til að kynna málið fólki með MS og aðstandendum þeirra, að því er segir í fréttatilkynningu frá MS- félaginu á íslandi. Einnig mun Vilborg Traustadóttir formaður félagsins segja lauslega frá alþjóðaþingi MS-félaga í Basel sem haldið var dagana 12.-16. sept- ember sl. Það verður kaffi á könnunni og meðlæti á hóflegu verði eða 300 krónur fyrir manninn. Námskeið á vegum MS-félagsins MS-félagið skipuleggur einnig um þessar mundir námskeið fyrir fólk, sem nýlega hefur fengið sjúkdóms- greiningu um MS-sjúkdóminn. Þeg- ar er fullbókað á fyrsta námskeiðið, en annað námskeið verður haldið fá- ist næg þátttaka. Nánari upplýsing- ar fást um námskeiðin hjá MS-félagi Islands. Þátttaka er án endurgjalds fyrir félaga í MS-félaginu. Fundarstaður verður í húsi MS- félagsins við Sléttuveg 5 í Reykjavík "Nf og verða leiðbeinendur Margrét Sig- urðardóttir félagsráðgjafi og Auð- björg Ingvarsdóttir félagsráðgjafi. Grimmileg hefnd Stakhs sýnd í MÍR KVIKMYNDIN Grimmileg hefnd Stakhs konungs (Dikaja okhota korolja Stakha) verður sýnd sunnu- daginn 10. október kl. 15 í bíósal MIR, Vatnsstíg 10. ^ Mynd þessi var gerð í Hvíta- Rússlandi árið 1979. Leikstjóri er Valeríj Rúbintsik. I myndinni segir frá dularfullum atburðum sem gerð- ust í votlendum skógarhérðuðum Hvíta-Rússlands í lok 19. aldar. Ungur þjóðháttafræðingur er send- ur frá St. Pétursborg til að kynna sér þjóðlega siði á þessum slóðum. Hann fær inni á býli konu einnar sem ein er á lífi ættmenna ævagam- allar aðalsfjölskyldu. Segir hún fræðimanninum unga frá þeim sögn- um sem ganga um blóðuga baráttu eins forfeðra hennar og bænda- kóngsins Stakhs og að hann hafi hótað afkomendum forföðurins hefndum allt að tuttugasta ættlið. * Kvikmyndin hlaut margvíslega viðurkenningu á árinu 1980 m.a. á kvikmyndahátíðum á Italíu, í Montr- eal í Kanada og París. Enskur texti er með myndinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Landsmót Samfés í Hafnarfírði HIÐ árlega landsmót Samfés, sam- taka félagsmiðstöðva á Islandi, er haldið í Hafnarfirði og hófst það í gær. Það eru félagsmiðstöðvamar Setrið, Músik og Mótor, Verið og Vitinn sem sjá um móttökuna. A landsmótið koma 300 ungling- ar úr nemenda- eða unglingaráð- um félagsmiðstöðva auk fjöl- margra starfsmanna víðs vegar að af landinu til að hittast og starfa saman í fjölbreyttri smiðjuvinnu. Einnig verða um 25 gestir frá Danmörku. I dag, laugardaginn 9. október, er dagurinn tekinn snemma með morg- unmat og smiðjuvinnu, boðið er upp á USA íþróttir, fréttastofu, ræðu- mennsku, vangaveltur, auglýsinga- stofu, heimasíðugerð, tölvutónlist, útvarps-, leiklistar-, ævintýra-, fönd- ur-, uppistands-, afró-, lista-, mótor- pg geimverusmiðju. I kvöld er síðan kvöldverður í boði Hafnarfjarðarbæjar og þá verður sýndur afrakstur ýmissa smiðja. Hljómsveitin Gos spilar síðan fyrir dansi. A sunnudagsmorgninum er lands- mótinu slitið og haldið heim á leið. Aðalfundur SSHí dag 23. AÐALFUNDUR Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefst í dag, laugardaginn 9. október. Fundurinn verður haldinn í Tjam- arsal Ráðhúss Reykjavíkur. Auk hefðbundinna aðalfundai-- starfa verður sérstök kynning fyrir sveitarstjórnarmenn á höfúðborgar- svæðinu á vinnu og undirbúningi við gerð svæðisskipulags sem nú er í gangi. Vagn Rue Nielsen, borgarstjóri í Horsens í Danmörku, verður með sérstakan fyrirlestur um reynslu Dana af samstarfi sveitarfélaga. A undan fyrirlestri Nielsens verða fulltrúar úr samstarfsnefnd um svæðisskipulag með kynningu á vinnu og gerð svæðisskipulagsins. Olafur Erlingsson, verkfræðingur hjá VST og ráðgjafi, mun gefa yfirlit um undirbúninginn. Om Steinar Sigurðsson hjá sama fyrirtæki mun fjalla um samgöngumál á svæðinu og Richard 0. Briem hjá Vinnustofu arkitekta mun fjalla um hugmyndir um þéttingu byggðar. Sigurður Ein- arsson, formaður samstarfsnefndar- innar og formaður Skipulagsnefndar Hafnarfjarðar, mun greina frá næstu skrefum í gerð svæðisskipu- lagsins. A fundinum verður einnig afhent hin árlega viðurkenning samtak- anna, Merkt framlag til umhverfis-, útivistar- og skipulagsmála. i % Japanskar skylmingar - japönsk bogjimi Kendo: Skylmingar í búningi Iaido: Einstaklingsæfingar með sverð Kyudo: Bogfimi ► ► ► Þessar greinar eiga sér einstaka menningarlega hefð, og eru stundaðar af miklum fjölda fólks á öllum aldri, í Japan og annars staðar Upplýsingar í símum 553 3431 og 551 6587 VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lækning sam- kynhneigðar er möguleg ÉG GET ekki lengur orða bundist í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað á síðum Mbl, skiptast þar á ólíkar skoðanir og er það vel því öll umræða er af hinu góða og hjálpar fólki að mynda sér skoðun á málefninu. Ég hef lengi ætlað mér að skrifa grein um þetta mál, en ég hef ekki treyst mér til að birta hana undir nafni, því mið- ur fjölskyldu minnar vegna. Ég sjálfur taldi mér trú um það um árabil að ég væri samkynhneigð- ur og gekk í gegnum ótaldar hörmungar vegna þess. Ég skildi ekki af hverju ég hafði þessar til- finningar og hvað hægt væri að gera til þess að breyta þeim. Ég þráði það að vera bara venjulegur maður og mig langaði til þess að eignast fjölskyldu, konu og börn, en ég skildi ekki í því hvernig á því stóð að ég hafði ekki meiri áhuga á nánari kynnum við kvenfólk en sem nam vináttu. Arum saman bað ég Guð minn að hjálpa mér að vera „eðlilegur". Ég var farinn að halda að kannski ætti ég bara að vera „hommi“ og árum saman prófaði ég og lifði líka í þeim lífsstíl, kom „út úr skápnum" eins og það kallast. Það var dýr- keypt vitleysa fyrir mig. Og alltaf hvíslaði þessi rödd í hjartanu mínu að mér orð- unum: „Þú getur alveg breytt þessu ástandi" - „og þú þarft ekki að lifa lífinu á þennan hátt ef þú vilt það ekki“. En ég vissi bara ekki hvar hjálpina var að fá. Svo var það fyrir nokkr- um árum að ég rakst á heimasíðu á Netinu www.narth.com og þá breyttist líf mitt, og ég fékk þá hjálp sem ég hafði þráð í mörg ár. NARTH (National association for research and therapy of homosexuality - Lands- samtök rannsókna og með; ferðar á samkynhneigð). I gegnum NARTH, þessa dásamlegu stofnun í Bandaríkjunum, fékk ég að vita að lækning væri moguleg fyrir þá sem það vildu. Eftir að hafa viðað að mér upplýsingum og lesefni um þessa stofnun ákvað ég að vera í hand- leiðslu hjá einum af sál- fræðingum þeirra í gegn- um reglulega simatíma. Á stuttum tíma - nokkrum árum gjörbreyttist líf mitt. Ég er ekki lengur samkyn- hneigður, ég er gagnkyn- hneigður. Og ég er ham- ingjusamari en ég hef nokkru sinni verið áður í lífinu. Svo sannarlega hlustaði Guð á bæn mína. Hann gleymdi mér ekki. En samkynhneigðir verða líka að gera sér grein fyrir því að það er til önnur rödd þeirra á meðal, það er að segja þeirra sem kjósa að lifa ekki í þessum lífsstíl. Þeir verða að geta tekið þátt í málefnalegri umræðu um þessi mál, án þess að vera með sleggju- dóma á raddir sem berg- mála ekki þeirra eigin skoðanir og viðhorf. Fyrir þá sem hafa ekki aðgang að Netinu má komast í samband við þessa stofnun með því að skrifa henni á eftirfarandi heimilisfang: Thomas Aquinas Clinic, 16633 Ventura Blvd., Suite 1340, Encino CA 91436, USA Hátt verð á matvöru VERÐ á matvöru á Islandi er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Á sama tíma er bændum út- hlutað styrkjum svo millj- ónum skiptir. Ég er ellilíf- eyrisþegi og hef um 44.000 kr. á mánuði, ég fæ engar greiðslur úr lífeyrissjóði. Samt er ætlast til að ég lifí af þessu. Ég hef alla tíð kosið Framsóknarflokk- inn, en hann tapar senni- lega í næstu kosningum. Upplýsingar um ljós- myndaforrit ÖRN hafði samband við Velvakanda vegna ljós- myndaforrits sem hann langar að fá upplýsingar um. Forritið heitir Pict- ure-It. Þeir sem gætu gefið honum upplýsingar eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 552 0138 eða í fax: 552 0138. netf.:bobb- i@centrum.is Tapað/fundið Bíliykill týndist í Garðabæ BÍLLYKILL týndist á Garðatorgi í Garðabæ í byrjun júlí. Skilvís finn- andi skili honum á lög- reglustöðina í Garðabæ. Góð fundarlaun. GSM-sími týndist GSM-sími, Nokia 6110, í svörtu hulstri, týndist laugardaginn 25. septem- ber sl., annaðhvort á Max- ims eða þá í leigubíl. Skil- vís finnandi vinsamlegast hringi í síma 567 3358. Berglind. Barnahjól í óskilum HRAFN hafði samband við Velvakanda út af bamahjóli sem er búið að vera á bak við Köllunar- klettsveg hjá Sælgætis- gerðinnni Völu í nokkurn tíma. Myndavél týndist MYNDAVÉL týndist laugardagskvöldið 18. september sl. á minningar- tónleikum um Jóhann Pét- ur Sveinsson í Miðgarði í Varmahlíð. Vélin er lítil og nett, málmlituð og af gerð- inni Konica. Aftan á vélina er grafið nafnið Tóta og kennitala þar fyrir neðan. Skilvís fmnandi er beðinn að hafa samband við Þór- hildi í síma 895 9050 eða 562 4622. Barnahjól týndust TVÖ bamahjól týndust af leikvellinum á milli Tómasarhaga og Lyng- haga nýlega. Annað hjólið er gult og svart og hitt er rautt og grátt. Skilvís finn- andi hringi í síma 862 5643. Dýrahald Kettlingar fást gefíns FJÓRIR sjö vikna, kassa- vanir kettlingar, fást gef- ins. Upplýsingar í síma 587 2630 eftir kl. 13. Kettlingur fæst gefins SVARTAN, átta vikna kassavanan kettling vant- ar gott heimili. Upplýsing- ar í síma 554 3358. Víkverji skrifar... VÍKVERJI kættist mjög í hjarta sínu er hann frétti að leikmenn efstu deildar í knatt- spymu hefðu valið Guðmund Bene- diktsson besta leikmann sumarsins. „Tími til kominn," hugsaði Víkverji með sér, enda hefur honum lengi þótt Guðmundur bera af öðrum ís- lenskum knattspymumönnum hvað varðar lipurð, leikni, skottækni, út- sjónarsemi og leikskilning. Hvað eftir annað hefur Guð- mundur yljað Víkverja um hjarta- rætur á undanfömum árum með snilli sinni á knattspymuvellinum, en aldrei þó eins og nú í sumar. Sjálfur skoraði Guðmundur mörg mörk, bæði í deild og bikar, lagði upp enn íleiri og var arkitektinn að mörgum fallegustu sóknarlotum KR-inga. Og hafa ber hugfast að samkvæmt útreikningum Englend- inga, þar sem bæði era gefin stig fyrir markaskor og stoðsendingar, hefði Guðmundur orðið marka- kóngur íslandsmótsins í ár. Send- ingar Guðmundar á samherja era raunar kapítuli út af fyrir sig, enda hafa stuðningsmenn KR-liðsins komið sér upp orðatiltæki í því sambandi svohljóðandi: „Sé send- ing pen er hún frá Gumma Ben. “ Þótt það hljómi kannski undar- lega lítur Víkverji á það sem per- sónulegan sigur fyrir sig að Guð- mundi Benediktssyni skuli nú loks- ins hafa verið sýndur sá sómi að verða valinn besti leikmaður ís- lenskrar knattspymu. Víkverji hef- ur nefnilega verið að tuða um þetta í mörg ár, en vinir hans og kunn- ingjar hafa yfirleitt kæft þá orð- ræðu í fæðingu og núið Víkverja um nasir að hann hafi ekki nægi- lega mikið vit á fótbolta til að dæma um slíkt. Víkverji láti tilfinningar ráða fremur en kalda rökhyggju þegar knattspyma sé annars vegar og slíkt kunni aldrei góðri lukku að stýra. Nú hafa leikmenn sjálfir gengið fram fyrir skjöldu og stað- fest að Víkverji hafði rétt fyrir sér. XXX En björninn er ekki unninn. I hvert sinn sem Víkverji hefur vakið máls á því að Gummi Ben. eigi skilið að fá tækifæri með ís- lenska landsliðinu í knattspyrnu hafa sparkfræðingar og boltaspek- úlantar jafnan eytt því tali með þeim rökum að ekki sé hægt að hafa mann í landsliði sem leiki með hnéhlíf á annarri löppinni. Sumir spekúlantanna hafa svo hnykkt á með þeirri staðhæfingu að Guð- mundur sé of lágvaxinn til að leika með landsliði. Varðandi fyrra atriðið þá er það vissulega rétt að Guðmundur hefur átt við þrálát meiðsli í hné að stríða á undanförnum áram og lék um skeið með slitin krossbönd, en var samt bestur á vellinum. Hann virð- ist nú vera að ná sér af þessum meiðslum og satt að segja er Vík- verji löngu hættur að taka eftir hnéhlífinni, enda virðist hún ekki há Guðmundi á knattspyrnuvellin- um nema síður sé. Víkverji fær því ekki skilið rökin fyrir því að hné- hlífin þurfi að koma í veg fyrir að Guðmundur fái tækifæri með landsliðinu. Varðandi hæðina má benda á að tveir mestu snillingar knattspymu- sögunnar, þeir Kevin Keegan og Maradona, era báðir talsvert lægri í loftinu en Guðmundur, en fáir hafa sannað eins rækilega og þeir félagar að „margur er knái- þótt hann sé smár“. (Til gamans má geta þess að gárungarnir sögðu um Keegan að „hann væri svo lítill að það væri táfyla af hárinu á hon- um“.) Aram saman léku Keegan og Maradona með landsliðum þjóða sinna, Englendinga og Argentínu- manna, og báru höfuð og herðar yf- ir samtímamenn sína á knatt- spyrnuvellinum, (ef hægt er að nota þá líkingu í ljósi þess hversu lág- vaxnir þeir era). Sjálfsagt mætti nefna marga fleiri litla og lipra leik- menn, sem gert hafa garðinn fræg- an með landsliðum þjóða sinna. Hví skyldi það sama ekki gilda um Gumma Ben? I Ijósi títtnefndrar útnefningar á leikmanni ársins hefur Víkverji öðl- ast aukið sjálfstraust og í framhaldi af því ákveðið hér og nú að ganga fram fyrir skjöldu og krefjast þess opinberlega að Guðmundi Bene- diktssyni verði tafarlaust gefið tækifæri með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Og þótt fyrr hefði verið! Víkverji gerir sér Ijóst, að krafan er of seint fram komin til að Guð- mundur verði með gegn Frökkum í dag, en vonandi kemur það ekki að sök. Áfram ísland!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.