Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 56
l£6 LAUGAEDAGUR 9. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvers vegna ekki sjó- minjasafn og sjávarlífssafn (aquarium) í Reykjavík? ÞAÐ voru harðdug- legir fískimenn sem öðrum stéttum frem- ur stuðluðu að breyt- ingum Reykjavíkur úr bæ í borg. Það kemur mörgum ferðamann- ** inum spánskt fyrir sjónir að í höfðuborg þjóðar sem byggir af- komu sína á sjávarút- vegi og siglingum skuli hvorki vera fiska- né sjóminja- safn. Borgaryfírvöld standa nú fyrir gjör- byltingu Hafnarhúss- ins fyrir ómælda fjár- hæð í nafni menningar og lista en hvað með muni og minjar sjósóknar frá Reykjavík á árunum áður? Er það ekki öðru fremur sagan sem varð- veita skal í nafni fortíðar og breyttra lifnaðarhátta íslendinga Tj^ir bændasamfélagi til nútíma þjóð- félags? Eðlilega skal að fortíð hyggja.Jósafat heitinn Hinriksson vélstjóri safnaði með harðfylgi og einstökum dugnaði gömlum hlut- um fyrri tíma tilheyrandi sjósókn og járnsmíði. Við vélaverkstæði sitt í Súðarvogi 4 opnaði hann al- menningi tO sýnis safn sitt þar sem á fjórða þúsund munir eru nú sýndir og annað eins er til af göml- um munum í geymslu, minnugur þeirrar staðreyndar að megin- ástæða framfara mannlífs í ^Reykjavík byggðist á sjávarútvegi og siglingum. Þessu einstaka safni hér í höfuðborginni hefur alltof lít- ill gaumur verið gefinn af stjórn- völdum, þá litið er til lífsbaráttu Is- lendinga fyrr á öldinni. Varðskipin Þór og Oðinn Við þau eigendaskipti sem orðin eru er á hinu sögufræga varðskipi Þór hefur umræðan um sjóminja- safn í höfuðborginni vaknað og er það vel. Varðskipið Þór er sem kunnugt er smíðað árið 1951, eða fyrir 48 árum. Ljóst er að mjög mikill kostnaður er því samfara að gera skipið að eins konar safni -^fyrrum þorskastríða. Senn líður að endurnýjun varðskipsins Óðins, sem er átta árum yngra en Þór, smíðað árið 1959, en bæði skipin voru smíðuð í Alaborg í Danmörku. Óðni hefur verið haldið mjög vel við og til þess skips eigum við nú að líta vegna sögunnar um baráttu íslendinga fyrir útfærslu landhelg- innar. Væntanlega kemur nýtt varðskip innan fárra ára, við höf- um tímann framundan til að huga að og safna munum tilheyrandi Guðmundur Hallvarðsson £ J>>NOHAj Brunaslöngur Noha brunaslöngur með eða án skáps. Ýmsar útfærslur. Noha Viðurkennd brunavörn. landhelgisdeilum fyrri tíma í fljótandi safn þeirra muna um borð í varðskipinu Óðni. Fleiri merkileg skip Dráttarbáturinn Magni, sem er í eigu Reykj aví kurhafnar, er fyrsta vélknúna stálskigið sem smíðað er á Islandi. Skipið var smíðað í Stálsmið- junni í Reykjavík 1955 íyrir Reykjavíkur- höfn. Fyrir nokkrum árum var þessu skipi lagt en Reykjavíkur- höfn hefur haldið skipinu við og er það vel. Fyrir margra hluta sakir er hér um merkilegt skip að ræða sem hefur gegnt merkilegu hlutverki og tengist sögu íslenskrar iðnmenn- tunar. Hvalur 7 RE 305 er smíðaður í Englandi 1945 og er með gufuvél. Skipið er í eigu Hvals hf. og verður væntanlega notað til hvalveiða þegar þær hefjast aftur. Engu að síður er hér um merkilegt skip að ræða sem mun verða merkilegur safngripur þá fram líða stundir. I Árbæjarsafni er nú til varðveislu Aðalbjörg RE, 30 brúttólesta eik- arbátur smíðaður hér á landi á kreppuárunum að tilstuðlan þáver- andi bæjarstjórnar Reykjavíkur til eflingar atvinnu, skipasmíðum og fískvinnslu. Síðan 1986 hefur þetta merka fley verið í umsjón Reykjavíkur- borgar og stendur nú við Arbæjar- safn. Heldur er það nú dapurlegt að sjá þetta merka skip, með svo mikla sögu tengda atvinnuupp- byggingu í Reykjavík, svo afskipt sem raun ber vitni. Minjar Það kemur mörgum ferðamanninum spánskt fyrir sjónir, segir Guð- mundur Hallvarðsson, að í höfuðborg þjóðar sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi og sigl- ingum skuli hvorki vera físka- né sjóminjasafn. Eitt gott sjóminjasafn yrði höf- uðborginni til sóma Ómetanlegum hlutum tengdum sjávarútvegi og sjósókn hefur ver- ið kastað á glæ. Sem betur fer eru þó víða til munir og margt merki- Íegra smásafna tengt fortíð sjó- sóknar. En höfuðborgin getur ekki látið sitt eftir liggja í þessum efn- um. Erlendar þjóðir státa af sjóm- injasöfnum þótt þar á bæ hafi ekki í öllum tilfellum sjósókn og sjávar- útvegur verið söm sem hér á landi, hvað þá þegar til lífsviðurværis er litið. Mikið er nú rætt og ritað um þann vöxt sem í ferðaþjónustu er hér á landi og er augljóst að slíkt safn drægi verulega að erlenda ferðamenn. Síðast en ekki síst væri hér um sögulegar heimildir að ræða sem gagnast myndu æsku höfuðborgarsvæðisins til upprifj- unar upprunans, landi og þjóð til heilla. Höfundur er alþingismaður. Um merkingu minnisvarða Torfi H. Tulinius ÓLÍKT flestum öðrum þjóðum hafa Islendingar sjaldan orðið að fórna manns- lífum til að verjast ágangi annarra. Ferðist maður til Evrópu sjást víða minnismerki um fallna hermenn og aðra sem týnt hafa lífi og limum í þeim manngerðu hamför- um sem dunið hafa yfir þessi lönd í al- danna rás. Með því að reisa þeim minnis- varða er verið að tryggja að nöfn frelsishetja og fórnarlamba kúgunar, en líka þeirra sem fallið hafa í tilgan- gslausum skotgrafahernaði stór- velda, verði ekki gleymskunni að bráð. Verið er að minna eftirlif- endur og eftirborna á þá stað- reynd að það sem er nú er að ein- hverju leyti tilkomið vegna þess sem gerðist þá. Þegar Islendingar börðust fyrir viðurkenningu annarra þjóða á stækkun efnahagslögsögunnar um og eftir miðbik þessarar aldar, rifjuðu menn gjarnan upp atburð sem átti sér stað þann 10. október 1899 - íyrir réttum hundrað árum. Þá réru fimm vestfirskir sjómenn undir forystu ungs og kappsmikils sýslumanns, Hannesar Hafstein, upp að síðu bresks togara, en hann var við botnvörpuveiðar á Dýrafirði þrátt fyrir skýlaus lagaákvæði sem bönnuðu slíkt. Sýslumaður krafðist uppgöngu en erlendu skipverjarnir svöruðu með ókvæðisorðum. Þegar bátinn rak svo aftur fyrir skipið slökuðu þeir á togvírnum með þeim afleið- ingum að bátnum hvolfdi og sexmenningarnar íslensku steypt- ust í kaldan sæinn. Tveimur var bjargað af báti sem sendur var úr Af góðum mönnum og grænmeti ÞAÐ er ekki aðeins að við Islendingar höfum gi-ænmeti á borðum þessa dagana heldur er það einnig á milli tannanna á Sam- keppnisstofnun og N eytendasamtökun- um - eða öllu heldur samtök grænmetis- framleiðenda. Astæð- an er athugun Sam- keppnisstofnunar á dreifingarfyrirtækj- um í grænmeti og ásakanir um fákeppni. Ekki skal ég um það dæma hvort óhreint mjöl finnist í Halldór Reynisson því poka- Smiðjuvegi 11 < Sími: 564 1088 200 Kópavogur »Fax: 564 1089 Fást í byggíng.ivármerslimm m land ,illl horni, enda virðist fákeppni vera farið að gæta á mörgum sviðum ís- lensks viðskiptalífs og virðist vera í eðli markaðsbúskaparins þegar fram í sækir. Þá ætla ég heldur ekki að þræta fýrir hátt verðlag á grænmeti sem að mínu viti er enn of dýrt miðað við mikilvægi þess á neysludiski neytenda, þótt verð hafi stórum lækkað miðað við það sem var hér áður fyrr. Hitt þykir mér verra þegar fram koma ása- kanir á hendur framleiðendum ís- lensks grænmetis að þeir séu bein- línis að henda vöru til að halda uppi verði. Sjálfur átti ég þess kost um níu ára skeið að búa í næsta nágrenni við eitt stærsta grænmetisræktar- hérað landsins á Flúðum. Þá kynntist ég mörgum garðyrkju- bændum og veit að þeir leggja metnað í framleiðslu sína. Eg veit það líka að þetta fólk hefur þurft að leggja hart að sér til að framleiða sína vöru. Þar hefur geng- ið á ýmsu - stundum gengið vel - stundum illa, eina stUndina voru það skaðræðis- kvikindi sem herjuðu á plönturnar - aðra voru það vond veður. í sól, í regni, í roki var streðað við að planta út og síðan uppskera í kapphlaupi við vor- þurrka eða hausthret. Oft var á þessum mönnum barið, ef ekki af náttúruöflum, þá neytendum og aldrei gátu þeir hlaupið í skjól til stóra bróður í ráðuneyti eða bændahöll. Aldrei varð ég var við að menn léku sér að því að farga því sem þeir í sveita síns andlits strituðu við að rækta, nema helst í gin þeirra sem aðeins höfðu gott af. Því þykir mér leitt til þess að vita að ágætismenn og sómakærir í forystu samtaka sem standa mér reyndar nærri skuli fyrir einhvern misskilning missa það út úr sér að samtök garðyrkjubænda séu að farga eigin lífsviðurværi til að halda uppi verði. Þótt ég sé ein- faldur maður og auðtrúa, þá get ég einfaldlega ekki lagt trúnað á slíkt. Það er helst að bændur kasta tó- mötum eða sletta skyri ef þeim svellur móður og þeir hafa einhver ákveðin skotmörk að miða á (á fastalandinu eru það helst skriff- innar í Brussel sem fá slíkar kveðj- ur). landi þegar sást til voðaverks skipverja, Hannes var dreginn nær dauða en lífi um borð um togarann, en þrír bátsverja fórust: unglingspilturinn Guðmundur Jónsson, kvæntur maður, Jón Þórðarson og mágur hans, Jóhannes Guð- mundsson, þrjátíu og sex ára gamall bóndi og bátsformaður sem skildi eftir sig eigin- konu og þrjú ung börn. Það þarf engan að undra að menn minntust þessa at- burðar í landhelgisstríðunum. Þar hafði mikilvirkur baráttumaður fyrir sjálfstæði Islendinga, og síð- ar fyrsti ráðherra landsins, for- ystu í aðgerðum gegn landhelgis- brjóti, aðgerðum sem kostuðu Sagan í tilefni af því að ein öld er liðin frá atburðunum Grænmetisrækt Aldrei varð ég var við að menn léku sér að því að farga því, segir Halldór Reynisson, sem þeir í sveita síns andlits strit- uðu við að rækta. Úr því að ég er farinn að kasta hér fram einu og öðru þá langar mig að bæta hér við nokkru sem oft hefur plagað mig varðandi grænmeti. Þegar ég hef komið í ýmsar verslanakeðjur ónefndar í Reykjavík í leit að fersku græn- meti hefur mér verið næst skapi að varpa um borðum grænmetisvíxl- ara, því sannarlega á þar ýmislegt heima á haugunum sem okkur neytendum er boðið upp á. Það vill nefnilega svo til að grænmeti er viðkvæm vara með stuttan líftíma og mér vitanlega hefur því ekki verið gefið eilíft líf af skapara allra góðra hluta. Einkum hefur þetta átt við um innflutt grænmeti sem þá hefur verið selt á verði langt umfram gæði. Einu sinni gerðist ég svo djarfur að orða þessar raunir mínar við starfsmann einn- ar verslunarinnar og svar hans var stutt og laggott: „Þú þarft bara ekkert að kaupa þetta!“ Höfundur er prestur og neytandi í Reykjavík. á Dýrafirði, segir Torfi H. Tulinius, hafa afkom- endur Jóhannesar Guð- mundssonar haft frum- kvæði að því að reisa minnisvarða um menn- ina þrjá sem fórust. þrjá menn lífið. Minningin um hu- grekki og fórn þessara manna stappaði stálinu í Islendinga í við- ureigninni við Breta, um leið og hún tengdi landhelgisdeilurnar við sjálfstæðisbaráttuna. Hún bjó til sögulegt samhengi sem ljáði þess- um deilum merkingu og gerði þau að einhverju meira en karpi um yfirráð yfír auðlind. Bráðum er aldarfjórðungur lið- inn síðan Islendingar unnu fulln- aðarsigur í landhelgisbaráttunni. Það er ekki fráleitt að líta á hana sem lokahrinuna í þeirri baráttu fyrir sjálfstæði Islands sem hófst um miðbik síðustu aldar. Segja má að traustum efnahagslegum stoðum hafi verið rennt undir sjálfstæði okkar þegar við öðluð- umst einkarétt á veiðum á haf- svæði sem er jafnstórt saman- lögðu flatarmáli Frakklands og Þýskalands. I tilefni af því að ein öld er liðin frá atburðunum á Dýrafirði, hafa afkomendur Jóhannesar Guðmun- dssonar haft frumkvæði að því að reisa minnisvarða um mennina þrjá sem fórust. Hann stendur í landi Bessastaða við sama fjörð, en þaðan lögðu mennirnir upp í sína hinstu för. Minnisvarðinn hefur ekki einvörðungu gildi fyrir ættina, afkomendur tveggja drengja sem urðu að fara í gegn- um lífið án forsjár og umhyggju föður síns, heldur einnig fyrir alla íbúa þessa lands. Þetta hefur rík- isstjórn íslands skilið enda ákvað hún nýlega að styrkja gerð minn- isvarðans með myndarlegu fram- lagi. Það hefur Isafjarðarbær einnig gert, auk ýmissa fyrir- tækja, samtaka og einstaklinga, og vafalaust munu fleiri bætast í hópinn því enn hefur ekki safnast fyrir öllum kostnaði. Þessir aðilar, einkum þó fjöl- skyldan, eiga þakkir skilið fyrir framtak sitt. Það er okkur öllum mikilvægt að vera minnt á að sam- eign okkar í dag, yfirráðin yfir auðlindinni, varð ekki til af engu heldur kostaði baráttu og fórnir. Sú saga má ekki gleymast. Höfundur er bókmenntafræðingur og dósent við heimspekideild HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.