Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens H VAD UM SPENNUMYNDIKVÖLD ? BARA m TVEIR HVAD EF EIGIN- KONURNAR VILJA KOMA MED OG SJÁ EITTHVAD ALLT ANNAD? NEIOG AFTUR NEI, PETTA ER OKK^R KVÖLD Við verðum að fara, Emclía. Þau segja að hundum leyfist ekki að vera í dansskólanum. Sé ég þig aftur, Kalli? Einhvern Við hittumst við græna tfmann, ijósið á bryggju- Emelfa.. sporðinum hjá Daisy. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Réttur hins þögla minnihluta Frá Oddgeirí Einarssyni: Á ÍSLANDI er lýðræði. í því felst að fulltrúar meirihluta þjóðarinnar í hverju máli ráða því á hverjum tíma hvaða lög verða sett um efnið. I 3. mgr. 64. gr. stjórnarskrárinn- ar segir að menn utan trúfélaga skuli greiða persónulegt gjald til Háskóla Islands sem nemur því gjaldi er aðrir greiða til þess trúfé- lags sem þeir eru skráðir í. Fólk getur deilt um hvað það er að vera ,jafnt fyrir lögum“. Það ætti þó að gera það í ljósi þeirrar staðreyndar að fyrir þann sem skráður er í trúfélag gildir sú laga- regla að hann greiðir persónulegt gjald til þess félags, og nýtur hann því góðs af slíkri gjaldtöku umfram þá sem ekki eru skráðir í það trúfé- lag, og um þá sem ekki eru innan trúfélaga gildir sú regla að þeir greiða samsvarandi gjöld til HÍ sem er þeim ekki til góða umfram þá sem standa innan trúfélaga. HÍ er nefnilega ólíkur trúfélögum að því leyti að starfsemi hans er þjóð- félaginu í heild bæði gagnlegur og nauðsynlegur þegar til lengri tíma er litið. Eg tel fullljóst að núverandi fyr- irkomulag samræmist ekki góðu siðferði og réttlæti. En getur verið að 3. mgr. 64. gr. stjskr. samræmist heldur ekki öðrum settum lögum? Það vill til að einmitt næsta ákvæði stjskr., 1. mgr. 65. gr., mælii' fyrir um að allir skuli vera ,jafnir fyrir lögum“ án tillits til kynferðis, trúar- bragða, skoðana o.fl. Ef við þrjóskumst við og segjum að núverandi gjaldtaka sé jafnrétti sem brjóti ekki í bága við 1. mgr. 65. gr., þá gætum við eins fallist á að sett yrðu lög sem gerðu konum að greiða ákveðna upphæð til HÍ, en körlum samsvarandi upphæð til „styrktarsjóðs karla“, án þess að telja þau brjóta gegn 65. gr., sem ætlað er að tryggja jafnrétti. Ekki er þetta þó allt óréttlætið. Peningai- sem renna til HÍ eru not- aðir í öllum deildum hans. Ein af deildum skólans er guðfræðideild. Það er niðurlægjandi fyrir þá sem borga til Háskólans, m.a. vegna þess að þeir vilja ekki tilheyra ríkis- trúfélaginu, að vita til þess að pen- ingum þeirra sé að hluta til varið í að útskrifa prestsefni fyrir einmitt það trúfélag. Þetta væri þó illskárra ef rekin væri trúarbragðafræði við HI, sbr. stjórnmálafræði en ekki t.d. Sjálfstæðisflokksfræði. I 64. greininni segir að breyta megi fyrirkomulaginu með lögum, þannig að ekki þurfi stjórnarskrár- breytingu tO. Hvort sem menn vilja gera það í þágu lagasamræmis eða siðferðis, þá er nauðsynlegt að gera það. Lýðveldi er gott, svo lengi sem meirihlutinn hugi að rétti minni- hlutans. ODDGEIR EINARSSON, laganemi, Hraunbæ 54, Reykjavik. E1 Grillo - til upprifjunar fyrir alþingismenn Frá Einari Vilhjálmssyni: AÐ MORGNI 10. maí 1940 kom vopnaður togari í þjónustu breska flotans að bryggju á Seyðisfirði. Skipherrann í þúningi sjóliðsfor- ingja, vopnaður skammbyssu og í fylgd tveggja einkennisklæddra breskra landhermanna, sem vopn- aðir voru rifflum með áfestum byssustingjum, gengu til fundar við bæjarfógetann á skrifstofu hans. Tjáði skipherrann bæjarfógeta að erindið væri að hernema Seyðis- fjörð og varð fátt um varnir. Bretar höfðu þá þegar ákveðið að gera Seyðisfjörð að herskipahöfn og hófust handa um dýptarmælingar við bryggjumar og annan undirbún- ing þess. I byrjun var olíuþörf her- skipanna þjónað með tankskipum sem fóru þegar losun lauk og önnur lestuð komu í staðinn. En 1943 kom tólf þúsund tonna tankskip, „EL GRILLO“ og lagðist á Kringlunni miðfjarðar, fór ekki aftur en tók við olíu sem ílutt var frá Hvalfirði með „Coolpepper". Hinn 16. febrúar 1944 kl. 11 f.h., komu þrjár Heinkel HE 111-H sprengjuflugvélar, vörpuðu þremur sprengjum og sökktu E1 Grillo. Þá um nóttina hafði Coolpepper losað fullfermi af olíu í E1 Grillo og var um kl. 11 út af Fáskrúðsfirði á leið til Hvalfjarðar. Taldi Reidar Kolsö skipstjóri að njósn hefði borist Þjóðverjunum um ferðir Coolpepp- er og ætlunin hefði verið að sökkva báðum skipunum en tímaáætlun Þjóðveijanna ekki staðist. Strax fór að bera á olíumengun frá E1 Grillo, sem olli miklu tjóni á lifandi og dauðu. Ekki virtust ís- lensk stjórnvöld þá hafa haft burði til þess að koma fram ábyrgð á hendur eigendum skips og farms, tryggingafélagi þess, eða konung- lega breska herveldinu, sem hafði með ofbeldi hernumið Seyðisfjörð í þágu konunglega breska flotans. En nú eftir 55 ár rofar til í þessu vandræðamáli Seyðfirðinga. Hinn illskeytti utanríkisráðherra landsins er þingmaður þeirra og notar sjálf- sagt vald sitt innan NATO og víðar til þess að rétta hlut kjósenda sinna og lætur umhverfissóðana hreinsa óþverrann eftir sig, þótt seint sé. Seyðfirðingar eiga kröfu á því, að skipið ásamt farmi verði fjarlægt úr firðinum tafarlaust. Islenskir skattgreiðendur eiga ekki að borga þennan herkostnað gegn Þjóðverjum. Hvar sem er í heiminum, nema hér, eru mengun- arvaldar látnir hreinsa upp eftir sig. Minnisstæð mál af þessu tagi eru frá Bretlandseyjum og Alaska. Heimspressan hefur verið mjög virk í þvi að halda málum af þessum toga vakandi, þar þarf að vekja mól- ið upp. EINAR VILHJÁLMSSON, Seyðisfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.