Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs fslands á Egilsstöðum Yirkjanir á hálendi skaða fyrirtæki í ferðaþjónustu Egilsstaðir. Morgnnblaðið. PALL Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri 3P Fjárfestinga, sagði á 29. árlegri Ferðamálaráðstefnu Ferða- málaráðs á Egilsstöðum í gær að virkjanir á austanverðu hálendi Is- lands gætu spillt fyrir sérstöðu þess landsvæðis sem ósnortinnar náttúruperlu. Virkjun á Eyjabökk- um mun, að mati Páls, draga úr áhuga fjárfesta á að setja fjármagn í fyrirtæki sem hyggist markaðs- setja þetta landsvæði. Ráðstefnan hófst á fimmtudag- inn með erindum innlendra og er- lendra sérfræðinga á sviði ferða- málaþjónustunnar en í gær var ráðstefnugestum skipt í vinnuhópa sem fjölluðu um meginefni ráð- stefnunnar. Við upphaf ráðstefn- unnar hélt Sturla B. Böðvarsson samgönguráðherra ávarp en hann afhenti einnig Grími Sæmundsen, framkvæmdastjóra Bláa Lónsins, umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs áríð 1999. Heiðursgestur Ferðamálaráð- stefnunnar var Richard Butler, prófessor í ferðamálafræðum við Háskólann í Surrey í Bretlandi. Hann hefm- verið nefndur upphafs- maður ferðamálafræði sem rann- sóknargreinar á háskólasviði. Hann birti tímamótagrein árið 1980, sem fjallaði um lífshlaup ferðamannastaða. Greinin lét í byrjun lítið yfir sér en hefur á seinni tímum verið hvati fjölda rannsókna um ferðamannastaði og ferðamálaþjónustu. Þolmörk ferðamannastaða Kenning Butlers er í raun yfir- færsla á kenningum hagfræðinnar um „Product Life Cycle“ eða lífs- hlaup vöru og snýst um að ferða- málaþjónusta er háð vissum þol- mörkum ferðamannastaða. Það þýðir að þegar ferðamönnum fjölg- ar á ákveðnum ferðamannastað kemur að því að staðurinn breytist, hann hlýtur umhverfislegan skaða af miklum ferðamannastraumi og Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Páll Kr. Pálsson, framkvæmd- arstjóri 3P fjárfestinga. missir þar að leiðandi það aðdrátt- arafl, sem ferðamenn leituðu að í upphafi því reynsla þeirra af heim- sókn á staðinn verður neikvæð. A ráðstefnunni á Egilsstöðum hélt Butler erindi um hlutverk rannsókna í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar þar sem hann reifaði ástæður og mikilvægi þess að stundaðar séu rannsóknir á sviði ferðaþjónustu. Sagði hann besta tímann til að íramkvæma rannsókn- ir vera á meðan ferðaþjónustan sé í uppgangi, rétt eins og íslenskur markaður býður upp á í dag. Vantar skýra stefnu í umhverfísmálum Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri 3P Fjárfestinga, hélt fram- sögu um hindranir sem staðið geta í vegi fýrir aukinni arðsemi ferða- þjónustufýrirtækja. Páll kynnti einnig hlutverk fjárfesta á ferða- málamarkaði og þá sérstaklega í ljósi nýrra samkeppnisaðstæðna sem í kjölfar alþjóðavæðingar við- Richard Butler, prófessor í ferðamálafræðum við Háskól- ann í Surrey. skiptahátta hafa tekið miklum breytingum. Sagði hann óspillta náttúru Islands vera auðlind ís- lenskrar ferðaþjónustu og mark- mið fjárfestingafyrirtækja meðal annars felast í því að vinna eftir skýrum stefnum í umhverfismál- um, en óljós viðhorf til umhverfís- mála telur hann ógna því að fjár- festingaraðilar leggi fé til ferða- þjónustufyrirtækja því hagur þeirra sé að vinna út frá skýrum stefnum í þeim málefnum og at- vinnugreinum sem fjárfest er í. Áform um virkjun á Eyjabökk- um hefur, að mati Páls, áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki sem nú selja og kynna þann hluta hálend- isins til ferðamanna sem ómengað svæði. Virkjanir og stóriðja breyta forsendum þeirrar þjónustu er til- tekin fyrirtæki kunna að bjóða upp á og koma í veg fyrir að fjárfestar eins og hann leggi fjármagn til ferðaþjónustufyrirtækja sem selja hálendið sem óspillta nátt- úruperlu. Norrænir blaðamenn þinga í Reykholti Áhyggjur af sjálf- stæði blaðamanna SAMÞJÖPPUN eignai’halds á fjöl- miðlamai'kaði, hagsmunir eigenda, ábyrgð blaðamanna, hlutverk fjöl- miðla og sjálfstæði þeirra er meðal þess sem rætt er á norrænni blaða- mannaráðstefnu sem nú stendur yfir í Reykholti í Borgarfirði. Hátt í 90 manns frá Norðurlöndunum taka þátt í ráðstefnunni, en henni lýkur á morgun. I inngangserindi sínu á ráð- stefnunni í gærmorgun ræddi Hann- es Hólmsteinn Gissurarson prófessor þá samþjöppun sem orðið hefur í ís- lenskum fjölmiðlaheimi á undanföm- um áratug og sagði hana hafa skapað ákveðna hættu á misnotkun valds. Nils Funcke, ritstjóri Saffle- Tidningen og fréttastjóri Maríestads-Tidningen í Svíþjóð, gerði að umtalsefni kamelljónseðli blaðamannsins, en kamelljónið skiptir um lit efth- umhverfinu. Hann benti á hættuna á því fyrir trúverðugleika blaðamanna þegar þeir skipta um hlutverk, t.d. þegar þeir gerast upplýsingafulltrúar stóifyrii-tækja, stjóma skemmti- þáttum í sjónvarpi og tala inn á sjónvarpsþætti eða auglýsingar. Gunnar Baldur Jóhansen frá Institutt for Journalistikk í Fred- rikstad í Noregi tók undii’ þetta og benti á tilhneigingu blaðamanna til að einkavæða sjálfa sig. Þegar þeir hafi aflað sér ákveðinnar starfs- reynslu og vinsælda segi þeii' upp starfi sínu á fjölmiðlinum og fari út í sjálfstæðan rekstur - setji ehf. aft- an við nafnið sitt og setji sér sín eig- in siðferðilegu viðmið, sem ekki fari endilega saman við almennt siðferði í fjölmiðlaheiminum. Vari sig á heimildamönnum I vinnuhópum var m.a. rætt um menntun og faglega meðvitund blaðamanna, hlutverk þeirra og ábyrgð á afleiðingum þess sem skrifað er um. Jprn Henrik Petersen, prófessor við háskólann í Óðinsvéum, ræddi í erindi sínu m.a. um heimOdamenn blaðamanna og þær hættur sem fylgja því að þeh' séu famir að þekkja of vel fréttamat og vinnu- brögð fjölmiðlanna, sem geti haft í för með sér að þeir stjórni um of fréttaflutningi og hvað sett sé á dagski’á. Þannig megi blaðamenn vara sig á því að verða ekki að strengjabrúðum í höndum heimilda- manna sinna. Landbúnaðarráðherra um verð á grænmeti og ávöxtum Verið að kanna leiðir til verðlækkunar GUÐNI Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir í samtali við Morg- unblaðið að í kjölfar ítarlegrar fyr- irspurnar um stöðu garðyrkju- bænda og þróun á verði og neyslu grænmetis, sem lögð var fyrir Al- þingi á fimmtudag, muni landbún- aðarráðuneytið taka málið til at- hugunar. „Við munum fara yfir þetta mál hér á næstu vikum, skoða hvernig þróunin hefur verið, hver sé orsökin fyrir þetta háu verði og hvort einhveijar leiðir séu færar tO að lækka grænmeti í verði.“ Vill sátt um lægra verð Aðspurður segist landbúnaðar- ráðherra ekki vúja fullyi-ða um það á þessu stigi hvort til greina komi að fella niður tolla sem lagðir eru á innflutt grænmeti og ávexti. „Fyrst þurfum við að sjá hverju þeir valda. Sjá hvort þeir séu eina ástæðan fyrir háu verði, eða hvort ástæðurnar séu aðrar eins og sam- þjöppun bæði í smásöluverslun og í afurðastöðvum garðyrkjunnar. Þetta þarf að fara yfir og sjá hver útkoman verður. Það þarf að sjá hvernig kakan skiptist milli bænda, smásöluverslunar, afurðastöðva og ríkisins og þá verður hægt að fjalla málefnalega um stöðuna," segir landbúnaðarráðherra og bætir því við að hann hafi fullan vilja til þess að reyna að ná sátt um lægra verð á grænmeti. Anders Milton formaður Alþjóðafélags lækna um gagnagrunn á heilbrigðissviði Ekki nægjanlegt að dulkóða upplýsingar ANDERS MOton, formaður Al- þjóðafélags lækna, World Medical Ássociation, WMA, og fram- kvæmdastjóri Læknaráðs Svíþjóð- ar, telur það ekki nægjanlegt að upplýsingar um sjúklinga í íslenska gagnagrunninum séu dulkóðaðar því vegna fámennis og magns upp- lýsinga sem streymi í gagnagrunn- inn sé ekki unnt að útOoka að hægt sé að bera kennsl á einstaklinga. Forystumenn WMA sátu aðalfund Læknafélags íslands og í umræð- um um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði ítrekuðu þeir að sú stefna WMA, að virða beri reglur um upp- lýst samþykki, trúnað við sjúklinga og sjálfstætt siðfræðilegt mat, réði úrslitum til verndar sjúklingum vegna þátttöku í hvers konar vís- indarannsóknum um allan heim. Hingað til lands komu Anders Milton, formaður Alþjóðafélags lækna, og Delon Human, fram- kvæmdastjóri samtakanna. Þeir báru lof á vinnu Læknafélags ís- lands og íslenskra lækna vegna um- hyggju þeirra og tiúnaðar við hags- muni íslenskra sjúklinga. Þeir lýstu yfir von um að samræðum milli þeirra er málið varða verði haldið áfram til að misskilningi verði eytt og áhyggjum létt. Lýstu þeir yfir vilja Alþjóðafélags lækna tO að leggja sitt af mörkum til að finna lausn sem allir geta verið sátth' við. Anders Milton kvaðst vera reiðubú- inn að ganga til viðræðna við stjórnvöld hér á landi um málið. Það sem hér er að gerast er mikilvægt öllum heiminum Milton sagði að WMA hefði átt í viðræðum við Læknafélag íslands um gagnagrunn á heObrigðissviði í yfir eitt ár. „Það sem á sér nú stað á Islandi er ekki einvörðungu mikil- vægt íslendingum sjálfum og læknastéttinni í landinu heldur einnig heiminum öllum. Kringum- stæður hér eru afar athyglisverðar og um leið kalla þær á að gætt sé vandlega að trúnaði milli læknis og sjúklings,“ segir Milton. Milton sagði að nefnd á vegum Alþjóðafélags lækna hefði á víðtæk- um grunni fengist við málefni tengd gagnagrunnum á heObrigðissviði. Á ársfundi samtakanna í næstu viku verður skýrsla nefndarinnar um þetta mál rædd og hún ekki gerð opinber fyrir þann tíma. Hann sagði það ótímabært fyrir samtökin að gefa frá sér yfirlýsingu um af- stöðu þeirra til íslensku gagna- grunnslaganna. „Þó er óhætt að segja að samtök- in hafa margoft lýst því yfir að þau telji brýnt að fylgjast grannt með þátttöku sjúklinga í vísindalegum rannsóknum. Helsinki-sáttmálinn kveður á um að í öllum vísindaleg- um rannsóknum, sem kalla á þátt- töku manna, verði að upplýsa þátt- takendur um rannsóknirnar og leita eftir upplýstu samþykki þeirra fyrir þátttökunni. Einnig eiga menn ávallt að eiga þess kost að draga sig út úr rannsókn á hvaða tímapunkti sem er, án þess að verða refsað fyr- ir eða eiga það á hættu að það hafi neikvæð áhrif á meðferð þeirra. Loks kveður sáttmálinn á um að niðurstöður slíkra rannsókna eigi að vera aðgengilegar þeirri þjóð sem tekur þátt í henni. Vilji t.a.m. lyfja- fyrirtæki gera tOraunir með nýtt lyf eiga þær að fara fram þar sem lyfið verður notað. Það er ósiðlegt að gera tilraunir með lyf í fátæku landi þar sem vitað er að lyfið verður aldrei notað. Ávinningur af tOraun- um á m.ö.o. að falla þeirri þjóð í skaut þar sem þær eru gerðar," segir MOton. Sjúklingar eigi kost á að draga út allar upplýsingar um sig Milton telur það ekki nægjanlegt að sínu mati að upplýsingar um sjúklinga í íslenska gagnagrunnin- um séu dulkóðaðar því vegna fá- mennis og magn upplýsinga sem streymi í gagnagrunninn sé ekki unnt að útiloka að hægt sé að bera kennsl á einstaklinga. Hann segir það sjónarmið WMA að segi sjúk- lingur sig úr vísindalegri rannsókn, þ.e. gagnagrunninum, eigi hann jafnframt að eiga kost á því að draga út allar upplýsingar um sig í rannsókninni. Guðmundur Björnsson, formaður Læknafélags Islands, segir að sam- kvæmt íslensku gagnagrunnslög- unum sé ekki gert ráð fyrir því að þetta sé gert heldur stöðvist ein- vörðungu streymi nýrra upplýsinga inn í grunninn. MOton bar lof á íslenska lækna og þá sem standa að læknisfræðilegum rannsóknum hér á landi. Hann sagði að ávinningur af starfsrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði geti verið gífurlegur, ekki aðeins fyrir íslendinga heldur allan heiminn. Verkefnið sé afar mikilvægt en af- staða WMA sé samhljóða afstöðu Læknafélags Islands sem er sú að brýnt sé að standa rétt að málum. Guðmundur Björnsson kveðst binda vonir við það að heimsókn for- ystumanna WMA tO landsins geti reynst fyrsta skrefið í þá átt að leysa þá deOu sem staðið hefur um gagnagrunn á heObrigðissviði. Hann segir afar brýnt að allir málsaðOai' finni sameiginlega niðurstöðu því mikið sé í húfi, þar á meðal réttindi sjúklinga, sem Læknafélagið standi vörð um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.