Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 20
1 vörumótt. Hús A, 1 hæð, um 3.900 ferm. (Verksmiðjuhús Skinnaiðnaðar) bílastæði bílastæði bílastæði KEA Nettó og Rúmfata- lagerinn bílastæði Hús B, nýbygging 1 hæð, um 3.200 ferm. Sérverslanir Tengi- bygging vörumótt. vörumótt. 20 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fjársektir vegna fíkniefna- brota HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tvo menn á þrí- tugsaldri í fjársektir vegna fíkni- efnabrota. Annar mannanna fékk 45.000 króna sekt en hinn 20.000 króna sekt. Pá voru tæp þrjú grömm af hassi gerð upptæk. Öðrum manninum var gert að sök að hafa keypt 10 grömm af hassi í Reykjavík í sumar og flutt það með sér til Akureyrar. Þar notaði hann efnið til eigin neyslu, uns lögreglan lagði hald á afganginn af efninu, 2,7 grömm, sem hann hafði falið á sal- emi í leiktækjasal við Ráðhústorg. Hinum manninum var gert að sök að hafa þegið að gjöf frá ónefndum aðila 1 gramm af hassi sem hann og maðurinn sem keypti 10 grömminn í Reykjavík, reyktu í bifreið. Hluta af efninu gleypti ákærði er lögregl- an hafði afskipti af þeim. Mennirnir viðurkenndu báðir brot sín fyrir dómi. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -----» ♦ ♦ .- Menntasmiðjan á Akureyri Nýbúanám- skeið fyrir konur MENNTASMIÐJAN á Akureyri mun nú á næstunni bjóða upp á námskeið fyrir erlendar konur sem búsettar eru á Akureyri eða ná- grenni. Haustið 1997 var sambæri- legt námskeið haldið í Mennta- smiðjunni og luku þá 12 konur og 2 karlar námi. Petta námskeið er ein- göngu ætlað konum og hafa þær forgang sem koma frá fjarlægum og ólíkum menningarsvæðum. Ætlunin er að halda nýbúanámskeið reglu- lega við Menntasmiðjuna, sum ein- göngu fyrir konur en önnur fyrir bæði kyn. Námskeiðið hefst 27. október og stendur í sex vikur. Kennt er í Menntasmiðjunni, Glerárgötu 28, alla virka daga frá kl. 13 til 15. Markmiðið er fyrst og fremst að þátttakendur fái grunnþekkingu í leikni í íslensku, en einnig að námið gefí almenna lífsleikni í íslensku þjóðfélagi. Samskipti og tjáning verða þjálfuð og þá verður farið í ýmsa þætti er varða hagnýta samfé- lagsþekkingu. Atvinnurekendum sem hafa erlendar konur starfandi á sínum vegum er því sérstaklega bent á að bjóða þeim þátttöku í námskeiðinu sem hluta af starfinu enda sé þekking á íslensku máli og íslenskum samfélagsháttum grund- vallarforsenda þess að nýbúar geti náð að nýta krafta sína í lífi og starfí hér á landi. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið fást í Menntasmiðjunni. Hugmyndir að verslunarmiðstöð við Daisbraut á Gleráreyrum og nýtingu lóðar. Hugmyndir um verslunarmiðstöð á Gleráreyrum Mikill áhugi á verslunarrými HUGMYNDIR Kaupfélags Eyfirðinga, Rúmfatalagersins og fleiri aðila um að byggja tæplega 8.000 fermetra verslunarmiðstöð á Gleráreyrum á Akur- eyri hafa vakið mikla athygli. Þar er gert ráð fyrir að Rúmfatalagerinn verði með verslun, KEA með Nettó-verslun og að sérverslanir verði í um helmingi verslunarmiðstöðvarinnar. Morgunblaðið/Kristján Ljóð og litir í Kjarnaskógi GILFÉLAGIÐ á Akureyri stendur fyrir hópferð í Kjarnaskóg laugar- daginn 9. október, undir yfirskrift- inni Ljóð og litir í Kjarnaskógi. Þar verður m.a. boðið upp á ljóðalestur og söng. Farið verður með rútu frá Deiglunni kl. 13.30. Gengið verður um Kjarnaskóg undir Ieiðsögn skógarvarða og áð á nokkrum fegurstu stöðunum þar sem ljóð verða lesin og sungin. Stefnt er að því að dvelja í skógin- um í eina og hálfa klukkustund og ekið til baka sem leið liggur í Listagilið. Lestur og söng annast Helgi og hljóðfæraleikararnir Bragi Snædal, Kristján Pétur Sig- urðsson, Finnur Magnús Gunn- laugsson, Jón Erlendsson, Jón Lax- dal Halldórsson og fleiri. Gilfélag- ið mælir með hlýjum fötum og malpoka. Það er orðið mjög haustlegt um að litast á Akureyri og skartar gróðurinn hinum fallegustu Iitum . Þátttakendur í ferð Gilfélagsins eiga vafalaust eftir að verða vitni að því í Kjarnaskógi á laugardag. Krónan - Verslunarmiðstöð, Hafnarstræti 97, Akureyri Til leigu 90fm á 2. hæð - bjart pláss, flísar á gólfum. Hentar vel fyrir verslun, teiknistofu, auglýsingastofu, hárgreiðslustofu o.fl. húsinu er aðgengi að Heilsugæslustöðinni. Upplýsingar gefa Úlfar/Vilborg síma 895 6049. Einnig eru fleiri pláss til leigu, minni og stærri. Þórarinn E. Sveinsson aðstoðar- kaupfélagsstjóri KEA sagði að eig- endur sérverslana hafa sýnt því mikinn áhuga að komast undir þak verslunarmiðstöðvarinnar og væri sá áhugi mun rneiri en hann gerði ráð fyrir. Hann sagði hins vegar ekkert fyrirliggjandi um það á þess- ari stundu hvemig staðið yrði að því að leigja verslunarrými í húsnæð- inu. Hugmyndin er að kaupa húsnæði Skinnaiðnaðar, kaupa húseignir fjögurra fyrirtækja á samliggjandi lóð, rífa þær og byggja nýja 3-4.000 fermetra viðbyggingu við Skinna- iðnaðarhúsið. Fjárfestar sem að málinu koma hafa sett fram tilboð um kaup á hluta af fasteignum Sk- innaiðnaðar og hefur það verið sam- þykkt með nokkmm fyrirvörum. Sérverslanir í nýbyggingu Gert er ráð fyrir að Nettó og Rúmfatalagerinn verði til húsa í að- alverksmiðjuhúsi Skinnaiðnaðar og jafnvel verslunin Sportver, sem á eitt þeirra húsnæða sem em á sam- liggjandi lóð og til stendur að rífa. Sérverslanir verða svo í nýbygg- ingu sem tengist húsnæði Skinna- iðnaðar. Þórarinn sagði að ef þessar hug- myndir gengju eftir myndi Skinna- iðnaður flytja starfsemi sína á tíma- bilinu desember til febrúar nk. og að KEA og Rúmfatalagerinn yrðu komin þar inn næsta vor. Fram- kvæmdir við nýbyggingu hæfust næsta sumar og að því stefnt að sér- verslanir yrðu komnar þar inn fyrir jólin árið 2000. ♦ ♦♦ Söng- skemmtun BJÖRG Þórhallsdóttir söngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari halda söngskemmtun á skemmti- staðnum Odd-Vitanum við Strand- götu á Akureyri í kvöld, laugar- dagskvöldið 9. október, og hefst hún kl. 21. Þau flytja létt lög úr ýmsum átt- um eftir innlend og erlend tónskáld, en sérstakur gestur þeirra Bjargar og Daníels á þessari söngskemmtun er María Björg Vigfúsdóttir. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun í Safnað- arheimilinu. Guðsþjónusta kl. 14, upphaf fermingarstarfsins. Tónlist frá Taize. Fermingarbörn ásamt foreldrum sérstaklega boðuð til kirkju. Samvera í Safnaðarheimili eftir guðsþjónustu. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju kl. 17. Æðruleysismessa kl. 20.30 um kvöldið, kaffisopi í Safnaðar- heimili á eftir. Þeim sem hafa áhuga fyrir 12-spora vinnu á trúar- legum grunni er bent á að það gefst tækifæri til að ræða um myndum slíkra hópa. Biblíulestur í Safnaðarheimili kl. 20 á mánudag í umsjá sr. Guðmundar Guðmunds- sonar. Morgunsögur á þriðjudag kl. 9 og mömmumorgunn í Safnað- arheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og guðsþjónusta kl. 11 sunnu- daginn 10. október, sameiginlegt upphaf. Foreldrar, afar og ömmur eru hvattir til að mæta með börn- unum. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 18. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 þriðjudaginn 12. október. Hádegissamvera kl. 12 miðviku- daginn 13. október, orgelleikur, helgistund og léttur málsverður í safnaðarsal. Opið hús fyrir mæður og börn kl. 10-12 fimmtudaginn 14. október. HJÁLPRÆÐISHERINN: Haldið verður upp á 75 ára afmæli heimilasambandsins á sunnudag, 10. október kl. 16.30. Deildarstjór- arnir Turid og Knut Gamst taka þátt. Sunnudagaskóli verður kl. 11 um morguninn og unglingasam- koma kl. 20. HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli verður í kirkjunni kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14. Að lokinni athöfn verður fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 9 í dag, laugardag. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, kennsla fyrir alla aldurshópa. Vakningasamkoma sama dag kl. 16.30. Predikari á báðum samkomunum verður Bandaríkjamaðurinn Randy Willi- ams. Fyrirbænaþjónusta. Barnapössun. Skrefið og Krakka- skrefið fyrir 8-12 ára börn á þriðjudag, krakkaklúbbur fyrir 3-6 ára á miðvikudag. Gospelkvöld unga fólksins á fostudagskvöld, 15. október. Bænastundir alla morgna kl. 6.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morg- un, sunnudag kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. LAUGALANDSPRESTAKAL L: Þrjár messur verða í prestakall- inu á morgun, sunnudag. Sú fyrsta verður í Hólakirkju kl. 11, þá verð- ur messað í Munkaþverárkirkju kl. 13.30 og loks á Kristnesspítala kl. 15. Væntanleg fermingarbörn eru beðin að mæta til guðsþjónustu. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skólinn byi'jar í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Al- menn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Barnafundir byrja á mánudag kl. 18, allir krakkar velkomnir, ekki síst Ástirningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.