Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aukin umsvif hjá Sparisjóói Hafnarfjarðar þegar hluti starfseminnar flyst í Kringluna Sóknartækifæri í Reykjavík Morgunblaðið/Ami Sæberg Forsvarsmenn Sparisjóðs Hafnarfjarðar í nýjum húsakynnum í Kringlunni. Jónas Reynisson, sparisjóðsstjóri og forstöðumaður eigna- stýringarsviðs, Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri og Magnús Ægir Magnússon, forstöðumaður Fyrirtækja og fjárfesta. UM ÞESSAR mundir standa yfir flutningar á hluta Fyrirtækjasviðs Sparisjóðs Hafnarfjai’ðar, Fyrir- tæki og fjárfestar, í Kringluna. Einnig hefur verið stofnað eigna- stýringarsvið innan SPH, með að- setur í Kringlunni. Að sögn for- svarsmanna SPH eru frekari stækkunarmöguleikar í Hafnarfirði takmarkaðir og því var ákveðið að leita sóknartækifæra í Reykjavík. Að sögn Þórs Gunnarssonar, sem er sparisjóðsstjóri SPH ásamt Jónasi Reynissyni, hafa verið gerð- ar skoðanakannanir sem sýna að umtalsverður fjöldi Hafnfirðinga, Garðbæinga og þeirra sem búa í Bessastaðahreppi, vinni annars staðar en í þessum bæjarfélögum og þá aðallega í Reykjavík. „Með flutningi til Reykjavíkur er SPH að nálgast þetta fólk jafnframt því sem markaðssvæði og stækkunarmögu- leikar aukast til muna,“ segir Þór. Afgreiðslustaðir SPH verða nú fjórir, tveir í Hafnarfirði, einn í Garðabæ og ný þjónusta í Kringl- unni. Jónas Reynisson tekur undir með Þór og segir markaðshlutdeild SPH á svæðinu sem nær yfir Hafn- arfjörð, Garðabæ og Bessastaða- hrepp á bilinu 45-50%. „Til þess að geta fjölgað viðskiptavinum þurfum við að fara út fyrir þetta svæði og nálgast meðal annars þá sem sækja vinnu fyrir utan umrætt svæði.“ Breytingar á eignum og markaðs- hlutdeild SPH hafa verið miklar frá 1997. Hlutabréfaeign SPH tvöfald- aðist á milli áranna 1997 og 1998 og hlutdeild SPH á Verðbréfaþingi ís- lands mai-gfaldaðist. „Til að fylgja þessari þróun vel eftir, var tekin ákvörðun um að víkka starfsemina enn frekar út,“ segir Jónas. „Skipu- lagi Sparisjóðsins hefur nú verið breytt og nú stendur íyrir dyrum að hefja þjónustu á fjórum sviðum alls, í stað tveggja áður. Fyrir voru ein- staklings- og fyrirtækjasvið og nú koma til sögunnar annars vegar sér- stök rekstrareining á sviði einstak- lingsþjónustu sem kynnt verðm- á næstu dögum, og hins vegar eigna- stýringarsvið þar sem veitt er fjár- vörsluþjónusta fyrir einstaklinga og stofnanafjárfesta." Jónas verður for- stöðumaður eignastýringarsviðsins fyrst um sinn og mun gegna starfi sparisjóðsstjóra samhliða. Breyttar áherslur fjárfesta „Til að fylgja eftir þeim árangri sem náðst hefur í aukningu útlána og á verðbréfasviði, var ákvörðun tekin um að flytja hluta starfsem- innar í norðurtum Kringlunnar," segir Jónas. „Þarna er um að ræða eignastýringarsviðið og fyrirtækja- svið SPH, sem nú nefnist Fyrirtæki og fjárfestar. Starfsemi fyrirtækja- sviðsins flytur þó ekki alfarið í Kr- ingluna heldur verður fyrirtækja- þjónusta einnig tiltæk á Strandgöt- unni eins og hingað til,“ segir Jónas. Að hans sögn verður ennfremur kynnt sérstök rekstrareining á sviði einstaklingsþjónustu á næstu dög- um og afgreiðslustaður opnaður í Kringlunni í því sambandi. Jónas segir þarfir viðskipta- manna og áherslur fjárfesta hafa breyst talsvert á síðustu fimm ár- um. ,Áður var sparifé fyrst og fremst geymt á hefðbundnum inn- lánsreikningum í bönkum. Nú hefur áherslan færst yfir á alls konar verðbréf, bæði innlend og erlend skuldabréf og hlutabréf. Innlendir fjárfestar hafa í auknum mæli fjár- fest í úrvali verðbréfa. Til að mæta þessum kröfum ákváðum við hjá SPH að stofna viðskiptastofu innan Fyrirtækjasviðs okkar á sínum tíma, í árslok 1997,“ segir Jónas. Viðskiptastofan verður burðarás starfsemi fyrirtækjasviðsins í Kr- inglunni ásamt sérfræðingum á sviði fyrirtækjarekstrar. Markhóp- ur Fyrirtækja og fjárfesta eru eignasterkir einstaklingar, fyrir- tæki og stofnanafjárfestar og for- stöðumaður sviðsins er Magnús Ægir Magnússon. Að sögn Jónasar hafa tekjur fjár- málafyrirtækja lækkað hlutfallslega undanfarin ár. „I ljósi þessarar þró- unar var ákveðið að SPH þyrfti að auka umsvif sín til að vega upp á móti þessari lækkun tekna. Þessi ákvörðun var tekin fyrir um tveimur árum. Við höfum fjölgað viðskipta- vinum á öllu höfuðborgarsvæðinu og fengið góðar undirtektir hjá fyrir- tækjum sem hefur gert okkur kleift að stækka SPH,“ segir Jónas. Eins getur Jónas þess að SPH hafi undanfarin tvö ár markvisst verið að byggja upp sambönd við erlenda banka og erlend verðbréfa- fyrirtæki sem opni SPH leið að kaupum og sölu á erlendum verð- bréfum, ásamt aðgangi að miklu magni rannsóknarefnis. Ailt sé þetta gert til að styrkja SPH í auk- inni samkeppni á fjármálamarkaði. Stórbank- ar í Japan sameinast Tékýó. Reutcrs. TVEIR í röð helztu banka í Japan, Asahi og Tokai, hafa ákveðið að sameinast og þar með verður komið á fót þriðja stærsta banka landsins, en 4.000 manns munu missa at- vinnuna. Heildarfjármunir hins sam- einaða banka, sem er kallaður Tokai-Asahi til bráðabirgða, munu nema 550 milljörðum dollara. Nýi bankinn skiptist jafnt milli stofnendanna og stefnt er að því að hann verði „risastór svæðisbanki“. Sameiginlegt eignarhaldsfé- lag verður stofnað fyrir október á næsta ári og starfseminni skipt milli þriggja svæðisbanka og eins alþjóðlegs banka íyrir október 2001. Útibú lögð niður Við samninginn sparast 514 milljónir dollara og 70 innan- landsútibú og 10 útibú í skatt- vinjum verða sameinuð. Yfírmaður Asahi-banka, Tatsuro Ito verður formaður bankaráðs, en yfirmaður Tokai- banka, Hideo Ogasawara, verð- ur æðsti stjórnandi. Tokai starfar aðallega í Chubu fylki í Mið-Japan, en Asahi á Kanto-svæðinu, sem nær yfir Tókýó. Samruninn er enn eitt dæmi um útbreidda samþjöppun í fjármálaiðnaði Japana á sama tíma og umframgeta, lítil arð- semi og óinnheimtanlegar skuldir standa japönskum bönkum fyrir þrifum. Hækkandi gengi bréfa HB í kjölfar kaupa Burdaráss á 16% hlut í félaginu Engar viðræður um sameiningu í gangi Birgir Isleifur Gunnarsson seðlabankastjóri á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða Gagnsæ viðskipti á hluta- bréfamarkaði nauðsynleg GENGI bréfa í Haraldi Böðvars- syni hf. hækkaði um 13,5% strax í kjölfar þess að tilkynnt var í fyrra- dag að Burðarás hf. hefði keypt 16% hlut í félaginu. Er hlutur Burðaráss í HB nú 27%. Fimm við- skipti voru með bréf í HB á Verð- bréfaþingi Islands í gær fyrir sam- tals 4,7 milljónir króna og lækkað gengi bréfanna þá um 2,5% frá deg- inum áður. Framkvæmdastjóri Burðaráss segir að engar viðræður séu í gangi um samruna eða sam- starf þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem félagið á ráðandi hlut í. Eins og fram kom í tilkynningu sem Burðarás sendi Verðbréfa- þingi Islands vegna kaupanna á bréfunum í HB hefur félagið á nokkrum árum fjárfest töluvert í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi. Kaup bréfanna í HB séu lið- ur í þeiri'i stefnu Burðaráss að fjárfesta í traustum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og vera virkur þátttakandi í þeirri þróun og uppstokkun sem framundan sé á þessu sviði. I fréttabréfum fjár- málafyrirtækja í gær komu fram vangaveltur um hvort væntanlegur væri samruni eða samstarf ein- hverra þeirra félaga sem Burðarás hf. á orðið ráðandi hlut í, en það eru UA, Síldarvinnslan og Harald- ur Böðvarsson. Friðrik Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Burðaráss, segir hins vegar ekkert slíkt vera í gangi hvað varðar þessi félög. „Allar stærstu fjárfestingar okk- ar á þessu ári eru í sjávarútvegi og það er einfaldlega staðreynd að við teljum það mjög áhugavert sem er að gerast í þessum geira og eining- arnar eiga eftir að verða stærri. Ef kvótadreifingin t.d. í þorski er skoð- uð þá kemur í ljós að þau fyrirtæki sem eru áberandi hæst í þorskkvóta eru með rúmlega 5%, en þama mega mörkin liggja í 10%, og varð- andi aðrar tegundir bjóða lögin víð- ast upp á meiri samþjöppun og það er það sem mun gerast. Það er al- veg öruggt að jafnvel stærri fyrir- tækin geta náð ennþá meiri hag- ræðingu í rekstrinum með því að stækka. Annað í þessu sambandi er að ef til dæmis fyrirtæki sem eru stór í botnfiskveiðum renna saman, þá næst fram aukin stærðarhag- kvæmni, en ef hins vegar fyrirtæki er í bolfiskveiðum og annað í upp- sjávarveiðum þá næst kannski ekki stærðarhagkvæmni heldur frekar áhættudreifing. Það eru þessi at- riði sem menn velta fyrir sér í þessum geira í dag, en hvað okkur varðar er ekkert í gangi. Það er staðreynd að HB er eitt af mikil- vægari fyrirtækjunum í greininni og í þessu framtíðarmynstri, og okkur finnst það einfaldlega eitt og sér áhugaverð fjárfesting," sagði Friðrik. Ekki tilbúnir að láta öll bréfin Ólafur B. Ólafsson, einn seljenda bréfanna í HB til Burðaráss, sagði í samtali við Morgunblaðið að Burðarás hf. hefði átt frumkvæðið og falast eftir bréfunum í HB. „Þeir komu með gott boð í þessu bréfi Eimskipafélagsmenn en það eru ýmsir aðrir fjárfestingarkostir til og þá ágætt tækifæri til að dreifa þessu eitthvað. Jafnframt teljum við HB vera góðan kost þannig að við vorum ekki tilbúnir að láta þetta allt saman og það eru nú 9% sem fjölskyldan á,“ sagði Ólafur. BIRGIR ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri telur ástæðu til þess að brýna fyrir lánastofnunum að hægja mjög á útlánum og gæta að öryggi útlána, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Eins að viðskipti á hlutabréfamarkaði séu gagnsæ þannig að tryggt sé að fjárfestar hafi allir aðgang að sömu upplýsing- um sem áhrif geta haft á mat á eignum þeirra eða á fjárfestingará- form. Þetta kom fram í ræðu seðla- bankastjóra á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í gær. „Undanfarin misseri hefur eigin- fjárhlutfall sparisjóðanna lækkað hratt. Eg tel því ástæðu til þess að brýna alvarlega fyrir sparisjóðum og raunar lánastofnunum í heild að hægja mjög á útlánum, og gæta fyllstu varkámi í útlánastarfsemi sinni. Mjög mikilvægt er að gefa gaum að öryggi útlána, hvort heldur er til fyrirtækja eða einstaklinga. Að því kemur að dregur úr umsvif- um í efnahagslífi og þrengja tekur að atvinnufyrirtækjum og heimil- um. Um leið mun þrengja að inn- heimtu útistandandi lána. Verði ekki gengið fram með fullri gát nú er líklegt að sparisjóðimir og aðrar lánastofnanir eigi eftir að finna fyrir útlánatapi á komandi misserum og þar með rýrari afkomu en ella. Þeg- ar þrengja tekur að er nauðsynlegt að búa við trausta eiginfjárstöðu og því brýni ég það jafnframt fyrir sparisjóðunum og öðrum lánastofn- unum að hyggja vel að eiginfjár- stöðu sinni og tryggja að hún verði nægilega traust til þess að gera þeim kleift að takast á við erfiðari tíma án þess að fjárhagslegri stöðu þeirra verði stefnt í voða.“ Birgir Isleifur gerði öra þróun innlends fjármagnsmarkaðar á und- anfomum árum að umtalsefni í ræðu sinni. „Þetta er ykkur að sjálfsögðu kunnugt, enda hafa sparisjóðimir verið virkii- þátttakendur í þessari þróun. Nýjar stofnanir hafa komið til, nýir fjárfestingarkostir, og síðast en ekki síst hefur innlendur hluta- bréfamarkaður þróast mjög hratt. Um þessi viðskipti hefur verið sköp- uð umgjörð sem í öllum aðalatriðum er byggð á lögum og reglum Evr- ópusambandsins. I þessu umhverfi er afar mikilvægt að í einu og öllu sé farið að gildandi reglum, að viðskipti séu gagnsæ þannig að tryggt sé að fjárfestar hafi allir aðgang að sömu upplýsingum sem áhrif geta haft á mat á eignum þeirra eða á fjárfest- ingaráform. Til þess að tryggja að allir sem starfa á innlendum markaði fari að þeim reglum sem um við- skipti á honum gilda er nauðsynlegt að eftirlitsstofnanir sem við höfum komið á fót búi við löggjöf sem gerir þeim kleift að sinna hlutverki sínu.“ Taka verður hart á innherjaviðskiptum „Um leið verða þeir sem starfa á markaði, fjárfestar og aðrir, að axla ábyrgð sem því fylgir. Annars er hætt við að það uppbyggingarstarf sem hér hefur farið fram hafi verið unnið fyrir gýg og að hér þróist við- skiptahættir og umhverfi sem hrinda faglegum fjárfestum frá sér, innlendum sem erlendum. Þetta er ekki síst umhugsunarefni þegar yfir stendur einkavæðing verðmætra eigna ríkisins. Gagnsæi verður að ríkja og fjárfestar að hlíta þeim reglum sem gilda um viðskipti á hlutabréfamarkaði." „Um leið og gagnsæi er nauðsyn- legt sem og að allir hafi aðgang að sömu upplýsingum sem varðað geta mat á verðbréfum verður að leggja áherslu á að hart sé tekið á því þegar fjárfestir nýtir sér upplýsingar sem ekki eru opinberar til þess að ákveða að kaupa eða selja verðbréf. I þessu samhengi minni ég á að í þeim lönd- um þar sem fjármálamarkaðir eru virkastir eru leikreglur skýrari en annars staðar og gera jafnframt meiri kröfur til háttsemi þátttak- enda á markaði. Þar er líka hvað harðast tekið á brotum gegn þessum reglum. Eg mæli þessi orð hér á þessum vettvangi vegna þess að sparisjóðimir og fyrirtæki þeirra hafa verið aðilar að umfangsmiklum viðskiptum á hlutabréfamarkaði og hefur verið gagnrýnt hvernig að þeim hefur verið staðið. Almanna- samtök eins og spaiisjóðimir eiga mikið undir því að halda trausti og virðingu almennings og því ber þeim að ganga á undan með góðu fordæmi þegar um er að ræða að virða eðli- legar og sjálfsagðar leikreglur fjár- magnsmarkaðarins," sagði Birgir ís- leifur Gunnarsson í ræðu á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða. Hverfisgata 18 seld JÓHANN J. Ólafsson forstjóri hefur selt húseign sína við Hverfisgötu 18. Kaupandi er Ingibjörg S. PálmadótL ir, dóttir Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. Kaupverð fékkst ekki uppgefið en Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fengið gott verð fyrir húsið og það væri ástæðan fyrir sölunni. Leigusamning- ar fylgja með fasteigninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.