Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 35 Ohræddur við hefðina Sigurður Eyþórsson listmálari er óhræddur við hefðina. Hann rýnir í gömlu meistarana, einkum til að glöggva sig á tækni þeirra. Jóhann Hjálmarsson ræddi við Sigurð um dálæti hans á gömlu meisturunum og um sýninguna sem hann telur sjálfur að sýni skýrar en áður viðleitni sína, það sem er að brjótast um í honum. Morgunblaðið/Ánii Sæberg Sigurður Eyþórsson er sáttur við hlutverk einfarans. SIGURÐUR Eyþórsson listmálari fer sínar eigin leiðir. Þegar komið er inn á sýningu hans í Galleríi Fold við Rauðarárstíg kemur fyrst í hugann hve myndir hans geta virst upphafnar, klassískar að efni og formi. Hann er fyrst spurður um ástæðuna. „Þetta kom að sjálfu sér. Eg hef komið aftur og aftur að því. Myndir mínar hafa verið strangfí- gúratífar. Eg hef aldrei sleppt fram af mér beislinu ef svo má segja þótt ég málaði dálítið óhlut- bundið í byrjun.“ Anatómían hefur löngum verið Sigurði umhugsunarefni. Hann hefur alltaf verið með „annað augað á henni“, eins og hann kemst að orði. Sigurður var gestanemandi við Konunglegu listaaakademíuna í Stokkhólmi 1974-76 eftir að hann hafði lokið námi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands 1971. Hann lagði einkum stund á grafík í Stokkhólmi, í þessum skóla sem stendur á gömlum merg, er elsti listaháskóli á Norðurlöndum, stofnaður 1725. Andrúmsloft skól- ans er mjög klassískt að sögn Sig- urðar með klassískri list, einkum gömlum styttum. Sigurður var inntur eftir því hvort þetta hefði haft sín áhrif. „I Kaupmannahöfn var mikil flatneskja í myndlistinni, Morten- sen og fleiri, komst ég að í stuttri heimsókn þangað til kunningja minna. Eg sóttist ekki eftir af- straktklist og amerískri popplist, valdi frekar akademíuna í Stokk- hólmi. Eftir að hafa reynt fyrir mér í grafíkinni fór ég að mála og teikna. Eg grúskaði mikið í gam- alli list upp úr 1970 og eftir ábendingu frá spænskættuðum Bandaríkjamannni fór ég til Aust- urríkis og sérhæfði mig í Micht- ækni, aðferð gömlu meistaranna, en hún felst m. a. í því að títan- hvítt duft er blandað og notað með olíulitum. Annars hef ég stú- derað þetta mest sjálfur og lagt áherslu á teikninguna. Því miður er hún ekki kennd að marki hér heima, en þess má geta að bestu afstraktmálararnir eru allir góðir teiknarar. Meðal þeirra sem ég lærði hjá í Austurríki var Ernst Fuchs, hinn kunni málari sem kallaði list sína fantastískan realisma eða eins konar súrrealisma. Eg vissi að Flóki hreifst af honum. Það var andlegur skyldleiki með þeim.“ Sigurður segist hafa kynnt sér rækilega tækni málara eins og Dúrers, Grúnewalds og Cranachs. Það hafi ekki verið létt verk en tekist. Er ákveðinn boðskapur í verk- um þínum? „Eg held ekki. Ég glími við að koma hugmyndum frá mér, gæti mín að endurtaka mig ekki.“ Menn tala stundum um nýk- lassík í listum. Má telja þig til- heyra slíkum hópi? „Ég er utangarðs hér heima, viljandi einfari. Hér eru engir sem ég á samleið með og ég hef enga slíka þörf. Ég gleðst yfir því að gestir sem koma á sýninguna eru margir mjög ánægðir, koma aftur og aftur. Þetta kemur mér skemmtilega á óvart. Sumt sem er fígúratíft virðist einfalt, en er það ekki. Það hefur í sér sína stillu." Þú ert sáttur við að fara þínar eigin leiðir? “Erlendir listunnendur hafa talið ólíklegt að myndir mínar geti orðið vinsælar á Norðurlönd- um. Ég geri miklar kröfur til sjálfs mín, úrvinnslan, vinnu- brögðin eru mér mikil atriði. Með þessari sýningu hefur það komið aðeins skýrar fram það sem er að brjótast um í mér. Myndirnar eru mínar eigin, þær eru ekki real- ismi, ekki súrrealismi. Ég hef gert nokkrar landslagsmyndir og portrettmyndir og í þeim síðar- nefndu tek ég mið af gömlu meist- urunum, því sem er viðurkennd gömul hefðbundin leið.“ Þú ert ekki hræddur við að vera hefðbundinn? „Nei, hefðin er heillandi ef maður kann að notfæra sér hana í staðinn fyrir að endurtaka gömlu meistarana, t. d. eins og Norð- maðurinn Odd Nerdrum sem mál- ar nákvæmlega eins og Rembr- andt og Caravaggio. Maður verður að vera sjálfur í myndun- um.“ I sumum mynda þinna er viss óhugnaður, ofbeldi, t.d. í mynd nr. 14, Hallað á manninn. „Þetta er nýleg mynd, birtir andstæður, er eins konar fegurð gegn hryllingi, en ekki óhugnan- leg að mínu mati. Þetta er brotin stytta og dreki og á að vekja hu- grenningar." Sýningu Sigurðar Eyþórssonar í Galleríi Fold lýkur á sunnudag. Píanóleikararnir Ingunn Hildur Hauksdóttir, Sigurður Marteinsson og Valgerður Andrésdóttir við nýja Steinway-flygilinn í Hásölum. Nýr flygill vígður á tón- leikum TÓNLEIKAR og vígsla á nýjum Steinway & Sons flygli Hafnar- fjarðarkirkju og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verður í Hásölum á morgun, sunnudag, kl. 16. Á tónleikunum leika píanó- leikararnir Ingunn Hildur Hauksdóttir, Sigurður Marteins- son og Valgerður Andrésdóttir kennarar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Á efnisskránni er Holberg- svítan op. 40 eftir E. Grieg, sem Ingunn Hildur Ieikur, Sónata eftir L.v. Beethoven, sem Sig- urður Marteinsson leikur, og Valgerður spilar fjórar preló- díur eftir C. Debussy. Steinway-flygilinn í Hásölum völdu þær Guðrún Guðmun- dsdóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanókennarar. I upphafi tónleikanna verður stutt fyrirbæn og blessun þegar hljóð- færið verður formlega tekið í notkun. Leiðsögn á sýn- ingar á Kjar- valsstöðum SÉRSTÖK leiðsögn verður um sýninguna Borgarhluti verður til - byggingarlist og skipulag í Reykja- vík eftirstríðsáranna, sem sýnd er á Kjarvalsstöðum, á morgun, sunnu- dag, kl. 16. Þá skoðar Pétur H. Ár- mannsson, deildarstjóri byggingar- listardeildar safnsins, sýninguna með gestum safnsins og ræðir til- urð þeirra hverfa sem til umfjöllun- ar eru. Tvær aðrar sýningar standa nú á Kjarvalsstöðum. Annars vegar sýning á landslagsmálverkum og teikningum norska listamannsins Patrick Huse, en hann hefur valið sér að viðfangsefni sundurtætt, undið og ýft yfírborð hrauna ís- lands. Hins vegar sýning á olíumál- verkum og vatnslitamyndum Haf- steins Austmann. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga kl. 10-18. Æskuverk í Galleríi Geysi INGIBJÖRG Böðvarsdóttir opnar yfírlitssýningu á æskuverkum sín- um í Galleríi Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg, í dag, laugardag, kl. 16. Verkin eru öll unnin á barna- og unglinganámskeiðum Myndlista- og handíðaskóla Islands og Mynd- listaskóla Reykjavíkur á tímabilinu 1983-1993. Ingibjörg lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1997. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1997-1999 og er nú nemandi í Listaháskóla ís- lands Sýningin er opin virka daga frá kl. 9-17, um helgar frá 14-18 og lýkur 24. október. Ungur básúnuleikari heldur sína fyrstu tónleika hériendis Básúnan var eina hljóðfær- ið á lausu ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem haldnir eru básúnutórjleikar hér á landi - og hvað þá að básúnuleik- arinn sé ung stúlka. I dag, laugar- dag, kl. 16 gefst áhugasömum þó færi á að hlýða á þær Ingibjörgu Guðlaugsdóttur leika á básúnu og Judith Þorbergsson á píanó í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Á efnisskránni eru verkin Basta eftir Folke Rabe, Sinfonia eftir G. B. Pergolesi, Morceau Symphon- ique eftir Philippe Gaubert, Sona- tina eftir Kazimicsz Serocki og Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Gustav Mahler. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tón- leikar Ingibjargar hér á landi en hún lauk burtfararprófi frá Tón- skóla Sigursveins D. Kristinsson- ar 1995 og hóf sama ár nám við Tónlistarháskólann í Gautaborg. Utskriftartónleikar hennar þaðan verða 18. október nk. og þar mun hún leika sömu efnisskrá og á tón- leikunum í Salnum. Á þessu hausti hóf hún framhaldsnám við Kon- unglega danska tónlistarháskól- ann í Kaupmannahöfn en Ingi- björg veit ekki annað en hún sé eina íslenska konan sem farið hef- ur í framhaldsnám í básúnuleik. Þær Judith og Ingibjörg eru ekki með öllu óvanar því að vinna saman, en eiginmaður hinnar fyrrnefndu, Sigurður S. Þor- bergsson, var kennari Ingibjargar í Tónskóla Sigursveins og á þeim árum spilaði Judith oft undir hjá Ingibjörgu, síðast á útskriftartón- leikum hennar fyrir fjórum árum. Á Judith er að heyra að Ingi- björgu hafi farið býsna mikið fram síðan þá. Sjálf segir Ingibjörg að síðustu fjögur árin í Gautaborg hafi að mestu farið í það að læra að anda. „Ég held að við stelpurnar gerum okkur stundum svolítið erfiðara fyrir með öndunina og það er líka eins og það sé strákun- um eðlilegra að blása. Ég andaði ekki nógu djúpt og notaði fullt af vöðvum sem ég átti ekki að nota en ég vona að ég sé að ná þessu núna og venja mig af vitleysun- um,“ segir hún. Flest verkanna upphaflega skrifuð fyrir önnur hljóðfæri Aðspurð hvers vegna básúnan hafi orðið fyrir valinu brosir Ingi- björg og segir: „Eiginlega valdi ég hana alls ekki sjálf. Þegar ég byrj- aði í Skólahljómsveit Kópavogs Morgunblaðið/Ami Sæberg Judith Þorbergsson pianóleikari og Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari halda tónleika í Salnum á morgun, í dag, kl. 16. sem unglingur þá var básúnan einfaldlega eina hljóðfærið sem var á lausu!“ Hún sættist þó fljótt við básúnuna, a.m.k. segist hún ekki muna til þess að hún hafi reynt að skipta yfir í annað hljóð- færi síðan hún fékk básúnuna í hendur þrettán ára gömul. Judith segist halda að það sé oftast þann- ig með básúnuleikara að þeir fái hljóðfærið sem sé afgangs. Sjálf leikur hún jöfnum höndum á fag- ott og píanó og spilar oft undir hjá básúnuleikurum og trompetleik- urum. Hún segir það henta sér vel að spila á þessi ólíku hljóðfæri, sem raunar séu eiginlega þrjú en ekki tvö, þar sem hún leikur bæði á nútíma- og barokkfagott, sem séu gjörólík hljóðfæri. Vissulega sé þó mikil vinna að halda þessu öllu við. Aðspurð um hvort mikið sé til af tónlist fyrir básúnu og píanó segir Ingibjörg að það sé þó nokkuð mikið. „En ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá er það ekki sérlega mikið af verulega góðri tónlist," segir hún. „Það eru til nokkur verk sem eru mjög góð og flestir básúnuleikarar spila alltaf," bætir Judith við. Tvö verkanna sem þær stöllur leika á tónleikunum eru upphaflega skrifuð fyrir önnur hljóðfæri, Sinfonia sem Pergolesi skrifaði fyrir flautu og sembal og Lieder eines fahrenden Gesellen sem Mahler samdi fyrir rödd og hljómsveit. Verk Gauberts og Ser- ockis eru skrifuð fyrir básúnu og píanó en Basta eftir Folke Rabe er skrifað fyrir einleiksbásúnu, enda er tónskáldið sjálft básúnu- leikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.