Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN . Staðlausir stafir um Safnahúsið í MORGUNBLAÐ- INU 6. okt. sl. fullyrð- Friðrik Erlingsson, að verið sé „að rífa upprunalegar innrétt- ingar úr Landsbóka- safninu og fleygja á haugana“. Þetta eru staðlausir stafir. Sannleikurinn er, að framkvæmdir sem nú standa yfir í gamla Safnahúsinu við Hverfisgötu, sem m.á. hýsti Landsbókasafn- ið til skamms tíma, taka að fullu mið af friðun hússins og þeim listrænu og sögulegu verðmætum sem þar eru. Hefur mikil vinna verið lögð í að tryggja, ■'tíð hinn upprunalegi arkitektúr, þ.m.t. innréttingar, fái notið sín þegar ný starfsemi hefst í húsinu á næsta ári. Er óskiljanlegt hvað Friðriki gengur til með staðhæf- ingu sinni, sem byggð er á hreinni vanþekkingu. Á undanförnum þremur árum hefur verið unnið að umfangsmikl- um viðgerðum og endurbótum á Safnahúsinu gamla. Skemmdir í út- veggjum hafa verið lagfærðar og húsið málað hátt og lágt. Á þakið hefur verið settur kop- ar í stað bárujáms sem þar var og er það í samræmi við upphaf- lega ætlun arkitekts- ins Johannesar Mag- dahls-Nielsens. Lóðin umhverfis húsið, sem um árabil var í van- rækslu, hefur verið tekin í gegn og gerð eins og lóðir voru við opinber mannvirki af þessu tagi á bygging- artímanum. Innan- dyra hafa þær breyt- ingar helst verið gerðar að opnað hefur verið rými fýrir lyftu til að tryggja aðgengi fyrir alla auk þess sem fleiri leiðir um húsið hafa verið opnaðar til þæginda og ör- yggis- Upprunalegar innréttingar eru nær allar lagfærðar til áframhald- andi notkunar í húsinu. Hillukerfið í bóka- og skjalageymslunum hefur þó verið fjarlægt, enda óhugsandi að koma nýrri starfsemi fyrir með það uppistandandi. En allur er sá merkilegi búnaður í öruggri geymslu og hægt að setja hann upp að nýju hvenær sem menn hefðu áhuga á því. Húsgögnin, sem sérs- Guðmundur Magnússon Full búð af bútasaumsefnum VIRKA Mörkin 3 - Sími 568 7477. Opið Mánud.-föstud. kl. 10—18 Laugard. kl. 10—16 , til 20/12 Líföndun Að anda er að lifa Guðrún Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 16. og 17. október „Tíminn er líf. Og lífið býr í hjartanu. Því meira sem fólkið sparaði því minna átti það.“ (Úr Mómó eftir M. Ende) Gefurþú þér tíma til að lifa? >rún Arnalds, símar 551 8439 pg 896 2396 iífSg míðuð voru fyrir húsið, verða öll lagfærð til áframhaldandi notkunar á staðnum. Gamli lestrarsalurinn, sem er höfuðprýði hússins og það rými sem almenningur þekkir einna helst, verður áfram bókasal- ur og þar verður bókminjasýning. Engar breytingar verða gerðar á salnum sem rýra menningarsögu- legt gildi hans. Húsráðendur í Þjóðmenningar- húsinu, eins og Safnahúsið heitir nú, hafa lagt þunga áherslu á varð- veislu upprunalegra verðmæta í húsinu. Við undirbúning fram- kvæmda hafa byggingaraðferðir, verklýsingar og margvíslegur sögulegur fróðleikur verið rannsa- kaður í því skyni að vinna við end- urbæturnar endurspegli sem best þær fagvenjur sem tíðkuðust i upp- hafi aldarinnar þegar húsið var Þjóðmenningarhús Framkvæmdír í gamla Safnahúsinu, segir Guð- mundur Magnússon, taka að fullu mið af frið- un hússins og þeim list- rænu og sögulegu verð- mætum sem þar eru. byggt. í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar innandyra. Við endurbæturnar, sem nú standa yfir, er stefnt að því að færa flest af þessu í fyrra horf. Til að mynda er ætlunin að upprunalegt litaval fái notið sín, leiðslur og lagnir eru sett- ar í stokka og gólf þar sem þær eru ekki sýnilegar, upphaflegir lampar og loftljós eru endursmíðuð og þannig mætti áfram telja. Safnahúsið er sem kunnugt er friðað og engar breytingar eru gerðar utandyra eða innan án sam- þykkis húsafriðunamefndar ríkis- ins. Um margt er vörslu menningar- minja hér á landi áfátt og full ástæða til að ræða þau mál af hreinskilni á opinberum vettvangi. Því miður er grein Friðriks Erl- ingssonar svo barmafull af van- þekkingu og hleypidómum að sem framlag til þeirrar umræðu hefði hún betur verið óskrifuð. Höfundur er forstöðumaður Þjððmenningarhússins. Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844. www.His@flis.is • nctlang: llis@itn.is Hvers vegna þessi ósannindi? ÞAÐ sætir tíðindum að ráðherrar í ríkisstjórn Islands skuli hvað eftir annað grípa til ósanninda í um- deildu máli. Hér er átt við þá stað- hæfingu að með bráð- abirgðaákvæði II í lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrif- um hafi umhverfis- nefnd þingsins sér- staklega haft í huga að skjóta Fljótsdalsvir- kjun undan ákvæðum laganna. Þessu hafa umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra ít- rekað haldið fram á undangengnum sum- armánuðum og nú hefur forsætisráð- herrann falhð í sömu gryfju og tekið þetta upp eftir þeiin í stefn- uræðu sinni. Eg fjall- aði um þessar staðhæfingar Fram- sóknarráðherranna í ítarlegri grein í Degi 11. september sl. og vísa tO hennar um einstök atriði. I stefnur- æðunni 4. október sagði forsætis- ráðherra m.a.: „Það duldist engum sem sat í þessum sal að ákvæði sem umhverfisnefnd þingsins beitti sér fyrir að sett yrði til að koma í veg fyrir afturvirkni laga um umhverf- ismat, tók ekki síst tillit til Fljótsdalsvirkjunar. Menn sem að því stóðu eiga ekki að hlaupa frá gerðum sínum í þeim tilgangi einum að slá pólitískar keilur.“ í ljósi þessara ummæla er rétt að riQa upp eftirfarandi: Fljótsdalsvirkjun kom hvergi við sögu í umræðum á Alþingi um frumvarp um mat á umhverfisáhrif- um. Virkjunin er hvergi nefnd í um- sögnum um frumvarpið, ekki einu sinni í umsögn Landsvirkjunar um upphaflega frumvarpið. Fljóts- dalsvirkjun var ekki til umræðu í umhverfisnefnd í tengslum við frumvarpið og_ umrætt bráða- birgðaákvæði. Akvæði þetta kom inn í síðustu gerð nefndarinnar rétt fýrir afgreiðslu frumvarpsins út úr þingnefndinni. Frumkvæði að setn- ingu þess kom frá umhverfisráðu- neytinu sem var með því að bregð- ast við áhyggjum skipulagsstjóra ríkisins um framkvæmd laganna en embætti hans, nú Skipulagsstofn- un, gegnir þar mikilvægu hlutverki. Þáverandi lögfræðingur ráðuneyt- isins tók þátt í mótun ákvæðisins sem komið var síðan á framfæri við þingnefndina. Lögunum var ætlað að taka þegar gildi, það er í maí 1993, en eftir var að móta starfs- reglur í einstökum atriðum og setja reglugerð þar að lútandi. Því var óvarlegt talið að ætla lögunum að koma til framkvæmda fýrr en að ári, það er 1. maí 1994. Akvæðið var því í raun hugsað framvirkt og höfðu embættismenn sem vöktu það upp ekki síst í huga vegafram- kvæmdir sem allar eru matsskyldar þegar nýir vegir eiga í hlut. Hvorki ráðuneyti né þingnefnd munu hafa gert ráð fyrir að lögin yrðu aftur- virk, enda bryti það í bága við það sem talin hefur verið góð lagasetn- ingarhefð hérlendis. Af þessu geta menn ráðið hversu fjarstæðuk- enndur sá málfiutningur er sem nú er uppi hafður af ráðherrum, að við setningu bráðabirgðaákvæðis II við lög nr. 63/1993 hafi þingnefnd og þingheimur sérstaklega haft Fljóts- dalsvirkjun í huga. Á sama hátt er sú túlkun langsótt og fær að mínu mati ekki staðist að með afgreiðslu laganna um mat á umhvérfis- áhrifum hafi Alþingi verið að leggja blessun sína yfir ótímabundið framkvæmdaleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun. Réttarþróun síðustu ára talar líka eindregið gegn slíkum útlegging- um. í þessu sambandi er rétt að nefna að fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun höfðu verið boðnar út þegar árið 1991 á grundvelli virkjunar- leyfis sem iðnaðarráð- herra gaf út 24. api-íl 1991. Var virkjuninni þá ætlað að sjá fyrir- hugaðri álbræðslu á Keilisnesi fyrir orku að hluta til. Útboðssamningar Landvirkjunar við verktaka vegna Fljótsdalsvirkjunar voru enn í gildi þegar frumvarp um mat á umhverf- Virkjanir Það ætti að vera for- gangsatriði hjá Alþingi, segir Hjörleifur Guttormsson, að endur- skoða hið fyrsta lögin um mat á umhverfis- áhrifum. isáhrifum var til umfjöllunar á Al- þingi. Nú eru þeir samningar ekki lengur í gildi og virkjunarhug- myndin komin í allt annað sam- hengi. Allir sem kæra sig um geta geng- ið úr skugga um ofangreind atriði vilji menn í raun setja sig inn í málsástæður við lagasetninguna. Það er ekki til bóta í viðkvæmri deilu að veifa röngu tré. Því er við að bæta að lögin um mat á umhverfisáhrifum bar sam- kvæmt sérstöku lagaákvæði að end- urskoða jafnhliða endurskoðun laga um skipulags- og byggingarmál. Endurskoðun þeirra síðarnefndu lauk með setningu laga nr. 73 vorið 1997. Nú meira en tveimur árum síðar er enn ekki komið fram frumvarp til nýrra laga um mat á umhverfisáhrifum. Þó er ár liðið síðan stjómskipuð nefnd lauk gerð tillagna að nýju frumvarpi. Hefði umhverfisráðherra og ráðandi meirihluti á Alþingi sinnt skyldum sínum um endurskoðun laganna væru menn nú ekki í þeirri stöðu sem raun ber vitni. Það ætti að vera forgangsatriði hjá Alþingi í sam- vinnu við önnur stjómvöld að end- urskoða hið fýrsta lögin um mat á umhverfisáhrifum og láta síðan Fljótsdalsvirkjun eins og aðrar íýr- irhugaðar framkvæmdir lúta ákvæðum nýrrar löggjafar á þessu sviði. Höfundur er fv. alþingismaður. Hjörleifur Guttormsson HANDVERKSMARKAÐUR Velkomin á Handverk í Hafnarfirði í dag laugardag kl. 11-16. SÝNUM SÖGU AMERÍKU: Bjarni Herjólfsson segir Eiríki rauða af löndum íVesturheimi! FjÖRÐUR - miöbœ HafnarJjaröar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.