Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 47 ÞURÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR Þuríður Stein- grímsdóttir fæddist í Hafnar- fírði 18. október 1924. Hún lést í Reykjavík 2. októ- ber síðastliðinn. Þuríður var dóttir hjónanna Láru Hallgerðar Andrés- dóttur, f. 1888, d. 1980, og Steingríms Steingrímssonar, f. 1884, d. 1965, en þau voru búsett í Hafnarfirði. Systk- ini Þuríðar eru: Helga, f. 1926, Guðmundur, f. 1929, og auk þeirra átti Þuríð- ur eina hálfsystur, sem komst til fullorðinsára, Guðný, f. 1914, d. 1983. Sem ung stúlka nam Þuríður við Húsmæðraskólann á Blöndósi veturinn 1944-1945. Þuríður giftist 18. maí 1945 Jóni Bjarnasyni, f. 10. júlí 1908, d. 2. júní 1999, frá Hlemmiskeiði, Skeiðum. Þau byrj- uðu sinn búskap í Hveragerði og bjuggu þar í sjö ár, síðan lá leiðin til Selfoss og bjuggu þau þar^þar til Jón lést. Arið 1995 fluttist Þuríður til Reykjavíkur. Þau eignuðust saman tvær dætur: 1) Hall- gerður Erla, f. 1946, gift Páli Stef- ánssyni, þau eiga þrjú börn: Lára Kristín, Stefán og Hilmar Jón. 2) Ingveldur, f. 1951, gift Helga Guðmunds- syni, þau eiga fjóra syni: Jón, Karl, Guðmundur Helgi og Da- víð. Útför Þuríðar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín. Ég kveð þig í dag með miklum trega. Það er sárt að hafa þig ekki lengur hjá mér, eins nánar og við vorum. Með þess- um ljóðlínum föður míns kveð ég þig í hinsta sinn. Núna þegar sól er sezt ég sit einn heima í kvöld, hugsa um hvað hentar bezt við hljóðnuð rökkurvöld, hvort betra er í sjálfu sér að syrgja horfinn dag, eða fagna því sem fyrir ber fyrir næsta sólarlag? Eitt er víst að enginn getur öðlast sólarsýn ef ekki gæfi vor né vetur von í augu þín, þá væri allt sem vondur draumur vafinn þankafjöld, þar sem enginn aldastraumur ætti morgna og kvöld. Við liðinn dag er lokast brá í lífsins þunga nið, sofna fógur sumarstrá, sigla á önnur mið, eins er það með anda minn, hann á sín draumavöld, hulda bæn í himininn, hljóðlát, jarðneskt kvöld. (J. Bjamason.) Megi Guð blessa minningu þína. Með von um endurfundi í nýjum og betri heimi. Þín elskandi dóttir, Ingveldur Jónsdóttir. Elsku amma mín, mér þótti svo vænt um þig. Það er sárt að þurfa að missa þig núna. Það var einkar ánægjulegt að fá að kynnast þér. Allt frá því að ég var smákrakki og fram að unglingsaldri höfum við átt góðar og eftirminnilegar samveru- stundir. Ég man vel eftir Þóristúninu þegar ég kom í heimsókn á barns- aldri. Við spiluðum ólsen ólsen á Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. kvöldin, þú poppaðir popp á venju- lega máta. Ég lék oft í handriðinu og uppi á háalofti. Á háaloftinu var róla sem afi ýtti mér í. Svo áttirðu alltaf ís í frystikistunni sem mér fannst svo góður. Ári á eftir að afi dó, fluttist þú til Reykjavíkur og breyttust hlutirnir þá mikið. Ég farinn að eldast og kynnast þér enn betur. Þú varst farin að vera oftar hér heima hjá okkur fjölskyldunni. Tókst oft þátt í ýmsum heimilisverkum. Síðan á kvöldin þegar þig langaði að fara heim, keyrði ég þig heim og töluð- um við mikið saman á leiðinni. Seinustu bílumræður okkar voru á laugardegi, þegar ég keyrði þig heim um kvöldið. Þú varst nýbyi’j- uð að sauma mynd af bláa drengn- um sem þú ætlaði að gefa mér. En hafðir hinsvegar áhyggjur af því að ná ekki að klára hana. Síðan kvödd- umst við er þú steigst út úr bílnum í okkar síðustu bflferð saman. Sunnudaginn eftir var ég beðinn að sækja þig vegna þess að þú varst orðin svo veik. Þegar ég var kom- inn var ég örvinglaður þegar ég vissi hve ástatt var. Seinustu orð þín til mín voru „Þakka þér fyrir að koma“. Skömmu seinna varst þú lögð inn á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þar varst þú í margar vikur og mjög tvísýnt um batavonir. Ég kom oft með móður minni og heimsótti þig. Það var erfitt að horfa upp á þessi skyndilegu veikindi þín. Þeg- ar tilkynnt var um andlát þitt kom skyndileg þögn yfir mig. Hugur minn var tómur. Ég kom upp á spítala og varði góðum tíma með nánustu ættingjum okkar þar. Ég kveð þig hér í von um að sjá þig aftur í nýjum og betri heimi. Þinn dóttursonur, Karl Helgason. Elsku amma, ég sakna þín. Þú varst svo góð við mig. Þú gafst mér alltaf kúlur og lakkrís. Þú kenndir mér líka að spila áflog. Þú varst líka dugleg að passa mig. Guð geymi þig. Þinn Davíð. Elsku amma mín. Ég man þegar ég var lítill strákur og nýfluttur til Reykjavíkur, þá kom ég oft til ykk- ar í heimsókn á Selfoss. Og þar var ýmislegt brallað með þér og afa. Sérstaklega man ég eftir því að í mörg skipti sem ég kom í heimsókn fékk ég alltaf uppáhaldið mitt að borða, sem var saltkjöt og baunir, og það var langbest hjá þér og síð- an var það klárað með ávaxta- grautnum góða. Á Selfossi á ég margar góðar minningar frá þér og afa. Síðan fluttir þú til Reykjavíkur eftir að afi dó, og þá varst þú orðin ein af fjölskyldumeðlimunum og varst alltaf til taks ef gera þurfti eitthvað, og alltaf gat maður leitað til þín ef laga þurfti t.d. buxur eða bara hvað sem það var. Ég vil því með þessum fáu orðum kveðja þig, amma mín, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, alveg frá því að ég kom fyrst í Þóristúnið á Selfossi þegar ég var nýfæddur og til dagsins í dag. Þinn Jón Helgason. Hjartkær amma mín er dáin. Orðin virðast svo fjarlæg, óraun- veraleg, en svo hræðilega sönn og óumbreytanleg. Nú að loknum degi kemur fram í hugann myndin af ömmu, hávaxinni, vel tilhafðri konu, með bros á vör og hlýtt hjarta - og minningarnar streyma fram. Lítil telpa í rútu á leiðinni austur á Selfoss með tilhlökkun í huga um komandi útreiðatúra, græna frostp- inna, flatkökugerð, ömmu að út- skýra leyndardóma krossgátna, popp í gamla hraðsuðupottinum, kótflettur á sunnudögum og fram eftir öllum aldri að kúra á milli ykk- ar og syngja þrjú saman. Síðar unglingsstúlka á balli með Milljónamæringunum með ömmu og hún dansaði sko með sveiflu, síð- ar í hléinu var sett á teknótónlist og flestir fullorðnir settust niður - nema amma, hún sagði einungis „mikið rosalega er góður taktur í þessu“ og áfram var dansað! Og síðast en ekki síst tíu yndis- legir dagar með þér á heimili mínu í Kaupmannahöfn sl. vor, sem ég mun ævinlega vera þakklát fyrir. Sem hjartans vinkonur ræddum við lífsins mál og brölluðum ótalmargt saman, Hafmeyjan, Hróarskelda, heimsókn til Þallar og fjölskyldu og Ellenar (sem þú talaðir svo fína dönsku við), út að borða, Tívolí, verslunarferð á Strikið, Sívaliturn og jazz/blús tónleikar sem við táraðumst saman á á köflum. Ég hafði hlakkað svo til að hitta þig um jólin og deila minningunum með þér - ég sakna þín svo mikið. Að lokum vfl ég þakka þér elsku hjartans amma mín fyrir allt sem þú gafst mér, kenndir mér og stóra faðminn þinn sem alltaf stóð mér opinn. Þín Lára Kristín. Það kom loks að því að ljós þitt slokknaði amma mín og um leið er einu ljósi færra til að lýsa upp hinn flókna lífsins veg fyrir okkur hin. En þó þú sért farin þá verður alltaf upplýstur sá hluti af veginum sem þú fylgdir okkur og lýstir upp. Þennan tíma sem við höfum ferðast saman hefur þú gefið okkur svo margt. Það var sama hvað gekk á, þú varst alltaf svo góð og tilbúin að gera allt sem þú gast til að við vær- um hamingjusöm. Ég man alltaf eftir því þegar við Hilmar Jón vorum stundum saman að hlusta á harða rokktónlist inná herbergi, þá komst þú oft inn og spurðir hvaða fína tónlist þetta væri sem við væram að hlusta á. Ég man líka eftir því þegar ég var lítill polli hversu rosalega gaman manni þótti að koma í heimsókn til ykkar á Selfoss, þar sem maður spilaði fótbolta við afa, klifraði í trjánum eða kastaði steinum í ána. Ef það var rigning úti sátum við saman inni í eldhúsi og lögðum kap- al eða bökuðum pönnukökur og kleinur, þar sem þú hnoðaðir og ég sneri kleinunum, svo át maður þar til maður stóð á blístri. Ég vil líka þakka þér fyrir þessa yndislegu stund sem við áttum saman þegar við fóram út að borða á útskriftar- daginn minn þar sem þið ömmurn- ar komuð með okkur fjölskyldunni út að borða á Argentínu steikhúsi. Hverjum hefði dottið í hug þá að samverustundir okkar ættu eftir að vera svona fáar eftir það. En nú er þessu lokið og ljós þitt hætt að skína hér hjá okkur, en um leið hefur annað Ijós kviknað á fjar- lægum stað sem mun vaka yfir okk- ur með geislum sínum og leiðbeina. Ég mun alltaf muna eftir þér, elsku amma mín. Stefán Rósinkrans Pálsson. HELGA VILHJÁLMSDÓTTIR + Helga Vil- hjálmsdóttir frá Dalatanga var fædd 11. júní 1916. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 1. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Vilhjálmur Helga- son, bóndi og vita- vörður á Dalatanga, og kona hans, Jó- hanna Sveinsdóttir. Bræður Helgu voru, Arngrímur, f. 5. september 1919, Sveinn, f. 17. ágúst 1922, d. 10. ágúst 1979, Helgi, f. 16. septem- ber 1925, og Þorvarður Ingi, f. 26. maí 1939. Eiginmaður Helgu var Þormóð- ur Sigfússon frá Staffelli í Fell- um, f. 11. janúar 1900, d. 1. október 1961. Börn þeirra eru: Jóhanna, f. 28. febrúar 1943, Sigrún Anna, f. 8. október 1945, Þór- dís Þorbjörg, f. 22. september 1949, og Vilhjálmur, f. 17. september 1958, d. 10. október sama ár. Dóttir Þormóðs af fyrra hjónabandi er Guðfinna, f. 9. nóvember 1929, ólst upp hjá föður sinum og Helgu frá átta ára aldri. Guðfínna lést 12. mars 1988. Helga stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Hallormsstað 1933-35. Hún vann búskaparstörf til árs- ins 1959, vann hjá Kaupfélaginu Fram í Neskaupstað, fyrst í frystihúsi þess og síðan verslun- arstörf til ársins 1983. títför Helgu fer fram frá Norð- Ijarðarkirkju í dag og hefst, at- höfnin klukkan 14. Það eru ýmsir samferðamenn okkar sem með lífi sínu ná að skapa vináttu og tryggð sem aldrei fyrn- ist. Margt af slíku fólki er okkur hvorki bundið neinum vensla- né ættarböndum heldur verður hluti af lífi okkar fyrir vináttu sakir. Það er svo einstaklega dýrmætt að njóta þeirra forréttinda, í lífi og starfi, að eignast slíka vini, mynda vináttu- bönd sem aldrei rofna jafnvel þótt fjarlægðir skilji að. Helga Vilhjálmsdóttir var ein þeirra sem við bundumst einlægum vináttuböndum í Neskaupstað árin sem við bjuggum þar og sú vinátta hélst þar til hún kvaddi. Með henni er gengin manneskja sem með sín- um hætti slær þessum sérstaka ljóma yfir líf okkar árin okkar 15 í Neskaupstað. Helga var í fyrstu nágranni okkar á Blómsturvöllunum, bjó „á ská á móti“, eins og krakkamir sögðu. Litla húsið hennar var eins og speg- ill hennar sjálfrar, hlýlegt og yfir- lætislaust, fyrirferðarlítið innan um glæsihýsin en um leið virðulegt og snyrtilegt, innan sem utan. Þessi hvíthærða kona sem vann í kaupfé- laginu varð okkur fyrst málkunnug vegna nágrennis en fljótlega varð til vinátta sem varð dýpri og meiri með árunum. Samverustundum fjölgaði og við fóram að heimsækja hvert annað, oftast án nokkurs sérstaks tilefnis nema njóta nálægðarinnar og samfélagsins. Sigrún, dóttir hennar og tengdasonurinn Þórður Óli urðu okkar bestu vinir þessi ár og því tengdumst við henni enn bet- ur en ella. Það vora góðar stundir í félags- skap Helgu. Hún var rausnarleg heim að sækja og einnig mikill aufúsugestur á okkar heimili. Hún var fróð kona, víðlesin og sagði svo einstaklega vel frá. Henni var lagið að gera frásagnir lifandi og spenn- andi. Hún var minnug á fólk og við- burði liðins tíma, sagði okkur margt merkilegt frá áranum sínum við Seyðisfjörð, á Dalatanga og í Mjóa- firði. Sveitin hennar var henni kær og henni var gefinn sá sérstaki hæfileiki að gera atburði liðins tíma áhugaverða svo okkur langaði sífellt að heyra meira. Það vora því marg- ar stundir sem fóru í spjall og oft lánaði hún okkur bækur og tímarit sem tengdust þessum minningum og öðram atburðum sem hún hafði áhuga á. Hún hafði áhuga á sögu og einnig garðrækt og hannyrðum og því má segja að áhugamál hafi í mörgu farið saman. Það var bömum okkar mikil gæfa að fá að kynnast Helgu. Hún var ein af nokkrum „ömmum“ sem þau eignuðu sér svo langt frá „alvöru" ömmunum syðra. Alltaf fengu þau bros og hlýlega stroku um hár og kinn frá henni og oftast nammi í lófann og hlýleg blessunarorð í nesti. Svo þegar „alvöra" ömmum- ar vora í heimsókn var náð í Helgu og spilað og spjallað, oft langt fram eftir kvöldi því veröldin og lífið var þá með öllu tímalaust. Myndaalbúm fjölskyldunnar geyma margar myndir af þessum „spilavítum“ eins og krakkamir kölluðu í gamni þess- ar samkomur. Helga var alla tíð umhyggjusöm kona og lét sér annt um fjölskyldu sína og vini. Hún átti góða vini, var trygglynd og gestrisin og tók virkan þátt í lífi samborgara sinna. Hún var einlæg trákona, sat svo virðuleg með vinkonum sínum á kirkjubekknum í Norðfjarðarkirkju nánast hvem messudag. Og í kirkjustarfi aldraðra var hún fastagestur enda mann- blendin og naut virðingar. Eftir að við fluttumst suður hélst vinátta okkar þó samverustundim- ar yrðu færri en áður. Aldrei kom- um við svo í heimsókn til Neskaup- staðar að heimsókn til Helgu í íbúð- ina hennar í Breiðabliki, íbúðum aldraðra, væri ekki á dagskrá. Ekki vegna einhverrar skyldurækni held- ur var bara svo gaman að hitta hana, hlýja viðmótið og gleðin í svipnum hennar var svo gefandi. Þá eiginleika átti hún í ágúst sl. þegar við heimsóttum hana síðast. Það er okkur dýrmætt að hafa fengið að faðma hana að okkur þá þó við viss- um ekki að það yrði í síðasta sinn. Hinsta veikindastríð hennar hófst skömmu síðar, var stutt en erfitt og nú er líknin og hvfldin komin. Það vitum við að Helga hefur háð aí þeirri reisn og æðruleysi sem ein- kenndu allt hennar líf. Ekki hefur hún óttast dauðann, hún trúði á ei- lífa lífið og fullvissu þess að nær- vera og fylgd Guðs sé veraleiki þessa lífs og í eilífðinni líka. Megi hún nú njóta þeirrar tráar sinnar og ganga með frelsara sínum Jesú Kristi inn í ríki himinsins. Við og börnin okkar minnumst i mikilli þökk Helgu Vilhjálmsdóttur, þökkum henni vináttu og hlýju, tryggð og umhyggju sem aldrei gleymist. Dætrum hennar þrem og fjölskyldum þeirra sendum við hug- heilar samúðarkveðjur og biðjum Guð að vitja þeirra með huggun sinni. Það verður fátæklegra að vitja Neskaupstaðar næst en minn- ingin lifir og það er gott. Guð blessi minningu Helgu Vil- hjálmsdóttur, hafi hún þökk fyrir allt sem hún gaf og var. Auður og Svavar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 ^ slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.