Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Deilurnar um bótagreiðslur til fv. nauðungarverkafólks Schröder segir framkomið bóta- tilboð „verðugt“ licrlín. AP. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, varði í gær 237 millj- arða króna tilboð sem hópur þýzkra iðnfyrirtækja hefur lýst sig reiðu- búinn að leggja fram sem skaða- bótasjóð til handa fólki sem var neytt til vinnu í Þýzkalandi á stríðs- árunum, gegn gagnrýni frá fulltrú- um þessa fólks, sem álítur upphæð- ina ófullnægjandi. „Ég álít þýzku iðnfyrirtækin hafa lagt fram verðugt tilboð,“ sagði Schröder. „Ég hvet gagnrýnendur þess hér [í landi] og í Bandan'kjun- um eindregið til þess að íhuga þetta.“ Schröder lét ósagt hvort hann teldi svigrúm til að hækka upphæðina, sem kom upp á borðið í samningaviðræðum um málið í Washington í vikunni, sem fulltrúar þýzkra stjómvalda og fyrirtækja annars vegar og lögmanna og ann- arra fulltrúa fyrrverandi nauðung- arverkafólks hins vegar taka þátt í. En Schröder sagðist þess fullviss að tilboðið hefði ekki skaðað við- ræðurnar. Stjórnin bjartsýn á að samkomulag náist Lothar Evers, sem fer fyrir hópi þýzkra lögmanna fyrrverandi nauð- ungarverkafólks, hafði hins vegar þau orð um tilboðið í sjónvarpsvið- tali í gær að það væri „móðgandi". Uwe Karsten-Heye, talsmaður þýzku ríkisstjórnarinnar, sagði stjórnina bjartsýna á að samkomu- lag næðist um bótagreiðslumar í næstu samningalotu sem áformuð er í nóvember. Heye sagðist á blaðamannafundi ekki geta að svo komnu máli sagt neitt um hvort reynt yrði af hálfu stjórnvalda að hækka tilboðið; ekki væri hægt að segja neitt um það fyrr en eftir að Otto Lambsdorff greifi, sem fer fyrir þýzku sendinefndinni, hefur gefið kanzlaranum skýrslu, sem hann mun gera á mánudaginn. Hann sagði það hins vegar tví- mælalaust vera góðan áfanga að einhver upphæð skuli vera komin á borðið, sem hægt sé að byggja frekari samningaviðræður á. Næsta viðræðulota er áformuð dag- ana 16. og 17. nóvember næstkom- andi. í umboði hópa fyrrverandi nauð- ungarverkafólks hafa lögmenn í Bandaríkjunum krafizt skaðabóta samtals að upphæð á milli 20 og 40 milljarða Bandaríkjadala, andvirði um 1.400-2.800 milljarða króna. Slíkar upphæðir sagði Heye „ör- ugglega utan við mörk hins mögu- lega“. Úr þeirri stöðu sem viðræð- urnar væru nú komnar í tryði hann því að þróast myndi „raunsæ sýn á það sem í raun er mögulegt“. Mexíkóskir hermenn og starfsmenn Rauða krossins flytja lík eins fórnarlamba flóðanna í Tezuitlan. Aur- og vatnsflóð og lírhellisrigningar í Mexíkó virðast vera í rénun Á þriðja hundrað manna hafa látist Puebla. Reuters. RÚMLEGA 200 lík höfðu fundist og á annað hundrað manns var enn saknað á flóða- og skriðusvæðunum í mið- og suðurhluta Mexíkó í gær. Stytta fór upp í gærmorgun eftir gífurlegt úrhelli í þrjá daga og íbú- arnir hófust handa við að moka aur úr húsum sínum. Björgunarsveit- ir hersins náðu á öðrum tug líka úr Alþjóða geðheilbrigðis barnaskóla og íbúðarhúsum sem grófust undir í skriðu úr fjalli í bænum Michun í miðhluta Puebla- ríkis. Eyðileggingin virðist hafa verið mest í Michun, 160 km norðaustur af Mexíkóborg. Talið er að allt að 70 manns hafi grafist undir aurskrið- unni sem féll á nánast öll hús bæjar- ins. „Fjallshlíðin hrundi og gleypti allan bæinn,“ sagði fréttamaður sem skoðaði Michun úr flugvél. Innanríkisráðherra ríkisins, Car- los Alberto Julian y Nacer, sagði að alls hefðu 166 lík fundist í Puebla- ríki einu. 125 til viðbótar væri enn saknað. Ráðherrann sagði að 950 her- menn tækju þátt í björgunarstarf- inu í afskekktum fjallabæjum í Puebla, þar sem 30.000 manns urðu að flýja heimili sín vegna flóða og aurskriða. Vegir til níu bæja og þorpa voru enn lokaðir. Embættismenn í Puebla sögðu að óttast væri að 30 manns hefðu graf- ist undir aurskriðu í Zacatlan, öðr- um afskekktum fjallabæ í norður- hluta ríkisins. Mestu flóð í 40 ár í ríkinu Veracruz var vitað um 50 dauðsföll af völdum flóða í 452 byggðarlögum. 935 manns var bjargað með þyrlum af þökum húsa, trjám og þurrum blettum á flóða- svæðunum. Sjö manns létu lífið í ríkinu Ta- basco í mestu flóðum sem þar hafa orðið í 40 ár. Mikil skelfing greip um sig í höfuðborg ríkisins, Villa- hermosa, og umferðaröngþveiti varð þegar íbúamir reyndu að flýja í bílum sínum. Yfirvöld í borginni urðu að flytja 1.600 fanga úr stóru fangelsi eftir að vatn tók að flæða inn í það. Ar hafa flætt yfir bakka sína í þrjá daga í mörgum ríkjum Mexíkó en flóðin voru víðast hvar í rénun í í gær. Yfirmannaskipti í friðargæsluliði Atlantshafsbandalagsins í Kosovo Þýskur hers- höfðingi tekur við taumunum Pristina. Reuters. ÞÝSKUR hershöfðingi, Klaus Rein- hardt, tók í gær við yfirstjóm hins 50.000 manna friðargæsluliðs Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo-héraði úr hendi Michael Jacksons, bresks herforingja, sem stýrt hefur aðgerðum gæsluliðsins frá því það hélt innreið sína í hérað- ið sl. sumar. Reinhardt hvatti í gær þjóðernishópana er byggja Kosovo til að slíðra sverðin og reyna að komast yfir ágreining með friðsam- legum hætti. Yfirmannaskiptin áttu sér stað við hátíðlega athöfn í Pristina, hér- aðshöfuðstað Kosovo, og þykir skip- an Reinhardts í stöðu yfirmanns friðargæsluliðsins vera lýsandi fyrir aukinn vilja Þjóðverja til að brjóta af sér hlekki síðari heimsstyrjaldar- innar og leita leiða til að beita sér frekar í málefnum NATO. I ávarpi sínu sagði Reinhardt að friðargæsluliðið væri skipað her- Reuters Hershöfðingjamir Michael Jackson og Klaus Reinhardt. mönnum 29 ríkja, sem mörg hver hefðu barist hatrammlega við Þjóð- verja í heimsstyrjöldinni. „Síðan þá eru ágreiningsefnin horfin og við lært að lifa og starfa í sameiningu til að skapa friðsamlegan og farsæl- an nýjan heim,“ sagði Reinhardt og vísaði til þess að slíkt ætti einnig að geta átt sér stað í suðausturhluta Evrópu nú á tímum. 4 'KiawBP1’--------------------------------------------mMmmm”-------------------------------------------—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.