Morgunblaðið - 09.10.1999, Page 8

Morgunblaðið - 09.10.1999, Page 8
8 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 FRÉTTIR Frú Clinton „Há dú jú læk Iceland, Mr. Keikd?“ Sölusýning í Blómavali Vikuna 9.—15. október veröum við meö sölusýningu| á handofnum mottum í nýjum sýningarsal Blómavals í Sigtúni. Kínverskar ullarmotttur, kínverskar anFíanoitur~ persneskar Shiraz og Hamadan-mottur ásamt miklu úrvali af pakistönskum Bokharamottum. Frábær verð. Verið velkomin. Landsbyggðarþjónusta. Sími 897 8599. Mottusalan. Máiþing Kennaraháskóla íslands Rannsóknir - nýbreytni - þróun IDAG ldukkan 8.15 hefst innritun á þriðja málþing Rannsóknar- stofnunar Kennarahá- skóla Islands og er það haldið í húsakynnum skólans við Stakkahlíð í Reykjavík. Málþingið er haldið undir yfírskrift- inni; Rannsóknir - ný- breytni - þróun. Flutt verða 72 erindi og fyrir- lestrar um afar fjölbreytt efni. Málþinginu lýkur um klukkan 16. Ingvar Sigurgeirsson er í undir- búningsnefnd málþings- ins og er einn af umræðu- stjórum á þinginu. - Hvers vegna er verið að efna til þings af þessu tagi? „Það er til þess að skapa vettvang til kynn- ingar á verkefnum á sviði þróun- ► Ingvar Sigurgeirsson fædd- Ingvar Sigurgeirsson ar og nýbreytni eins og það lýtur að skólastarfí og í stofnunum þar sem starfsmenn uppeldisstétta vinna. Við viljum vekja athygli á því hve margþætt og fjölbreytt umbótastarf fer þar fram.“ - Getur þú nefnt mér dæmi um þessa fjölbreytni? „Þá er fyrst að nefna mjög fjöl breytt og áhugaverð viðfangs- efni úr leikskólum. Þar virð- ist vera mikil gróska um þess- ar mundir. Þá fær foreldrasam- starf mikla umfjöllun, upplýs- ingatækni er á dag- skrá, þá vil ég nefna rannsókn- ar- og þróunarverkefni úr skól- um af ýmsu tagi. Einnig má geta kynninga á nýju námsefni, til- raunakennslu, mat á skóla- starfi og nýrri þjónustu fyr- ir skóla.“ - Er þessum viðfangsefnum skipt upp eftir aldri nemenda? „Á hverri stundu getur ráð- stefnugestur valið á milli sex meginviðfangsefna og þar getur hann t.d. valið að kynna sér við- fangsefni á leikskólastigi, í annaiTÍ lotu getur hann kynnt sér viðfangsefni sem snerta ung- linga. Síðan eru svið eins og skólaþróun þar sem efnið er ekki aldurstengt. Sem dæmi má nefna að Skarphéðinn Jónsson, skóla- stjóri á Hólmavík, segir frá verk- efni sem þar hefur verið unnið og beinst hefur að því að leita allra leiða til að efla skólastarfið í sam- vinnu við nemendur og foreldra. Annað dæmi er kynning Bene- dikts Sigurðarsonar á kerfí sem kallað er Skólarýnir, sem er tæki til innra mats á skólastarfi. Fleiri þemu má nefna, svo sem; kenn- arar og kennsla, tæknimennt, skapandi starf, hreyfing og leikir og stærðfræði. Um----------------- allt þetta verða flutt stutt erindi og kynn- ingar. Þá verða nokk- ur viðfangsefni kynnt á veggspjöldum og Margþætt og fjölbreytt um- bótastarf Námsgagnastofnun mun sýna ný námsgögn." -Eru fyrirlesarar allir kenn- arar? „Fyrirlesarar eru úr ýmsum hópum, það má nefna leikskóla- kennara, grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og há- skólakennara. Svo eru kallaðir til ýmsir sérfræðingar og síðan langar mig sérstaklega að nefna að meðal þeirra sem flytja erindi eru átta nemendur sem lokið hafa meistaragráðu við Kennara- háskóla íslands og munu þeir kynna rannsóknarverkefni sín. Þess má geta að margir þeir sem ist í Reykjavík árið 1950. Hann lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands 1970 og stúd- entsprófi ári síðar frá sania skóla. Eftir það tók hann próf í sérkennslu frá Kennarahá- skóla íslands og frá þeim sama skóla lauk hann einnig BL- kennaraprófi 1985. Meistara- gráðu í uppeldis- og kennslu- fræði lauk Ingvar frá Sussex- háskóla í Englandi 1986 og doktorsgráðu frá sama skóla 1992. Hann starfaði fyrst sem barna- og unglingakennari í Reykjavík, í nokkur ár vann hann hjá menntamálaráðu- neyti við námsstjórn og samn- ingu námsefnis. Siðan 1989 hefur hann verið kennari við Kennaraháskóla íslands og er nú prófessor við þann skóla. Kona Ingvars er Lilja M. Jóns- dóttir, lektor við Kennarahá- skóla Islands, og eiga þau tvo syni. halda erindi á málþinginu hafa fengið styrki til verkefna sinna sem þeir kynna þama, meðal annars úr þróunarsjóðum menntamálaráðuneytisins og Kennarasambands íslands. Nokkrir aðilar hafa styrkt sér- staklega þetta málþing, m.a. menntamálaráðuneytið, Leik- skólar Reykjavíkur og Tækni- val.“ - Verður komið inn á tölvu- vinnu ískólum á málþinginu? „Já, það eru átta verkefni sem tengjast tölvu- og upplýsinga- tækni, eitt þema þingsins er einmitt það svið.“ - Hvemig er aðsókn að svona þingi? „Hún er mjög góð. Inngangs- --------- fyrirlesturinn á þing- inu er haldinn af Júl- íusi Björnssyni, deild- arstjóra hjá Rann- sóknarstofnun upp- eldis- og mennta- mála. Hann fjallar um alþjóðlega rannsókn á lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Kynningamar hefjast svo klukkan 10.20. Við viljum vekja athygli á því að út- drættir erindanna eru birtir á heimasíðum Rannsóknarstofnun ar Kennaraháskólans, slóðin er: www.khi.is/khi/malthing/tilkynn- ing.htm. Þetta er þriðja málþing skólans og við stefnum að því að þessi þing verði árviss atburður, helst í samstarfi við aðra aðila. Það er okkur sérstakt kappsmál að efla rannsóknar- og þróunar- viðleitni kennara og annarra uppeldisstétta."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.