Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hryðjuverk
í framtíðar-
heimi
ERLE]\DAR
BÆKUR
Spennusaga
„LOYALTYINDEATH“
eftir J. D. Robb. Berkley Books
1999. 358 síður.
NORA Roberts heitir bandarísk-
ur ástar- og spennusagnahöfundur
sem segja má að sé talsvert afkasta-
mikill. Hún hefur sent frá sér einar
36 bækur flestar undir Roberts-
heitinu en hún skrifar einnig undir
höfundarheitinu J. D. Robb bókaser-
íu um lögreglukonuna knáu Evu
Dallas í New York. Sögurnar þær
gerast um miðja næstu öld en fram-
tíðarsýnin gegnir reyndar ekki stóru
hlutverki í þeim. Allt virðist vera við
það sama ef frá eru taldar nokkrar
tækninýjungar (sjónvarpssími á
hverju heimili) og tilvísanir í eitthvað
sem kallast Borgarstríðin og
Franskastríðið og við eigum eftir að
upplifa. Löggulífið er að mestu óbr-
eytt, mikið álag, stórhuga glæpa-
menn og æsandi kynlíf næstum í
hverjum kafla.
Titraði og skalf
Nora Roberts er vinsæll höfundur
ástarsagna og vermir iðulega eftir-
sóknarverð sæti á metsölulistum.
Hún skrifar bækur sem heita eitt-
hvað eins og Heitur ís og Heilagar
syndir og Sæt hefnd og Fædd í eldi.
Þegar hún skrifar sem J. D. Robb
um Evu Dallas er áherslan á harð-
soðna spennu og töffaraskap löggu-
bókmenntanna en rómantíkin er þó
aldrei fjarri og eldheitar ástarsenur
taka umtalsvert rúm. Blanda þessi
gengur ugglaust upp í hugum
margra lesenda hennar, það sýna
vinsældir hennar, en er með afbrigð-
um þreytandi a.m.k. eins og hún er
sett fram í „Loyalty in Death“.
Eva Dallas er sannkallað hörkutól
og stjórnar hópi lögreglumanna í
New York af mikilli röggsemi. Að
öðru leyti fær lesandinn sáralitla til-
finningu fyrir henni. Bakgrunnur
hennar er óljós, þó er eins og hún
hafi verið misnotuð í æsku og
kannski þess vegna leiðst út í lög-
reglustörf þar sem hún getur fram-
fylgt réttlætinu og gætt þeirra sem
minna mega sín. Kærastinn hennar
er milljarðamæringurinn Roarke,
sem hefur einstakt lag á að losa um
spennuna í Dallas með fingrum sín-
um. „Hún sem var svo sterk og stöð-
ug titraði og skalf undir honum,“
stendur á einum stað. Þegar Eva
Dallas er í bólinu, og hún er það ansi
oft, eru varir hennar gjarnan græðg-
islegar. Roarke er einnig sérlega
klókur aðstoðarmaður hennar þegar
það á við og getur beitt fjármálaveldi
sínu til þess að stytta henni leið við
rannsóknir sínar.
Kynlíf er lausnarorðið
Og ekki veitir af. Óþekktur
hryðjuverkamaður gengur laus í
New York. Hann hefur ekki sam-
band við nokkurn manna annan en
Evu Dallas en bréf hans til hennar
byrja öll á orðunum: Við erum Kas-
sandra. Dallas kemst fljótlega að því
að hér er verið að vitna í gríska goða-
fræði. Kassandra gat séð fyrir fram-
tíðina en enginn trúði henni. Hún
sagði fyrir um dauða og eyðileggingu
og spádómar hennar rættust einatt.
Dauði og eyðilegging eru einmitt það
sem hinn ókunni hryðjuverkamaður
leggur höfuðáherslu á þegar hann
tekur að sprengja upp þekkta staði í
stórborginni. Eva Dallas reynir að
komast á slóð hans í æsandi kappi
við tímann.
Við lestur sögunnar kemst maður
að því að hressilegt og hömlulaust
kynlíf er allra meina bót. Alltaf þeg-
ar stóratburðir gerast, bygging
springur í loft upp til dæmis og
hundruð manna láta lífið, eiga Dallas
og Rourke sína heitustu samfundi. A
einum stað þegar álagið er virkilega
mikið vegna starfans segir kollegi
Evu Dallas við hana: Farðu heim,
taktu eina róandi, fáðu þér í glas,
hringdu í Rourke og sofðu hjá hon-
um!
Arnaldur Indriðason
Tónleikar í
V íðistaðakirkju
AÐVENTUTÓNLEIKAR Kvenna-
kórs Hafnarfjarðar, Karlakórsins
Þrasta og eldri Þrasta verða í Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.30 og
fimmtudagskvöldið 9. desember kl.
20.30.
Miðaverð er 1.000 kr.
Handmáluð gluggatjöld eftir Buddu.
Máluð gluggatjöld í Handverkshúsinu
NU stendur yfir sýning Aðalbjargar Erlendsdóttur stórum formum og eru úr ýmsum gerðum af silki.
(Buddu) á handmáluðum silkigluggatjöldum í ís- Aðalbjörg er fatahönnuður að mennt.
lenska handverkshúsinu, Lækjargötu 4. Sýningin stendur til áramóta.
Gluggatjöldin einkennast af sterkum litum og
Litskyggn-
ur frá
Mongólíu
ÁSTA Ólafsdóttir sýnir lit-
skyggnur í Nýlistasafninu,
Vatnsstíg 3B, annað kvöld,
fösUtdagskvöld, kl. 20.30
Ásta fór með lest frá Beij-
ing til Ulaanbaatar, höfuð-
borgar Ytri-Mongólíu í haust
sem leið og ferðaðist á eigin
vegum um landið. Alþýðulýð-
veldið Mongólía var lokað
land í nánum tengslum við
Sovétstjórnina þangað til
1989 þegar lýðræðislegir
stjórnarhættir voru teknir
upp og sambandið við Sovét
slitnaði friðsamlega.
Sýningin verður endurtekin
sunnudaginn 5. desember kl.
17. Aðgangur er ókeypis
Kunmr „standardar“
fluttir á Múlanum
TðNLIST
Miílinn á Súloni
í s I a n d u s i.
SÆMI OG DAVÍÐ
Friðrik Theodórsson takkabásúnu,
Sæmundur Harðarson og Davíð
Guðmundsson gítara, Gunnar
Hrafnsson bassa og Alfreð Al-
freðsson trommur. Þriðjudag-
skvöldið 30.11..
ÞÁ er Fullveldisdjasshátíð Múl-
ans í fullum gangi og sl. þriðjudag-
skvöld mátti heyra tvo gítarista sem
ekki hafa leikið mikið hérlendis und-
anfarin ár; Sæmund Harðarson frá
Höfn í Hornafirði er bjó í nokkur ár í
Danmörku og flutti til Reykjavíkur í
mars sl. og Davíð Guðmundsson er
spilaði oft í Heita pottinum í Duus-
húsi í gamla daga. Hann bjó um
langt árabil í Gautaborg þar sem
hann var framkvæmdastjóri Pripps-
bjórverksmiðjanna, en flutti heim í
maí í ár. Sæmund hef ég aðeins heyrt
einu sinni frá heimkomunni - með
Áma ísleifssyni á Múlanum í sama
mánuði og hann flutti heim. Þá lét ég
í ljós þá von að nú fengi Sæmundur
loksins tækifæri til að spila, spila og
spila. Rúmu hálfu ári seinna fær
maður að heyra hann öðru sinni op-
inberlega í Reykjavík.
Sæmi, Raggi og Jói voru uppist-
aða Jazzsmiðju Austfjarða ásamt
Arna Isleifs, en nú er skarð fyrir
skildi - helmingur smiðjunnar flutt-
ur á höfuðborgarsvæðið og djasslíf
Austfjarða í sárum. Sæmi er mikið
náttúrutalent, hefur auk þess verið
iðinn við að læra, bæði verið í einka-
tímum og hlustað grimmt á djass-
meistarana og meðan hann bjó í
Niva á Sjálandi lék hann með stór-
sveitinni þar.
Þeir félagar léku alkunna stand-
arda allt frá Basin Street biues til
Blues march og var orðið blue gjarn-
an í nöfnum laganna sem þeir léku.
Þeir hafa allir lifibrauð af öðru en
tónlist, að Gunnari Hrafnssyni und-
anskildum, og því hefði þurft að æfa
betur fyrir tónleikana en gert var.
En þegar menn eru í fullri vinnu við
annað er tíminn oft knappur - sér í
lagi þegar jólin nálgast og iðnaðar-
menn eiga í hlut. Sæmi er múrari og
vinnur við iðnina og það var ekki fyrr
en liðið var á seinna settið að hann
sýndi hvað í honum býr þótt hann sé
að sjálfsögðu stirðari en þeir sem
ekki gera annað en leika á hljóðfæri.
Eitt gleymist þó gjarnan þeim er
dýrka tækni og hraða öðru fremur -
það er hugmyndaauðgi, tilfinning og
innsæi. Gamlar upptökur með stór-
brotinni tónlist frumherja djassins
láta illa í eyrum þeirra meðan innan-
tómar tæknibrellur og ljóðlaus bal-
löðuleikur tilbúinna stórstirna stór-
fyrirtækjanna verður tónlistin eina.
En kannski er þetta tímanna tákn - í
neysluþjóðfélaginu dvínar andlega
spektin.
Einhvern veginn hefur Múlinn
ekki náð sér á flug þessa vertíðina.Á-
hugamenn og nýútskrifaðir nemend-
ur hafa of oft ráðið ríkjum - og at-
vinnumennirnir oft boðið upp á
dagskrá sem ekki hefur verið lögð
alltof mikil vinna í. Ekki að ég hafi
neitt á móti því að hlusta á hugmynd-
aríka áhugamenn og efnilega nýliða
- en hlutföllin verða að vera rétt. Við
eigum mai'ga íslenska djassleikara
sem gjaldgengir eru hvar sem er í
Evrópu, en til þess að bjóða upp á
toppdjass í heila viku þarf fé - og það
skortir Múlann. Klúbbar á heims-
mælikvarða annars staðar á Norður-
löndum, ss. Copenhagen jazz house,
njóta stuðnings hins opinbera - og
einkaaðila iíka. Að því verða forráða-
menn Múlans að vinna eigi klúbbur-
inn að halda áfram að standa undir
nafni.
Hitt er svo annað mál að það er
fyrsta klassa tónlist framundan á
fullveldishátíðinni eins og Björn
Thoroddsen að túlka söngvabók Wes
Montgomerys á laugardaginn.
Að lokum: Vonandi eiga einhverjir
stórdjassleikarar bæjarins eftir að
hóa í Sæmund Harðarson og fá hann
til að leika með sér ópusa úr eilífðar-
bók djassins.
Vernharður Linnet
Nýjar bækur
• FRANK og Jói - JEvintýri um
miðnætti, eftir Franklin W. Dixon er
komin út í annað sinn, hún kom fyrst
út 1973.
Frank og Jói eru synir frægs
rannsóknarlögreglumanns og
ákveðnir í að feta í fótspor föður síns
en þeii' vilja vinna sjálfstætt og án
hjálpar hans. Og verkefnin eru á
hverju strái. Að þessu sinni komast
bræðurnir í kast við illskeyttan bófa-
flokk sem stelur demöntum og raf-
eindatækjum. Þeir komast í hann
krappan þegar glæpamennirnir
ræna Jóa og bræðurnir og vinir
þeirra, Biddi og Siddi, sleppa naum-
lega við bráðan bana. Leikurinn
berst víða, á landi, í lofti og á sjó. En
snarræði og hyggindi Franks og Jóa
bregðast þeim ekki og allt fer vel að
lokum.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
141 bls., prentuð í Singapúr. Verð
1.980 kr.
• STJÓRNLA US heimur - frá
bernsku bílsins til geimaldar er eftir
Nils Hartmann og Lilian Brögger.
Þetta er fjórða og síðasta bindið í
ritröðinni Mannkynssaga barna og
unglinga. Örnólfur Thorlacius
þýddi þetta bindi sem hin fyrri.
Þessi bók segir frá atburðum í
sögu veraldar frá því um 1875 til
okkar daga. I lokin er skyggnst fram
til 21. aldarinnar. Ekkert tímaskeið
hefur verið jafn viðburðaríkt, mann-
kyni til blessunar og bölvunar. Hér
segir frá því öllu á nýstárlegan og
spennandi hátt, í einföldu og lifandi
máli og aðlaðandi kortum og fjölda
mynda.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
67 bls., prentu í Danmörku. Verð.
1.690 kr.
• STÓRIR kettir eftir Rhondu
Klevansky, er í þýðingu Örnólfs
Thorlacius.
I fréttatilkynningu segir: „Fá dýr
njóta meiri virðingar en stóru kett-
irnir, enda hljóta jafn sterk, tignar-
leg og lipur dýi- og ljón, tígrar, sítur
og hlébarðar hvaivetna að vekja að-
dáun.
Þessi bók opnar lesendum sýn inn
í heim stóru kattanna. Hér kynn-
umst við ofurnæmri skynjun þeirra,
hvernig þeir laumast að bráð sinni
og drepa hana og hvað dýrin eru að
tjá með hátterni sínu, hvort sem það
er smáhreyfing á rófu húskattar eða
hátt öskur ljóns.“
Rammagreinar fjalla um helgi-
sagnir og þjóðsögur frá ýmsum stöð-
um og tímum sem tengjast stóru
köttunum.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
prýdd 180 litljósmyndum. Bókin er
64 bls., ístóru broti, prentuð á Ítalíu.
Verð 1.980 kr.
• SÖGUR víkinganna er eftir
Robert Swindells og Peter Utton, í
þýðingu Atla Magnússonar.
Ævintýralegur og fagur heimur
norrænnar goðafræði, sem jafn-
framt er fullur af dulúð og ósvikinni
spennu, er efni þessarar bókar. Hér
eru frásagnir Snorra-Eddu af sköp-
un heimsins og viðskiptum íbúa Val-
hallar við jötna og forynjur endur-
sagðar á ljóslifandi hátt. Þar á meðal
er sagan um Iðunnareplin og af því
þegar Fenrisúlfur var bundinn.
Einnig sagan af otursgjöldunum og
þeim atburðum sem eiga sér stað
þegar nær Ragnarökum dregur.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
93 bls., ístóru broti, prentuð í Singa-
púr. Verð 1.980 kr.
• TAROT eftir Jonathan Dee. Shir-
ley Barker myndski-eytti spil. Anna
María Hilmarsdóttir þýddi.
I fréttatilkynningu segir m.a:
„Tarotsþil hafa öldum saman verið
notuð til að sjá fyrir það sem fram-
tíðin ber í skauti sér og örlög manna.
Hér eru í öskju spilin sjálf og að-
gengileg, myndskreytt bók sem hef-
ur að geyma lýsingar og merkingu
allra 78 tarotspilanna.
Útgefandi er Skjaldborg. Kassinn
hefur aðgeyma 78 spil + 64 blaðsíð-
ur.Verð2.980 kr.