Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Isþynning er alvörumál
l ÍSÞEKJAN á norð-
urslóðum er feikilega
víðáttumikil. Hvað flat-
armál varðar er mest af
henni hafísþekja, ekki
jökulís á landi. Mestallt
hafsvæðið á svonefndri
norðurkollu, milli
Norður-Ameríku og
Asíu, er þakið nokk-
urra metra þykkum
hafís, allan ársins
hring. Norðurpóllinn
er þar með talinn. Þessi
ísþekja varðar miklu
~um veðurfar, haf-
strauma og iífsskilyrði
á norðurslóðum. Með-
altalsflatarmál og með-
alþykkt íssins hefur verið sveiflu-
kennd undanfarin árþúsund enda er
allt umhveríi okkar hér í völtu jafn-
vægi og áhrifaþættirnir bæði margir
og tengdir flóknum böndum. Drama-
tískar breytingar eru mögulegar en
hafa án efa mikil og oft óæskileg
áhrif á lífríkið og búsetuskilyrði; séð
af okkar sjónarhóli. Kólnun og auk-
inn hafís getur t.d. hrakið menn af
landsvæðum en búið betur í haginn
fyrir sumar dýrategundir. Hlýnun
getur gert landvist auðveldari en
hrakið burtu mikilvægar
v'Mfiskitegundir svo dæmi séu nefnd.
Margar erlendar vísindastofnanir
hafa fylgst með því um árabil
hvemig ísþekju norðursins reiðir af.
Meðal annars hafa
Bandaríkjamenn kost-
að svokallaða
SCICEX-áætlun (m.a.
fyrir fé frá National
Science Foundation of
NASA). Hún tók til sex
langra ferða kjarnork-
ukafbáta sem söfnuðu
gögnum vítt og breitt á
svæðinu á þessum ára-
tug en einnig er stuðst
við eldri mælingar; allt
frá ferð fyrsta kjarn-
orkukafbátsins, Náti-
líusar 1958. Þrír tugir
mælistaða voru valdir
og ísþykktin mæld með
nákvæmni. Athugun á
völdum gögnum sýnir að miklar
breytingar eiga sér stað; ísinn er
þynnri en nokkru sinni fyrr. Hvergi
mælist ísþykknun. Því er ekki um til-
flutning á ísmassa að ræða, heldur
beina þynningu af völdum hlýnandi
lofts og sævar. Meðalþynningin á
öllu Norður-íshafssvæðinu er um 4,3
fet eða um 1,3 metrar. Mest er hún
tæpir 2 metrar á austurhluta svæðis-
ins en minnst tæpur metri, t.d. í
Beaufort-hafínu. Meðalþynningin
nemur 40% miðað við gögn frá 1958.
Á Norðurpólnum er þynningin í milli
ofangreindra hæstu og lægstu gilda.
Óvissa mæligilda er metin um 1 fet
(0,33 m).
Tölur þessar byggjast á grein sem
Ari Trausti
Guðmundsson
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18. Netfang: http://habil.is/fmark/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
ARNARÁS 1-3, Garðabæ -
aðeins 4 íbúðir eftir.
Skemmtilegt tveggja hæða 8 íbúða
fjölbhús, sem er að rísa í Ásahverfi í
Gbæ. Um er að ræða fjórar 106 fm
3ja herb. íbúðir. Sérinng. í hverja íbúð. (b. verða afh. í júní 2000, fullbúnar án
gólfefna en baðherb. flísal. Hús að utan og lóð fullfrág. Teikn. á skrifst.
VÍÐIHVAMMUR - Kópavogi. Til sölu þetta glæsilega 236 fm
tvílyfta einbýlishús. Innb. bílskúr. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Stór
stofa með arni, rúmgott eldhús og 5 herbergi. Sauna. Stór sólpallur. Falleg
ræktuð lóð. Verð 22,5 millj.
TJARNARMÝRI - Seltjarn-
arnesi. Björt og falleg 97 fm 4ra
herb. endaíb. á 3. hæð (efstu). Rúmg.
stofa og 3 herb. Suðursv. Fallegt
útsýni. Vandaðar innr. og parket á
gólfum. Þvottah. í íb. Laus um nk.
áramót. Ekkert áhv.
TÓMASARHAGI. Nýkomin í sölu 40 fm einstaklingsíb. í kjallara með
sérinng. (búðin er öll nýl. innréttuð á smekklegan hátt. Selst með öllum hús-
búnaði og heimilistækjum. Laus fljótlega.
KRINGLAN - Kvenfataverslun í eigin húsnæði. tíi söiu
verslunin Cara ásamt 127,6 fm húsnæði í Kringlunni. Vel seljanlegur
vörulager er í versluninni. Möguleiki á að afhending verslunarinnar verði nú
þegar. Nánari uppl. á skrifstofu.
LAUGAVEGUR. Góð 210 fm skrifstofu-/íbúðarhæð (2. hæð) með ca
3,5 m lofthæð. Möguleiki að breyta í tvær íbúðir. Hús í mjög góðu ásig-
komulagi.
KRINGLAN. Til sölu gott verslunarpláss sem gæti verið til afhendingar
fljótlega
ís
Óljóst er hvort lágmarki
ísþykktar hefur verið
náð nú þegar, segir Ari
Trausti Guðmundsson,
eða hvort enn gangi á ís-
þekjuna um langa hrið.
rituð er fyrir jarðeðlisfræðiritið
Geophysical Research Letters og
fyrir rannsóknarhópnum sem að
henni stendur fer Dr. D.A. Rothrock
við Washington-háskóla. Eftir er að
bæta fleiri gögnum í safnið en til
þess að það gerist verða hermálayf-
irvöld í Bandaríkjunum og víðar að
heimila almenna birtingu þeirra.
Fræðimennirnir telja fram komnar
upplýsingar þó byggðar á nægilega
traustum gögnum til þess að þær
megi túlka sem mikla og þungvæga
þynningu ísþekju norðurslóða og,
svo vitnað sé í orð vísindamannanna,
„meiriháttar vísbendingu um veður-
farsbreytingar sem þarf að taka tillit
til í sérhverri kenningu sem varðar
slíkar breytingar".
Gögnin og rannsóknirnar duga
ekki til þess að skýra ofangreinda
þróun. Sérfræðingahópurinn bendir
á tilgátur eins og hitaflæði frá hafinu
sjálfu, hitaflæði frá hlýnandi and-
rúmslofti og aukna sólgeislun við yf-
irborð jarðar á stuttbylgjusviðinu.
Einnig er ójóst hvort lágmarki ís-
þykktar hefur verið náð nú þegar
eða hvort enn gangi á ísþekjuna um
langa hríð.
Niðurstöðurnar varða okkur Is-
lendinga miklu. Þorskgengd, lífsskil-
yrði kaldsjávarh'fvera, veðurlag og
hafískomur eru t.d. háð legu og
þykkt hafíssins fyrir norðan landið.
Einnig berum við sjálf ábyrgð á
þeirri loftmengun sem kann að eiga
þátt í breytingum á norðurslóðum.
Þegar þau mál eru rædd þarf að
horfa til margra umhverfisþátta, þ.á
m. jafn fjarlægra fyrirbæra og haf-
íssins.
Höfundur erjarðeðlisfræðingur og
vinnur m.a. sem ráðgjafi hjá verk-
fræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Línu-
hönnun.
Pantið núna
565 3900
Skömmtunarlýð-
ræði og virkjun
í Fljótsdal
ÞAÐ er naumt
skammtað lýðræðið í
þessu landi. Ókeypis
pylsa á kosningadag,
með fjögurra ára milli-
bili, og svo ekki söguna
meir. Þetta millibilsást-
and sem nú ríður yfir,
þar sem engar ókeypis
pylsur eru á boðstólum
og lítið til sem minnir á
lýðræði annað en bein-
ar útsendingar frá Al-
þingi, er það sem í dag-
legu tali er kallað
kjörtímabil. Þá ráða
hinir meintu fulltrúar
almennings, stjórn-
málamenn og aðrir flokksgæðingar,
hvaða ákvarðanir eru teknar, hvern-
ig hag okkar er best borgið í lögum
o.s.frv. Að kjördegi afloknum verður
almenningur að nöidrandi múg og
lýðræði breytist í gerræði valds-
manna innan þings sem utan.
Síberíufantasía stjórnvalda
Hugmyndin um byggingu virkj-
unnar í Fljótsdal er ekki lengur prí-
vat-fantasía Finns Ingólfssonar eða
meinlaust skraf í austfirsku kokteil-
boði, heldur þingsályktunartillaga
sem liggur fyrir Alþingi og verður að
öllu óbreyttu samþykkt fyrir jól. Al-
menningur hefur í flestöllum skoð-
anakönnunum viljað lögformlegt mat
á áhrifum virkjunarinnar og efast
stórlega um meintan ávinning henn-
ar, einkum í ljósi þeirra umhverfis-
spjalla sem hún kemur til með að
valda. Stjórnarliðar og yfirmenn
Landsvirkjunar hafa aftur á móti
framreiknað hana í auknum hagvexti
á komandi árum, sem kunnir hag-
fræðingar hafa síðan afturreiknað í
þjóðhagslegu tapi, oftast gíkantísku,
á bilinu 10 til 14 milljarða. I fram-
haldi af því er hvert starf í álverinu á
Reyðarfirði talið kosta ríkissjóð
u.þ.b. 50 milljónir! Það er sorglegt til
þess að vita, að í lok þessarar aldar
skulu svo margir landa minna haldn-
ir þeirri fomkapítalísku bábilju, að
hugtakið „framleiðsla" sé bundið við
þá tegund athafna, þegar menn
koma sveittir saman á vígreifum
vinnuvélum og steypa upp í gil og
gjúfur, eða mætast hundruðum sam-
an og bræða ál í loftlausu verks-
miðjuhúsnæði. Þessi ímynd var
kannski fersk á stalíntímanum í
Rússlandi, þegar þjóðarhagur og
þungaiðnaður áttu eftirminnilegai-
samverustundir, - en á hún erindi við
Island nútímans og það fólk sem
kemur til með að slíta skóþvenginn á
21. öldinni? Það vill svo lítið sem
hvarfla að þeim virkjunarglöðustu,
að fyrirhugaðar framkvæmdir á há-
lendinu gætu skilað þjóðarbúinu um-
talsverðu tapi, bæði í peningum mælt
sem og í brenglaðri sjálfsímynd kom-
andi kynslóða. Þeir hafa ekki
minnstu löngun til að
vita hvað niðurgreidd-
ur rafmagnsreikningur
Norsk Hydro kemur til
með að kosta þjóðina,
og stjórnvöld hafa varla
í hyggju að uppljóstra
ríkisleyndarmálum
eins og verði á raforku
til stóriðju. Það á svo
eftir að koma i ljós
hvort ríkissjóður þarf í
framtíðinni að kaupa
mengunarkvóta fyrir
þá umframlosun gróð-
urhúsalofttegunda
(áætlaður þriðjungur af
núverandi losun) sem
fullreist 480 þúsund tonna álver í
Reyðarfirði kemur til með að valda.
Lýðræði að aftanverðu
Verst er þó að horfa upp á vinnu-
brögð ríkisstjómarinnar við af-
greiðslu þessa máls. Ekki bara lýð-
ræðið er tekið aftanfrá svo varla að
frásegjandi sé, heldur er Alþingi
Virkjanir
Varla hvarflar að þeim
virkjunarglöðustu, segir
Grímur Hákonarson, að
fyrirhugaðar fram-
kvæmdir á hálendinu
gætu skilað þjóðarbúinu
umtalsverðu tapi.
einnig rækilega misbeitt. Iðnaðar-
ráðherra kemur aftan að þinginu
með þingsályktunartillögu byggða á
niðurstöðu matsskýrslu Lands-
vikjunar á umhverfisáhrifum, sem er
einskonar formlega framsett sjálfs-
skoðun fyrirtækisins, og leggur hana
til umfjöllunar í iðnaðarnefnd þings-
ins en ekki í umhverfísnefnd sem
samkvæmt allri eðlilegii lógík hefði
átt að fjalla um málið. Ástæðan var
Uklegast sú, að óæskilegir menn
höfðu valist til setu í umhverfisnefnd,
menn sem höfðu fullmiklar skoðanir
á málinu, og sú fátíða tilviljun var að
framsóknarmaður taldist í þeim
hópi.
Þessir menn voru lýðræðislega
kjörnir fyrir að hafa skoðanir.
Siðferðisbrestur við Austurvöll
Það er siðaregla fulltrúa lýðræðis
númer eitt, að þeir einstaklingar sem
veljast af almenningi til setu á
löggjafarsamkundum eiga að þjóna
hagsmunum umbjóðenda sinna en
ekki sérhagsmunum eða þröngum
flokkshagsmunum.
Þessu vilja þingmenn hér á landi
Grímur Hákonarson
iaugavegur 48 * 551 8388