Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ibúasamtök
Grafarvogs
ÞEGAR ég var beðinn að taka að
mér formennsku í Ungmennafélag-
inu Fjölni fyrr á þessu ári ákvað ég
að hætta sem formaður
íbúasamtakanna nú
um áramótin. Við for-
mennsku í samtökun-
um tekur Hallgrímur
N. Sigurðsson sem hef-
ur verið varaformaður
samtakanna frá því við
vorum kosnir saman í
stjórn þeirra haustið
’94. Ég vil þakka þeim
sem hafa unnið með
mér mikið starf í stjórn
samtakanna á undan-
förnum árum. Eins
þeim fjölmörgu Graf-
arvogsbúum sem hafa
haft samband við mig Friðrik Hansen
varðandi málefni Guðmundsson
hverfisins gegnum árin
með góðar ábendingar og athuga-
semdir. Að lokum vil ég þakka þeim
þúsundum Grafarvogsbúa sem hafa
tekið þátt í starfi Ibúasamtakanna
K ^jeð þátttöku sinni í fundum og öðr-
úm uppákomum sem við höfum
staðið fyiir á undangengnum árum.
Samstaða í Grafarvogi
Það hefur verið ánægjulegt að
starfa fyrir þessi samtök í hverfi
sem er í jafn örri uppbyggingu og
verið hefur. Þau ár sem ég hef verið
formaður samtakanna hafa að jafn-
aði flust hingað um 100 manns á
mánuði. Þessari hröðu uppbyggingu
hefur þurft að mæta og ríki og
Reykjavíkurborg hafa keppst við að
-i^pfylla sínar lögboðnu skyldur.
Þar hefur margt þurft að koma til og
margt verið gert. Byggðir skólar og
dagheimili, vegir og brýr.
Við í íbúasamtökum Grafarvogs
höfum reynt að leggja lið. Við höfum
litið á það sem okkar hlutverk að
reyna að benda yfirvöldum á þá
þætti sem að okkar mati eru að
dragast aftur úr og eru ekki í takt
við hina hröðu uppbygginu. Við höf-
um reynt að hafa það sem reglu að
jomiG__
BURNHAM INTERNATIONAL
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI
SÍMI SIO 1600
Jákvæöur höfuðstóll
taka eingöngu upp mál sem einróma
stuðningur er við. Ef skiptar skoð-
anir eru í stjórn eða á fundum þá
hafa íbúasamtökin
ekki beitt sér í málinu.
Við höfum átt kappnóg
með að taka upp mál
sem full samstaða er
um, álykta um þau,
kynna á opnum borg-
arafundum og með
greinarskrifum. Ég
trúi að vegna þessa
vinnulags hafi skapast
almenn og breið sam-
staða um þau mál sem
samtökin hafa sett á
oddinn. Má þar sem
dæmi nefna kröfur um
betrí samgöngur inn í
hverfið. Þá höfum við
einnig reynt að leggja
öðrum samtökum og
félögum lið. Við höfum reynt að
vekja athygli á óskum sóknarnefnd-
ar um nýtt kirkjusel á Borgarholt-
Samtök
Það er mikilvægt að við
Grafarvogsbúar höldum
samstöðu okkar á næstu
árum, segir Friðrik
Hansen Guðmundsson,
og styðjum sem einn
maður við bakið á þing-
mönnum Reykjavíkur.
inu. Óskum Fjölnis um betri aðstöðu
til íþróttaiðkunar o.s.frv.
Ibúasamtökin á Netinu
A síðustu tveim árum hafa ýmsir
óskað eftir upplýsingum um Ibúa-
samtök Grafarvogs. Þessar fyrir-
spurnir hafa m.a. komið frá bæjar-
yfirvöldum á Akureyri og úr öðrum
hverfum Reykjavíkur. Óskað er
upplýsinga um lögin, hvernig við
rekum samtökin o.s.frv. Það er með-
al annars í framhaldi af þessum fyr-
irspurnum að Ibúasamtök Grafar-
vogs opnuðu fyrst íbúasamtaka
landsins heimasíðu á Netinu nú í
október. Hana er m.a. hægt að finna
á Vefskinnu Morgunblaðsins með
því að slá inn leitarorðin „Grafar-
vogur“ eða „Ibúasamtök“. Ég hvet
lesendur til að skoða þennan vef og
kynna sér störf Ibúasamtakanna á
undanförnum árum.
Það er ekki síst Grafarvogsblað-
inu að þakka að góð stemmning hef-
ur myndast í hverfinu um þessi mál
á undanförnum árum. Blaðið hefur
oftar en ekki tekið greinar og álykt-
anir Ibúasamtakanna og fylgt þeim
eftir með fréttum og skrifum í leið-
ara. Frá því Grafarvogsblaðið var
stofnað af íbúasamtökum Grafar-
vogs, Grafarvogssókn, Félagsmið-
stöðinni Fjörgyn, Ungmennafélag-
inu Fjölni og Skátafélaginu
Vogabúum hefur blaðið verið málg-
agn þessara félaga og samtaka. Það
er mikilvægt að svo verði áfram. I
sumar gerðist það að í blaðinu eru
þessi félög ekki lengur skrifuð sem
eigendur blaðsins. Þess í stað er
einkahlutafélagið Skrautás ehf. titl-
að sem útgefandi. Þau félög sem
skráð hafa verið sem eigendur
blaðsins hljóta að þurfa að skoða
þetta mál, ekki síst ef þessu fylgir
breytt ritstjórnarstefna.
Stöndum áfram saman
Framundan er mikið starf að
minna á okkar mörgu hagsmuna-
mál. Stærstu baráttumálin okkar
eru heldur ekki nein smámál, gerð
fyrsta áfanga Sundabrautar, þ.e.
gerð brúar yfir Kleppsvíkina og að
við fáum lóð Gufunesradíós, í hjarta
Grafarvogs, undir íþróttir og útivist.
Það er mikilvægt að við Grafarvogs-
búar höldum samstöðu okkar á
næstu árum og styðjum sem einn
maður við bakið á þingmönnum
Reykjavíkur og borgarfulltrúum í
þeirri miklu vinnu sem þeir eiga
framundan, eigi þessi mál að ná
fram að ganga.
Þá vill undirritaður fyrir hönd
Ibúasamtaka Grafaivogs þakka þær
miklu samgöngubætur sem hér hafa
verið gerðar á árinu. Tvöföld Gullin-
brú var tekin í notkun í sumar og
nýbúið er að taka í notkun breikkað-
an Vesturlandsveg milli Víkurvegar
og Suðurlandsvegar. Þessum fram-
kvæmdum var báðum flýtt verulega,
miðað við fyrri áætlanir. Þetta ber
að virða og þakka og ekki síst þátt
þingmanna Reykjavíkur og borgar-
fulltrúa í þessu máli, svo og þátt
fyrrverandi og núverandi samgöng-
uráðheiTa og borgarstjóra. Þá eru
það margir Grafarvogsbúarnir sem
þessa dagana hugsa hlýlega til verk-
takans Háfells hf., sem opnaði
breikkaðan Vesturlandsveg fyrir
umferð, sjö mánuðum á undan áætl-
un.
Höfundur er forniaður Ibúasamtaka
Grafarvogs.
Lögbrot og
laumuspil
ER starfsemi FÍB-
tryggingar stóð ekki
undir væntingum, og
alþjóðlegur vátryggj-
andi hætti samstai-fi
um þær, greip fram-
kvæmdastjóri FIB,
Runólíur Ólafsson, til
þess ráðs að kenna ís-
lenskum vátryggjend-
um og samtökum
þeirra um. I grein í
Mbl. leiðrétti ég aug:
ljósar rangfærslur. í
ómálefnalegri svar-
grein Runólfs í Mbl. 3.
nóv. sl. drepur hann
umræðunni á dreif. Auk
venjubundins skætings
í garð íslensku váti-yggingafélaganna
og samtaka þeirra, sem ég nenni ekki
að elta ólar við, heldur Runólfur sig
við fyrri samsæriskenningar sínai’.
Hinn alþjóðlegi vátryggjandi hætti
m.a. vegna undirróðursstarfsemi á
vegum íslensku félaganna! Þá segir
Runólfur, að ólöglegir viðskiptahætt-
ir íslenskra vátryggjenda og samtaka
þein-a megi sín ekki gegn styrk FIB-
trygginga. Mér er ókunnugt um ólög-
mæta viðskiptahætti innlendu bif-
reiðatryggingafélaganna. A hinn
bóginn hafa samskipti FÍB við vá-
tryggingataka verið með endemum.
FÍB þjófstartar
Ef vátryggingafélag hyggst starfa
hér eða í öðru EES-ríki á sviði lög-
boðinna ökutækjatrygginga eru
gerðar ríkari kröfur í lögum en ella.
Talið er nauðsynlegt að tryggja hags-
muni neytenda sérstaklega, m.a. á
þann veg, að vátryggingaverndin sé í
samræmi við lög og að tjónsuppgjör-
sleiðir séu skýrar. Það er svo í verka-
hring stjórnvalda að fylgja þessum
kröfum eftir. Ýmsum upplýsingum
ber að koma til vátryggingafélaga-
skrár Fjármálaeftirlitsins. Erlendur
vátryggjandi skal upplýsa hver ann-
ist uppgjör tjóna hér á landi. Senda
þarf eftirlitinu vátryggingaskilmála
til athugunar, og ganga þarf frá þátt-
töku í greiðslu bóta, sem óvátryggð,
óþekkt og erlend ökutæki valda hér á
landi og vegna aksturs íslenski’a öku-
tækja erlendis. Gerist það með aðild
að ABÍ, sem er félag vátryggjenda
stofnað í þessu skyni. Loks þai'f að
ganga frá skráningu vátryggjandans
í dómsmálaráðuneyti. Þetta eru í
sjálfu sér einföld formskilyrði, en þó
bráðnauðsynleg. Þegar
IBEX-vátryggjandinn,
samstai’fsaðili FIB,
ákvað að draga sig út af
íslenska markaðnum
hélt FIB-trygging
áfram að selja öku-
tækjatryggingar, þó að
þessi skilyrði hefðu ekki
verið uppfyllt. Islensk
stjórnvöld komust að
því, að hér var pottur
brotinn. Hófu þau að
rannsaka málið, og
munu hafa stöðvað
starfsemi FÍB-trygg-
Sigmar inga í einhverja daga.
Ármannsson Allt var þetta mál orðið
hið mestaklúður. í Mbl.
fyrir skömmu var rætt við fram-
kvæmdastjóra FÍB um ástæður þess,
að stöðva varð sölu FÍB-trygginga.
Þar gagnrýnir hann framkomu ABI í
málinu. Gefur hann þannig til kynna,
Tryggingar
Upplýsingum hefur
verið haldið frá neyt-
endum, segir Sigmar
Armannsson, eða þær
verið villandi.
að ABÍ hafi átt þátt í því, hversu
óhöndulega tókst til hjá FIB-trygg-
ingu. Þessi staðhæfing hans er auð-
vitað úr lausu lofti gripin. Stjórn ABI,
og raunar íslensk stjórnvöld, gerðu
sitt ýtrasta til að greiða úr málinu,
enda brýnt þar sem öryggi um fram-
kvæmd vátryggingaskyldunnar var
stefnt í tvísýnu. I samstai’fi við al-
þjóðadeild Lloyds of London tókst að
finna lausn. Hefur Lloyds séð sér:
staka ástæðu til að þakka stjórn ABI
bréflega fyrir skjóta og faglega af-
greiðslu málsins.
Hækkað í laumi
Undarleg vinnubrögð málsvai’a
FIB-tryggingar birtast einnig í fá-
heyrðum samskiptum við sjálfa vátr-
yggingatakana. I vor var skaðabóta-
lögum breytt, og í kjölfar þess
hækkuðu íslensk félög iðgjöld öku-
tækjati-ygginga. Stjómvöld mátu, að
iðgjöldin hefðu hækkað að meðaltali
um 36%. Bifreiðatryggingafélögum
A það að vera ævistarf
að eiga fatlað barn?
EG Skrifstofubúnaður ehf.
Ármúia 20 sími 533 5900 fax 533 5901
I FRAMHALDI af
nokkrum greinum um
húsnæðismál fatlaðra,
sem hafa birst nýlega í
Mbl., legg ég orð í belg
og gef lesendum svo-
litla lýsingu á aðstæð-
um sonar míns, hans
Jóns Grétars. Ég veit
að það eru fjölmargir á
sama báti og hann. Jón
er senn 24 ára. Hann
var svo óheppinn að
fæðast mikið fatlaður.
Nokkrum árum fyrir
fæðingu hans höfðu
menn komist að þeirrí
niðurstöðu, að þroska-
heft fólk skyldi ekki
lengur flytjast inn á sólarhrings-
stofnanir, þar sem slík úrræði væru
síst til þess fallin að auka þroska
þeima og lífsgæði. Þetta kallaðist
„normalisering" og hefur sennilega
átt mestan þátt í að bæta líf þroska-
heftra. í þessu fólst m.a. að þroska-
heft börn ættu rétt á að alast upp hjá
fjölskyldu sinni eins og önnur börn.
Þar með var umönnun og uppeldi
Guðlaug
Sveinbjarnardóttir
fatlaðra barna velt af
fullum þunga á fjöl-
skyldur þeirra. Því
miður varð fram-
kvæmdin hér á landi á
þann veg að lítil hjálp-
arúrræði komu á móti
til að gera fólki fært að
sinna þessu verkefni án
þess að færa miklar
fómir.
Það vita allir, sem
eiga lítil börn, hve mikil
vinna og binding felst í
uppeldi þeiiTa. Sama
gildir að sjálfsögðu um
þau fötluðu, nema hvað
vinnan er miklu meiri
og dregur yfirleitt ekki
úr henni svo lengi sem hinn fatlaði
býr í foreldrahúsum. Foreldrar fara
ekkert eða gera nema tryggja fyrst
gæslu þess fatlaða. Eftir því, sem
hann eldist, fækkar þeim úrræðum
sem foreldrar hafa. Systkin flytja
burt og stofna eigin fjölskyldu og af-
ar og ömmur falla frá eða verða of
gömul til að hlaupa undir bagga.
í lögum um málefni fatlaðra segir,
Fatlaðir
í dag, 12 árum seinna,
stöndum við í sömu
sporum, segir
Guðlaug Sveinbjarnar-
dóttir, nema nú er
Jón orðinn fullorðinn
maður og þjónustan
sem stendur til boða
hefur fremur dregist
saman en hitt.
að fatlaðir skuli eiga kost á búsetu í
samræmi við þarfir þeirra og óskir
eftir því, sem við á. Þar sem við for-
eldrar Jóns Grétars vildum tryggja
framtíð hans meðan við værum í
fullu fjöri og gætum stutt hann sem
best, lögðum við, þegar hann var 12
ára, inn umsókn til Svæðisskrifstofu
Reykjavíkur um heimili fyrir hann.
Við tókum fram, að við óskuðum eft-
ir, að hann fengi að flytja að heiman
á næstu 5-10 árum. Við töldum að
með þessum góða fyrirvara gætum
við best tryggt að hann eignaðist
heimili sem hentaði þörfum hans og
óskum. Engin svör hafa verið veitt
og engin fyrirheit gefin. í dag, 12 ár-
um seinna, stöndum við í sömu spor-
um, nema nú er Jón orðinn fullorðinn
maður og þjónustan sem stendur til
boða hefur fremur dregist saman en
hitt. Verndaður vinnustaður, þar
sem hann er á daginn, hefur sent
heim tilkynningu um að vegna
manneklu verði þeir sem þar dvelja
að vera heima til skiptis. Skamm-
tímavistin í Víðihlíð hefur einnig orð-
ið að draga úr vistun hvers einstakl-
ings vegna þess að fleiri þurfa að
komast að en til þessa. Það er aðeins
ein skammtímavist fyrir þroskahefta
12 ára og eldri í Reykjavík. Þar geta
8 dvalið samtímis. Éullorðinsfræðsla
fatlaðra hefur orðið að draga úr
kennslu og fækka stöðugildum
vegna fjárskorts.
Því miður eru þetta staðreyndir.
Það er því ótrúleg veruleikafirring,
sem lesa má úr yfírlýsingu félags-
málaráðherra í Mbl. 22. október en
þar segir hann: „Málefnum fatlaðra
hefur verið veittur algjör for-
gangur."
Höfumlur er móðir fatlaðs pilts.