Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Kvótann á Vickrey-uppboð! JÓN Steinsson, hagfræðinemi við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, ritaði grein í Morgunblaðið 24. nóv- ember síðastliðinn sem nefnist Upp- boð á veiðiheimildum. Þar gerir hann í stuttu máli grein fyrir útboðsleið sem nefnist Vickrey-uppboð sem vel gæti hentað við útboð fiskveiðikvóta við íslandsmið. Ég verð að viður- kenna að þessi leið virðist í fljótu bragði með eindæmum hentug fyrir fiskveiðistjómun Islendinga. Margar lausnir hafa verið nefndar hingað til og hefur þá alltaf verið rembst við að finna upp hjólið, en eins og fróðir menn vita eru til fræði yfir nánast hvað sem er í dag og er tilvalið að nýta sér slík fræði til betrumbóta, jafnt hér á Islandi sem annars staðar. Þó er það eitt sem vefst fyrir Jóni. Það er hvort smáútgerðir muni þurrkast út ef uppboðsleiðin sé farin. Mig langar að deila mínum fróðleik með bæði Jóni og öðrum um hvemig staða smáútgerða er í dag og hvað uppboðsleiðin myndi gera fyrir þær. Tökum núverandi kerfi til umhugsunar augnablik. Staðan í dag er sú að nokkram fyrir- tækjum er útdeilt kvóta án endurgjalds. Hér er um nokkurs konar ríkis- styrk að ræða. Eftir út- hlutunina geta síðan kvótaþegarnir leigt eða selt frá sér veiðiheimild- irnar aftur. Hér er um svokallað frjálst framsal veiðiheimilda að ræða. Verðið á þessum heim- ildum er ótrálega hátt eða u.þ.b. 100 kr. á kíló hvert ár á leigu eða u.þ.b. 800-900 kr. á kíló fyrir varanleg kaup. Þetta þýðir í stuttu máli að maður sem á 200 tonn af kvóta í dag getur selt hann á a.m.k. 160.000.000 kr. til stór- útgerðanna. Stórút- gerðirnar era flestar á hlutabréfamarkaði og hafa því auðveldari að- gang að fjármagni frá fjárfestum til kaupa á meiri veiðiheimildum, sýnist þeim svo. Smáútgerðimar fá minni kvóta en stórát- gerðimar. Ef smáút- gerðimar hafa hug á að stækka verða þær að verða sér úti um kvóta, annaðhvort með leigu eða varanlegum kaup- um. Smáútgerðirnar era hins vegar ekki á almennum hlutabréfamarkaði og verða því að leigja/kaupa kvóta fyrir hagnað, sem ekki er nálægt Kristján Ragnar Ásgeirsson Jólamarkaður STEINARS WAAGE 30 - 50% afslóítur ó kuldaskóm, spariskóm, barnaskóm oggönguskóm. Urvals vörumerki. Nú er hægt að gera mjög góð kaup. Jólamarkaður Steinars Waage er í Blóu húsunum í Faxafeni, Suðurlandsbraut 54. Gleðileg jól! Kvótinn ✓ Eg vil ganga svo langt, segir Kristján Ragnar Ásgeirsson, að fullyrða að þar með yrði byggð- um landsins bjargað. 160.000.000 ki'. á ári. Þessi upphæð er skuggaleg en 200 tonn era ekki mikið. Af ofangreindum útreikningum er hægt að sjá að uppboðsleiðin getur ekki verið smáútgerðunum til böls. Þvert á móti yrði útboðsleiðin til þess að stórátgerðirnar sem lifa í skjóli ríkisstyrkja (ókeypis kvótaúthlutun- ar) myndu þurfa að fara að borga fyr- ir hráefnið. Bara til að nefna eitt lítið raunhæft dæmi þá höfum við útgerð með 14.900 tonna þorskígildiskvóta sem hún fær ókeypis. Kvótanum er deilt á þrjú frystiskip sem skila rám- lega 300 milljónum króna í hagnað. Við fyrstu sýn era viðbrögðin: Vá, 300 milljónir, það er sko arðsemi í lagi. Ef við geram hins vegar ráð fyr- ir að fyrirtækið þurfi að leigja kvót- ann á leigumai'kaði dagsins í dag er útlitið ekki gott. Við tökum 14.900 og margföldum með 100 kr. og útkoman er tæpur 1,5 milljarðar í hráefnis- gjöld. Ekki held ég að 300 milljóna hagnaður sé mcrkileg arðsemi ef fyr- irtækið þyrfti að leigja kvótann ár hvert. Þó er það nú svo merkilegt að stjórnarformaður dæmisfyrirtækis- ins hér að ofan vogar sér að tala um ýmsar kvótalausar útgerðir sem fyr- irtæki sem sé „illa“ stjómað og að fyrirtækin sem „best“ sé stjórnað lifi af. Þetta er allt voðalega merkilegt í mínum augum. Af þessu geta þeir sem áhuga hafa á þessum málum séð að ekkert væri blessunarlegra í aug- um smáútgerða og kvótalausra út- gerða en að Vickrey-uppboð yrði tek- ið upp hér á landi. Ég vil ganga svo langt að fullyrða að þar með yrði byggðum landsins bjargað. Nú vita þeir sem íylgst hafa með kvótamálum hér á landi að gerð var tilraun til að bjarga byggð í landinu með úthlutun svokallaðs byggða- kvóta. Aldrei hefur verið barist jafn hart um jafn lítið. Það sem er merki- legast við þessa breytingu Alþingis á fiskveiðilöggjöfinni, þ.e. að veita Byggðastofnun leyfi til að úthluta þessu litla magni, er að Alþingi reyndi ekki einu sinni að setja stofn- uninni skilyrði um úthlutunina. Fékk þá Byggðastofnun fullkomið vald yfn- 1,2 milljörðum kr. (sé reiknað á sölu- verði) og úthlutaði öllu til 5 ára. Ef Byggðastofnun gengi heil til skógar myndi ég láta þá í friði greyin, en þegar menn leggja manni vopnin í hendurnar og grátbiðja um skothríð þá verður maður nú að sinna kallinu. Sjaldan eða aldrei hef ég mann augum litið sem er jafn ósamkvæmur sjálfum sér og stjórnarformaður Byggðastofnunar er. Þvílíkri fyrir- greiðslupólitík hef ég aldrei orðið vitni að. Maðurinn lýsir því yfir að kvótinn skuli til sveitarfélaga og skammast í þeim þingmönnum sem athugasemdir gera. Ekki líður svo langur tími þar til sami maður stofn- ar fyrirtæki með kvótaríku fyrirtæki og fjárausandi fjárfestingafélagi. Það væri í raun ekki svo merkilegt ef hann hefði ekki safnað saman þriðj- ungi byggðakvótans úr þremur sveit- arfélögum og dembt á hið nýstofnaða fyrirtæki. Ekki lætur hann þar við sitja heldur lætur hann 100 milljónir í sama fyrirtæki og er allt gert í anda byggðastefnu. Eins og þetta sé ekki meira en nóg, þá era Hafnfirðingar fengnir til að vinna fiskinn til full- nustu. Þetta era snillingar! Þeir sem hafa fylgst með þróun mála sjá strax maðkinn í mysunni. Byggðastofnun var nýbúin að synja Rauðsíðu um 100 milljónir til að bjarga fyrirtækinu og 400 störfum með því. Nei, Byggðastofnun er ekki meiri Byggðastofnun en það að 35 störf era betri en 400 störf. Ekki er að undra þó að Páll Pétursson vilji ekki láta kenna sig við þá stofnun er Byggðastofnun nefnist. Höfundur er nemi við Samvinnuháskólann á Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.