Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 * MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fjallið tók jóðsótt og það fæddist iítil mús SÁTTMÁLI núverandi ríkis- stjórnar talar skýru máli um til hvaða horfs eigi að færa skipulag byggðamála. Þar segir: „Fyi-sta verkefnið á þessu sviði er að færa Byggðastofnun undir iðnaðarráðu- neytið og sameina atvinnuþróunar- starfsemi á þess vegum.“ Hér er tal- að tæpitungulaust um þann ásetning að færa atvinnuþróunar- stai'fsemina úti á landi undir Iðn- tæknistofnun íslands og treysta þannig hlut stofnanaveldisins í Reykjavík. Ekkert í frumvarpi iðn- aðaráðherra hindrar þennan gjörn- ing. I því sambandi má m.a. minna á viðleitni Finns Ingólfssonar í upp- hafi ráðherraferils hans þegar hann tilnefndi atvinnuráðgjafa sendiherra iðnaðarráðuneytisins þótt þeir væru vistaðir hjá Byggðastofnun sem laut öðru ráðuneyti. Formaður og vara- formaður, sérstaklega þó sá síðar- nefndi, kunna þessa sögu þó enn betur því framan af síðasta kjör- tímabili var uppi mikill þrýstingur á að færa atvinnuþróunarstarfið úti á Jandi undir Iðntæknistofnun. Þetta gat auðvitað ekki gengið eftir. Frá þeirri niðurstöðu var gengið á fundi formanna Byggðastofnunar með iðnaðarráðherra. Þessi mál brunnu fyrst og fremst á varaformanni stjórnar Byggðastofnunar Stefáni Guðmundssyni, sem eins og kunn- ugt er átti þá sæti á Alþingi en er nú þaðan horfinn. Enda leikurinn nú léttur fyrir ráðherravald og stofn- anaforræði að klófesta byggðamál- in. Svona getur mikið bi'eyst við brotthvarf eins manns af þeim vettvangi sem hann starfaði áður á. Um það vitnar m.a. sáttmáli ríkisstjórnar- innar. „Nýju fötin keisarans" Það verklag sem ráð- gert er við gerð byggðaáætlana er auð- vitað í samræmi við embættissýslu og stofnanaforræði frum- varpsins. í þessum efn- um felst grundvallar- breyting frá þeirri skipan sem fylgt hefur verið. Forræði þessarar áætlunar- gerðar nú er í höndum stjórnar Byggðastofnunar en verður sam- kvæmt frumvarpinu í verkahring iðnaðarráðherra að viðhöfðu sam- ráði við þá er helst eiga hlut að máli. Við gerð þeirrar áætlunar sem af- greidd var á Alþingi í mars sl. var leitað fanga sem víðast að úr þjóðfé- laginu eins og fylgiskjöl með tillög- unni bera með sér. Þessi áherslubreyting er enn ein sönnun þess að allar efnislegar áherslur frumvarpsins stefna í sömu átt, að færa stjórn byggðamála og stefnumótun undir pólitískt forræði iðnaðarráðherra. Það er svo annað mál að eins og áherslur í byggða- málum hafa þróast að undanförnu og mál á þeim vettvangi skipast, er þörfin fyrir hefðbundnar áætlanir í byggðamálum engan veginn sú sama og áð- ur var. Það er ef til vill of fast að orði kveðið að þessi áætlunargerð sé orðin úrelt en að því þarf hins vegar vel að hyggja. Þetta mælir sá sem við tilurð þessara áætl- ana kom þeim á fram- færi. Byggðastofnun hef- ur nýlega lagt fram skýrslu, Byggðir á ís- landi. Fái þær áhersl- ur um skipan byggða- mála þann sess í störfum stofnunarinn- ar sem til er ætlast fæst þar virkur grundvöllur að greiningu á þróun og stöðu byggða landsins hverju sinni og verða þá málefni landsbyggðar- innar tiltæk eins og þau kunna að blasa við á hverjum tíma, m.a. til upplýsinga fyrir Alþingi og ríkis- stjórn, þar með talið við gerð stjórn- arsáttmála. Annað í þessu frumvarpi er orða- lag, en ekki efnisbreytingar, frá lög- um um Byggðastofnun, sem engu skipta. Vissulega hefði verið æski- legt að færa ýmsar áherslur laganna til samræmis við þau markmið sem nú er fylgt í störfum Byggða- stofnunar og taka mið af skýrari áherslum og valddreifingu. Það samrýmist hins vegar ekki markmiðum frumvarpsins um aukið pólitískt forræði og pólitískt vald. Um hvað er þagað? Það dylst ekki að í frumvarpinu um byggðamál er ekki að finna nein- ar þær áherslur sem treysta stöðu og afkomu landsbyggðarinnar nema síður sé. Frá þeim áformum sem kunna að hafa þann tilgang hefur ekki enn verið sagt. Þær ráðstafanir sem hljóta að vera áformaðar eiga ekki endilega að byggjast á lögum um stofnunina heldur lúta boðvaldi iðnaðarráðherra. Þess vegna duga Byggðastofnun Innanflokksmálefni Framsóknarflokksins, segir Egill Jónsson, eru gjörsamlega óháð byggðamálum ekki yfirlýsingar eins og á mið- stjórnarfundi Framsóknarflokksins um að einum milljarði skuli nú varið til byggðamála á grundvelli nýrrar skipanar þeirra mála. Ekki upplýsir heldur umfjöllun Dags málið til neinnar hlítar né heldur aðrar frá- sagnir framsóknarmanna af þessum málum. Nú er spurt um þennan dularfulla margumtalaða milljarð. Hvaðan kemur hann? Til hvaða verkefna er áfoi-mað að verja þessum fjárinun- um? Verður fyrirmyndin ef til vill sótt til ráðstöfunar þess fjár sem iðnaðaiTáðherra hefur fengið til at- vinnuþróunar frá því að hann kom til valda? Með tilliti til þessar vend- ingar sem nú er í byggðamálum er óhjákvæmilegt að spyrjast fyrir um fleiri mikilvæg efni sem að þessum málum lúta. Ályktun um byggðamál flutt af forsætisráðheiTa var samþykkt á Alþingi í marsmánuði s.l. I sama mánuði var gert samkomulag milli stjórnmálaflokkanna sem m.a. áréttaði ýmsar mikilvægar áherslur í ályktun Alþingis um byggðamál. Þetta samkomulag var gert í tengsl- um við afgreiðslu Alþingis um breytta kjördæmaskipan. I þessum tveimur mikilvægu ákvörðunum umbyggðamál er kveðið á um fjár- framlög sem snerta margháttaða hagsmuni þess fólks sem býr úti á landi, sérstaklega þar sem kostirnir eru einna þrengstir. Samkvæmt því frumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi vantar um það bil einn millj- ai-ð kr. af þeim framlögum sem 190 hestöfl, 2,5 lítra, 6 gíra, 16" ólfelgur, sportf jöðrun, sportinnrétting, loftkæling með hitastýringu, spoilerar á hliðum, CD-spilari. Ekinn 22 þ. Skráður 2/98. Tilboðsverð: kr. 2.290.000 Til sýnis og sölu hjá ístraktor Smiðsbúð 2 Garðabæ Sími 5 400 800 Uinalína Rauða krossins - Úkeypis símaþjónusta þegar þér er uandi é höndum Ert þú 18 ára eða eldri og þarft að ræða uið einhuern í trúnaði? “Uinalínan sími 800 6464 frá kl. 20-23 öfl kuöld Egill Jónsson ákveðin voru með ályktun Alþingis um byggðamál og samkomulagi stjórnmálaflokkana. Þetta fjárfram- lag gjaldfellur á fyrsta degi næstu aldar og þá stendur mikið til eins og kunnugt er. Vöntun á fjárveitingum á grundvelli þeirra ákvarðana sem að framan er getið rímar illa við stóru fyrirheitin sem bundin eru nýrri aldarsýn. Ut af fyrir sig þarf ekki að vera neitt óeðlilegt við þessa fjárvöntun því alkunna er að oft bíða stórir út- gjaldapóstar fjárlagagerðar og eins getur verið að hluti þessa fjár komi eftir öðrum leiðum. Getsakir um vanefndir á þessum mikilvægu ákvörðunum eru því óviðeigandi að svo komnu máli. Það breytir hins vegar engu um að spilin verði lögð umbúðalaust á borðið. Sérstaklega verður að skýrast hvort milljarðarnir sem nú eru til umræðu til byggðamála séu einn eða tveir og hvort einhver tengsl séu á milli þeirrar yfirlýsingar Framsóknarflokksins um auknar fjárveitingar til byggðamála þegar Finnur Ingólfsson hefur náð þar völdum og þeirrar Ijáivöntunar sem óupplýst er vegna ákvörðunar Al- þingis með samþykki ályktunar um byggðamál og samkomulags stjórn- málaflokkanna vegna breytinga á kjördæmaskipaninni. Þeir hafa reynsluna Það sem er þó ógeðfelldast í þess- ari umræðu og sérstaklega ber að vara við er hvernig hún tengist orðið embættaskipan innan Framsóknar- flokksins og hvað hún er náin fyrir- mynd þeirrar skipunar þessara mála hjá Framkvæmdastofnun rík- isins sem átti grundvöll sinn í pen- ingum og völdum. Þannig á nú að leysa innbyrðis vanda Framsóknar- flokksins í valdaskipan flokksins. Hér er því um arf að ræða frá gam- alli tíð, raunar vondan arf eins og í upphafi þessarar greinar var lýst. Umræða um málefni landsbyggðar- innar hefur beðið hnekki og hún er sár og móðgandi fyrir alla þá sem era þátttakendur í umfjöllun um byggðamál. Innanflokksmálefni Framsóknar- flokksins eru gjörsamlega óháð- byggðamálum. Þau mál verður flokkurinn að leysa af eigin ramm- leik, til þess hefur hann góða reynslu og umfram allt verða mál- efni dreifðra byggða á íslandi að vera í friði fyrir innbyrðis vanda Framsóknarílokksins. Vandi lands- byggðarinnar er vissulega mikill. Vaxandi skilningur meðal almenn- ings er á að byggðavandinn sé þjóð- armein. Umræðan um byggðamál verður því aðkomast til ráðs að nýju. Fyrsti kapítulinn væri að breyta frumvarpi iðnaðarráðherra frá pólitískri forsjárhyggju til for- ystu þess fólks sem byggir dreifðar byggðir landsins. Þar á forystan að vera eins og þróunin stefnir og vinn- ufriður fáist um málefni lands- byggðarinnar. Höfundur er stjórnarfommður í Byggðastofnun. Miele Ryksugan Ending - öryggi - einfaldleiki - létt, meðfærileg og ótrúlega öfLug - rykmaurarnír hata hana - hún er gul, blá, græn eóa rauð ^ B«»eEe .afmæli í tilefni af 100 ára afmæli Miele hafa Eirvik og Miele ákveðið að efna til happadrættis. í verðlaun er hinn glæsilegi Mercedes-Benz A-lína frá Ræsi. EIRVÍK, HIIMIUSTAKI Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík - Sími 588 0200 - www.eirvik.is JÓLACkLAÐhUNGrUR Ath.: Aðeins í nokkra daga 000 Nýbýlavegi 12,Kóp., sími 554 4433.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.