Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kínverjar
koma til
skjalanna
Klassísk tónlist hefur löngum átt undir
högg að sækja í Kína. Hefur beinlínis verið
haldið frá fólkinu. Nú er hins vegar að verða
breyting þar á, eins og fram kemur í samtali
sem Orri Páll Ormarsson átti við kínverska
hljómsveitarstjórann Zuohuang Chen sem
verður gestur Sinfóníuhljómsveitar Islands
í Háskólabíói í kvöld.
Zuohuang Chen Morgunblaaið/Ásdís
HIMINN og haf skilja að
ísland og Kína. Gildir þá
einu hvort horft er til
landfræðilegrar legu,
menningar þjóðanna eða fólksfjölda.
Það vekur því athygli að Sinfón-
íuhljómsveit Islands skuli sækja sér
stjómanda þangað austur eftir,
Zuohuang Chen, sem verður gestur
hljómsveitarinnar á tónleikum henn-
ar í kvöld.
„Það er rétt, ég er staddur á fram-
andi slóðum," segir Chen sem ekki
hefur sótt okkur heim áður. ,Annars
verður maður ekki svo mikið var við
fámennið hér í borginni, ætli ég fyndi
ekki betur fyrir þessu úti á landi. Síð-
an er það svo að tónlistarmaður finn-
ur alltaf eitthvað sem stendur hjarta
hans nærri þegar hann hittir aðra
tónlistarmenn, sama hvar það er í
heiminum. Það dregur úr hinni fram-
andi tilfinningu," bætir hann við og
brosir breitt.
Chen er fíngerður maður, kurteis
og glaðlegur og talar ensku með
þessum skemmtilega austurlenska
hreim og hrynjandi.
Við erum staddir í búningsher-
bergi hans í iðrum Háskólabíós og ég
geri mér í hugarlund að rýmra sé
ugglaust um hann í helstu tónleika-
húsum heims, þar sem hann er tíður
gestur. Chen hlær að þessari athuga-
semd og bendir á að hljómsveitar-
stjórar þurfi svo sem enga sali til að
smeygja sér í smókinginn.
Fyrsti doktorinn
Hann hóf píanónám í fæðingar-
borg sinni, Sjanghæ, á unga aldri en
útskrifaðist síðan sem hljómsveitar-
stjóri frá tónlistarháskóla borgarinn-
ar. Að lokinni útskrift innritaðist
Chen til náms í Tanglewood Music
Center og tónlistarháskóla Michig-
an-ríkis í Bandaríkjunum og lauk
MA-prófi þaðan. Þrem árum síðar
varð hann fyrstur manna til að öðlast
titil sem doktor í tónlistarfræðum frá
Michigan-háskóla og varð þar með
fyrstur þegna Alþýðulýðveldis Kína
til að bera þann titil. Um tíma starf-
aði Chen sem hljómsveitarstjóri í
Kansas en tók síðan við stjórn Cent-
ral Philharmonic-hljómsveitarinnar í
Kína. Frá árinu 1990 hefur hann ver-
ið listrænn stjórnandi og aðalstjóm-
andi Wichita-hljómsveitarinnar, auk
þess að koma fram sem gestastjórn-
andi hljómsveita víða í Bandaríkjun-
um, Asíu og Evrópu. Fyrir þremur
árum var hann síðan skipaður list-
rænn stjórnandi og hljómsveitar-
stjóri hinnar nýstofnuðu kínversku
þj óðarhlj ómsveitar í Beijing.
Maðurinn situr með öðrum orðum
ekki auðum höndum og þegar ég
spyr hann hvar hann búi koma sem
snöggvast á hann vöflur. „Bý og ekki
bý. Eg er alltaf að heiman. Einhver
stakk upp á því að ég fengi mér gervi-
hnött, þannig gæti ég alltaf komið
heim á kvöldin,“ segir hann svo hlæj-
andi. „En svarið við spurningunni er
Bandaríkin. Fjölskylda mín, kona og
dóttir, búa þar. Því miður sé ég þær
alltof sjaldan. En það er fómin sem
hljómsveitarstjóri verðui- að færa.
Stundum hefur konan mín þó tök á að
ferðast með mér.“
Til Islands er Chen kominn fyrir
tilstilli gamals skólabróður frá
Michigan, Ricos Saccani, aðalhljóm-
sveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar
Islands. „Við Rico vomm saman í
hljómsveitarstjóranámi. Hann er frá-
bær tónlistarmaður, fullur ástríðu.
Síðan höfum við raunar haft fá tæki-
færi til að hittast en frétt reglulega
hvor af öðram - ég sé Rico alltaf ann-
að slagið í sjónvarpinu. Þegarhann
bauð mér svo að koma til íslands
hugsaði ég mig ekki um tvisvar. Ég
hef komið til um fjöratíu landa í starfi
mínu en aldrei áður til íslands. Þetta
tækifæri gat ég því ekki látið mér úr
greipum ganga.“
Chen kveðst ekki hafa vitað mikið
um Island. „í hreinskilni sagt vissi ég
ekki margt. Þó hafði ég heyrt að
landið væri ákaflega fallegt, náttúran
stórbrotin, loftið hreint og vatnið
tært. Þá skilst mér að Islendingar
verði allra manna elstir og hlutfall
menntafólks sé mjög hátt. Nú veit ég
líka af eigin raun að Islendingar era
afar elskulegt fólk.“
Þetta er ekki svo lítið.
Chen bjóst aftur á móti ekki við að
finna hér svona góða sinfóníuhljóm-
sveit. „Hljómsveitin kom mér þægi-
lega á óvart. Hún er frábær. Alveg er
það dæmalaust að svona fámenn þjóð
skuli eiga jafn góða sinfóníuhljóm-
sveit. Skýringin liggur auðvitað í gíf-
urlegum tónlistaráhuga þjóðarinnar.
Mér er sagt að allir tónlistarskólar
séu fullir út úr dyram. Þetta er stór-
kostlegt. Og fyrir mína parta get ég
sagt að ekkert gleður mig meira en
einlægur áhugi á tónlist."
Chen upplýsir raunar að hann hafi
ekki alveg fallið í stafi enda var landi
hans, Lan Shui, sem stjómað hefur
hljómsveitinni, búinn að „vai’a hann
við“. „Lan Shui fór fögram orðum um
hljómsveitina og ég gat sagt mér að
hann hefði lög að mæla, hann er gam-
all skólabróðir minn frá Sjanghæ.
Þetta era eintómir skólabræður mín-
ir. Þama sést hvað heimur klassískr-
ar tónlistar er lítill þegar allt kemur
til alls.“
Langt er um liðið síðan Chen bjó í
Kína en eftir að hann tók við þjóðar-
hljómsveitinni leggur hann leið sína
mun oftar þangað en áður. „Það er
alltaf gott að koma heim og mér var
heiður sýndur með þessari stöðuveit-
ingu. Það er mikil ábyrgð að vera list-
rænn stjórnandi þjóðarhljómsveit-
ar.“
Breyting til batnaðar
Kínversk menning stendur á göml-
um merg en samt er það svo að klass-
ísk tónlist á sér ekki langa hefð í land-
inu. Ekki frekar en á íslandi. „Fyrir
tíu til fimmtán ánim lá klassísk tónl-
ist í láginni í Kína enda héldu yfirvöld
henni löngum frá alþýðunni eins og
svo mörgu sem skilgreint var sem
„utanaðkomandi menning“. A þess-
um áratug hefur aftur á móti orðið
mikil breyting til batnaðar. Kínverjar
era að vakna til vitundar um gildi
klassískrar tónlistar og börn sækja
nú í auknum mæli í tónlistarnám,
ekki bara í Beijing og Shanghæ, held-
ur líka í minni borgum landsins. Þessi
vaxandi áhugi æskunnar kemur
glöggt fram á tónleikum en þegar ég
sný mér að áheyrendum eftir tón-
leika þar austui’ frá sé ég sífellt fleiri ’
ung andlit. Það gleður mig. Ég veit
ekki hvernig það er hér á landi en í
Bandaríkjunum sér maður aðallega
gráar hærur.“
Vegur sinfónískrar tónlistai’ mun
ekki síst hafa vaxið og segir Chen
þjóðarhljómsveitina í raun svar við
þeirri þróun. „Um leið og giíðarleg
umskipti hafa orðið á sviði efnahags-
mála undanfarinn áratug hefur
menningu og listum vaxið fiskur um
hrygg. Stofnun hljómsveitarinnar er
því ekkert annað en viðleitni yfir-
valda til að seðja þorsta fólksins.
Auðvitað þarf að gera enn betur en
mikilvægt skref hefur verið stigið.
Því ber að fagna.“
Og þessi þróun er bein orsök þess
að Chen ver nú meiri tíma eystra en
áður. „Ekkert getur glatt mig meira
en það sem er að gerast í Kína um
þessar mundir og ég h't á það sem
skyldu mína að miðla af þekkingu
minni og reynslu til unga fólksins
sem bíður í ofvæni eftir því að taka
við keflinu."
Að áliti Chens eiga Kínverjar sama
rétt og aðrir þegnar heims á að njóta
tónlistararfleifðarinnar - og bæta við
hana. „Mér er sönn ánægja að segja
frá því að Kínverjar era þegar byi’j-
aðir að leggja sitt af mörkum. Það fór
ekkert á milli mála í tónleikaferð sem
ég fór í með þjóðarhljómsveitina til
Austurríkis, Þýskalands og Bret-
lands á síðasta ári. Hljómsveitin vakti
mikla lukku og var umsvifalaust boð-
ið aftur. Og við spiluðum ekki aðeins
kínverska tónlist, heldur líka Beetho-
ven, Síbelíus og fleiri vestræn tón-
skáld. Þá fórum við í tónleikaferð til
Japans í haust og ég varð alveg bit á
viðtökunum. Þær vora mjög hlýjar."
Við þetta má bæta að kínverska
þjóðarhljómsveitin hefur tekið upp
fimm geislaplötur með innlendu og
erlendu efni og hafa þær, að sögn
Chens, allar selst vel.
íslendingai’ og Kínverjar era
kannski ekki svo ólíkar þjóðir eftir
allt saman?
N otuðum hverj a
mínútu
Morgunblaðið/Ásdís Helga Bryndís Magnúsdóttir
Anna Guðný Guðmundsdóttir
EINLEIKARAR á tónleikunum í
kvöld verða Anna Guðný Guðmund-
sdóttir og Helga Bryndís Magnús-
dóttir. Munu þær leika Konsert fyrir
tvö píanó eftir Francis Poulenc. Hef-
ur verkið einu sinni áður verið flutt
á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, 1972, en þá voru Halldór Har-
aldsson og Rögnvaldur Sigurjónsson
í lykilhlutverkum. Verkið, sem er í
hópi vinsælustu verka tónskáldsins,
var samið árið 1932.
Anna Guðný hefur nokkrum sinn-
um komið fram sem einleikari með
hljómsveitinni, en hún starfar þar
jafnframt sem lausráðinn píanóleik-
ari, en Helga Bryndís þreytir frum-
raun sína.
Stöllurnar hafa ekki f annan tfma
starfað saman en bera lof hvor á
aðra. Undirbúningur hafi gengið
vel.
„Þetta hefur verið mjög skemmti-
legt,“ segir Anna Guðný. „Við byij-
uðum að æfa saman norður í Svarf-
aðardal, þar sem Helga Bryndís er
búsett, í sumar. Ég fór norður með
fjölskylduna og karlamir fóru með
krakkana 1 sund og elduðu meðan
við æfðum - þetta var mjög gaman,“
bætir hún við og bros færist yfir
andlitið.
Helga Bryndfs býr svo vel að vera
með tvö hljóðfæri, flygil og pfanó, í
húsinu en sá galli var á gjöf Njarðar
að þau voru hvort á sinni hæðinni.
Stöllumar dóu hins vegar ekki ráða-
lausar, heldur fengu til liðs við sig
bændur í sveitinni sem áttu ekki í
vandræðum með að flytja pfanóið
milli hæða. „Það er þarna enn,“ seg-
ir húsráðandinn, „bíður bara eftir
næsta prógrammi.“
Reyndi á skipulagsgáfuna
Þar sem listamennirnir búa hvor í
sfnum landsfjórðungi hefur undir-
búningur íyrir tónleikana reynt á
útsjónarsemi og skipulagsgáfu
þeirra. Segja þeir þetta hafa smollið
saman með góðum vilja.
„Eg hef verið í leyfi frá kennslu í
vetur og því getað skroppið suður
einn og einn dag,“ segir Helga Bryn-
dís og Anna Guðný bætir við að þær
hafi notað hveija mínútu sem verið
hefur í boði. „Ekki hefur veitt af,
þetta er svo viðkvæmt, samspil
tveggja píanóa.“
Hljómsveitin fól píanóleikunmum
að velja konsert og segja þeir
nokkra hafa komið til álita. Að vel
athuguðu máli kom hins vegar í ljós
að þær vom „skotnastar" í Poulenc.
Hann á Ifka hundrað ára afmæli á
þessu ári.
Anna Guðný hefur mest glímt við
klassfska konserta í gegnum árin og
segir því spennandi að takast á við
Poulenc sem skrifaði vitaskuld í allt
öðmm stíl.
Helga Bryndís hefur aftur á móti
fengist mikið við Poulenc að undan-
fömu, einkum á þessu ári, og segist
því vera í „rétta skapinu“.
Stöllurnar em á einu máli um að
Poulenc hafi mikla sérstöðu sem
tónskáld. „Hann er auðþekkjanleg-
ur. Þó hann bregði fyrir sig ýmsum
stílum, sé ágætis „eftirherma", skín
sterkur karakterinn alltaf í gegn.
Hann notar sitt krydd,“ segir Helga
Bryndís.
Það er ekki heiglum hent að koma
tveimur flyglum fyrir á sviðinu í Há-
skólabfói. Annar er í eigu hljóm-
sveitarinnar sjálfrar en hinn er
fenginn að láni hjá Tónlistarskóla
Garðabæjar.
Anna Guðný upplýsir að þær komi
til með að vcrða heldur Iengra frá
hvor annarri á sviðinu en búist var
við en þær hafa ráð með það. „Við
erum búnar að þróa með okkur
táknmál. Nú reynir á það,“ segja
þær og glotta.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá stöllunum. Þær snúa sér nú
af fullum þunga að næsta konsert.
„Ég kem til með að leika Annan
píanókonsert Brahms með Sinfón-
fuhljómsveit Norðurlands í vor. Eig-
inlega má segja að þetta sé konsert-
veturinn mikli,“ segir Helga Bryndís
og Anna Guðný bætir við að hún sé
byijuð að skoða nótur að Píanókon-
sert eftir Atla Heimi Sveinsson sem
ráðgert er að hún flytji á tónleikum
Kammersveitar Reykjavíkur á
Listahátfð í júní á næsta ári.
Leifur og Músorgskíj
Tónleikarnir í kvöld hefjast á
Haustspili eftir Leif Þórarinsson.
Verkið var samið í Verona á Italfu
og í Reykjavík sumarið 1983 og til-
einkað minningu vinar tónskáldsins,
Valdimars Pálssonar.
Leifur sagði um verkið: „Þetta er
„minningarverk", þar sem heyra má
ósjálfráðar ívitnanir í hitt og þetta,
þó staðurinn úr „Le sacre“ liggi í
augum uppi. Að öðru leyti er þetta
eins og fyrsti þáttur sinfónfu, nema
hvað niðurlagið er líklega of afger-
andi til að örva til áframhalds."
Leifur Þórarinsson lést í fyrra.
Tónleikunum lýkur á hinu róm-
aða verki Modest Músorgskijs,
Myndir á sýningu. Skömmu eftir lát
rússneska listmálarans Victors
Hartmanns árið 1873 efndu vinir
hans og aðdáendur til sýningar á
vatnslitamyndum hans og teikning-
um í St. Pétursborg. Músorgskfj,
sem var mikill persónulegur vinur
Hartmanns, ákvað að semja svítu
fyrir pfanó, til minningar um vin
sinn, byggða á myndefni tíu mál-
verka á sýningunni. Píanósvítan var
ekki gefin út fyrr en eftir lát
Músorgskijs. Tæpum fimmtfu árum
síðar klæddi Maurice Ravel svítu
þessa í hljómsveitarbúning. Verkið
var sfðan frumflutt á tónlcikum í Pa-
rfs 1923 við gífurlega hrifningu. Allt
frá þeirri stundu hefur þessi út-
setning verið vinsælt viðfangsefni
hljómsveita, eða eins og segir í bók
eftir prófessor Edward Downes er
verkið „sýningarverk fyrir virtúósa-
hljómsveitarstjóra og fyrir virtúósa-
hljómsveit".