Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kristján Eldjárn gítarleikari lék fyrir börnin. Hann lék bæði á klassískan gítar og raf- magnsgítar og voru börnin svo spennt að það hefði mátt heyra saumnál detta þegar hann byrjaði að spila. Krakkarnir í Álftanesskóla hlýða á leiðbeiningar um hvernig þau eigi að bera sig að í rat- Ieiknum sem er í þann mund að hefjast. Hinn hugvitsami kennari þeirra notar umferðar- keiiu eins og gjallarhorn til að þau heyri betur í honum. Dagur með þjóðlegu ívafi Alftanes MARGIR grunnskólar brutu upp hcfbundna kennslu í gær, ítilefni fullveldisdags- ins, nemendum og kennurum til ánægju og kannski ekki síður fróðleiks. Álftanesskóli var þeirra á meðal og létu börnin í Álfta- nesskóla snjókomuna og kuldann ekkert á sig fá þegar þau þeystust um nágrenni skólans í gærmorgun og kepptu sín á milli í þjóðlegum ratleik. Þjóðlegt hátíðarnesti Nemendur Álftanesskóla byijuðu reyndar daginn á því að fara í tíma til umsjónar- kennara sfns þar sem þau fræddust og unnu sérstök verkefni sem tengdust efni ratleiksins. Að tímanum loknum snæddu þau hátíðar- nesti, hangikjöt, slátur og fleira og hlýddu á meðan á upplestur úr þjóðsögum. Fullveldisratleikur Álfta- nesskóla Þá var lagt af stað í Full- veldisratleik Álftanesskóla. Krökkunum var skipt í hópa með tilliti til þess að aldur innan hvers hóps væri sem breiðastur og þannig voru börn á aldrinum sex til tólf ára í öllum hópum. Hóparnir fengu kort af svæðinu og svarblað til að merkja inn svör við þeim spurningum og þrautum sem lagðar voru fyrir á hverri stöð. Hluti af leiknum var að finna stöðvarnar og svo las einn félagi hópsins upp þá spurningu sem var á hverri stöð og allir hjálpuðust að við að finna rétt svar og merkja inn á svarblaðið. Meðal ann- ars var spurt hverjir hefðu gegnt embætti forseta ís- lands, hvað litirnir í fána Morgunblaðið/Árni Sæberg Arnþór Ies upp spurningu á einni stöð ratleiksins, fyrir hópinn sinn. Daníel fylgist með. okkar táknuðu, hvernig fyrsta línan í þjóðsöngnum hljóðaði, hvar Jón Sigurðsson hefði fæðst og hvaða land- vættir prýddu skjaldamerk- ið. Krakkarnir hlupu á milli stöðva, sem þeim tókst merkilega vel að finna þrátt fyrir snjókomuna, og leystu samviskusamlega þær þraut- ir sem urðu á vegi þeirra. Þau virtust vel að sér í þjóð- legum fróðleik því svör við spurningunum vöfðust sjaldnast fyrir þeim. Tónlist fyrir alla Eftir ratleikinn fóru þau inn í hlýjuna þar sem stján Kristján Eldjárn gítarleikari tók á móti þeim og spilaði fyrir þau bæði á klassískan gítar og rafmagnsgítar. Dag- skrá hans nefndist tónlist fyr- ir alla og kynnti hann meðal annars þjóðlög og aðra þjóð- lega tónlist fyrir börnunum. Það hefði mátt heyra saumnál dettaþegar Kristján hafði mundað gítarinn og bjó sig undir að hefja leikinn og horfðu ki-akkamir á og hlust- uðu af miklum áhuga og inn- lifun. Sum þeirra sögðust sjálf eiga gítar og hver veit nema einhveijir litlir tilvon- andi gítarsnillingar hafi leynst meðal áheyrenda í gær. Skrúðganga og ætljarð- arsöngvar Um hádegisbil var svo marserað í skrúðgöngu um íþróttahúsið. Þar hófst svo fjöldasöngur og sungu börn- in fjölmarga ættjarðar- söngva og aðra góða íslenska söngva sem þeim hafa verið kenndir. Meðal söngva sem börnin sungu voru Island ögrum skorið, Hver á sér fegra föð- urland, Yfir voru ættarlandi og Land míns föður. Það var mál bæði kennara og nemenda að vel hefði tek- ist til og að þetta hafi verið skemmtilegur dagur. Krakk- arnir sögðu ratleikinn hafa verið mjög skemmtilegan og að þau hafi lært mikið. Samt sögðu sumir að það hefði eig- inlega verið ennþá skemmti- legra að komast inn í hlýjuna og fá að hlusta á gítarleikinn og syngja. Hafnarfjördur BÆJARSTJÓRN Hafnar- fjarðar hefur, að tillögu skipu- lags- og umferðarnefndar bæjarins, samþykkt að aftur- kalla tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðisins í Hellna- hrauni, sem nefndin hafði látið vinna og bæjarstjómin hafði samþykkt og sent til kynning- ar hinn 7. nóvember sl. Ástæða afturköllunarinnar er kröftug mótmæli forsvarsmanna fyrir- tækja á svæðinu. „Það sem við vorum óánægðir með var að það var búið að skipuleggja okkur burtu af svæðinu. Við vissum ekki af því fyrr en búið var að hengja skipulagið upp,“ sagði Haraldur Ólason, for- stjóri málmendurvinnslunnar Furu í samtali við Morgun- blaðið. „Það var ekki haft samráð við okkur um gerð þessa deil- iskipulags, þess vegna urðu menn klumsa við þegar þetta var hengt upp til kynningar," sagði Haraldur. Hann sagðist hafa gert kröftugar athuga- semdir og þær hefðu verið teknar til greina. „Við vorum hreinlega ekki inni á skipulag- inu. Það var búið að brytja lóð- ina sem við erum á í sex lóðir. Gámaþjónustan, sem er að byggja heilmikið á svæðinu, var komin út af líka. Við töld- um okkur ekki geta unað því að sitja hér með deiliskipulag ofan á okkur, sem við vorum ekki með á. Nú er búið að Deiliskipulagstillaga í Hellnahrauni dregin til baka „Var búið að skipuleggja okkur burt af svæðinu“ kippa þessu í liðinn og það á að breyta þessu þannig að ég vona að við fáum góða lend- ingu í þessu máli,“ sagði Haraldur. Önnur fyrirtæki á svæðinu, sem einnig þótti að sér þrengt voru t.d. malbikunarstöð Hlaðbæjar-Colas og steypu- stöð. Brugðumst hratt við Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástæða þess að deilis- kipulagstillagan var dregin til baka úr kynningu væri sú að uppi hefðu verið hugmyndir um að flokka svæðið niður eft- ir tegundum atvinnustarfsemi. „Menn veltu fyrir sér þeim möguleikum hvort það gæti orðið um það að ræða að ákveðin fyrirtæki mundu færa sig um set á einhverjum tíma- punkti í framtíðinni. Síðan þegar þetta er lagt fram, komu að máli við okkur forráðamenn fyrirtækjanna og töldu að efni deiliskipulagstillögunnar, eins og hún væri lögð upp, væri ekki í þeim anda að þeir gætu fellt sig við hana. Þá brugð- umst við í raun og veru hratt við, drógum þetta til baka og viljum með þessum fyrirtækj- um leggjast á eina sveif um að þetta geti gengið þannig upp að eins mikil sátt ríki um deil- iskipulagið milli þessara fyrir- tækja og bæjarins eins og hægt er,“ sagði Magnús. Magnús sagði að meðan á skipulagsvinnunni stóð hefði verið talað við einstök fyrir- tæki um þennan möguleika, sem tillagan gerði ráð fyrir, en ekki hefði komið fram sérstak- ur áhugi hjá þeim að flytja starfsemi sína annað. Um það hvort fyrirtækin hefðu verið skipulögð út af svæðinu sagði Magnús að á vissan hátt mætti segja að sú tillaga sem var lögð fram hafi gert ráð fyrir breyt- ingum á lóðamörkum og öðru miðað við þá tillögu og þau lóðamörk sem fyrirtækin búa við í dag. „Hins vegar má segja að í greinargerð, sem lögð var fram með tillögunni, var rætt um að ekki væru áform um að starfsemin mundi verða færð annað.“ Magnús sagði að bærinn hefði fallist á athugasemdir fyrirtækjanna. „Við teljum að hægt sé að leysa málið á þann hátt að allir geti vel við unað. Skipulagshöfundar ásamt skipulagsyfirvöldum hér mátu stöðuna hér eftir þessar at- hugasemdir að það væri eðli- legra að draga tillöguna til baka strax heldur en að fara í kynningarferil og fá þar at- hugasemdir, sem í raun voru þegar komnar fram hjá fyrir- tækjunum. Miklu eðlilegra væri að viðurkenna það að það væri hægt að fara aðra leið og ná lendingu sem þjónaði hags- munum fyrirtækjanna og bæj- aryfirvalda." Eðlileg viðbrögð við athugasemdunum Um hvort ekki hefði verið eðlilegt að kalla eftir athuga- semdum fyrirtækjanna og vinna í samráði við þau áður en tillagan var afgreidd af bæjar- stjóminni og lögð fram til kynningar, sagði Magnús: „Ég get alveg viðurkennt það og sagt að þetta er ekki venjan að deiliskipulag sé dregið til baka. Hins vegar voru þetta mjög eðlileg viðbrögð bæjaryf- irvalda þegar athugasemdir komu fram því menn skulu átta sig á því að ferillinn var al- veg eðlilegur og fyrh-tækin höfðu alveg möguleika á að koma fram með sínar athuga- semdir. Kynningarfrestur var ekld liðinn, hann var rétt að hefjast. En í stað þess að lengja þann tíma sem það tæki að geta hafið vinnu með fyrir- tækjunum var eðlilegra að taka þetta til baka, vinna hratt og vel í samvinnu við fyrirtæk- in og aðila á svæðinu þannig að við gætum komið svæðinu sem fyrst í úthlutun." Magnús sagði að kostnaður bæjarins vegar þessa yrði ekki mikill. „Þetta tefur skipulag- svinnuna um einhveijar vikur en að öðru leyti á kostnaður ekki að vera mikill fyrir bæjar- sjóð. Við erum að bregðast hratt við kröftugum athuga- semdum fyrirtækjanna og ég held að við séum ekkert minni menn fyrir.“ Heimavinna ekki unnin „Þessi vinnubrögð eru með ólíkindum,“ sagði Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði. „Þetta er örugglega í fyrsta skipti sem sveitarfélag stend- ur frammi fyrir því að þurfa að kippa til baka skipulagstillög- um, sem eni í kynningu. Menn hafa greinilega alls ekki unnið sína heimavinnu; þ.e. að vinna þetta í samvinnu og samráði við þá aðUa, sem eru á svæð- inu. Það hefur komið berlega í Ijós. Það er búið að kosta til heilmiklum fjármunum í þessa hluti og nú standa menn frammi fyrir því að þurfa að taka þetta mál upp á nýtt. Eft- ir stendur auðvitað spuming- in: hvernig atvinnurekstur vilja mann hafa á þessu svæði ef menn eru að tala um að þarna eigi að vera þrifalegri rekstur í næsta nágrenni við íbúðarbyggð.“ Lúðvík sagði að máhð hefði verið þannig kynnt í bæjar- stjórn að það hefði verið unnið í samráði við fyrirtækin og enginn ágreiningur væri uppi. Hann sagði að málið væri til mai-ks um flumbrugang þehTa sem færu með yfirstjórn og ábyrgð í skipulagsstjórn í bænum. „Við vísum þessu al- farið yfir á meirihlutann. Það var hann sem lagði þetta svona fyrir.“ Með samþykkt bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar á bæjar- stjórnarfundi hinn 25. nóvem- ber var samþykkt að draga tillöguna til baka og jafnframt að fela skipulagsnefnd að vinna nýja deiliskipulagstil- lögu, sem kynna á bæjarstjórn hinn 18. janúar næstkomandi. h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.