Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 86
MORGUNBLAÐIÐ
86 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
GOfifR
SAMAN
Á EINUM
STAÐ!
n
x
»
OPNUM VÍ0
REVKJANESBRAUT
4. DES!
Korner Hárgreiðslustofa
Bæjarlind 14-16
200 Kópavogur
Sími: 544 4900
liý hárgreiðslustofa
f Bæjariind
Byrjum að taka við
pöntunum í síma 544 4900
á morgun fÖStudag 3. des. Freyja • Gagga • Fanney • Ester
FÓLK
MYNPBONP
Alvöru-
þrungin
lögfræði-
mynd
Málsóknin
(A CivilAction)
Drama
★★
Leikstjórn og handrit: Steven Za-
illian. Byggt á bók Jonathan Harr.
Aðalhlutverk: John Travolta,
Robert Duvall og Catherine Quin-
lan. (110 mín.) Bandaríkin. CIC-
myndbönd 1999. Öllum leyfð.
MÁLSÓKNIN er byggð á sann-
sögulegri bók Jonathan Harr sem út
kom fyrir nokkrum árum og sagði frá
málshöfðun á hendur stórfyrirtæki
sem sakað var um að menga neyslu-
vatn smábæjar með krabbameins-
valdandi efnum.
Bókin vakti mikla
athygli og er aug-
ljóst að leikstjóri
myndarinnar og
handritshöfun-
dur, Steven Zailli-
an (sem skrifaði
Lista Schindlers),
nálgast efnið með
alvörubrag. Mikl-
A CIVIL ACTION
ir leikarar eru kallaðir til og umgjörð
myndarinnar vönduð í alla staði. Um-
fjöllunarefnið er áhugavert og sagan
innihaldsrík en megináhersla hennar
er að varpa ljósi á þau gróðasjónar-
mið sem ráða hinu svokallaða réttar-
kerfi. Hins vegar skilar efnið sér ekki
nógu vel í útfærslu kvikmyndarinnar
sem er heldur daufleg og líður fyrir
ótrúverðugan leik Johns Travolta.
Honum fer betur að leika töffara og
diskópinna en framagosa í tilvistar-
kreppu. Myndin sýnir þó heilindi
gagnvart efni sínu og hefur því tals-
vert fram að færa.
Heiða Jóhannsdóttir
Ljúfsár
sveitasaga
Dansinn dunar
(Dancing at Lughnasa)
U r a m a
★★
Leikstjóri: Pat O’Connor. Handrit:
Frank McGuinnes. Aðalhlutverk:
Meryl Streep, Catherine McCor-
mack og Darrell Johnston. (91 mín.)
Irland/Bandaríkin. Háskólabíó,
1999. Öllum leyfð.
ÞESSI Ijúfsára saga af sambýli
fimm systra í írsku sveitaþorpi er
byggð á verðlaunaleikriti eftir Bri-
an Friel. Eg hef ekki séð eða lesið
leikritið en þó grunar mig að eitt-
hvað hafi farið úrskeiðis við færslu
sögunnar yfir í
kvikmyndaform.
Persónusköpun-
in er mjög góð
og umhverfið
heillandi, en eitt-
hvað vantar upp
á framrás sög-
unnar, sem er
afmörkuð með
fremur mis-
heppnaðri rammafrásögn. Sögu-
maðurinn er írskur maður sem
minnist eftirminnilegs sumars frá
æskuárunum, þar sem hann ólst
upp með móður sinni og frænkum.
Lífsbaráttan var hörð, en þó ekki
langt í kætina í hjörtum kvenn-
anna. Kvikmyndin er fyrst og
fremst áhugaverð vegna fallegrar
kvikmyndatöku og afbragðsgóðrar
frammistöðu allra leikaranna en
meðal þeirra má telja Meryl
Streep, sem veldur írska hreimn-
um áreynslulaust. Sagan er ljúf en
í hana vantar einhverja fyllingu.
Heiða Jóhannsdóttir