Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 86
MORGUNBLAÐIÐ 86 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 GOfifR SAMAN Á EINUM STAÐ! n x » OPNUM VÍ0 REVKJANESBRAUT 4. DES! Korner Hárgreiðslustofa Bæjarlind 14-16 200 Kópavogur Sími: 544 4900 liý hárgreiðslustofa f Bæjariind Byrjum að taka við pöntunum í síma 544 4900 á morgun fÖStudag 3. des. Freyja • Gagga • Fanney • Ester FÓLK MYNPBONP Alvöru- þrungin lögfræði- mynd Málsóknin (A CivilAction) Drama ★★ Leikstjórn og handrit: Steven Za- illian. Byggt á bók Jonathan Harr. Aðalhlutverk: John Travolta, Robert Duvall og Catherine Quin- lan. (110 mín.) Bandaríkin. CIC- myndbönd 1999. Öllum leyfð. MÁLSÓKNIN er byggð á sann- sögulegri bók Jonathan Harr sem út kom fyrir nokkrum árum og sagði frá málshöfðun á hendur stórfyrirtæki sem sakað var um að menga neyslu- vatn smábæjar með krabbameins- valdandi efnum. Bókin vakti mikla athygli og er aug- ljóst að leikstjóri myndarinnar og handritshöfun- dur, Steven Zailli- an (sem skrifaði Lista Schindlers), nálgast efnið með alvörubrag. Mikl- A CIVIL ACTION ir leikarar eru kallaðir til og umgjörð myndarinnar vönduð í alla staði. Um- fjöllunarefnið er áhugavert og sagan innihaldsrík en megináhersla hennar er að varpa ljósi á þau gróðasjónar- mið sem ráða hinu svokallaða réttar- kerfi. Hins vegar skilar efnið sér ekki nógu vel í útfærslu kvikmyndarinnar sem er heldur daufleg og líður fyrir ótrúverðugan leik Johns Travolta. Honum fer betur að leika töffara og diskópinna en framagosa í tilvistar- kreppu. Myndin sýnir þó heilindi gagnvart efni sínu og hefur því tals- vert fram að færa. Heiða Jóhannsdóttir Ljúfsár sveitasaga Dansinn dunar (Dancing at Lughnasa) U r a m a ★★ Leikstjóri: Pat O’Connor. Handrit: Frank McGuinnes. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Catherine McCor- mack og Darrell Johnston. (91 mín.) Irland/Bandaríkin. Háskólabíó, 1999. Öllum leyfð. ÞESSI Ijúfsára saga af sambýli fimm systra í írsku sveitaþorpi er byggð á verðlaunaleikriti eftir Bri- an Friel. Eg hef ekki séð eða lesið leikritið en þó grunar mig að eitt- hvað hafi farið úrskeiðis við færslu sögunnar yfir í kvikmyndaform. Persónusköpun- in er mjög góð og umhverfið heillandi, en eitt- hvað vantar upp á framrás sög- unnar, sem er afmörkuð með fremur mis- heppnaðri rammafrásögn. Sögu- maðurinn er írskur maður sem minnist eftirminnilegs sumars frá æskuárunum, þar sem hann ólst upp með móður sinni og frænkum. Lífsbaráttan var hörð, en þó ekki langt í kætina í hjörtum kvenn- anna. Kvikmyndin er fyrst og fremst áhugaverð vegna fallegrar kvikmyndatöku og afbragðsgóðrar frammistöðu allra leikaranna en meðal þeirra má telja Meryl Streep, sem veldur írska hreimn- um áreynslulaust. Sagan er ljúf en í hana vantar einhverja fyllingu. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.