Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 84
84 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Frá A til O Hljómsveitin 8-villt leikur fímmtudags- og föstudagskvöld á Kaffí Reykjavík. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fímmtudagskvöld heldur Kombóið tónleika kl. 22. Kombóið eru Ellen Kristjánsdóttir, Birgir Baldursson, Eð- varð Lárusson og Þórður Högnason. Um helgina verður Diskótek Skugga-Baldurs. ■ ARSEL Á laugardagskvöld verður dansleik- ur fyrir fatlaða frá kl. 20-23. Hljómsveitin Geirfuglarnir leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir er 500 kr. Allir 13 ára og eldri velkomnir. ■ ÁSGARÐUR v/Glæsibæ Á fímmtudag- skvöld er bingó kl. 19.15. Á laugardagskvöld verður harmonikuball kl. 22. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi ásamt gestaspilurum úr Félagi harmon- ikuunnenda á Suðurnesjum. Á sunnudag- skvöld er dansleikur frá kl. 20. Caprí-tríó leik- ur. ■ BROADWAY Á föstudagskvöld verður söngdagskráin Sungið á himnum en þessi sýn- ing er flutt í minningu látinna listamanna. Flytjendur eru Karlakórinn Fóstbræður, Pálmi Gunnarsson, Guðbergur Auðunsson, Guðrún Árný Karlsdóttir og Kristján Gísla- son. Hljómsveitin Sixties leikur fyrir dansi. Á laugardagskvöld er síðan Bee Gees-sýningin þar sem fímm strákar flytja þekktustu lög Gibb-bræðra. Strákarnir heita Kristinn Jóns- son, Davíð Olgeirsson, Kristján Gíslason, Kristbjörn Helgason og Svavar Knútur Karls- son. Hljómsveit Rúnars Júh'ussonar leikur fyrir dansi í aðalsal og Lúdó sextett og Stefán leika fyrir dansi í Ásbyrgi. ■ CAFÉ AMSTERDAM Hljómsveitin Bylting frá Akureyri leikur íostudags- og laugardags- kvöld. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanóleikarinn Joseph O’Brian leikur öll kvöld. Hann leikur einnig fyrir matargesti Café Óperu. ■ CATÁLÍNA , Hamraborg Á föstudags- og laugardagskvöld leika Bara tveir fyrir dansi. ■ EINAR BEN Á fimmtudagskvöld leikur Kvartett Þóru Grétu djass frá kl. 22. Kvart- ettinn skipa: Þóra Gréta, Óskar Einarsson, Páll Pálsson og Ásgeir Óskarsson. ■ FJÖRUKRAIN Píanóleikarinn Jón Möller spilar á píanó ljúfa tóna fyrir matargesti. Fjörugarðurinn: Víkingasveitin syngur fyrir matargesti. Dansleikur föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fímmtudags- og fóstudagskvöld leikur hljómsveitin Skítamór- all og á laugardagskvöld tekur Buttercup við. Á sunnudagskvöld verður dónakallinn Bjarni Tryggva og á mánudagskvöld ætla Geir Ólafs & Furstarnir að leika. Á þriðjudagskvöld verð- ur útgáfuteiti hjá hljómsveitinni Frogs en hana skipar m.a. gamli Gauksvinurinn Gunnar Bjarni. Á miðvikudagskvöld verða Jólatón- leikar Kiss haldnir. Snyrtilegur glysklæðnað- ur æskilegur. _ ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Tónlistarmaður- inn Gunnar Páli leikur iyrir matargesti frá kl. 9-23 fimmtudags-, fóstudags- og laugardags- kvöld. Á efnisskránni eru gömul og hugljúf lög. ■ GRINDAVÍK Hljómsveitin Buttercup verð- ur með dansleik fóstudagskvöld en hljómsveit- in hefur nýverið gefið út geisladiskinn Allt á útsölu. ■ GULLÖLDIN Hljómsveitin Sælusveitin leikur föstudags- og laugardagskvöld. Boltinn á breiðtjaldi, stór á 350 kr. ■ HÓTEL SAGA Á föstudags- og laugardags- kvöld verða jólahlaðborð og skemmtiatriði í Súlnasal. Örn Árnason, Egill Ólafsson, Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Pálsson koma fram. Dansleikur með hljómsveitinni Saga Klass frá kl. 23.30. Miðaverð 1.000 kr. ■ IN GÓLFSKAFFI, Ölfusi Hljómsveitin Land og synir leikur laugardagskvöld og kynnir breiðskífu sína Herbergi 313. ■ KAFFI REYKJAVIK Á fimmtudags- og fóstudagskvöld leikur hljómsveitin 8-villt. Á miðvikudagskvöld leikur síðan hljómveitin Hálft í hvoru. ■ KRINGLUKRÁIN Á föstudags- og laugar- dagskvöld leikur hljómsveitin Taktík og á sunnudagskvöld leika þeir Ómar Driðriksson og Halldór Halldórsson. ■ LEIKHÚSKJALLARINN Á iostudags- og laugardagskvöld þeytir Leroy Johnsson skíf- um. ■ LIONSSALURINN Auðbrekku 25, Kópa- vogi Á fimmtudagskvöld heldur áhugahópur um línudans dansæfingu kl. 21. Elsa sér um tónlistina. Allir velkomnir. ■ LUNDINN, Vestmannaeyjum Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Fiðr- ingurinn. ■ NAUSTIÐ er opið alla daga frá kl. 18 íyrir matargesti. Boðið er upp á jólahlaðborð í hádeginu og á kvöldin. Reykjavíkurstofa er opin frá kl. 18. Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon fí’á Englandi leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ NAUSTKRÁIN Á föstudags- og laugardags- kvöld jeikur hljómsveitin Vírus frá kl. 23-3. ■ NJÁLSSTOFA Á föstudags- og laugardags- kvöld Ieikur Njáll úr Vikingband. Ókeypis að- gangur. ■ NÆTURGALINN Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms leika og syngja fóstudags- og laugardagskvöld. Á sunnudagskvöld er síðan kántríkvöld með Viðari Jónssyni. ■ ODD-VITINN, Akureyri Á fóstudagskvöld leikur hljómsveitin 2 heimar og á laugardags- kvöld leikur hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar. ■ PÉTURS-PÖBB Á fóstudags- og laugar- dagskvöld leikur tónlistarmaðurinn Rúnar Þór. Opið til kl. 3. Boltinn á breiðtjaldi, stór 350 kr. Matur til kl. 21.30 öll kvöld. ■ PUNKTURINN, Laugavegi 73. Hljómsveit- in Hersveitin leikur föstudags- og laugardags- kvöld. ■ RÁIN, Keflavík Hljómsveitin Hafrót leikur fóstudags- og laugardagskvöld. ■ SJALLINN, Akureyri Hljómsveitin Papar leikur laugardagskvöld. ■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík Á fóstudagskvöld leikur hljómsveitin Papar. ■ SKUGGABARINN Á föstudags- og laugar- dagskvöld verður húsið opnað kl. 23.30 vegna jólahlaðborðs á Borginni. Eftir miðnætti kost- ar 500 kr. inn og það er 22 ára aldurstakmark. Plötusnúðar eru Nökkvi og Áki. ■ VITINN, Sandgerði Á föstudags- og laugar- dagskvöld verður jólahlaðborð. Mjöll og Skúli spila fyrir dansi til kl. 3. ■ WUNDERBAR Á fímmtudagskvöld leika Pétur Jesús og Matti Regge. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur Dj. Le Chef, á þriðju- dagskvöld Ieikur dúettinn Gullið í ruslinu og á miðvikudagskvöld Ieika þeir Ingvar V. og Gunni Skímó. I sama hryn og hljómi TONLIST Geisladiskur BMX BMX, geislaplata Ensími. Ensími eru Hrafn Thoroddsen, Jón Örn Arnarson, Kjartan Róbertsson og Franz Gunnarsson. Að auki koma fram á plötunni Friðþjófur Sigurðs- son og Þórður Högnason. Öll lög og textar eru eftir Ensími. Dennis gef- ur út en Skífan dreifir. ÁR ER síðan Ensími gaf út frum- raun sína, Kafbátamúsík. Með þeirri plötu vakti hljómsveitin athygli fyrir kraftmikið rokk, vandað, og hefur síðan notið nokkurra vinsælda. Önn- ur geislaplata sveitarinnar kom út £yrir skemmstu og hefur hún hlotið nafnið BMX. Ensími er sem fyrr mikil gítarhljómsveit, tregafullar, jafnvel þunglyndislegar laglínur og rafmagnsgítarar Franz og Hrafns eru aðal tónlistarinnar, sem er að grunni bandarísk, poppað grugg í anda Foo Fighters undir áhrifum frá sveitum á borð við Sonic Youth, og Smashing Pumpkins og bresku neð- anjarðarrokki. Þetta hanastél heppnast að miklu leyti vel líkt og á fyrri plötu sveitarinnar, margir góð- ir sprettir eru á geisladisknum. T.d. í Hreinum viðbjóði og Tungubrögðum þar sem gítararnir og oft hrein rokk- keyrsla fá að njóta sín, sem og í tregafyllri lögum plötunnar t.a.m. Heimsk um ból og Böstuðum í tollin- um, sem sennilega er besta lag plöt- unnar, með mjög svo breskum áhrif- um. Textar eru ágætir, allir á íslensku og falla vel að lágt stemmdri tónlist- inni þótt á nokkrum stöðum mætti huga betur að málfræði. Hljóðfæra- leikur er ágætur, einkum eiga gítar- leikarar sveitarinnar hrós skilið, skila sínu vel og af krafti og er sam- spil þeirra afar gott, trommuleikur hins vegar er einhæfur og þungur rokkhrynurinn er oft fullþungur fyr- ir rólegri lögin. Sveitin er einum meðlimi færri í þetta sinnið, enginn hljómborðsleikari fylgir sveitinni nú, en spillir ekki. Smekklegar hljóm- borðsforritanir og gítarsúpa bæta fyrir þetta og hljómar heildin ekki síður en á síðustu plötu. Það sem á hinn bóginn að mati undirritaðs truflar eyrað er of margt, útsetningar hafa lítið þróast frá Kafbátamúsík, á þeirii plötu mátti skrifa flatneskju í útsetningum á ungan aldur sveitarinnar en lítið hefur breyst og því miður er lítið af nýjum hugmyndum. Bæði í laga- smíðar og útsetningar vantar líf, kannski er ástæðan sú að erfitt er að bera geislaplötu uppi með tveimur rafmagnsgíturum, hryntvíeykið leggur lítið til málanna og ef til vill er ár of stuttur tími til að semja efni á heila geislaplötu. A.m.k. kemur ekk- ert á óvart á BMX og þótt bestu lög- in hljómi vel þá kafna þau í ein- hljóma graut, sífellt sama hryn og hljómi. Fleira má tína til, t.d. ei-u áhrif á stundum vandræðalega sterk, t.a.m. Sonic Youth-leg byrjun á laginu Böstaður í tollinum og lagið Heimsk um ból sem gæti i upphafi sem best verið b-hlið frá bresku poppsveitinni Depeche Mode, það lag verður og afar þreytandi við end- urtekna hlustun því grípandi milli- kafli í því er mikið ofnotaður. Einnig mætti Hrafn, söngvari sveitarinnar nýta rödd sína á fleiri vegu en hann hefur hingað til gert sem hann ef- laust getur. Ef BMX væri byijendaverk mætti líkt og með Kafbátamúsík skrifa vankanta á aldur hljómsveitarinnar og að enn ætti eftir að sh'pa hana. En svo er ekki í þetta sinnið, BMX er önnur plata sveitarinnar og hefðu meðlimir hennar átt að leggja sig í líma við að vanda til verksins og sanna sig sem ein fremsta rokk- hljómsveit landsins. Engin skömm er að því að taka tvö eða þrjú ár í að gera geislaplötu ef vel á að vera, einkum ef tónlistin er ekki atvinna tónlistarmannanna líkt og yfirleitt er hjá íslenskum rokkhljómsveitum. Þetta hefði Ensími að öllum líkind- um átt að gera og hefði afraksturinn kannski orðið betri fyrir vikið. Gísli Árnason Jassvika Múlans Djass frá Eistlandi ANNAÐ kvöld, föstudagskvöldið 3. desember, verður djasskvöld á Múl- anum í tengslum við Djassvikuna,en Múlinn hefur aðsetur sitt í Sölvasal Sólons íslandusai'. Erlendir gestir frá Eistlandi munu spila; söngkonan Margot Kiis, básúnuleikarinn Kaldo Kiis og píanóleikarinn Jan Alavera. Einnig leika með þeim tveir íslend- ingar, þeir Stefán Ingólfsson á bassa og Benedikt Brynleifsson á tromm- ur. Efnisskrá tónleikanna er með öllu ókunn en þeim mun foi"vitnilegri fyi-ir vikið. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Ekkert „wesen“ BJÖRN Thoroddsen gítarleikari mun standa fyrir djasstónleikum á Múlanum á laugardagskvöld undir nafninu Ekkert „wesen“, en þar mun hann flytja tónlist eftir Wes Mont- gomery. Gítarleikarinn Wes Montgomery er þekktur bandarískur gítarleikari sem braut blað í djassgítarsögunni kringum miðja öldina. Ásamt Birni leika Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Tón- leikarnir hefjast kl. 21. Raggi Bjarna á Múlanum SÍÐASTA djasskvöldið í Djassviku Múlans er á sunnudagskvöld, 5. des- ember. Þá mun Ragnar Bjarnason, eða Raggi Bjarna eins og flestir þekkja hann, þenja djassraddbönd- in. Raggi Bjarna er kannski ekki þekktastur fyrir að syngja djass en þó hefur hann brugðið fyrir sig djassfætinum endrum og eins. Ásamt Ragga spila Ástvaldur Traustason píanóleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari. Tónleik- arnirhefjast kl. 21. Glœsilegtúrval af dömu~ og fierrasloppum. Jólasendingin komin. 6ullbrá SENDUM I POSTKRÖFU Nóatúni 17 - Sími 562 4217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.