Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
SAMKOMULAG hefur náðst milli
stjórnar Básafells hf. og heima-
manna á Suðureyri um yfírtöku á
rekstri félagsins á staðnum. Hópur
heimamanna á Flateyri á einnig í við-
ræðum við Básafell um að taka við
rekstri félagsins þar og er gert ráð
fyrir að farin verði svipuð leið og far-
in var á Suðureyri.
Eins og greint hefur verið frá í
fréttum hefur stjóm Básafells hf.
ákveðið að hætta starfsemi á Flat-
eyri og Suðureyri um næstu áramót
og sagt öllu starfsfólki sínu á þessum
stöðum upp störfum. Á stjórnarfundi
Básafells hf. hinn 26. nóvember sl.
var Guðmundi Kristjánssyni fram-
kvæmdastjóra fahð að taka upp við-
ræður við heimamenn á Isafirði,
Flateyri og Suðureyri með það að
markmiði að stokka upp rekstur
Básafells hf. með þátttöku heima-
manna.
Treystum á heimamenn
í hráefnisöflun
Uppsagnir á Suðureyri voru þann-
ig dregnar til baka og hafa heima-
menn náð samkomulagi við stjórn
Básafells um að taka yfír rekstur fé-
lagsins á staðnum. Óðinn Gestsson,
forsvarsmaður heimamanna, sagðist
í samtali við Morgunblaðið í gær ekki
geta upplýst hverjir það væru sem að
kaupunum stæðu en það væru að
Flateyringar
hyggjast yfírtaka
rekstur Básafells
á staðnum
mestu leyti heimamenn. Hann sagði
að stofnað yrði nýtt félag sem keypti
eignir Básafells á Suðureyri, meðal
annars fiskvinnsluhús með tilheyr-
andi tækjum og bát með 242 tonna
kvóta í þorskaflahámarki. Ennfrem-
ur yrði treyst á heimamenn við öflun
hráefnis. „Úgerð á Suðureyri byggist
að miklu leyti á smábátum og við
treystum á að þeir landi hjá okkur,
eins og þeir reyndar hafa mikið gert
til þessa. Líklega hafa um 70% af afl-
anum komið til vinnslu á staðnum.
Við höfum fulla trú á að hér sé hægt
að reka fiskvinnslu og hér er mikið af
bjartsýnu fólki. Hér eru hins vegar
einnig margir sem hreinlega trúa
ekki enn hvernig staða er komin
upp,“ sagði Óðinn.
Hópur heimamanna á Flateyri átti
í gær í viðræðum við forsvarsmenn
Básafells um að yfirtaka rekstur
fiskverkunar félagsins á staðnum en í
gær var ekki ljóst hvað í kaupunum
fælist að sögn Hinriks Kristjánsson-
ar, framleiðslustjóra Básafells hf. á
Flateyri, en hann var í forsvari
SJÁLFSTYRKING
K V E N N A
BÓK SEM ÆTLUÐ ER
KONUM Á ÖLLUM
ALDRI
Louise L. Hay er höfundur
18 metsölubóka, þar á meðal
HjáJpaðu sjálfum þér.
Bókin Sjálfstyrking kvenna er
leiðarvísir til velgengni í lífinu fyrir
allar konur.
Fæst í öllum helstu bókaverslunum.
LEYNDARDOMAR
STJATUnAT A
JAMES
Hinrik Kristjánsson, vinnslustjóri Básafells á Flateyri.
þingimaður og fyrrverandi stjórnar-
formaður Kambs, tók í sama streng.
„Við fórum inn í þessa sameiningu
með mikilli bjartsýni og bundum
miklar vonir við hana. Þær hafa ekki
gengið eftir og ástandið er einfald-
lega hörmulegt," sagði Einar.
Ekki farin að örvænta
Ágústa Guðmundsdóttir, formað-
ur Verkalýðsfélagsins Skjaldar á
Flateyri, sagði heimamenn enn halda
í þá von að rekstri Básafells yrði
haldið óbreyttum áfram undir nýrri
stjóm. Hún sagði 45 starfsmenn
Básafells á Flateyri í verkalýðsfélag-
inu og það væri stór biti að kyngja
yrði þetta fólk svipt atvinnunni. Hún
sagði atvinnuástandið á Flateyri gott
þessa dagana þótt stöðvun á rekstri
Skelfisks ehf. síðastliðið haust hefði
verið nokkurt áfall. „Básafell er
vissulega stærsti atvinnurekandinn á
staðnum en fjölmargir fá vinnu hjá
minni fyrirtækjum sem ganga í flest-
um tilfellum vel. Við erum að minnsta
kosti ekki farin að örvænta ennþá og
vonum svo sannarlega að rekstri
fiskvinnslu Básafells verði haldið
áfram hér á staðnum,“ sagði Ágústa.
Skrifstofa NEAFC
AÐALSKRIFSTOFA Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar
(NEAFC) var formlega opnuð í
London meðan á aðalfundi nefnd-
arinnar stóð nú í vikunni en sam-
tökin hafa hingað til ekki haft þak
yfir höfuðið. Arni M. Mathiesen,
sjávarútvegsráðherra, segir mikil-
vægt fyrir NEAFC að hafa slíka
aðstöðu, enda veiðar á um-
ráðasvæði samtakanna orðnar
miklar og samráð um hvernig
staðið skuli að veiðunum nauðsyn-
legt. Á myndinni eru nokkrir sjáv-
arútvegsráðherrar aðildarríkja
NEAFC við opnun aðalskrifstof-
unnar, f.v. Simon Olsen, sjávar-
útvegsráðherra Grænlands, Árni
opnuð
M. Mathiesen, sjávarútvegsráð-
herra Islands, Franz Fischler, yf-
irmaður sjávarútvegsmála
Evrópusambandsins, Elliot Mor-
ley, sjávarútvegsráðherra Bret-
lands, Peter Angelsen, sjávar-
útvegsráðherra Noregs, og Jörgen
Niclasen, sjávarútvegsráðherra
Færeyja.
Pöntunarsímar: GSM 698 3850 og 435 6810. LEIÐÁRLJOS
þeirra sem að kaupunum standa.
Saltfiskvinnsla Básafells hefur eink-
um farið fram á Flateyri, auk lítils-
háttar flakafi-ystingar.
Hinrik sagði að enn væri verið að
kanna hversu mikla getu og stuðning
heimamenn hefðu til að taka rekstur-
inn yfir. Hann sagðist engu að síður
bjartsýnn á að ná góðri lendingu í
málinu.
2.400 tonna kvóti í súginn
Básafell hf. á ísafirði varð til árið
1996 við sameiningu rækjuverks-
miðja Básafells hf. og Rits hf. á ísa-
firði, útgerðarfélaganna Sléttaness
hf. á Þingeyri og Togaraútgerðar
ísafjarðar hf. og útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjanna Norðurtang-
ans hf. á ísafirði og Kambs hf. á Flat-
eyri. Kambur gerði út línubátana
Styrmi, Gylli, Jónínu, Jóhannes Ivar
og Stakk og voru þessir bátar með
samanlagt 1.358 þorskígildistonna
kvóta en alls námu heimildir Kambs
hf. um 2.400 þorskígildistonnum þeg-
ar af sameiningunni varð.
Hinrik, sem áður var fram-
kvæmdastjóri Kambs, sagði það mik-
il vonbrigði hvernig rekstur Bása-
fells hf. hefði þróast. „Við lögðum allt
undir i þessari sameiningu á sínum
tíma og höfðum trú á henni. Sjálfur
er ég þeirrar skoðunar að ákvörðun-
in hafi verið rétt þá. En því miður
hefur reksturinn þróast eins og flest-
um er kunnugt og þau 2.400 tonn sem
við lögðum til við sameininguna er
augljóslega ekki lengur til staðar fyr-
ir okkur að vinna úr. Þessi staða er
sérstaklega sár fyrir Flateyringa í
ljósi þess að þessi eining innan Bása-
fells hefur ekki tapað peningum og
skilað mjög viðunandi afkomu. En
við verðum að horfast í augu við stað-
reyndir og vinna úr því sem við höf-
um úr að spila,“ sagði Hinrik.
Einar Oddur Kristjánsson, al-
Skáldsaga efitir
metsöluhöfund
Celestine handritsins,
James Redfield
* Bókin kemur út á sama tíma hér
og í Bandaríkjunum.
* J. Redfield er einn af
metsöluhöfundum samtímans.
* Leyndardómar Shambala er bók sem
aðdáendur J. Redfield hafa beðið eftir.
Fæst í öllum helstu bókaverslunum.
Um 2.400 tonna kvóti
farinn frá Flateyri
Þjónustuver Símans
OHD7000
Gjaldfrjálst númer
Fylgstu með
símtalskostnaðinum
SIMINN
www.simi.is
Nú er hægt að fylgjast með símtalskostnaði á skjánum á ISDN símtækinu þínu, jafnóðum og talað er.