Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 63
msmsmm 9 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 63 UMRÆÐAN Landgræðsla og alþjóðlegir sáttmálar ALÞJOÐLEGIR sáttmálar hafa marg- vísleg áhrif hér á land- græðslumál sem aðra náttúruvemd hér á landi. Þeim er ætlað að vera ríkjum heims til hliðsjónar við mótun stefnu í umhverfls- vemd. Þeim er m.a. ætlað að vísa veginn við vamir gegn loftslags- breytingum, vemdun landgæða og líffræði- legrar ijölbreytni og leiðir til að tryggja sjálfbæra landnýtingu. Þessir sáttmálar era Is- lendingum ákaflega mikilvægir. Ríó-ráðstefnan vísar veginn Ein veigamesta samþykkt samfé- lags þjóðanna er framkvæmdaáætlun í umhverfis- og þróunarmálum, svo- kölluð Dagskrá 21, sem undirrituð var á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro árið 1992. Rauði þráð- urinn í Dagskrá 21 og þeim alþjóð- legu sáttmálum sem síðan hafa verið gerðir á þessu sviði, er sjálfbær nýt- ing auðlinda. Framkvæmd Dagskrár 21 er á ábyrgð ríkisstjóma og á að vera til viðmiðunar um hvemig haldið er á umhverfismálum í hverju landi. Málefni landnýtingar koma víða við sögu í Dagskrá 21. í 10. kafla er fjallað um skipulag og stjómun lands sem auðlindar. Land er skilgreint í víðum skilningi og innifelur jarðveg og jarðefni, vatn og lífmassa. Mark- miðið á að vera að landið sé notað á sjálfbæran hátt og er hvatt til þess að ríkisstjómir allra þjóðlanda endur- skoði stjórntæki sín með tilliti til þessa. í 12. kafla er fjallað um stjóm- un viðkvæmra vistkerfa, sérstaklega baráttuna gegn myndun eyðimarka. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir Andrés Arnalds rýrnun lands sem enn er í góðu ástandi, án þess þó að vanrækja þau svæði sem þegar era skemmd eða að eyð- ast. Stjóm á landnýt- ingu er talin öflugasta leiðin til að vernda og bæta landkosti. Samofnir sáttmálar Ráðstefnan í Ríó markaði tímamót í um- hverfismálum og lagði grann að nokkrum veigamiklum sáttmál- um sem hafa mikil áhrif hér á landi. Samningur um varnir gegn loftslagsbreytingum Árið 1993 fullgilti Alþingi ramma- samning Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn loftslagsbreytingum af manna völdum. Honum er ætlað að koma á jafnvægi í svokölluðum gróð- urhúsalofttegundum svo loftslag á jörðunni raskist ekki. Meginvandinn stafar af koltvísýringi, sem verður til við brana'á olíu, kolum og gasi, en mun fleiri lofttegundir valda gróður- húsaáhrifum. Mikið af koltvísýringi berst einnig út í andrúmsloftið við eyðingu jarðvegs og gróðurs. Landgræðsla og skógrækt stuðlar að kolefnisbindingu og vegur því á móti útstreymi koltvíoxíðs og ann- arra gróðurhúsalofttegunda. Ein leið íslendinga sem annai'ra þjóða til að mæta skuldbindingum sínum sam- kvæmt sáttmálanum er því að vernda og bæta þær auðlindir sem felast í gróðri og jarðvegi. Sáttmáli um verndun liffræðilegrar fjölbreytni Annar þýðingarmikill sáttmáli, sem Alþingi fullgilti 1994, fjallar um vemdun líffræðilegrar fjölbreytni. Með slíkri fjölbreytni er átt við allt líf, allt frá örveralífi jarðvegsins upp í fugla himinblámans. Landgræðsla hefur allt frá setn- ingu laga um „skógrækt og vamir gegn uppblæstri lands“ áiið 1907 ver- ið eitt veigamesta starf sem unnið er að hér á landi við vemdun og endur- reisn líffræðilegs fjölbreytileika. Með stöðvun jarðvegsrofs er komið í veg fyrir röskun og eyðingu vistkerfa. Með uppgræðslu er stuðlað að endur- reisn glataðra vistkerfa. Fara þarf þó með gát og sáttmálinn felur í sér að fella verður skipulag uppgi-æðslu- starfsins, ekki síst val tegunda, vel að umhverfisaðstæðum og vistft’æðileg- um markmiðum hverju sinni. Sjálfbær nýting gróðurs sem ann- arra náttúraauðlinda er ein helsta leiðin að vemdun líffræðilegs fjöl- breytileika. Nýting lands til beitar hefur mikil áhrif á líffræðilegan fjöl- breytileika, bæði til góðs og ills, allt eftfr ástandi og álagsþoli landsins. Ef land er mjög illa farið er beit yffrleitt til mikils tjóns og getur ýmist flýtt fyrh’ hnignun eða seinkað endumeisn líffræðilegs fjölbreytileika. Samningur um varnir gegn eyðimerkurmyndun Þriðji samningur Sameinuðu þjóð- anna i kjölfar Ríó-ráðstefnunnar er um aðgerðir gegn eyðimerkuimynd- un. Hann tók gildi 1996 og var stað- festur af Alþingi 1997. Á vegum Sam- einuðu þjóðanna er 17. júní ár hvert alþjóðlegur jarðvegsvemdardagur. Samningurinn leggur áherslu á þurrkasvæði jarðar, en hann gefur verðmæta leiðsögn um leiðir til að vinna að verndun landgæða um heim allan. Orðið eyðimörk táknar skóg sem hefur breyst í auðn. Á nokkur þjóð jafn viðeigandi orð yfir slíka glötun Náttúruvernd Mikilvægt er að skoða vel þá gífurlegu mögu- leika sem aukinskóg- rækt og landgræðsla veita, segir Andrés Arnalds, til að breyta koltvísýringi and- rúmsloftsins í lífræn efni til hagsbóta fyrir land og þjóð. landkosta? í Eyðimerkursáttmálan- um kemur m.a. fram áhersla á gerð heildstæðra landgræðsluáætlana, sjálfbæra landnýtingu, hlutverk frjálsra félagasamtaka og samstarf á sviði fræðslu og ráðgjafar. Aðild að sáttmálanum setur Islandi siðferði- legai’ skuldbindingar til að taka á þeirri miklu eyðimerkurmyndun sem hér á sér stað. Við getum mikið lært af þeim fjölmörgu þjóðum sem era að takast á við þennan ógnvald. Eins getum við íslendingar miðlað öðram þjóðum af reynslu okkar af meira en 90 ára landgræðslu- og skógræktar- starfi. Koltvísýringui’ í andrúms- loftí - auðlind á villigötum Aukið landgi’æðslu- og skógrækt- arstarf er ein af leiðunum að markm- iðum allra sáttmálanna. Hvað varðar loftslagssáttmálann er vissulega ár- íðandi að draga úr losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda, m.a. með því að minnka eldsneytis- notkun. Trúverðugleiki Islands í al- þjóðlegum umhverfismálum er jafn- framt undir því kominn að okkur takist að setja skorður við losun gróð- urhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Við getum hins vegar einnig náð hluta af sama takmarki með því a<? binda koltvísýring andrúmsloftsins í gróðri og jarðvegi. Kolefni, einkum í formi koldíoxíðs, er að magni til veigamest þeirra efna sem valda gróðurhúsaáhrifum í and- rúmslofti jarðar. En það má einnig líta á málið frá öðram sjónarhóli. Fijósemi jarðar og þar með fæðu- framleiðsla iýrir stærstan hluta jarð- arbúa grundvallast á þessu sama framefni. Þá er gróður búinn að nema til sín koltvíssýringinn og breyta hon- um í lífræn efni bæði ofan jai’ðar og neðan. Því má segja að koltvísýring- urinn sé í reynd auðlind á villigötum. Með skógrækt og landgræðslu er unnt að binda varanlega gífurlegt magn af kolefni, ekki síst í jarðvegi, og auka þannig frjósemi landsins. Skógrækt er formlega viðurkennd sem leið gagnvart loftslagssáttmálan- um til að draga úr koltvísýringi, en ekki hefur enn tekist að ganga form: lega frá landgræðslu sem bindileið. í þein-i baráttu eigum við þó marga samheija, því flest lönd sem beijast við afleiðingar landhnignunar hafa þar mikilla hagsmuna að gæta. Landgræðsla og skógrækt era öfl- ugar leiðfr til að mæta skuldbinding- um Islands samkvæmt loftslagssátt- málanum og enn frekar ef þjóðj. hagslegt gildi slíkra landbóta er tekið með í reikninginn. Vísbendingar era að koma fram um að hagkvæmni þessara leiða sé jafnvel enn meira en áður var talið. Mikilvægt er að skoða vel þá gífurlegu möguleika sem aukin skógrækt og landgi’æðsla veita til að breyta koltvísýringi andrúmsloftsins í lífræn efni til hagsbóta fyrir land og þjóð. Höfunduv er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins. Sveigjanlegur fasteignalífeyrir ára og eldri f- Fasteignalífeyrir Búnaðarbankans gerir þér kleift að njóta arðsins af lífsstarfinu strax við 65 ára aldur. Eigna lífeyrir Á:|||ÍS||||Á|||| 3t 8S » feí BÚNAÐARBANKINN ER BANKl MENNINGARBORGARINNAR ARIÐ 2000 ® BÚNAÐARBANKINN traustur banki Fáðu nánari upplýsingar ^ í útibúum bankans. Veffang Búnaðarbankans er www.bi.is I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.