Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Þörfin fyrir innan- landsaðstoð er mikil SÍÐASTLIÐIN tvö ár hefur staðið yflr til- raunaverkefni þar sem innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkj- unnar hefur verið end- urskoðuð og mótuð, því verki er nú lokið. Markmiðið var að auka gæði þjónustunnar, gera hana skilvirkari og veita skjólstæðing- um meiri ráðgjöf og sálgæslu en gert hafði verið. Verkefnið var stutt myndarlegum fjárstuðningi Sam- bands íslenskra spari- sjóða sem m.a. gerði stofnuninni kleift að ráða félags- fræðing til starfsins. Starfsemin á þessum tíma hefur einkennst af stöðugum straumi fólks sem leitar til Hjálparstarfsins eftir aðstoð. Fleiri matarpakkar og styrk- ir voru afgreiddir á sl. starfsári en í fyrra og var aukningin um 16% milli ára. Alls voru matarpakkar og styrk- ir til skjólstæðinga 1.547 á sl. starfs- ári. Heildarfjöldi þeirra sem nutu að- stoðarinnar, skjólstæðingar og fjölskyldur þeirra, voru 3.380 ein- staklingar, þar af 1.572 böm. Ef skjólstæðingahópur sl. árs er skoðaður nánar eftir kyni, hjúskap- arstöðu og félagslegri stöðu kemur eftirfarandi í Ijós: Kyn: Konur eru 59,5% en karlar 40,5%. Hjúskaparstaða: Einstæðir foreldrar 37,5% af iáfepnum. Hjón með börn eru 8,8% af hópn- um. Barnlaus hjón eru 7,0% af hópn- um. fyrirtækja sem hafa gefið matvæli. Einnig hafa fjölskyldur með börn á framfæri fengið úttektarkort í versl- unum sem ætluð eru til kaupa á mjólkurvöru o.fl. Þegar talað er um aðstoð árið um kring, er mikilvægt að geta þess að miklum tíma hefur verið varið í að leysa mál skjólstæðinga á heildræn- an hátt, m.a. með því að kanna kjör þeirra og leita lausna. Oft hefur þetta starf verið unnið í samvinnu við aðrar stofnanir og fyrirtæki sem í mörgum tilvikum hefur skilað mjög farsælum lausnum. Þá hefur sýnt sig að fólki er mjög mikilvægt að eiga aðgang að hlutlausum aðila eftir oft erfiða þrautagöngu innan kerfisins, þar sem því virðast allar leiðir lokað- ar. Mikilvægir þættir innanlandsað- stoðar hafa því verið hlustun, hlutt- ekning og að sýna skilning þegar við hefur átt, hvatning og ábendingar. Aðstoð til lengri tíma eitt af áhersluatriðum A tilraunatímabilinu var tekin upp aðstoð til lengri tíma við skjólstæð- inga sem lent höfðu í óvæntum fé- lags- eða fjárhagslegum erfiðleikum orsakir sem varað höfðu um ein- hvern tíma. Orsakir þehra erfiðleika mátti oft rekja til veikinda, dauðs- falla, skilnaðar eða búferlaflutninga en lausnir virtust ekki liggja innan hefðbundinna leiða velferðarkei'fis- ins eða þær of takmarkaðar. í þess- um þætti voru fyrirbyggjandi starf og bamaverndarsjónarmið höfð að Hjálparstarf Hjálparstarf kirkjunnar mun nú fyrir þessi jól, eins og undanfarin ár, segja Jónas Þórisson og Harpa Njáls, veita ------------------------- bágstöddum Islending- um aðstoð í samvinnu við Reykjavíkur- deild RKÍ. leiðarljósi. Helmingur þess hóps sem fékk aðstoð til lengri tíma fékk að- stoð vegna veikinda umsækjanda sjálfs eða barna hans, með þeim af- leiðingum að hann gat ekki stundað vinnu. Rúmlega 10% fengu aðstoð til að ljúka námi og þannig skapa sér betri afkomumöguleika. Auk ráð- gjafar fengu allir matarpakka og eða úttektarstyrk. Aðstoðin varði frá tveimur til sex mánuðum þótt dæmi væru um lengri tíma. Þeir sem nutu þessarar aðstoðar vora í tæplega 70% tilvika einstæðir foreldrar, ein- staklingar í um 20% tilvika og hjón með börn á framfæri íylltu 10% til- vika. Ljóst er að þessi vinna skilaði árangri og fólki fannst það fá mikil- vægan stuðning sem það fékk ekki annars staðar. Hverjir fá aðstoð hjá Hjálparstarfí kirkjunnar? Athyglisverður munur kom fram í samsetningu skjólstæðingahópsins sl. ár. Kom m.a. í ljós að öryrkjar vora stærri hluti umsækjendahóps- ins 11 mánuði ársins en þeim fækkar hlutfallslega í desember vegna þess hve margt láglaunafólk þarf að leita sér aðstoðar um jólin. Samsetning skjólstæðingahópsins var þannig að öryrkjar vora 58,4% þeirra sem leit- uðu til Hjálparstarfsins ef miðað er við allt sl. ár en 65,7% hópsins ef þeir era teknir frá sem komu vegna jól- anna. Láglaunafólki á vinnumarkaði fjölgaði þá mjög og varð 14,9% þeirra sem sóttu um aðstoð eingöngu um jólin en var annars 11 mánuði ár- sins 3,9%. Þá voru sjúkir 8,2% 11 mánuði ársins. Hvers vegna eru öryrkjar og atvinnulausir flestir í hópi skjólstæðinga? Öryrkjar og atvinnulausir lifa við mjög kröpp kjör sem ákvörðuð era af hinu opinbera. Þeir hafa litla sem enga möguleika á að afla umfram- tekna. Hjá þeim má ekkert út af bregða til þess að endar nái ekki saman. Óvænt útgjöld geta þýtt að margir mánuðir líða þar til hægt er að standa í skilum. Rúmlega 83% skjólstæðinga HK 11 mánuði ársins era öryrkjar og atvinnulausir. Þá er staðreynd að makar skjólstæðinga vora í helmingi tilfella einnig öryrkj- ar. Það má ítreka að erfið kjör fá- tækra koma niður á börnum þeirra og rétt að minna á að börn á fram- færi skjólstæðinga sem fengu aðstoð á sl. starfsári vora 1.572 talsins. Talsmaður hinna verst settu í ljósi framangreindra stað- reynda, var í ársbyrjun tekinn upp nýr þáttur í starfi umsjónarmanns Einhleypir era 46,7% af hópnum. Félagsíeg staða skjólstæðinga: Öryrkjar eru 58,4%. Atvinnulausir era 16,0%. Láglaunafólk á vinnumarkaði er 10,3%. Sjúkir era 5,8%. Aðrir hópar, s.s aldraðir og náms- fólk, era 9,5%. Hér á eftir verður gerð grein fyrir umfangi innanlandsaðstoðar og því starfi sem unnið hefur verið á síðasta starfsári. Segja má að starf innan- landsaðstoðar HK sé tvíþætt: Aðstoð sem veitt er 11 mánuði ársins og jólaaðstoð í desember. Aðstoð árið um kring: Neyðaraðstoð Á fyrra starfsári þessa tilrauna- verkefnis, var lagður grunnur að innanlandsaðstoðinni með aukinni áherslu á eigið matarbúr. Aðstoðin hefur m.a. falist í því, að fólk hefur fengið matarpakka og fatnað að hámarki 3-4 sinnum á ári fyrir hvern skjólstæðing. Forsendan fyrir því hve vel hefur gengið er aðstoð fjölda lím og fúguefni LJ» L ■■■■■■ra*Ti i \ !l2 ■ff *15IBrr\ U ’AáÉiBB K 2» '1 WBáiHHH Hn Stórliöfða 17. við Gullinbrú • S. 567 4844 www.ilis.is • Netfang flisGHlis.is Brandtex fatnaður 5. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Kröfur ríkisvaldsins fá ekki staðist ÞAÐ hefur komið landeigendum í Ár- nessýslu á óvart að rík- ið skuli gera kröfu til þess að svokölluð há- lendislína liggi víða nið- ur í eignarlönd bænda, og allt niður að bæjar- húsum. I kröfum ríkis- ins felst, auk þess að telja sig eiganda að öO- um afréttum Árnes- inga, að ríkið teljist granneigandi að vera- legum landssvæðum innan þinglýstra landa- merkja lögbýla, landi sem fram til þessa hef- ur verið þinglýst og óumdeild eign þeirra jarðareigenda sem skráðir hafa verið fyrir jörðun- um á hverjum tíma í a.m.k. um 300 ár. Má í því sambandi nefna að jarðir þær sem ríkið gerir nú kröfu til að verði að hluta lýstar sem þjóðlendur, era taldar upp, og þeim lýst sem sjálfstæðum fasteignum í jarðabók Árna Magnússonar frá árinu 1703, og er raunar auðvelt að rekja grann þeitra allt til landnáms. Jarðir þess- ar hafa síðan í gegnum aldimar skipt um eigendur með ýmsum hætti, s.s. fyrir kaup, (m.a. opinber uppboð,) erfð, eða skipti ýmiskonar, þær veð- settar og þær skráðar í fasteigna- matsbækur, og síðast en ekki síst hafa eigendur greitt af þeim skatta og skyldur til hins opinbera, svo sem fullkomin eign væri. Hvergi er því hægt að finna því stað í opinberam bókum að fasteignir þessar séu ekki undirorpnar fullkomnum eignar- rétti, enda öllum heimildarskjölum þinglýst athugasemdalaust. Ekkert bendir til annars en að eigendur þessara jarða hafi farið með öll hefðbundin eignaumráð þeirra, sem m.a. felast í því að þeir gátu bannað öðr- um not þessara eigna. Er skemmst frá því að segja að heima- mönnum þykja kröfur ríkisins með ólíkindum og trúa því vai-t að það hafi verið vilji þeirra al- þingismanna er sam- þykktu framvarp til laga um þjóðlendur að ríkisvaldið gerði jafn harða hríð að eignar- rétti manna svo sem raunin hefur orðið. Hafa raunar ýmsir þingmenn, og m.a. landbúnaðarráðherra talað í þá vera. Niðurstaðan af þessari ki-öfu ríkisins er sú að hér í Árnesþingi rík- ir mikið óvissuástand. Veldur þessi kröfugerð ríkisins landeigendum þegar miklu tjóni, þar sem jarðir falla í verði og missa einnig veð- hæfni, meðan ekki hefur verið skorið úr um hvort kröfur ríkisins standast. Menn undirbúa sig nú undir harðan slag, og ljóst er að ekkert verður gef- ið eftir, enda era menn gjarnan að verja ævistarf margra kynslóða. Heimamenn líta svo á, að verið sé að takast á um ýmis grandvallarsjón- armið í okkar samfélagi. Eignarrétt- urinn er friðhelgur og hann er sér- staklega varinn í okkar stjórnarskrá. Þetta stjórnarskrárákvæði hafa menn til þessa talið einn af horn- steinum samfélagsins. Þessu tengj- ast svo hugmyndir manna um sjálfsákvörðunarrétt sinn, sjálfstæði og trú á frelsi einstaklingsins sam- fara ábyrgð á eigin gerðum, og efa- Þjóðlendumál Landeigendur binda vonir við, segir Olafur Björnsson, að ríkið muni að athuguðu máli draga kröfur sínar til baka. semdir um að ríkisvaldið geti leyst öll vandamál. Hér er því um mann- réttindamál að ræða, þar sem ein- staklingurinn á í höggi við ríkisvald- ið. Hvað sem líður lögfræðilegum sjónarhornum máls þessa, verður ekki hjá því komist að viðurkenna að málið er fyi-st og fremst pólitískt. Það er pólitísk ákvörðun að lýsa því yfir að land sem enginn geti sannað eignarrétt sinn að teljist háð beinum eignarrétti ríkisins. Sýnt hefur verið framá af fræðimönnum, svo sem fram kemur í greinargerð með þjóð- lendulögunum, að yfirlýsing þessi sé í sjálfu sér óþörf, þar sem ríkið geti í skjóli valdheimilda sinna farið með nýtingarheimildir slíks lands svo sem það hefur gert, s.s. botninn í Mývatni og vatnsorku á Land- mannaafrétti. Bent hefur verið á að það hefði einnig verið hægt að lýsa því yfir að sveitarfélögin í landinu yrðu eigendur þessa lands, í sam- ræmi við staðarmörk sveitarfélaga. Til þess var væntanlega ekki vilji á Alþingi. Hvað ætlar svo ríkið að gera við þjóðlendurnar? Verða þær friðlýstur Ólafur Björnsson innanlandsaðstoðar, sem fólst í því að kynna kjör skjólstæðinga HK bæði innan og utan kirkjunnar. Með því var ætlunin að leggjast á árina með þeim sem vilja uppræta þær að- stæður í þjóðfélaginu sem verða til þess að fólk þarf aðstoð líknarfélaga til að komast af. Jólaaðstoð Jólaaðstoð er einn þáttur í starfi innanlandsaðstoðar og hefur verið unnin í samstaifi við Reykjavíkur- deild RKI. Fyrir síðustu jól nutu 2.049 einstaklingar, skjólstæðingar og fjölskyldur þeirra, matargjafa, þar af 986 börn. Um 900 matarpakk- ar vora afgreiddir á landinu öllu. Fjöldi fyrirtækja gaf matvæli sem metin voru á 7-8 milljónir króna. Um 30 sjálfboðaliðar komu að starfinu um sl. jól og unnu 370 klukkustundir við matarbúrið. Allt er þetta ómetan- leg aðstoð en án hennar væri ekki hægt að veita þeim sem leita til HK eins vel og raun ber vitni. Lokaorð Ljóst er að þrátt fyrir almenna velferð í samfélagi okkar er þörf fyr- ir aðstoð líknarfélaga. Það er ósk- andi að aukin hagsæld sem talað er um skili sér til fólks svo færri þurfi að leita aðstoðar fyrir jólin. Hjálpar- starf kirkjunnar mun nú fyrir þessi jól, eins og undanfarin ár, veita bág- stöddum Islendingum aðstoð í sam- vinnu við Reykjavíkurdeild RKÍ. Ljóst er að mikil þörf var fyrir inn- anlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar á þeim tveimur áram sem tilraunaverkefnið stóð. Fyrir liggur skýr niðurstaða hvaða hópar samfélagsins hafa þurft að leita eftir aðstoð hjá HK og endurspeglar hún þá mynd hverjir era verst settir í okkar samfélagi. Lokamarkmið hlýt- ur að vera að uppræta fátækt og neyð sem kallar á aðstoð líknarfé- laga. Jdnas Þórísson er framkvæmda- stjórí Hjálparstarfs kirkjunnar, Harpa Njáls var umsjónarmaður tilraunaverkefnis HK og stundar nú MA-nám við HI. þjóðgarður, eða verða þær lagðar undir virkjanir? Eflaust verður það einhver blanda af þessu, en þó að undirritaður treysti núverandi vald- höfum til að fara með málefni hálend- isins, þá veit enginn hvaða valdhafar komast síðar að, eða hvaða hug- myndir þeir munu hafa um hvernig nýta eigi landsvæði þetta. Þá komum við að mikilvægri pólitískri spurn- ingu: Er ekki vænlegi-a, og er það ekki í samræmi við yfiriýsta stefnu núverandi stjórnarflokka, að treysta einstaklingum, fyrirtækjum eða sjálfstæðum stofnunum jafn vel, ef ekki betur, en ííkinu til að fara með eignir þessar? Dugar ríkinu ekki að setja eignarráðunum almennar takmarkanir í lögum svo sem með náttúruverndar-, skipulags- og um- hverfislögum? Getur ríkið ekki náð markmiðum sínum um hálendið, hvort sem um er að ræða friðun eða nýtingu með öðram hætti, t.d. með samningum við einstaka landeigend- ur? Slíkt hefur ríkið oft gert t.d. þeg- ar það keypti Skaftafell í Öræfum, eða þegai- ríkið gerði samning við eigendur jarðarinnar Stafafells í Lóni um friðland á Lónsöræfum. Þegar málið er skoðað í heild sinni ættu flestir að geta orðið sammála um það að .sú ákvörðun ríkisins að gera svokallaðar ýtrustu kröfur fyrir óbyggðanefnd, er óskiljanleg, og í andstöðu við þær grandvallarhug- myndir er liggja að baki núverandi þjóðfélagsskipan, sem miðast við það að menn fái notið ávaxta verka sinna og sjái tilgang í því að leggja sig alla fram. Ríkisvaldið á ekki að setja sig í spor kröfuharðs einstaklings, heldur ber því að gæta hlutleysis og sann- girni. Landeigendur binda því vonir við að ríkið muni að athuguðu máli draga kröfur sínar til baka, þannig að það viðurkenni beinan eignarrétt manna að jarðeignum sínum, en haldi sig við kröfur til þess lands sem enginn hef- ur gögn yfir að hann eigi. Höfiindur er hæstaréttarlögmaður á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.