Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 81
I DAG
BRIDS
lJmK]ón (iuömiiiidiir
l'áll Arnarson
EDGAR Kaplan þótti
skemmtilegur töfluskýr-
andi og hafa ýmsar mein-
fýsnar athugasemdir hans
verið skráðar á blað. Hér er
ein, sem hæfir vel spih
dagsins: „Suður á sjö slagi í
þremur gröndum. Einn af
himnum ofan gerir átta, og
með átta slagi er stutt í
níu.“
Suður gefur; alhr á
hættu.
Norður
A 654
¥ 54
♦ Á1082
* 7532
Suður
AÁKD
¥ DG6
♦ D93
+ ÁK64
Vcslur Norður Austur Suður
- - 2 grönd
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Vestur kemur út með
hjartaþrist, fjórða hæsta, og
austur tekur með ás og spil-
ar níunni til baka. Vestur
dúkkar og lætur tvistinn til
að sýna fimmlit. Þér er
óhætt að treysta því að
hjartað liggur 5-3, svo það
er vandséð hvernig eigi að
breyta þessum sjö slögum í
níu. Eða hvað?
Sjáum til. Ef vestur er
með skiptinguna 3-5-3-2 og
tígulkóng þá er von. Sagn-
hafi tekur svörtu slagina
sína og sendir vestur svo
inn á hjarta:
Norður
♦ 654
¥ 54
♦ Á1082
♦ 7532
Vcstur Austur
A 1097 A G832
V K10832 ¥ Á97
♦ K65 ♦ G74
+ G9 * D108
Suður
AÁKD
¥ DG6
♦ D93
+ ÁK64
Væntanlega tekur vestur
öll hjörtun, en síðan verður
hann að spila frá tígulkóngi.
Þar kemur áttundi slagur-
inn. Og í síðasta hjartað
varð austur að henda tígli,
svo það verður auðvelt að
gleypa gosann ef hann er
ekki þegar kominn í leitirn-
ar. Níundi slagurinn er
skammt undan.
Auðvitað þai-f vestur ekki
að taka alla hjartaslagina,
en á því græðir hann ekkert,
því sagnhafi fríar þá níunda
slaginn á lauf.
skÆk
Um.vjón Margeir
Pétnrsvon
STAÐAN kom upp á
þýska meistaramótinu sem
fram fór í Altenkirchen í
síðasta mánuði. U. Kersten
(2.365) hafði hvitt og átti
leik gegn D. Bischoff
(2.190).
25. Hxh7! - Kxh7 26. Hf4
Kg8 27. Hh4 - Db4 28. c3
Da3 29. Bfl - Bg7 30. fxg7
- Kxg7 31. Df4 - f5 32.
gxf6+ - Kf8 33. Dh6+ -
Ke8 34. Dg7 og svartur
gafst upp.
Hvítur leikur og vinnur.
Arnað heilla
nAÁIÍA afmæii. í dag,
4 V/fimmtudaginn 2. des-
ember, verður sjötugur
Benedikt Eyfjörð Sigurðs-
son flugvirki, Lækjarsmára
72, Kópavogi. í tilefni af því
tekur hann á móti gestum
laugardaginn 4. desember
frá kl. 15-18 í félagsheimili
fiugvirkja, Borgartúni 22,
Reykjavík.
Ljósmyndastofa Seltjarnarness.
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 11. september í
Laugarneskirkju af sr. Da-
víð Baldurssyni Þórey
Jónína Jónsdóttir og Bóas
Bóasson. Heimili þeirra er í
Reykjavík.
Ljósmyndastofa Seltjarnarness.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. október í Seltjarn-
arneskirkju af sr. Solveigu
Láru Guðmundsdóttur Ár-
ný S. Daníelsdóttir og
Hörður Harðarson. Heimih
þeirra er í Reykjavík.
BRUÐKAUP. Gefin voru
saman 25. júlí í Háteigs-
kirkju af sr. Irisi Kristjáns-
dóttur Kristín Halla Hann-
esdóttir og Frosti Viðar
Gunnarsson. Heimili þeirra
er í Löngubrekku 15, Kópa-
vogi.
Barna- & fjölskylduljósmyndir
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 28. ágúst í Kópa-
vogskirkju af sr. Sigfinni
Þorleifssyni Elísa Guðlaug
Jónsdóttir og Valtýr Þóris-
son. Heimili þeirra er í
Kópalind 10, Kópavogi.
Barna & fjölskylduljósmyndir.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
samjan 21. ágúst í Seltjarn-
arneskirkju af sr. Solveigu
Láru Guðmundsdóttur Þór-
dís Magnúsdóttir og Indriði
Ármannsson. Heimili þeirra
er að Kársnesbraut 27,
Kópavogi.
LJOÐABROT
KYSSTI MIG SOL
Kyssti mig sól og sagði:
Sérðu ekki, hvað ég skín?
Gleymdu nú vetrargaddinum sára,
gleymdu honum, ástin mín.
Nú er ég átján ára.
Þá dunaði haustsins harpa
í hug mínum þungan slátt.
Því spurði ég: Geturðu gleymt þessum rómi,
sem glymur hér dag og nátt
og býr yfir dauðadómi?
Þá sviku mig rökin, og síðan
syngur í huga mér
hinn hjúfrandi blær og hin hrynjandi bára,
hvar sem, hvar sem ég fer:
Nú er hún átján ára.
Guðmundur Böðvarsson.
BOGMAÐUR
Afrnælisbarn dagsins: Þú ert
góðum gáfum gæddur og fær
í flestan sjó. Þú ert metnað-
argjarn og ferð þínar eigin
leiðir.
STJÖRJVUSPA
eftir Franees llrake
Hrútur (21. mars -19. apríl) Eyddu ekki orku þinni í óþarfa því þú hefur í mörgu að snúast í dag sem krefst óskiptrar at- hygli þinnar. Ekkert má koma þér úr jafnvægi.
Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur ástæðu til að fagna því þér hefur tekist að halda útgjöldum innan þess ramma sem þú settir þér. Nú máttu verðlauna sjálfan þig svolítið.
Tvíburar (21. maí - 20. júní) A Þér hefur ekki tekist nægilega vel að halda utan um hlutina að undanfomu og skalt nú lofa þér því að breyting muni verða þar á hið snarasta.
Krabbi (21. júní-22. júlí) Þú mátt búast við að einhverj- ar deiiur rísi upp miiii sam- starfsfólks á vinnustað svo það kemur í þinn hlut að lægja öld- umar og semja frið.
Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Láttu sjálfan þig ganga fyrir þessa dagana því ekki veitir af að rækta líkama og sál. Þá muntu verða í betra formi til að stunda félagslífið.
Meyja (23. ágúst - 22. september) (Su. Þú ert að því kominn að gefast upp og skyldi engan undra. Haltu þetta samt út því þú munt uppskera laun erfiðisins þíns fyrr en seinna.
v<* m (23. sept. - 22. október) & Gakktu úr skugga um að þér hafi ekki yfirsést neitt í því verki sem þú ert að skila af þér því þá geturðu með góðri sam- visku tekið að þér ný verk.
Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) "WC Eftir miklar umræður og vangaveltur hafa nú málin leystst svo þér er ekkert að vanbúnaði að boða menn til fundar til að skrifa undir samninga.
Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. desember) ftD Nú ertu tilbúinn til að þess að bæta við menntun þína og læra nýja hluti. Vertu ákveðinn og taktu málin föstum tökum al- veg frá upphafi.
Steingeit (22. des. -19. janúar) 4mf Þrek þitt og þrautseigja vekur athygli því þeir em margir sem njóta góðs af því. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
Vatnsberi f . (20. janúar -18. febrúar) KSítt) Þú þarft að setja þér takmörk þessa dagana því þú ert engan veginn í formi til þess að vera allt í öllu bæði heima fyrir og í starfi.
Fiskar mt (19. febrúar - 20. mars) >•** Vertu óragur við að leita að- stoðar. Það versta sem gæti gerst er að þér yrði neitað en það eru sannarlega margir sem vilja ólmir styðja þig.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi eru
ekki byggðar á traustum grunni
vfsindaleera staðrevnda.
FRETTIR
Anægð með árangur
lögreglunnar
EFTIRFARANDI ályktun var-
samþykkt á stjórnarfundi Vímu-
lausrar æsku í Foreldrahúsinu 1.
desember sl.:
„Vímulaus æska og Foreldahóp-
urinn lýsa ánægju sinni með fram-
úrskarandi árangur lögreglunnar í
baráttunni gegn vímuefnasölum að
undanförnu.
Samtökin hvetja almenning til að
standa þétt við bakið á lögreglunni
í starfi hennar og veita henni alla
þá hjálp sem unnt er. Aðeins með
sameiginlegu átaki mun takast að
bægja frá þeinri vá sem vímuefna-
vandinn er. Til að ná árangri þarf
bæði að berjast gegn framboði og
eftirspurn eftir vímuefnum. Lög-
reglan hefur sýnt og sannað hvers
hún er megnug við að draga úr
framboðinu og það er hlutverk
Vímulausrar æsku og Forelda-
hópsins ásamt öllum öðrum sem
vinna að forvörnum að byggja upp
samfélag þar sem ekki er eftir-
spurn eftir vímuefnum.
9 LINURNAR
Kuldaskór, öklaskór og spariskór í miklu úrvali
/
Stínafína - CHASSE Laugavegi 47, sími 551 7345
Mikið úrval
af fallegum
fatnaði
tfíLL
Skólavörðustíg 4a
Sími 551 3069
Jól ‘99
Sjón er
sögu ríkari
Öðruvísi blómabúð
blómaverkstæði
fNNAscfc
Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090
Aubade
• ••
Fyrir allar
dýrmætu
stundirnar
2000 CU- K9Ít. . .
undirfataverslun,
1. hæö Kringlunni,
sími 553 7355.