Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
1f-----------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Uppbygging og rekst-
lir leikskóla í Kópavogi
ÍBÚUM Kópavogs
hefur fjölgað gífurlega
undan farin ár og eru
nú komnir yfír 23 þús-
und. Samhliða svo mik-
illi fjölgun íbúa hefur
verið nauðsynlegt að
byggja upp þjónustu,
s.s. grunnskóla og leik-
skóla. Með fjölgun
grunnskóla og leik-
skóla hafa rekstrar-
gjöld sveitarfélagsins
aukist samstiga til
þessara málaflokka.
Bæjarstjórn Kópavogs
telur eitt brýnasta
verkefni sitt að veita
íbúum bæjarins sem
besta þjónustu. Því er nauðsynlegt
að bygging þjónustustofnana sé í
takt við fjölgun íbúanna og jafnframt
þarf að hlúa vel að og efla þjónustu í
eldri hverfum bæjarins.
Meirihlutinn í Kópavogi hefur sett
fram það markmið að öll börn
tveggja ára og eldri eigi kost á því að
dvelja á leikskóla a.m.k. hluta úr degi
árið 2002. Til að ná þessu markmiði
'er nauðsynlegt að byggja fleiri leik-
Skólar
Nauðsyn er, segir Sig-
urrós Þorgrímsdóttir,
Sigurrós
Þorgrímsdóttir
Rekstur leikskóla
Með fjölgun leik-
skóla hefur rekstrar-
kostnaður þeirra sem
hlutfall af heildarút-
gjöldum bæjarsjóðs
Kópavogs óhjákvæmi-
lega verið að aukast.
Árið 1996 voru rekstr-
argjöld íyrir leikskóla
um 280 milljónir en árið
1999 var þessi útgjalda-
liður kominn upp í um
535 milljónir, þar af
greiddi bæjarsjóður
380 milljónir en hlutur
foreldra var 165 mill-
jónir. Brúttó rekstrar-
kostnaður á hvert leikskólarými var
512 þús. kr. árið 1998, en er kominn
upp í ca 545 þús. kr. á þessu ári.
Heildarrekstrarkostnaður leikskóla
hefur aukist á þessu ári um 15% en
hæsti rekstarútgjaldaliðurinn er
launakostnaður en auk þess hefur
annar kostnaður eins og t.d matar-
kostnaður, tölvukostnaður, leikefni
og námsgögn jafnframt verið að
hækka.
Foreldrar greiða ekkert í stofn-
kostnaði eða gjaldfærðri fjárfestingu
fyrir leikskóla heldur taka þeir ein-
göngu þátt í rekstri þeirra. Allur
stofnkostnaður fyrir leikskóla, þ.e.
eignfærð og gjaldfærð fjárfesting, er
greiddur úr sameiginlegum sjóði
sveitarfélagsins.
Árið 1997 var hlutfall foreldra 40%
og bæjarsjóðs um 60% en síðan þá
hefur bilið verið að breikka. Árið
1998 var hlutfall foreldra af rekstar-
kostnaði leikskóla 35% en Kópavogs-
bæjar 65% en nú í ár er hlutur for-
eldra 31% og bæjarins 69%.
Flest sveitarfélög hafa reynt að
hafa hlut sveitarfélagsins 60% í
rekstri leikskóla og hlut foreldra
40% en í öðrum sveitarfélögum
skiptist rekstrarkostnaður þeirra til
helminga, þ.e. sveitarfélagið greiðir
50% af rekstrarkostnaði og foreldrar
50%. Eins og flestum er kunnugt
hafa nágrannasveitarfélög Kópavogs
undanfarið verið að samþykkja
hækkun leikskólagjalda. Leikskólar-
áð Reykjavíkur samþykkti á fundi
sínum nú nýlega að hækka leikskóla-
gjöld í borginni um 13% og Seltjarn-
arnes ákvað að hækka þau um 20%.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti
á fundi sínum þann 23. nóvember s.l.
að hækka grunntímagjald úr 2100
kr. í 2300 kr. sem er rétt rúmlega
9,5% hækkun. Jafnframt var sam-
þykkt að hækka gjald fyrir hádegis-
verð úr 2500 kr. í 2800 kr. á mánuði
eins og það hefur verið í Reykjavík
undanfarið ár og taka þessar hækk-
anir gildi frá og með 1. janúar 2000.
Eftir að gjaldskrárbreyting tekur
gildi verður hlutur Kópavogsbæjar í
rekstri leikskólanna 65% en foreldr-
ar 35%. Meginástæðan fyrir því að
ekki er farið út í meiri hækkun leik-
skólagjalda er fyrst og fremst sú að
bæjaryfu-völd töldu ekki rétt að
leggja hærri álögur á foreldra heldur
láta bæjarsjóð bera áfram megin
þungann af þeim hækkunum sem
orðið hafa af rekstri leikskólanna.
Tveggja ára börn
í dag hefur öllum börnum í Kópa-
vogi, þriggja ára og eldri, verið boðin
leikskólavist í Kópavogi en þó hefur
ekki verið unnt í öllum tilfellum að
útvega þeim vistun á þeim tíma sem
foreldrar óska eftir. Um 200 börn,
tveggja ára og eldri, bíða því eftir að
komast í leikskóla á þeim tíma sem
hentar foreldrum. Þó að leikskólar
séu ekki skyldunám er nauðsynlegt
að sem flest böm tveggja ára og eldri
eigi kost á því að vera í leikskóla
hluta úr degi en e.t.v. verður erfitt að
fullnægja ýtrustu kröfu foreldra um
dvalartíma. Þegar búið verður að
opna Núp, nýjan leikskóla í vestur-
bænum sem tekur til starfa á næsta
ári, stækka eldri skóla og taka nýjan
leikskóla í notkun í Salahverfi er ósk-
andi að sem flest tveggja ára börn
eða eldri fái vistun á þeim tíma sem
hentar þeim og foreldrum þeirra
best.
Höfundur er formaður
leikskólanefndar Kópavogs.
að tveggja ára börn eigi
kost á leikskóladvöl.
skóla í bænum. Á síðasta ári, árið
1998, tóku tveir nýir leikskólar, Arn-
arsmári og Dalur, til starfa. Nýr leik-
skóli, sem hlotið hefur nafnið Núpur,
tekur til starfa nú í desember. Þegar
er hafinn undirbúningur að hönnun á
nýjum leikskóla sem verður við
Kópavogsbraut og stefnt er að því að
sá skóli taki til starfa um mitt næsta
ár. Jafnframt er verið að kanna
möguleika og hagkvæmni á því að
stækka eldri leikskóla bæjarins.
Næsta haust er einnig fyrirhugað að
hefja undirbúning að hönnun og
byggingu nýs leikskóla í Sölum sem
yrði tekinn í notkun árið 2001.
Kópavogsbær greiðir ákveðið
gjald með börnum í einkareknum
leikskólum og á síðasta ári voru
greiddir leikskólastyrkir vegna 57
barna í einkareknum leikskólum. í
bænum starfa nú tveir einkareknir
leikskólar en annar þessara leik-
skóla, Undraland, hefur nú sótt um
lóð hjá Kópavogsbæ vegna fyrirhug-
aðrar stækkunar skólans. Fyi-irhug-
að er að þriðji einkarekni leikskólinn
taki til starfa eftir áramótin 2000.
Dansinn við
„Sód<5ma“-súlima
MAÐURINN telur
sig standa framar
skepnum jarðar. Hann
byggir það á því að
hann hafi mesta
greind, hann afli sér
menntunar, þrói styrka
sjálfsstjóm, setji sér
almennar og góðar
siðareglur, beri virð-
ingu fyrir samborgur-
um, rétti minnimáttar
hjálparhönd, virði
eigna- og sjálfsákvörð-
unarrétt fólks, virði
skoðanafrelsi, beiti
ekki ofbeldi eða þving-
unum og fjölskyldu- og
vinatengsl séu í hávegum höfð o.m.fl.
Með öðrum orðum fólk skal vera
traust, gott og heiðarlegt. Mörgum
fatast þó á leið mannlegrar reisnar
en margir reyna þá úr að bæta.
Margur verður af aurum api
En margir eru til í að misbjóða
umhverfi sínu og fara illa með fólk ef
þeir geta hagnast á því. Þar kemur
sterklega inn í myndina vímuefna-
neysla, klám, vændi og ofbeldi. Inn-
an þessa ramma er auðvelt að nýta
fátækt og fáfræði til að ná tökum á
börnum og ungu fólki og narra það
með gylliboðum til starfa í umhverfi
þar sem það missir réttindi og sjálf-
ræði og á ekki afturkvæmt. Til þess
Páll V. Daníelsson
að geta lifað verður
þetta fólk nánast að
gera það sem því er
sagt hversu niðurlægj-
andi sem það er. Þeir
sem stjóma á þessum
starfvettvangi hafa það
eitt í huga að þéna fé
og þegar þetta starfs-
fólk skilar ekki lengur
arði þá losa þeir sig við
það og fá ný fórnar-
lömb.
Klámiðnaðurinn.
Fíkniefnaneyslan
hefur þegar fest rætur
hér á landi svo að
grundvöllur hefur verið lagður fyrir
margþætta spillingu. Fíkniefnan-
eyslan er ein og hin sama, enda þótt
löggjafinn hafi skipt henni í löglega
og ólöglega fíkniefnaneyslu. Miklu
fleiri munu falla í valinn vegna þeirr-
ar löglegu. Þannig hefur vegvísir
„Sódómá'-leiðarinnar verið settur
upp. Þar finnst þefur af peningum.
Þá verður að höndla. Og til að draga
fólk að sífjölgandi vínhúsum þarf
sterkari auglýsingar. Þá er komið að
klámiðnaðinum. Stúlkur eru látnar
snúast í kringum súlur og sýna alls
konar limaburð og fækka fötum.
Augu áhorfenda standa á stilkum og
mjöðurinn rennur í og úr glösum
þeirra í stríðum straumum og pyngj-
Klám
Viljum við, spyr Páll V.
Daníelsson, innleiða
klámiðnaðinn í íslenzkt
samfélag?
ur eigendanna tútna út. Allt eftir
áætlun. Boðin er „einkaþjónusta" á
bak við ef aukið fé er látið af hendi
rakna.
Slæm reynsla
Haft er eftir „Súlustúlku" að þær
fái í starfinu svo mikla skömm af
reynslu sinni á karlmönnum, að þær
geti ekki lifað eðlilegu lífi. Flestar
þeirra endi í fíkniefnaneyslu og
vændi.
Það er ekki uppörvandi fyrir
sæmilega siðað fólk að horfa á stúlk-
urnar afklæðast við súlurnar, enda
sjálfsagt fæstum þeirra geðfellt. En
hugsið ykkur mannskapinn sem á
horfir. Hvernig lítur út hans innri
maður þar sem hann hangir á sinni
ósýnilegu súlu, afklæddur allri sið-
væðingu, stjórnlaus vegna drykkju
og græðgi, með augnaráð sem vill
sjá og fá meira og meira. Það er sönn
og ömurleg hryllingsmynd.
Hvað gera stjórnvöld?
Nokkuð hefur reynt á sveitar-
stjórnir í þessum efnum. Þar eru
furðuleg viðbrögð. Ein spyrnir þó
við fótum. Hinar virðast ekki hafa
manndóm, kjark eða vilja til að taka
á málinu. Það þurfi reglur frá ríkis-
valdinu. Þetta er dæmigert um
stjórnunarlegt getuleysi. Að þvælast
undan í svona málum og þora ekki að
taka ákvörðun er ekkert annað en
bjóða ósómann velkominn en að geta
þó sagt, ég mælti ekki með þessu,
bendið ekki á mig. En venjulega er
það aðgerðarleysið og lydduskapur-
inn sem hefur hreiðrað un sig á
röngum stöðum sem innleiðir þá
hluti sem til óþurftar eru. Þegar
hann er fyrir hendi geta nytsamir
sakleysingjar orðið verndarar
margs konar spillingar.
Hvað viljum við?
Viljum við innleiða klámiðnaðinn í
íslenskt samfélag? Því fylgir að Is-
lands dætur fari að dansa í kringum
„Sódóma“-súluna. Munum við
nokkru sinni geta lagst svo lágt að
sætta okkur við slíkt? Þeir sem hika
við að taka á þessu máli, vildu þeir
sjá fjölskyldufólk sitt í starfseminni?
Eða telja þeir þetta allt í lagi af því
stúlkurnar eru erlendar? Þá er nú
mannkærleikueinn lítill og ekki þarf
stóran stokk fyrir mannréttindahug-
sjónina. Og svo á það að vera lífssp-
ursmál að góma eitthvað af klámp-
eningunum fyrir ríkissjóðinn. Það
þarf engar skattareglur gagnvart
stúlkunum, það þarf að stöðva ósóm-
ann og láta stjórnendurna borga.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hokkískautar:
Reimaðir
Stærðir 37-46
fa, Verð aðeins
WT;'.. kr. 9.338
Hokkískautar:
Smelltir
Stærðir 36-46
Verð aðeins
iít kr. 5.990
Listskautar:Vinil
Hvítir: 28-44. Svartir: 33-46
Stærðir 28-36
■ ?. kr. 4.201.
' Stærðir 37-46
kr. 4.689
Smelluskautar:
Stærðir 29-41
k « Verð aðeins
»-•% kr. 4.989
Listskautar:
Leður
Hvítir:
Stærðir 31-41
Verð aðeins
kr. 6.247.
Svartir:
Stærðir 36-45
m. kr. 6.474
Nýjung:
Skautar undir HYPNO
jr línuskautaskó
/ ___kr. 4.823
Barnaskautar
(Smelluskautar)
Stærðir 29-36
Verð aðeins
/SÍÍ,,,. kr. 3.989
Skeifunni 11, sími 588 9890