Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Rannsókn fjöldagrafanna í Mexrkó
AP
Tveir grírauklæddir lögreglumenn mexíkósku alrfkislögreglunnar
standa vörð við búgarð þar sem Qöldagrafjr hafa fundist.
Bilun í sjálfvirkum sleppibúnaði?
Ósltf. AP.
HUGSANLEGT er talið að sjálf-
virkur sleppibúnaður björgunar-
báta á farþegaferjunni Sleipni,
sem sökk við Vestur-Noreg, hafi
ekki virkað. Þetta er haft eftir
Magne Rodland, yfirmanni sjó-
ferðaeftirlitsins í Bergen.
Systurskip Sleipnis, Draupnir,
hefur nú verið kyrrsett í höfn í
Björgvin meðan prófanir verða
gerðar á sleppibúnaði björgunar-
báta þess.
Ferjan Sleipnir strandaði á
skeri og sökk síðar í mjög vondu
veðri skammt utan við Haugasund
sl. föstudagskvöld. Allir þeir sem
staddir voru um borð þurftu að
fleygja sér útbyrðis áður en ferjan
sökk og var fimmtiu þeirra bjarg-
að úr hafinu við mjög illan leik.
Þrettán lík hafa fundist, þriggja er
enn saknað og eru þeir taldir af.
Á ferjunni voru fjórir björgun-
arbátar sem hver um sig rúmaði
140 manns. Rodland segir að
grunsemdir um að sleppibúnaður
hafi ekki virkað byggist meðal
annars á vitnisburði þeiri'a sem
lentu í slysinu. Ferjan sjálf liggur
á um 100 metra dýpi en talið er að
myndir teknar úr fjarstýrðum
kafbáti geti varpað frekara ljósi á
hvort grunsemdirnar eru á rökum
reistar. Tveir björgunarbátar
fundust á floti á þeim slóðum þar
sem slysið varð en ekki hefur tek-
ist að upplýsa hvort þeir komu frá
Sleipni eða einhverju þeirra
björgunarskipa sem komu farþeg-
um ferjunnar til hjálpar.
Farþegar, sem komust lífs af úr
slysinu, hafa kvartað undan því að
áhöfn ferjunnar hafi brugðist
seint við og að björgunarvesti sem
um borð voru hafi verið gölluð.
www.olis.is
Líkamsleifar
tveg’gja fundnar
Ciudad Juarez. AP, AFP, Washington Post.
BANDARÍSKIR og mexíkóskir lög-
reglumenn og sérfræðingar héldu í
gær áfram að leita að jarðneskum
leiíúm allt að hundrað manna sem
talið er að eiturlyfjasmyglarar hafi
drepið og grafið í fjöldagrafir nálægt
landamærum ríkjanna. Tilkynnt var
um miðjan dag í gær að líkamsleifar
tveggja manna hefðu fundist en ekki
hefur tekist að upplýsa af hverjum
þær séu. Að líkindum mun þurfa að
fara fram rannsókn á erfðaefni í leif-
unum áður en hægt verður að segja
til um það.
Fjöldagrafirnar eru nálægt tveim-
ur búgörðum við borgina Ciudad Ju-
arez, sem er skammt sunnan við
landamæri Mexíkó og Texas-fylkis.
Á þeim slóðum er talið að eiturlyfja-
hringur sem kenndur er við borgina
hafi stundað umfangsmikið eitur-
lyfjasmygl og eru líkin talin vera af
fórnarlömbum hans. Talið er að
mexíkósk lögregla kunni að hafa ver-
ið í vitorði með glæpamönnunum þar
sem talið er að nokkur þeirra líka
sem liggja grafin á svæðinu séu af
fólki sem síðast sást í vörslu lögreglu.
Það var einn fyrrverandi meðlimur
Juarez-eituriyfjahringsins sem gaf
sig fram við yfirmenn FBI í Was-
hington fyrr á árinu og sagði frá til-
vist grafanna. Uppljóstrarinn sagði
að allt að 100 lík gætu verið grafin á
staðnum, þ. á m. líkamsleifar manna
sem hafi gefið bandarískri lögreglu
upplýsingar um starfsemi eiturlyfja-
hringsins.
Rannsóknarmenn á vegum Banda-
rísku alríkislögreglunnar (FBI)
komu í gær á staðinn þar sem talið er
að líkin séu grafin og hafa unnið með
mexíkóskum rannsóknarmönnum að
leit og uppgreftri þar. Talið er að lík
22 Bandaríkjamanna geti legið í
fjöldagröfunum og auk þess er talið
að þar sé að finna lík kólumbískra eit-
urlyfjasmyglai'a.
Bill Clinton, Bandaríkjaforseti,
sagði í gær að málið væri hi*yllilegt
dæmi um framferði mexíkóskra eit-
uriyfjahringa. „Fundurinn gerir það
enn meira aðkallandi fyrir okkur,
ekki aðeins að veija landamæri íyrir
eiturlyfjasmygli, heldur einnig að
vinna náið með mexíkóskum yfirvöld-
um í því að uppræta starfsemi smygl-
hringanna," sagði forsetinn í gær.
Lykilvitni hurfu sporlaust
Fyrir nokkrum árum náðist góður
árangur í baráttunni gegn eiturlyija-
hringum í Kólumbíu og er talið að ein
afleiðing þess hafi orðið sú að starf-
semi þeirra fluttist til Mexíkó. Á síð-
astliðnum fimm árum hafa yfirvöld í
Mexíkó reynt að uppræta starfsemi
fimm öflugra eiturlyfjahringa sem
starfa í landinu. Tilraunirnar hafa að
mestu mistekist vegna þess að lykil-
vitni hafa horfið sporlaust. Talið er að
í fjöldagröfunum sem fundist hafa nú
sé að finna einhver þeirra vitna sem
horfið hafa á undanfömum árum.
Einn æðsti yfirmaður FBI sagði í
gær að líkur væru á að flest líkanna
hefðu legið 2-8 ár í gröfunum. Það
þykir styðja kenningar um að um
fómarlömb Juarez-hringsins sé að
ræða. Hermt er að um miðjan þenn-
an áratug hafi auður og áhrif hrings-
ins verið mest og á þeim tíma voru
mörg mannshvörf tilkynnt á svæð-
inu. Talið er að hringurinn hafi sent
flugvélar hlaðnar kókaíni til Banda-
ríkjanna á þessum áram. Síðan hefur
heldur hallað undan fæti í samkeppn-
inni við aðra glæpamannahópa.
Reuters
Rússneskir hermenn orna sér við eldstæði nærri þorpi í Tsjetsjníu. Herför Rússa hefur ntí staðið í tvo mánuði.
Rússar játa að Tsjetsjníustríðið geti dregist á langinn
Segjast munu hrinda
gagnsókn Tsjetsjena
Grosní, Peking, París. Reuters, AP, AFP.
RÚSSAR hétu í gær að brjóta á
bak aftur gagnsókn Tsjetsjena,
sem hófst sl. laugardag, en viður-
kenndu um leið, að það gæti tekið
aðra þrjá mánuði að ná allri Tsjet-
sjníu. Voru harðir bardagar við
bæina Alleroi, Novogroznenskí,
Noibyora og Argun og einnig var
barist í úthverfum Gudermes, sem
Rússar náðu á sitt vald fyrir
nokkru.
Átt þú DINGE lampa
Efþú átt DINGE lampa vinsamlega skilaðu honum
í verslunina sem fyrst.
Því miSur þurfum viS aS biSja alla (oá viSskiptavini
okkar sem fest hafa kaup á DINGE lampa aS
skila honum til verslunarinnar sem fyrst.
IKEA hefur uppgötvaS framleiSslugalla á
slökkvara sem aetur haft í för meo sér
lífshættulegar arleiSingar.
Lampar þurfa 230 volta rafspennu sem getur
valdiS alvarlegum skaSa ef hun kemst í snertingu
viS fólk.
Allar rafmagnsvörur okkar eru prófaSar til aS
standast ströngustu alþjóSlegu öryggisstaSla.
Þessi galli kom fram þrátt fyrir miklar prófanir.
IKEA hefur þar af leiSandi ákveSiS aS setja enn
hærri kröfur viS prófanir á slökkvurum og
innstungum.
ViS biSjumst velvirSingar á þeim óþægindum
sem þetta kann aS hafa valdiS.
ígor Sergejev, varnarmálaráð-
herra Rússlands, viðurkenndi í
gær, að Tsjetsjenar væra að reyna
að ná frumkvæðinu í stríðinu í sín-
ar hendur en sagði, að þeim myndi
ekki takast það.
Ummæli Sergejevs benda til, að
Tsjetsjenar séu að sækja í sig veðr-
ið og svo virðist sem Rússum hafi
lítið orðið ágengt við bæinn Uras-
Martan en talið er, að þar séu allt
að 3.500 tsjetsjneskir hermenn til
varnar. Liggur um bæinn eina leið-
in, sem enn er opin til höfuðborgar-
innar, Grosní. Haft er þó eftir
Tsjetsjenum sjálfum, að um 80%
bæjarins séu nú rústir einar.
Býður „vernd Allah“
Aslan Maskhadov, forseti Tsjet-
sjníu, hvatti í fyrradag rússneska
hermenn til að hlaupast undan
merkjum og ganga til liðs við Tsjet-
sjena og sagði, að þeir myndu þá
„njóta verndar Allah“. Sagði hann,
að allt að fimm rússneskir hermenn
kæmu yfir til Tsjetsjena daglega en
engar aðrar fréttir eru um það.
Hubert Vedrine, utanríkisráð-
herra Frakklands, og Joschka Fi-
scher, utanríkisráðherra Þýska-
lands, lýstu hneykslan sinni á
blóðbaðinu í Tsjetsjníu í fyrradag
og skoruðu á Rússa að standa við
þau loforð, sem þeir gáfu í Istanbul
snemma í nóvember, að leyfa eftir-
litsmönnum frá ÖSE, Öryggis- og
samvinnustofnun Evrópu, að kynna
sér ástandið í landinu. Knut Vol-
lebæk, yiirmaður ÖSE, var í
Moskvu á mánudag en óvíst þykir,
að hann fái að fara til Tsjetsjníu.
Er sömu sögu að segja um nefnd
frá Sameinuðu þjóðunum, sem ætl-
aði að kynna sér aðbúnað flótta-
fólksins í Íngúsetíu, að hún er enn í
Genf og veit ekki hvenær hún fær
leyfi Rússa.
Þetta færðu umbúðalaust hjá okkur!
Frostlög • Rúðuvökva • Smurolíu
Olísstöðvarnar við Gullinbrú, Mjódd, Álfhelma og Sæbraut veita umbúðalausa þjónustu.
Þú sparar umbúðir og iækkar kostnaðinn hjá þér í ieiðinni.