Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Til hvers eru samningar? Afstaba Bandaríkjamanna vekur undr- un í Ijósi vinsamlegs sambands land- anna að öðru leyti ogþess einarða / stuðnings sem Island hefur veitt Banda- ríkjunum á alþjóðavettvangi. Millirikja- SAMNINGUR milli Banda- ríkjanna og ís- lands frá 1986 er orðinn að óþægilegu ágrein- ingsefni milli rikisstjórna land- anna. Islendingar vilja að staðið sé við samninginn, en Banda- ríkjastjórn virðist hafa breytt um skoðun á túlkun hans og tilgangi' og hefur reynt eftir ýmsum leið- um að víkja sér undan ákvæðum hans. Furðu hljótt hefur verið um þennan ágreining - vafalaust vegna þess að íslenska utanrikis- ráðuneytið hefur í lengstu lög vilj- að reyna leysa hnútinn eftir hefð- bundnum diplómatískum leiðum. En bandarískir embættismenn eru greinilega undir miklum ut- anaðkomandi þrýstingi að verða ekki við réttmætum óskum ís- lendinga. Af- VIÐHORF staða Banda- ---— ríkjamanna Eftir Jakob F. vekur nokkra Asgeirsson undrun í ljósi vinsamlegs sambands landanna að öðru leyti og þess einarða stuðnings sem ísland hefur veitt Bandaríkjunum á alþjóðavett- vangi, svo sem við stækkun Atl- antshafsbandalagsins og í stríðs- rekstrinum í Kosovo. Deilan snýst um flutninga fyrir bandaríska varnarliðið á Islandi. Um alllangt skeið sömdu Banda- ríkin við íslensk skipafélög um flutningana fyrir varnarliðið, en 1984 fékk bandaríska félagið Rainbow Navigation þessa flutn- inga í krafti lagaheimildar frá 1904 sem kveður á um að flutn- ingar á vegum Bandaríkjahers skuli vera í bandarískum höndum sé þess kostur. Kom þá til harðr- ar rimmu milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda. Haustið 1986 var deilan útkljáð með sér- stöku samkomulagi ríkjanna sem var á þá lund að sjóflutningum fyrir varnarliðið skyldi skipt, eftir útboð, milli íslenskra skipafélaga og skipa er sigla undir banda- rískum fána. Það skipafélag sem ætti lægsta tilboð skyldi fá 65% flutninganna en það skipafélag sem ætti lægsta tilboð frá hinu landinu skyldi fá 35% flutning- anna. Markmið þessa samnings var að treysta íslensk skipafélög í sessi þannig að í landinu væri öfl- ug skipaútgerð sem gæti þjónað efnahags- og öryggishagsmunum þjóðarinnar á hættu- og neyðar- tímum. Þetta eru samskonar röksemdir og Bandaríkjamenn nota sjálfir til að réttlæta þá al- mennu reglu að einungis skip sem sigli undir bandarískum fána ann- ist flutninga fyrir Bandaríkjaher og flutninga með gjafakorn til fjarlægra landa, þ.e. markmiðið er að tryggja að Bandaríkin eigi skipakost á hættutímum. Hættu- tímar eiga ekki einungis við um styrjaldir heldur og náttúruham- farir, svo sem eldgos og snjóflóð. Við slfkar aðstæður er auðvitað brýnt að Islendingar haíl til taks öflugan skípakost. A grundvelli milliríkjasamn- ingsins frá 1986 hafa flutningarn- ir fyrir varnarliðið síðan byggst. Þar til í fyrra (1998) að flutning- unum var öllum úthlutað til ný- stofnaðra skipafélaga sem eru undir einum og sama hattinum. Bandaríski hluti flutninganna fór til Transatlantic Lines LLC í Delaware í Bandaríkjunum en sá íslenski til Transatlantic Lines - Iceland, þ.e. Atlantsskipa í Garðabæ. Atlantsskip í Garðabæ getur tæplega talist íslenskt skipafélag í skilningi millir- íkjasamningsins frá 1986 og því síður er hægt að halda því fram að samkeppni hafi ríkt milli syst- urfélaganna við gerð tilboða í þessa flutninga, eins og kveðið er á um í samningnum. Hið íslens k skráða félag er í meirihlutaeigu Bandaríkjamanna, fjármagnað af þeim og stjórnað frá Banda- ríkjunum. Og þar vestra hefur fyrirtækinu tekist að fá geysist- erk pólitísk öfl til liðs við sig sem telja sig vera að vinna banda- rískum hagsmunum gagn með því að ganga erinda Atlantsskipa í Garðabæ. Niðurstaðan af út- boðinu 1998 er því sú að einum aðilja hefur tekist að verða sér úti um hvort tveggja 65% og 35% hluta flutninganna - og eru nú allir flutningarnir í reynd á veg- um bandarísks fyrirtækis eins og var á árunum 1984-1986. Slíkt gengur auðvitað þvert gegn skil- málum og anda milliríkjasamn- ingsins frá 1986. En bandarísk yfirvöld hafa þverskallast við að fylgja eftir ákvæðum samningsins. Var því gripið til þess ráðs að höfða mál fyrir alríkisdómstóli í Washing- ton. Dómur var upp kveðinn 3. febrúar sl. og var ótvíræður sigur fyrir sjónarmið íslendinga. Mál- inu var þá áfrýjað og er nú beðið dóms í áfrýjunarmálinu. En frá því alríkisdómstóllinn kvað upp sinn dóm hafa Bandaríkjamenn verið ófáanlegir með öilu að efna til nýs útboðs eða að endurskoða niðurstöðu útboðsins frá 1998. Með því að draga málið á langinn sýnast bandarísk yfirvöld stefna að því ljóst og leynt að niðurstaða útboðsins frá 1998 standi óhögg- uð. Gangur þessa máls sýnir hversu opið bandarískt stjórn- kerfi er fyrir þrýstingi hags- munaafla. Atlantsskip eiga sér, sem fyrr segir, öfluga bakhjarla í New Jersey-ríki sem hafa beitt sér hart í þágu fyrirtækisins. Þar hefur mest borið á öldungadeild- arþingmanninum Robert G. Tor- icelli, sem á mikið undir sér og situr m.a. í dómsmálanefnd og ut- anríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Toricelli er handgenginn Clinton forseta og mikill stuðningsmaður væntan- legs framboðs Hillary Clintons til öldungadeildarinnar. Síðast en ekki síst er Toricelli for- ystumaður í fjáröflunarnefnd Demókrataflokksins. Toricelli mun hafa haft afgerandi áhrif á allar aðgerðir Bandaríkjahers og bandaríska utanríkisráðuneytis- ins í ofangreindu máli allt frá því útboð var auglýst. Af hverju svo áhrifamikill þingmaður sem Tor- icelli kýs að beita sér í þessu máli er skýr vitnisburður um hversu öflugir bakhjarlar Atlantsskipa eru. Koma þeir m.a. úr verktaka- starfsemi í New Jersey, kjör- dæmi Toricellis, og er talið að þeir tengist fjáröflunarstarfi þingmannsins. Það má því segja að kjördæmapot bandarísks þing- manns sé farið að stýra milli- ríkjasamstarfi Islands og Banda- ríkjanna. Álfar, fjöll og fólk Rýnir-inn eftir Karl Jóhann Jónsson. MYJVDLIST Listasal'n ASÍ/Ás- m n n il a r s a I u r MÁLVERK INGIMAR ÓLAFSSON WAAGE OG KARL JÓ- HANNJÓNSSON Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 14-18 og lýkur 5. desember. í ÁSMUNDARSAL má nú sjá sýningu tveggja ungra málara og óhætt er að segja að sýningin sé nokkuð frábrugðin því sem sést hef- ur á sýningarsviðinu í Reykjavík það sem af er vetri. Það er einkum vegna þess að þeir Ingimar Olafsson Waa- ge og Karl Jóhann Jónsson takast á við málverkið af einbeitingu sem er orðið fátítt að sjá meðal jafnaldra þeirra. Sýningin í ASÍ er málverka- sýning og engir tilburðir eru þar hafðir til að afsaka málverkið eða auka það með einhvers konar inn- setningar- eða konsepttilburðum. Karl Jóhann málar myndraðir og hér er aðalviðfangsefni hans álfar og svo kleinur, og í sýningarbæklingi kemur fram að hann líti á hvort tveggja sem portrett, tilraun til að draga fram einstaklingseðli einhvers „sem annars er til í þúsundatali". I raun er hér um eins konar fantasíu- myndir að ræða, jafnvel þar sem við- fangsefnið er hin hversdagslega kleina. Álfar Karls Jóhanns eru hins vegar hversdagslegri heldur en við mætti búast og fást við að skoða myndlist eða drekka og dansa eins og annað fólk. Myndirnar eru gam- ansamar án þess að breytast í ein- hvers konar skrýtlur eða skrípa- myndir og þar sem Karli tekst best upp, til dæmis í myndinni „Rýnir- inn“, er handbragðið og úrvinnslan virkilega góð. Ingimar málar hins vegar á allt öðrum nótum þótt einnig megi kenna verk hans við eins konar fantasíu. Viðfangsefni hans er nátt- úran og málverkin eru flest stór og efnistökin full af dramatík og hálf- wagnerískri tilfinningu fyrir hinum goðsagnakennda undirtóni náttúr- unnar. Tvær myndanna sýna meira að segja af eldsuppkomu, annars vegar í Öskju og hins vegar í Trölla- dyngju. Myndir Ingimars eru allar frá nefndum stöðum á Islandi og í þeim reynir hann að fanga bæði birt- uhrif og efnisþyngd landslagsins með því að byggja upp stóra og til- komumikla fleti en vinna þá svo með þunnum litalögum til að gefa þeim dýpt. Sýning Ingimars og Karls Jó- hanns er nokkuð sundurleit og vel hefði líka mátt sleppa nokkrum myndum til að hinar fengju að njóta sín betur, en þó er ljóst að hér eru á ferðinni menn sem taka málverkið al- varlega og án þess að hallað sé á önnur túlkunarform og að- ferðir hlýtur það að vera gleð- iefni. HÖGGMYNDIR HARPA BJÖRNSDÓTTIR HARPA Björnsdóttir sýnir í Gryfjunni í Listasafni ASI sér- stæða málmskúlptúra. Styttur hennar eru allar tilbreytingar við sama stef, myndir af fólki með eitthvað á höfðinu. Verkin eru vandlega unnin en hafa þó gróft yfírbragð og líkamar fólksins eru flatir og stílfærð- ir, og í þeim gætir áhrifa frá svokall- aðri frumstæðri list eða alþýðulist. Verkin eru ekki stór en málmurinn gefur þeim vissan massa og þyngd þeirra og alvarleiki undirstrikast af því að hér standa þær margar sam- an, eins konar her af fólki sem af- hjúpar bæði líkama sína og hugsan- ir. Formin á höfðum þeirra má reyndar túlka á ýmsa vegu en nær- tækast er kannski að ætla að með þeim vilji Harpa kafa inn í frum- hugsanir mannanna, þær erki- eða arfhugmyndir sem liggja til grund- vallar hugsunum okkar og hegðun. Sýning Hörpu hefði vel getað staðið í stærri sal þótt ekki sé á nokkurn hátt þrengt að verkunum í Gryfjunni. í þessum litlu styttum fer saman öryggi í handbragði og skýr hugsun og útfærsla, og heildar- myndin verður því sterk þótt verkin virðist látlaus við fyrstu sýn. Jón Proppé Staðlaðar ímyndir Linda Eyjólfsdóttir með eitt verka sinna á sýningunni í Stöðlakoti. MYNDLIST SI«(11 a k «t, II ó k h I« ð - ii s I í »■ mAlverk LINDA EYJÓLFSDÓTTIR Til 5. desember. Opið daglega frá kl. 14-18. LINDA Eyjólfsdóttir sýnir hátt á þriðja tug akrýlverka á masonítplöt- um í Stöðlakoti undir samheitinu „Kaffi, englar og fleira fólk“. Þetta mun vera fyrsta einkasýning henn- ar, en áður hefur Linda tekið þátt í samsýningu í Gallerí Fold. I Stöðla- koti er myndefni hennar andlitslaus- ar kvenfígúrur með vængi og geisla- baug, innan um fljúgandi kaffibolla og ávexti. I einni myndinni er til- brigði um engil, því hann er með vín- ber á hausnum í stað geislabaugs, og eins eru önnur tilbrigði, svo sem af kaffibolla með vængi. Hvert Linda er að fara með slík- um mótívum er ekki auðvelt að sjá í fljótu bragði, né hvers vegna hún endurtekur myndefnið með svipuð- um tilbrigðum út alla sýninguna. En vegna þess hve formteikningin er stöðluð og litameðferðin einhæf reynir ekkert á hæfileika hennar sem málara. Svo virðist sem Linda kjósi að sigla framhjá öllum átökum sem kveikt gætu eftirvæntingu með áhorfendum, eða komið henni sjálfri á óvart, óþægilega jafnt sem þægi- lega. Listamenn sem temja sér slíkan framgangsmáta fara á mis við það ævintýri sem fólgið er í glímunni við miðilinn. Þar skilur einmitt milli þess sem vitjar hins óþekkta með því að voga, og hins sem kýs að halda sig innan öruggra landamæra skreytilistarinnar og endurtaka stöðugt það sem honum lætur best. Sem betur fer bendir ekkert til þess að Linda hafi gert upp við sig hvorum hópnum hún vill fylgja. Ef hún vissi gjörla hvað hún vildi mundi hún ekki velja sér málverkið sem skreytimiðil held- ur kjósa sér einhvern annan vettvang þar sem skreytiþörfin fengi vænlegri útrás. Það er nefnilega alltof útbreiddur mis- skilningur að listmál- un sé þankafrí iðja sem einungis þjálfi auga og hönd en láti heilabúið ósnortið. En allt tal um tækni er til lítils ef engin íhugun fylgir pensilfa- rinu. Það er þessi skortur á íhugun sem veldur því að málverk Lindu skortir þá útgeislun sem allir lista- menn sækjast eftir. Meira af því sama bætir engu við nema síður sé. Það sem jafn drátthagur listamaður og hún verður að gera er að mála minna og hugsa meira: Hvert er ég að fara og hvað rekur mig áfram? Halldór Björn Runólfsson • TÖNN fyrir tönn er eftir Agöthu Christie, í þýðingu Ragnars Jónas- sonar. Hercule Poirot óttast fátt - en hann óttast tannlækna! Hann er þess vegna frelsinu feginn þegar hann kemur út af tannlæknastofu Morleys. En skömmu síðar fær hann þær fréttir að tannlæknirinn hafi stytt sér aldur. Poirot grunar hins vegar að ekki sé allt með felldu - enda á málið eftir að flækjast og fleiri að falla í valinn. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 173 bls.Verð 3.480 kr. • HINUMEGIN við heiminn eftir Guðmund L. Friðfínnsson er endur- útgefin. Hún kom fyrst út árið 1958. Indriði G. Þorsteinsson ritar formála. I fréttatilkynningu segir að höf- undurinn vefur örlagaþætti einstakl- inga í litríka voð framvindu sögunn- ar, í heimi þar sem stórir atburðir gerast ekki endilega, en hið smáa og sammannlega verður þeim mun stærra og eftirminnilegra. Bak við líf sögupersónanna má skynja undir- öldu Islandssögunnar á breytinga- skeiði. Ennfremur er vitnað í umfjöll- un Kristmanns Guðmunssonar í Morgunblaðinu 12. desember 1958: „Fegurð heiðarinnar, harka norður- byggða, haust- rökkur, ung sorg, geislandi ung gleði, allt er í þessari einföldu, ljóðrænu og yfir- lætislausu frásögn, þar sem snilldar- tökin leynast á hverri blaðsíðu." Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 249 bls. Verð 3.480 kr. Guðmundur L. Friðfinnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.