Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Kvenfólkið lærði þar ekkert annað en prjálu Það fer um mann hrollur þegar hugsað er til þess hversu stutt er síðan baráttan fyrir rétt- indum kvenna hófst hér á landi. Fyrsta kon- an sem birti opinberlega á prenti grein um hagi og réttindi kvenna var Bríet Bjarnhéð- insdóttir. Það eru bara rétt nim hundrað ár síðan sú grein birtist í tímaritinu Fjallkon- unni eða árið 1885. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1904 sem fyrsta konan fékk að vera reglulegur nemandi í Lærða skólanum en það var dóttir Bríetar, Laufey Valdimars- dóttir. Nokkrum árum áður en Bríet fór af stað með sín baráttumál hafði önnur kona hafið baráttu fyrir stofn- un kvennaskóla á Islandi en það var Þóra Melsteð (1823-1919). „Þóra Melsteð hafði fengið óvenjulega gott uppeldi og mikla menntun þegar í æsku. Hún var gædd mjög góðum gáfum og var snemma námfús og þrekmikil. Hún fékk eigi aðeins þá tilsögn, sem hægt er að fá á góðu og menntuðu heimili, heldur naut hún og kennslu í fjögur ár (1842-1846) í Kaupmannahöfn, bæði í hannyrðum og ýmsum bóklegum fræðigrein- um.“ Það var nánast einstakt hér á íslandi að kona byggi yfir slíkri menntun. Veturinn 1871 kvaddi Þóra „24 konur í Reykjavík til fundar við sig í húsi þeirra hjóna, og lagði fyrir þær frumvarp um tilhögun á fyrirhug- uðum kvennaskóla. Konur þessar samþykktu frum- varpið, og kusu fimm kvenna nefnd til framkvæmda í máli þessu“. Ekki var vel tekið undir það í fyrstu að stofna kvennaskóla í Reykjavík og flestum þótti óþarfi að setja á stofn skóla handa kvenfólki: „Nú, við höfum komist af hingað til án þess að hafa kvennaskóla, og svo munu menn einnig gera eftirleiðis." Einnig var sagt að: „Hún [Reykjavík] væri óþjóðlegur bær og kvenfólkið lærði þar ekkert annað en pijál.“ Þar höf- um við það. Þess voru fá dæmi að stofnaður væri skóli á íslandi með samskotum en svo varð úr í þetta skiptið. Þóra reið á vaðið og heklaði til þess stóra og fagra gólfábreiðu og gaf hana til þess að halda hlutaveltu um. Fyrir ábreið- una fékkst hvorki meira né minna en kr. 192.67 aurar. Fleiri gáfu í sjóðinn, þar á meðal voru skólapiltar úr latínuskólanum; kr. 18.33 aura. Bravó fyrir þeim! Síðan hófust samskot í kóngsins Kaup- mannahöfn sem endaði með því að þaðan komu 9/10 hlutar alls stofnunarflár. Sjóðurinn varð alls kr. 8.000 og hinn 1. október 1874 var kvennaskól- inn stofnaður af Þóru Melsteð og var hún jafnframt forstöðukona hans og vann kauplaust fyrsta árið. Hafa verður í huga að þetta var áður en alþingi tók að semja tjárlög fyrir landið og engrar hjálpar var að vænta frá stjórn landsins, þingi eða úr landsjóði. Að stofna kvennaskóla hér á landi á þessum tíma var því einstakt þrekvirki, enda sæmdi Friðrik VIII, árið 1906, Þóru verðleikamedalíu úr gulli, sem er fá- gætt heiðursmerki sem fáir ef nokkrir aðrir Islending- ar hafa hlotið. Bogi Th. Melsteð segir í grein sinni um Þóru í bók- inni Merkir íslendingar að Þóra hafi lesið mikið en meira hafi hún þó fengist við hannyrðir því þær „veittu svo mikla ró“ að hennar sögn. Það yljar sjálf- sagt. mörgum hannyrðakonum um hjartarætumar að hugsa til þess að hekluð ábeiða hafi átt svona merki- legan þátt í upphafi að því að konur höfðu möguleika á að mennta sig bæði í hannyrðum og bóklegum fog- um. Slíkur er máttur hannyrðanna, þær geta flutt heilu íjöllin úr stað! í desember-Spuna er jólaskraut sem ætti líka að ylja enn fleiri hjartarótum. Utpijónað vínrautt hjarta úr Solberg sem veitir mikla ró að pijóna sem hengja má svo á jólatréð eða hvar sem er. Gleðilega jólahátíð! Heimild: Jón Guðnason. 1967. Merkh' Islendingar. „Þóra Melsteð". Bókfellsútgáfan, Reykjavík. ■ ■ m ■ ■ 12 B 47 45 ■ n m c Á ■ 9 B k C la ■ n m m L o D ■ L B T B i B Ht C 43 BL 7 r M o D 1 J ) B T B J > B ri C ! 41 □□CWLLL c n B J B T B J B ■ B Dj E 1 39 ■ F n J5 ■ k ö B ” 7 B O 3 5~ B T o 37 ■ 9 ■ Q 11 _ j > B rr O B 3 F B c 2 J rr g j 35 T c U 'Q > i k. B 1 3 B o J ) □ T O [33 ■ 9 |c B 7 B i B B s: B T B Ö 31 ■ 9 C ■ .5 B 5 Q B Á 1 W B O 29 ■ 9 ic ■ 5 B o B 5 B O ^27 a 9 I c ■ F ■ ■ 4 5 B O 25 ■ 9 Z O ■ 5 c h m F B O 23 ■ 9 C B 5 s F B O 21 9i C ■ 1 B B B E E C ri9 9 O ■ .... I 0 B o Ik fl C 17 ■ m v gg SL ■ B H C B 12 B 1 15 □ 7 c —-n Q B 11 B c 113 □LHLELL i c B 9 B Q 1 1 m 5 □ 0 B 7 B C 9 I ■ V ■ V B O B 5 □ o 7 ■ L. ■ BLLLE 5 • I ■ O É ... dB o 3 m ■ ~ H 1 2. og 4. prjónn 1. og 3. prjónn Þóra Melsteð las mikið en meira fékkst hún við hannyrðir, því þær „veittu svo mikla ró“ er haft eftir henni. Jólaskraut Pijónað hjarta, u.þ.b. 8 cm á hæð. Gam: Solberg Prjónar nr. 2.5, ef prjónað er frek- ar laust er betra að nota nr. 2. Hjartalaga plast sem er innan í fæst í hannyrðaversluninni Molý, Hamraborg 7, Kópavogi. Fitjið upp 6 lykkjur og prjónið strax í hring og eftir munstri. At- hugið: Munstrið sýnir aðeins umf. 1- 3-5-7 o.s.frv. en umf. 2-4-6-8 o.s.frv. eru alltaf prjónaðar sléttar. ■ □ = Slétt lykkja O = Sláið upp á prjóninn. =Takið eina lykkju óprjónaða fram af, prjónið 1 lykkju slétt, steypio óprjónuðu lykkjunni yfir. ^ =Prjónið tvær sléttar saman. V = Útaukning. fl= Takið 1 lykkju óprjónaða fram af, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðulykkj- unni yfir. Athugið: Þegar umferð u.þ.b. nr. 41 hefur verið prjónuð þarf að setja hjartaformið ofan í prjónlesið og prjóna svo síðustu umferðimar. Festið síðan prjónlesið vel í gatið efst á hjartanu og setjið borða í toppinn eftir smekk. Athugið: Tölurnar sem sýndar eru inni í hjartanu er fjöldi sléttra lykkja (bæði hvítu og svörtu kass- arnir eru sléttar lykkjur). Munstur er lesið frá hægri til vinstri. ^mbl.is Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu Kringlunni 1 og keypt vörurnar þar. _>illtaf £itthvao n/m- mbl.i 0GGABÚÐIN ^ íslandspóstur hf ný verslun á mbl.is. Þar getur þú keypt boli, töskur, klukkur o.fl. á einstöku verði beint af Netinu og á öruggan hátt. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og íslandspóstur sendir þær heim til þín eða á vinnustað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.