Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 1

Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913 276 TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Heimastjórn mótmælenda og kaþólikka tekin við völdum á Norður-írlandi Hafízt handa við að móta friðsamlega framtíð Belfast, Seattle. AP, Reuters. NÝ heimastjóm Norður-írlands, skipuð fulltrúum bæði sambands- sinnaðra mótmælenda og lýðveldis- sinnaðra kaþólikka, hélt sinn fyrsta fund í gær og hófst handa við að hrinda í framkvæmd friðarsam- komulaginu frá í fyrra. David Trimble, forsætisráðherra heimastjórnarinnar og helzti leiðtogi mótmælenda, og staðgengill hans, kaþólikkinn Seamus Mallon, stýrðu hinni sögulegu samkomu í Stormont- kastala í Belfast, aðsetri n-írska þingsins, sem hefur frá því hann var byggður fyrir 79 árum verið tákn meirihlutastjómar mótmælenda í landshlutanum. Það sem mestum tíðindum sætir er að við hlið Trimbles og annarra fulltrúa UUP, stærsta flokks mót- mælenda, sátu við sama borð tveir ráðherrar úr röðum Sinn Fein, stjómmálaanns Irska lýðveldishers- ins (IRA), sem háð hefur blóðuga baráttu í þrjá áratugi fyrir því að stjórnin í Dyflinni tæki við völdum á N-írlandi. Með þátttökunni í heima- stjórninni hafa hinir yfirlýstu lýð- veldissinnar skuldbundið sig til að taka þátt í að stjórna landshlutanum, í umboði brezku ríkisstjómarinnar. En tveir ráðherrastólar vom auðir á fundinum. Fulltrúar róttækra mót- mælenda í DUP, flokki Ians Pais- leys, neituðu að setjast við sama borð og fulltrúar Sinn Fein, áður en IRA hefur hafið afvopnun. I gærkvöldi barst svo yfirlýsing frá IRA um það hvern samtökin hygðust senda til formlegra viðræðna um afvopnun, en nú stendur og fellur áframhaldandi framkvæmd friðarsamkomulagsins með þvi að hinni sérskipuðu afvopn- unarnefnd, sem kanadíski hershöfð- inginn John de Chastelain fer fyrir, takist ætlunarverk sitt - að fá IRA til AP Þingmenn á norður-írska þinginu og skólabörn bæði úr fjölskyldum kaþólskra og mótmælenda sleppa dúfum lausum við Stormont-kastala í gær, sem tákn um frið er heimastjórnin tók til starfa. að afvopnast fyrir maímánuð nk. Fulltrúar UUP í heimastjórninni hafa sagzt munu segja af sér í febr- úar nk., hafi IRA þá ekki hafið af- vopnun fyrir alvöru. Friðarsamningur færður í lög Fyrr um daginn höfðu Peter Mandelson, Norður-írlandsmálaráð- herra brezku stjórnarinnar, og Dav- id Andrews, utanríkisráðherra Ir- lands, staðfest með undirritun sinni að samningurinn um frið á N-írlandi, sem kenndur er við föstudaginn langa, hefði tekið gildi sem lög í báð- um löndunum. Þar með var loks opn- að fyrir að settar yrðu á fót ýmsar stofnanir, sem ætlað er að efla sam- starf innan N-írlands, efla tengslin milli N-írlands og írska lýðveldisins og milli Irlands og Bretlands. Andrews bað viðstadda tignar- gesti að minnast þeirra 3.600 manna, sem látið hafa lífið í hryðjuverkum á N-írlandi, Bretlandi og í írska lýð- veldinu á undanförnum 30 árum. Örskömmu síðar undirritaði Bert- ie Ahern, forsætisráðherra írlands, yfii-lýsingu þar sem staðfest er að fellt hafi verið út úr stjómarskrá Ir- lands tilkall þess til yfirráða yfir N- írlandi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði n-írsku heimastjórninni í gær og lét svo ummælt í ávarpi á ráð- herrafundi Heimsviðskiptastofnun- arinnar í Seattle, að „dagar byssunn- ar og sprengjunnar" á N-írlandi væru nú vonandi endanlega liðnir. Engin holskefla nýbura um áramdt Lundúnum. Reuters. ÞAÐ verður ekkert úr því að nýburaholskefla skelli á mann- kyninu um árþúsundaskiptin. Svo virðist sem pör úti um allan heim hafi hlýtt ráði lækna, sem vöruðu fólk við því að anza hvatningu til að reyna að eign- ast fyrsta mannsbarn nýs ár- þúsunds og hætta þar með á að eignast barnið í yfirfullri fæð- ingardeild sjúkrahúss, þar sem starfsfólkið væri þar að auki upptekið við að kljást við áhrif 2000-vandans á tæknibúnað spítalans. Frá Tókýó og Hong Kong til Búdapest og Lundúna virðist þessi boðskapur læknanna hafa skilað sér. í könnun, sem Reut- ers-fréttastofan lét gera á þessu, skera aðeins tveir staðir sig úr. í Sydney og Peking eiga fleiri verðandi mæður von á sér um áramótin en í meðalári. Hinn 9. apríl 1999 var sá dag- ur sem lýst var sem bezta deg- inum til að geta „árþúsunda- skiptabarnið". Brezkar útvarpsstöðvar spiluðu róman- tíska slagara og hótel á Nýja- Sjálandi bauð þennan dag 100 pörum að eiga þar „ástarnótt" til að freista þess að vinna pen- ingaverðlaun sem fyrsta bami árþúsundsins hefur verið heitið. Annað fyrir stafni á nýársnótt Fólk á bameignaraldri virð- ist flest hafa aðrar fyrirætlanir á gamlárskvöld en að svitna á fæðingardeild sjúkrahúss. Samkvæmt könnun sem gerð var á vegum verjuframleið- andans Durex vonast helming- ur alls ungs fólks í heiminum til þess að hátíðahöldin á nýárs- nótt endi með kynlífi. Meiri- hluti svarenda kvaðst myndu nota verju. Reuters Slökkviliðsmenn handlanga brak við leitina að fólki sem grófst undir. Hrundi í gassprengingu Wilhelmsburg.AP.AFP. SPRENGING, sem líklegast er talið að hafi orsakazt af gasleka, jafnaði í gærkvöldi við jörðu þriggja hæða íbúðarhús í austurríska bænum Wil- helmsdorf, um 50 km vestur af Vín. Vora um 200 liðsmenn slökkviliðs, hers og lögreglu önnum kafnir í nótt við að leita fólks sem grófst í rústun- um, með þefhunda sér til fulltingis. Um þremur tímum eftir að spreng- ingin varð höfðu tveir fundizt látnir. Einni konu var bjargað á lífi, eftir að sjúkraliðar höfðu aflimað báða fætur til að losa hana úr rústunum. I fyrstu var talið að 30 til 40 manns hefðu ver- ið í húsinu er það hrandi, en síðar greindi austurríska sjónvarpið frá því að allmargir íbúanna hefðu ekki verið komnir heim til sín er spreng- ingin varð, um kl. 19 að staðartíma. Lögregluaðgerðir skapa loks vinnufrið á WTO-fundi Niðurgreiðslur landbún- aðarvara efstar á baugi Seattle. AP, Reuters. VIÐSKIPTARÁÐHERRAR aðild- arríkja Heimsviðskiptastofnunarinn- ar (WrTO) gátu í gær loks hafið samn- ingaviðræður fyrir alvöru, eftir að látlaus götumótmæli tugþúsunda andstæðinga frjálsari heimsviðskipta höfðu meira eða minna hindrað fundahöld í tvo daga. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hvatti viðstadda ráðamenn að taka réttindi verkafólks og umhverf- isvemd á dagskrá viðræðna sinna, en fulltrúar þróunarlanda tóku dræmt í þá tillögu. Mótmælendum laust saman við lögreglu í Capitol Hill-hverfi Seattle, sem er í um 1 km fjarlægð frá ráð- stefnumiðstöðinni þar sem fulltrúar 135 ríkja heimsins eru saman komnir til að leita leiða til að hrinda af stað nýrri samningalotu um aukið frelsi í Clinton vill sjá baráttumál mót- mælenda rædd heimsviðskiptum. Lögregla beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Meðal helztu ágreiningsefnanna, sem hafizt var handa við að ræða í gær vora útflutningsbætur á land- búnaðarafurðir, erfðabreytt matvæli og niðurgreiðslur til innlendrar land- búnaðai-framleiðslu. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í samtali við Morgunblað- ið að á fundinum væra fjölmörg mál til umfjöllunar sem skiptu íslendinga miklu. „Tillaga Islands og fleiri ríkja um niðurfellingu ríkisstyrkja í sjávar- útvegi er það mál sem við leggjum mesta áherzlu á. Þar eigum við sterka stuðningsmenn en jafnframt harða andstæðinga, til dæmis Japan, Kóreu og Evrópusambandið," sagði Halldór. Segir hann erfitt að segja til um hvort tillagan nái fram að ganga. „Hér er enn allt mjög laust í reipun- um. Andstæðingar okkar hafa lagt fram tillögu sem miðar augljóslega að því að drepa málinu á dreif. Það er stórhættulegt enda gæti það komið í veg fyrir viðræður um aukið frelsi í viðskiptum með fiskaíúrðir," sagði utanríkisráðherra. MORGUNBLAÐK) 3. DESEMBER 1999

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.