Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 51 + Guðfínna Jóns- dóttir fæddist í Hrísey hinn 4. júlí 1944, en þaðan fíutti hún ung að árum til Fáskrúðsfjarðar þar sem hún ólst upp. Foreldrar hennar voru Jón Kristinn Stefánsson, sjómað- ur, f. 13. júlí 1918 í Hvammi á Fáskrúðs- firði, d. 19 .septem- ber 1981 og Hlíf Kristinsdóttir, f. 9. októberl922 á Litla Árskógsandi, d. 27. janúar 1987. Guðfinna eignaðist fjögur börn með fyrri manni sfnum Sigurði Wium Árnasyni, f. 5. janúarl935: 1) Margréti Wium Sigurðardóttir í mörg ár hef ég hugsað um þig, og vonað að einn dag yrðir þú laus frá þeim þjáningum sem mörkuðu líf þitt að mörgu leyti. Hugsunin um að ekkert væri hægt að gera til að lina þjáningar þínar var afar þungbær. En þrátt fyrir að ég hafi ekki alist upp hjá þér, þá voru blóðböndin sterk. Þú hefur alltaf verið móðir, þó svo að m iðurhlutverkið hafi fallið í ann- ara hendur. Eg hef aldrei efast um ást þína á okkur systkinunum, því að ég veit að hugsunin um börnin þín, og vonin um að dag einn yrðum við öll saman á ný hélt þér gangandi í gegnum erfiðustu hjallana. Eg man hvernig augu þín fylltust af tárum í sumar þegar ég kvaddi þig og ég veit hversu vænt þér þótti um að sjá dótturson þinn Kristófer Elís í fyrsta skipti. Eg hef huggað mig við vissuna um að þú áttir góða vini og sérstaklega langar mig að biðja góðan Guð að vernda og styðja við bakið á Erling sem reyndist þér betur en nokkur annar síðustu árin. Góðir vinir eru það dýrmætasta sem til er og hann áttir þú svo sannarlega. Eg mun allt mitt líf minnast þín sem móður sem elskaði börnin sín meira en allt annað, og þó aðstæður yrðu til þess að þú fengir ekki að njóta þein-a sem skildi. Ég veit að vegna ástai- þinnar á bömunum færðir þú þær mestu fórnir sem nokkur móðir getur fært, að láta þau í hendur annama sem gætu annast þau, og fyrir mig er það ómetanleg gjöf. Sú ást er sönn sem aldrei breytist, jafnvel þótt henni sé neitað um allt. Hvar um lífsins veg þú farinn fer, þú finnur ávallt marga. Sem eigi megna sjálfum sér, úr sinni neyð að bjarga. (V. Briem.) Minning þín lifir. Þín dóttir, Amalía Vilborg. Sólersáttviðbáru, sveipar hana armi. Brimhörð geislann brýtur, blikatáráhvarmi. Sendu, sálnafaðir, sáttageislaniður. Bylgjaáhuganshafi hróparnú-ogbiður. (Elín Sigurðardóttir.) Lífið hennar Guðfinnu var sannar- lega ekki auðvelt - hversdagslegir erfiðleikar í okkar dagsins amstri hefðu verið henni sæla. Börnin sín sex missti hún frá sér, vegna erfiðra aðstæðna og sjúkdóms. Hún veiktist af geðsjúkdómi og fannst engin lækning við því. Kannski hefur hún líka þurft að sæta fordómum um- hverfisins um tíma. Skilningur á eðli geðsjúkdóms hefur áreiðanlega ver- ið mismikill í hennar nánasta um- hverfi. Síðar meir þróuðust með henni líkamlegir sjúkdómar og það skiljum við öll. Hún þjáðist t.d. af hjartastækkun, en hún hafði líka stórt hjarta í öðrum skilningi, sem löngu var brostið en af því litla sem hún átti gaf hún allt. Hún elskaði (Christensen).f. 18. maí 1963. 2) Albert Wium Sigurðsson, f. 5. aprfl 1966. 3) Ágúst Wium Sig- urðsson, f. 1. ágúst 1968, d. 11. mars 1986. 4) Jón Hlffar Sigurðsson (Guð- fínnuson), f. 6. apríl 1970. Og með seinni sambýlismanni sín- um Sören Aðal- steinssyni, f. 8. júní 1925, Steinar Sigurjón Sörensson, f. 24. júlí 1972. 2) Amalía Vilborg Sörens- dóttir, f. 16. aprfl 1974. Útför Guðfínnu fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. börnin sín, það var augljóst. Það er ekki víst að þau hafi alltaf vitað það, kannski var heldur enginn til að segja þeim það. En þau voru líka misheppin með aðstæður í sínum uppvexti og höfðu mismikið sam- band við móður sína, en hún elskaði þau framar öðru og móðurtilfinning- in geislaði af hennai- návist, þrátt fyiir allt. Hún trúði því, að hún gæti sameinað fjölskylduna að nýju og eignast stórt hús, þar sem þau gætu verið öll saman. Það var henni al- vörumál og með það gantaðist hún ekki, hins vegar gantaðist hún sann- arlega á stundum og hafði svo dýr- legan húmor. Kynni mín af Guðfinnu voru stutt, en hafa sett ævarandi mark á líf mitt og opnað nýja veröld ... veröld geð- sjúkdómanna, veröld hins ólýsanlega tilfinngaróts, djúprar sorgar og blæðandi sára ... og vonar, svo sterk trú ... von og ... kærleikur ... brostin fjölskyldubönd. Við Albert leituðum Guðfinnu uppi fyrir tveim árum og fundum hana á sambýli fyrir geðfatlaða á Skútagili 2 á Akureyri. Þá höfðu þau mæðgin hvorki sést né heyrst í 17 ár. Móðir og barn, eða tveir einstakling- ar, sem ekkert þekktust... stund þar sem von hafði ræst og bæn hafði heyrst í bland við brimrót brostinna vona og langtíma sársauka, barns- augun horfðu og skynjuðu hvað gerst hafði... í fyrsta sinn ... Nú liggur púsluspilið á borðinu, þetta lífsins púsluspil og brotin rað- ast saman eitt af öðru, systkin frændfólk, fósturforeldrar hittast, sjást og kynnast, reyna að raða sam- an hvert fyrir sig. Guðfinna átti sem betur fer mjög góða að þar sem var starfsfólk og vistmenn Sambýlisins á Skútagili. Það er sannarlega ástæða til að þakka starfsmönnum öllum og for- stöðumanni einstaka natni og hlýju í tengslum við lát Guðfinnu, því svo vel var að öllu staðið. Við sem kom- um norður til að kveðja hana við kistulagningu, fengum einstakar móttökur þar, einnig á starfsfólk Fé- lagsmálastofnunar á Akureyri þakk- ir skildar því auðséð er að starfs- menn þar hafa annast Guðfinnu af sérstakri hlýju. Guðfinna átti sér einnig góðan vin á Akureyri, Erling. Þau höfðu bundist kærleiksríkum vináttuböndum í tug ára og votta ég honum samúð, ásamt því að þakka fjölskyldu hans hlýjar móttökur fyr- ir hönd Alberts. Elsku Guðfinna, megi nú loks írelsi ríkja í sál þinni og anda, þú hélst þetta út þar til hjartavöðvi þinn brast að lokum. Guð geymi sál þína og vaki yfir börnum þínum og fjölskyldu. Sigpiín Valgeirsdóttir. Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1116, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Nánari upplýsingar má lesa á heima- síðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Sigmar Guðmun- dsson fæddist í Reykjavik 25. janúar 1925. Hann lést á Hafnistu í Hafnar- firði 27. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Emili'a Sigmundsdóttir, f. 24. nóvember 1901, d. 17. aprfl 1974 og Guð- mundur Hannesson, f. 29. nóvember 1906, d. 13. febrúar 1991. Sigmai’ var elstur fjögurra systkina. Þau eru í aldursröð: Hannes Ingólfur, f. 21. febrúar 1926, d. 27. desember 1998; Henný Sigríður, f. 3. mars 1929; Emil Lúðvík, f. 19. september 1935. Sigmar kvæntist Petrínu Bene- diktsdóttur 21. júlí 1950. Þau skildu 1955. Dætur þeirra eru: 1) Emilía Margrét, f. 27. aprfl 1950, BA í íslensku, gift Ragnari Ó. Steinarssyni, f. 7. febníar 1947, tannlækni og eiga þau þijú börn. a) Erla Sigríður, f. 17. október Þegar ég sit nú á kveðjustund með penna í hönd og lít yfir farinn veg, þessi rúmu þrjátíu ár sem ég hef verið kvæntur elstu dóttur Sigmars, Emilíu, þá leita á hugann margar mjög áleitnar spurningar. Hversu vel þekkti ég hann, þenn- an dula, ljúfa og samskiptagóða mann? Hvað vissi ég um tilfinning- ar, gleði og sorg manns, sem tjáði sig aldrei um þær og bar aldrei raunir sínar á torg? Hvað vissi ég um lífsskoðanir manns, sem af með- fæddri kurteisi og hæversku mót- mælti aldrei neinum og af hógværð virti allar skoðanir? Hvað vissi ég um drauma og væntingar vel gefins manns, sem aldrei nýtti sér þá eðlis- lægu hæfileika sem hann fékk í vöggugjöf? Lífshlaup Sigmars var dæmigert fyrir mann úr alþýðu- stétt, sem fæddist og ólst upp í kreppunni fyrir stríð. Hann lauk skyldunámi sínu og fór síðan að vinna eins snemma og mögulegt var á þessum tíma. Þá var blessað stríð- ið skollið á og loksins sáust peningar á alþýðuheimilum landsins eftir ára- langa baráttu í atvinnuleysi og óör- yggi kreppuáranna. Sigmar leið þó engan skort á þessum árum, því allt það fólk sem að honum stóð reyndist hörkuduglegt og eftirsótt í vinnu. Hann minntist seinna á lífsleiðinni þessara ára með mikilli ánægju og naut þess að segja okkur yngra fólk- inu frá þeim og sjá undrunarsvipinn á okkur við samanburðinn við lífið í dag. Sigmar kvæntist 1950 Petrínu Benediktsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur. Þau skildu eftir stutt hjónaband og sundraðist fjölskyld- an við það. Emilía, elsta dóttirin, ólst upp hjá föðurforeldrum sínum en yngri dæturnar tvær, Jónína og Ingveldur, ólust í fyrstu upp hjá móðurforeldrum sínum. Sigmar tók skilnaðinum afar illa. Hann var nú áhorfandi að uppeldi dætra sinna sem hann dáði og dýrkaði alla tíð, í stað þess að vera virkur og ábyrgur fjölskyldufaðir. Þarna verða mikil þáttaskil í lífi hans og hann fer úr ágætri fastri vinnu hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur í kalsasama sjó- mennsku, lengst af á togaranum Ingólfi Arnarsyni hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Þetta hafa eflaust ver- ið erfið ár hjá Sigmari en öll él birtir upp um síðir, því Sigmar og dæturn- ar sameinuðust aftur í litla húsinu á Nönnugötu 10, á heimili foreldra hans, sæmdarhjónanna Emilíu Sig- mundsdóttur og Guðmundar Hann- essonar línumanns. Vinkona Sig- mars til margra ára var Gyða Jónsdóttir, mikil sómakona en hún lést árið 1982. Næsti þáttur í lífi Sigmai’s var er ég tók að birtast á Nönnugötunni, húsráðendum sjálfsagt til mikils ama, því elsta heimasætan var kom- ung. Sigmar tók þessu þó með sinni stóísku ró og gerði aldrei neinar at- hugasemdir við komu mína. I fyrstu 1967, sagnfræðingur í sambúð með Magn- úsi Teitssyni. Erla á tvær dætur, Millu Ósk og Völu Rún. b) Kjartan Þör, f. 5. desember 1974, tannlæknanemi í sambúð með Berg- lindi Völu Halldórs- dóttur og eiga þau einn dreng, Ragnar Þór. c) Ragnhildur Helga, f. 1. júlí 1980, menntaskólanemi. 2) Jónína Birna, f. 1. júlí 1951, flugfreyja. 3) Ingveldur Henný, bankagjald- keri, f. 24. ágúst 1953, hún á þrjú börn. a) Marta, f. 26. nóvember 1971, háskólanemi, hún á eina dóttur, Sylvíu Lind. b) Bima Mar- grét, f. 13. janúar 1976, háskólan- emi. c) Elvar Lúðvík, f. 26. nóvem- ber 1981, menntaskólanemi. Útför Sigmars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. áttum við Sigmai’ lítið sameiginlegt nema að báðir voram við eldheitir Framarar og spjölluðum við oft um knattspyrnu en hann fylgdist alla tíð með sínu gamla félagi. Ekki náðum við saman í stjórn- málum. Sigmar með sínar róttæku stjórnmálaskoðanir sem fyrst og fremst mótuðust af lífinu og því um- hverfi sem hann ólst upp í en ég sem ungur maður hélt að lífsgátan leyst- ist ef menn gengju í Heimdall. Við töluðum oft um stjórnmál en aldrei skipti hann skapi og alltaf kaus hann Alþýðubandalagið mér til mik- illar mæðu. Síðustu árin vorum við þó farnir að nálgast hvor annan póli- tískt. Ekki veit ég hvort það var vegna þess að eðlislæg íhaldssemi hans var að brjótast fram eða ég að verða róttækari með árunum. Til marks um þessar breytingar gátum við hvoragir skilið hvernig örfáir einstaklingar geta átt óveiddan fisk- inn í sjónum, sjálfa þjóðarauðlindina og þá skildum við aldrei þann at- vinnuveg sem getur greitt milljarða út úr rekstri sínum til örfárra út- valinna og var þó Sigmar alltaf tal- inn frekar talnaglöggur og ég úr stærðfræðideild. Þótt Sigmar hafi verið róttækur var hann þó ekki maður mikilla breytinga í sínu pers- ónulega lífi. Hann skipti helst aldrei um húsnæði né vinnustað nema brýna nauðsyn bæri til. Eftir að hann hætti sjómennsku upp úr 1970 hóf hann störf sem verkamaður hjá Eimskipafélagi íslands og vann þar til hann hætti störfum sökum ald- urs. Það er sagt að sú kynslóð sem kynntist atvinnuleysi kreppuárannav. hafi litið vinnuna dálítið öðrum aug- um en það fólk sem er að alast upp í dag og hef ég það eftir yfirmanni Sigmars hjá Eimskipi að hann hafi verið mjög góður og ábyrgur starfs- maður og aldrei mætt of seint né hlíft sér við vinnu. Síðustu árin fór heilsu Sigmars að hraka og dvaldist hann á Hrafnistu í Hafnarfirði við góða aðhlynningu og fær fjölskyld- an seint fullþakkað því góða stafs- fólki þar. Hann lést þar saddur lífs- daga 27. nóvember sl., sáttur við allt og alla. Með þessum fátæklegu orð- um kveð ég þig og þakka fyrir sam- fylgdina. Hvíl þú í friði, vinur. Ragnar Ó. Steinarsson. Þegar móðir mín tilkynnti mér árla morguns, laugardaginn 27. nóv- ember, að afi minn væri látinn, leit- aði í huga minn síðasta heimsókn mín til hans. Það var aðeins nokkr- um dögum fyrir andlát hans að hann tók á móti mér og Mörtu, systur minni, á Hrafnistu í Hafnarfirði. All- an þann tíma sem við sátum hjá hon- um bar hann höfuðið hátt og gat ég vart varist brosi þegar Marta spurði hvort hann fyndi fyrir slappleika, því hann svaraði um hæl að ekkert amaði að sér. Hann orðaði það oftast,- svo að honum liði „eins og blóma í eggi“. Af þvflíku æðruleysi tókst hann á við veikindi sín síðustu árin og aldrei þóttist hann kannast við að vera veikur né vottaði fyrir kvörtun- artón í rödd hans. Þær eru margar góðar minningarnar sem ég á um hann afa og mun ég alltaf muna eftir sunnudagskvöldunum góðu þegar hann kom í mat til okkar og töluðum við um allt milli himins og jarðar. Efst er mér þó í minni samræðurnar um stríðsárin og sagði hann svo skemmtilega frá þeim tíma. Svo margar eru minningarnar um góðan mann að ekki ætla ég að tíunda þær hér, heldur geyma þær í hjarta mínu. Hátíðirnar sem era að ganga í garð verða tómlegar án afa en ég trúi því að hann verði og sé á góðum stað, þar sem honum líður vel. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, Því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma ogljúfaenglageyma öll bömin þín, svo blundi rótt (M. Joch.) Elsku afi. Ég þakka fyrir allar þær góðu stundu sem átti ég með þér. Ég bið góðan Guð að geyma þig og hvfl í friði. Birna Margrét Olgeirsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN BJÖRNSSON frá Gerði, sem lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum sunnudaginn 28. nóvember, verður jarðsung- inn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugar- daginn 4. desember kl. 10.30. Valbjörn Guðjónsson, Laufey Jónsdóttir, Björg Guðjónsdóttir, Gísli Valur Einarsson, Jóhann Guðjónsson, Jón Ingi Guðjónsson, Sigtryggur Þrastarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANN-BRITT SÍMONARSON, Túngötu 8, Eskifirði, er látin. Kristín Karlsdóttir, Þórarinn Valur Sverrisson, Þórunn Karlsdóttir og barnabörn. GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR SIGMAR GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.