Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 60

Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ JÍP FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 Auðveldaðu valið á mbl.is Á mbl.is hefur verið opnaður plötuvefur. Á vefnum er að finna ítarlegar upplýsingar um 145 nýjar plötur frá 64 útgefendum. Tenging við Amazon.com gerir not- endum mögulegt að kaupa mikið úrval geisladiska beint af Netinu. Gerðu jólainnkaupin auðveldari og farðu á mbl.is <§>mbl.is -AL.LTaf= GITTHWV& /VÝTT UMRÆÐAN____ Fasteigna- skattur á lands- byggðinni ÞAÐ eru margar ástæður sem valda fólksflutningum frá landsbyggðinni til Reykj avíkursvæðisins. Sú ástæða sem vegur hvað þyngst er rang- látir skattar og það sérstaklega fasteigna- skattar. Nokkur umræða hefur verið um fast- eignaskattinn nú í ár. Fyrir kosningar í vor lofuðu sumir fram- bjóðendur lands- byggðarfólki því að þeir myndu beita sér fyrir að fasteignaskattsranglætinu yrði af því létt. Þessi loforð hafa verið ítrekuð í ræðum alþingis- manna og í stefnuskrá ríkisstjórn- arinnar. Fyrir fáum dögum kom um það frétt frá stjórnvöldum að ekki væri hægt að breyta lögum í svo miklu hasti að þessari plágu yrði aflétt fyrir nk. áramót. Virðist því sem eitt ár eigi enn að bætast við þar sem hinir ranglátu fasteignaskattar verði álagðir og innheimtir. Nokkru eftir að þessi boð komu um að ekki væri hægt vegna tíma- skorts að breyta álagningu fast- eignaskattsins og draga þar með úr fólksflóttanum kom sú tilkynning frá stjórnvöldum að ætla skyldi Ai- þingi góðan tíma til að samþykkja lög um breytingu á bifreiðagjöldum en með þeirri lagabreytingu munu flutningsgjöld hækka. Sú hækkun bitnar fyrst og fremst á lands- byggðarfólki. I Morgunblaðinu 19. þ.m. fjallar Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um fasteignaskattinn. Þar segir: „I lögum um tekjustofna sveitarfélaga segir i kaflanum um fasteignaskatt að stofn til álagningar skattsins skuli vera afskrifað endurstofns- verð húsa margfaldað með markaðsverði fasteigna í Reykja- vík. Þetta þýðir að sveitarfélög á landsbyggðinni eru að reikna fast- eignaskatta af ímynduðu verðmæti fasteigna en ekki raunverulegu. Verðmæti húss er allt að þrefalt meira ef það er í Reykjavík en úti á landsbyggðinni. Markmið þessa siðlausa lagaákvæðis var að tryggja sveitarfélögunum á landsbyggðinni sömu tekjur og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu af jafnstórum húsum. Eitt stærsta vandamálið í íslensku þjóðfélagi nú er stöðugur fólksflótti frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og hafa fjölmargar nefndir fengið það verk- efni að finna lausn á vandanum og styrkja atvinnurekstur og búsetu í sveitum landsins. Þessi fólks- flótti hefur m.a. leitt til mikillar hækkunar fa- steignaverðs á höfuð- borgarsvæðinu vegna mikillar eftirspurnar og horfa menn nú fram á 19% hækkun milli ára. Markaðsverð fast- eigna úti á landi lækk- ar víða vegna fólks- flóttans en eigendur þeirra fá, að öllu óbr- eyttu, enn eina hækk- unina á fasteigagjöld sín, eingöngu vegna hækkunar í Reykjavík." Þökk fyrir þessa góðu útskýringu Erna. Víða á landsbyggðinni veldur álagning fasteignaskatts því samkv. núverandi reglum að verðmæti eignanna rýrnar. Sérstaklega á Skattar Virðist sem eitt ár eigi enn að bætast við, segir Skúli Alexandersson, þar sem hinir ranglátu fasteignaskattar verði álagðir og innheimtir. þetta við um íbúðarhús. Söluand- virði lækkar ár frá ári en fasteigna- skatturinn er óbreyttur jafnvel hækkar. íbúðir standa auðar, eru arðlausar, eigendur leggja í kostn- að til að verja þær skaða og halda þeim við sumir láta þær drabbast niður og fasteignaskattana hlaðast upp. Á þessar verðlausu og arð- lausu eignir jafnt sem þau íbúðar- hús sem fólk býr enn í skal svo leggja skatt út frá markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík og nú skal hækka skattinn vegna hækkunar markaðsverðs í höfuðborginni. Svona skattlagning er jafn fjar- stæðukennd og að tekjutengdir skattar væru ekki reiknaðir út frá tekjum hvers einstaklings heldur út frá tekjum fólks í viðmiðunarbyggð þai' sem tekjur væru hæstar og færu hækkandi. Lagt yrði á alla út frá slíkri viðmiðun hvar sem væri á Islandi jafnt tekjulausa sem þá er hefðu stórtekjur. Síðan að skýrt var frá því að stjórnvöld ætluðu ekki að beita sér fyrir því að breytt yrði um aðferð við álagningu fasteignaskattsins fyrir komandi áramót hefi ég búist við því, að vegna þeirrar ákvörð- Skúli Alexandersson Alltaf í leiðinni! Verslunarmiðstöðin Grímsbær v/Bústaðaveg - Ert þú einmana? - Ert þú í uanda? - Uantar þig einhuern til að tala uið? Uinalínan á hverju kvöldi í síma 800 6464 frá kl. 20-23 Vinalína Rauða krossins 100% trúnaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.