Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 50
50 FÖSTUD^GUB 3. DESKMBKR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR + Bryndís Jóns- dóttir fæddist á Seyðisfirði 19. nóv- ember 1926, hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón B. Sveinsson, útgm. á Seyðisfirði, f. 7.4. 1888, og kona hans, Torfhildur Sigurðar- dóttir, f. 8.8. 1885, d. 24.12. 1947. Systkini Bryndísar eru, Unn- ur, f. 30.11. 1913, d. 4.7. 1990, Sveinn Ragnar, f. 23.1. 1917, Sigurður, f. 21.8.1919, Brynjólfur, f. 8.4.1924, d. 10.5.1926. 10. aríl 1954 giftist Bryndís Val- geiri Norðfjörð Guðmundssyni, f. 6.5. 1930. Bryndís og Valgeir eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Jónhildur, kennari og listmál- ari, f. 4.8. 1954. 2) Sigrún náms- maður, f. 5.2. 1956, eiginmaður Halldór Bragason. Börn þeirra eru: Valgeir, f. 18.12. 1974, d. 24.12. 1974, Óskar, f. 10.8. 1976, í sambúð með Önnu Freyju Finn- bogadóttur, Valgeir, f. 22.11. 1977, og Snorri f., 12.12. 1980. 3) Unnur Marta, f. 26.3. 1960, sjúkraliði og þroska- þjálfi, í sambúð með Arne Larsen. Stjúp- sonur hennar er Anders Jon. 4) Svan- hvít Jóhanna, fórð- unarmeistari, f. 2.4. 1963, gift Peter Ritt- weger, sonur þeirra er Daniel, f. 6.12. 1993. Bryndís gekk í Húsmæðraskólann á Laugalandi f Eyjafirði 17 ára gömul, starfaði síðan hjá Landssíma Islands á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík. Bjó á Loranstöðinni á Gufuskálum í níu ár. Rak Edduhótel fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins í Reykja- vík í þrjú ár, stofnaði síðan sjúkra- hótel fyrir Rauða kross Islands og rak það í fjórtán ár. _ Utför Bryndísar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, föstudaginn 3. desember, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku mamma mín! Mig langar til að skrifa þér nokkrar línur, það er skrítið að þú ert ekki lengur í þessum heimi. Eg sakna þín mikið en veit að þér líður vel hjá guði. Hann reyndi að undir- búa mig tveimur nóttum áður en þú fórst í ferðina löngu, en ég var svo eigingjörn að ég hlustaði ekki á hann, vegna þess að þrátt fyrir veik- indin var ég viss um að þú myndir lifa lengur. Mig langar að segja þér að ég ætla að trúa á þau fallegu orð sem þú hefur sagt við mig undan- farið ár, ég er loksins búin að taka þau inn í hjartað. Eg veit að við höfum oft rökrætt og deilt ansi heitt, en það er betra að vera opin en að byrgja allt inni. Ég man eftir því að þegar ég var lít- il fannst mér þú allt öðruvísi en aðr- ar mæður á íslandi, þegar við áttum heima á Gufuskálum varstu alltaf að gera eitthvað fyrir krakkana, syngja og spila á gítar eða að setja upp leikrit, og ég var svo stolt af þessu. En seinna þegar ég var ungl- ingur fannst mér eins og að allir ættu að haga sér eins, stundum ósk- aði ég mér að ég væri fluga á vegg þegar við fórum í búðir saman, vegna þess aða annaðhvort komstu ' stormandi inn og sagðir hátt og skýrt: „Góðan daginn" og spjallaðir við afgreiðslustúlkurnar eða skammaðist yfír verðinu á hlutun- um. Ég hugsaði mikið um þetta þeg- ar ég var búin að búa í Danmörku í nokkur ár og kom heim í frí og tók þá eftir að afgreiðslufólkið í búðun- um bauð góðan daginn og kvaddi. Þú varst aldrei hrædd við að láta álit þitt í ljós. Mamma mín, ég er svo ánægð yfir að þú og pabbi komuð þrisvar sinn- um til mín til Danmerkur, það var alltaf svo gaman að ferðast með ykkur, ég á svo margar góðar minn- ingar úr ferðalögum okkar alveg frá því að ég var lítil og við vorum að fara austur í bláa Fíatinum okkar. Stundum hefur það örugglega verið erfitt að hafa fjórar litlar stelpur svona lengi í bílnum. Ég man eftir því að einu sinni urðuð þið að henda okkur „hrútunum" (mér og Svan- hvíti) úr bílnum vegna þess að við slógumst og rifumst svo mikið. Við sátum líka eins og styttur það sem eftir var ferðarinnar. Það var líka einstök upplifun í síð- ustu ferðinni okkar saman sumarið 1997 þegar við fórum með hraðlest- inni til Þýskalahds, þá þurftum við að ganga í gegnum marga klefa til að finna laus sæti og þú með stafinn í annarri hendinni. Við vorum síðan ansi fegin þegar við loksins fundum sæti. Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa fengið gott uppeldi hjá þér og pabba, sérstaklega fyrstu sjö árin þegar við bjuggum á Gufuskálum. t Það var eins og í ævintýri. Mömm- urnar heima, pabbarnir að vinna tvær mínútur frá heimilunum og hægt að kíkja í heimsókn til pabba í vinnuna, þú í eldhúsinu að baka græna möndluköku eða að taka á móti gestum, ég að tala við Elli (ósýnilegan leikfélaga) sem þú sagð- ir að væri álfur og þú að kenna mér faðirvorið. Mamma, þú kenndir mér að trúa á guð og framandi heima og seinna þegar ég fór í Rudolf Steiner- kennaranámið komst ég að því hvað þetta tvennt var mikilvægur grunn- ur í lífinu. Mamma, þú hafðir alveg ótrúleg- an viljastyrk og lífsvilja í vetur þeg- ar þú varst veik, það var gott að þú gast komið heim og verið hjá pabba og Snorra í sumar og í haust og látið þá hugsa um þig. Ég er líka glöð yf- ir því að þú náðir að hitta Arne og Anders Jon í sumar. Arne hafði nú aðeins kynnst þér í gegnum símann, þið töluðuð um alla heima og geima. Ég kallaði þig stundum „Bella símamær" vegna þess að hvert sem ég fór og hvar sem ég var hringdir þú alltaf og ef ég kynntist einhverju nýju fólki, leið ekki langur tími þangað til að það kom og ég heyrði þessa setningu „Ég var að tala við mömmu þína, hún er svo skemmtileg." Elsku mamma mín, ég sakna þín svo mikið og það er svo tómlegt án þín, en ég veit að þér líður vel hjá guði og þú þarft ekki að þjást leng- ur. Ég veit að þú varst hrædd um heilsuna á síðasta ári, og ég mun alltaf minnast þess sem þú sagðir alltaf ef eitthvað bjátaði á: „Það er hægt að takast á við alla erfiðleika svo lengi sem heilsan er í lagi.“ Þess vegna held ég að guð hafi kallað þig til sín svona snögglega. Ég vil enda þessa kveðju á því að segja þau orð sem þú endaðir oft á að segja við mig: „Guð veri með þér.“ Unnur. Við bræðurnir urðum harmi slegnir þegar við heyrðum að okkar yndislega og elskulega amma væri látin. Þó svo að hún hafi átt við al- varleg veikindi að stríða undanfarið ár, þá leit allt út fyrir bata og áttum við alls ekki von á því að missa hana svona snemma. Aldrei kvartaði hún yfir veikindum sínum og kom það ekkert á óvart, enda fór þar sterk og bjartsýn kona. Heimili ömmu og afa var sem annað heimili fyrir okkur strákana. Þar var alltaf tekið á móti okkur með einstakri hlýju og ástúð. Þau áttu stóran þátt í að ala okkur bræð- urna upp og fyrir það erum við þeim að eilífu þakklátir. Þau voru ófá skiptin sem við strákarnir þurftum að fá smáhvíld hver frá öðrum og þá var símtólið tekið upp og hringt í ömmu og afa. Afi kom brunandi á bílnum og sótti okkur á meðan amma sat inni í eldhúsi og mallaði eitthvað gott handa okkur, því aldrei máttu strák- arnir hennar ömmu vera svangir. Hún hafði yndi af því að segja okkur sögur og alltaf fékk hún fulla athygli okkar, því hún kunni að gera þær skemmtilegar og spennandi, og allt- af báðum við hana að endurtaka þær. Ömmu þótti mjög vænt um alla og bað hún alltaf góðan guð að passa sína nánustu. Fjölskyldan var henni allt og fylgdist hún alltaf með því sem var að gerast hjá okkur. Það gladdi hana einstaklega mikið þegar fjöl- skyldan var samankomin og alltaf voru allir velkomnir til hennar. Það þurfti ekki mikið til þess að fá bros fram á varir hennar. Bara það að hún vissi að öllum liði vel var nóg fyrir hana. Elsku amma! Við strákarnir mun- um alltaf minnast þess þegar þú söngst og spilaðir á gítar fyrir okk- ur þegar við vorum litlir. Þú gafst okkur svo mikið og við eigum alltaf eftir að sakna þín og þinnar líflegu framkomu. Minningarnar um þig eru svo ótal margar sælar og munum við ávallt varðveita þær í hjörtum okkar. Við munum allir hugsa vel um afa sem hugsaði svo vel um þig á meðan þú varst veik. Hann hefur sýnt ótrúleg- an styrkleika og erum við stoltir af ykkur báðum. Að lokum langar okk- ur til að segja þau orð sem þú sagðir alltaf við okkur þegar við kvödd- umst: „Guð veri með þér!“ Óskar, Valgeir og Snorri. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Ég kynntisþ Biyndísi fyrir fjórum árum þegar Óskar kynnti mig fyrir ömmu sinni og afa. Hún tók mér hlýlega og kom alltaf fram við mig eins og ég væri ein af fjölskyldunni. Það var gott að koma í heimsókn til Bryndísar og Valgeirs. Þar fékk ég alltaf góðar móttökur og það voru einstaklega ánægjulegar stundir sem ég átti hjá þeim. Ég á margar góðar minningar um Bryndísi. Hún var skemmtileg og fróð kona og hafði jafnan sitthvað til málanna að leggja hvar sem borið var niður. Hún hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og lét þær jafnan í Ijós. Hún hafði góða kímnigáfu og það var stutt í brosið. Bryndís kom víða við um ævina og hafði frá mörgu að segja. Það var gaman að setjast niður, spjalla við hana um liðna tíma og hlusta á frá- sagnir hennar frá því hún var ung stúlka á Seyðisfirði. Fjölskyldan var henni afar kær, eiginmaður, dætur, tengdasynir og dætrasynir áttu hug hennar allan og var það mesta gleði hennar að fá fjölskylduna í heimsókn. Hún fylgd- ist vel með öllu er varðaði fjölskyld- una og þá sem tengdust henni. í byrjun árs veiktist Bryndís en hún hafði fram að því verið hraust og vanari því að annast aðra en að láta aðra annast sig. Veikindin voru henni erfið og settu sitt mark á hana. Hún virtist þó ætla að ná sér og var andlát hennar því óvænt. Þegar ég talaði við Bryndísi á af- mælisdaginn hennar fjórum dögum fyrir andlátið grunaði mig ekki að það yi’ði í síðasta skipti. í veikindum Bryndísar var Val- geir henni stoð og stytta. Missir hans er mikill og vil ég senda honum og fjölskyldunni samúðarkveðjur. Ég vil enda á að gera hennar orð að mínum því að það síðasta sem hún sagði við mig var: „Guð veri með þér.“ Anna Freyja Finnbogadóttir. Bryndís Jónsdóttir frá Seyðisfirði er horfin til feðra sinna. Hún kvaddi þennan heim á Sjúkrahúsi Reykja- víkur þriðjudaginn 23. nóvember sl. og hafði þá ekki gengið heil til skóg- ar um alllangt skeið. Bryndís var ýmsum góðum kost- um búin. Hún var hugmyndarík, framtakssöm og forkur duglegur. Skemmtileg gat hún verið og lumaði á spaugilegum sögum um menn og málefni en lét ekki eiga hjá sér ef að henni var sneitt. Bryndís var ein af stofnendum og forystumönnum Seyðfirðingafélags- ins í Reykjavík og átti frumkvæðið að Sólarkaffi Seyðfirðinga, sem í fyrsta skipti var haldið hér syðra ár- ið 1980 með pomp og pragt í Fóst- bræðraheimilinu við Langholtsveg. Ég man það eins og það hefði gerst í gær er ég mætti Bryndísi á förnum vegi einn fagran haustdag. Hún vatt sér að mér og spurði formálalaust hvort ekki væri ráð að halda Sólar- kaffi Seyðfirðinga í Reykjavík. Ég kvað strax já við því og síðan höfð- um við samband við Guðmund Jóns- son vélstjóra sem jafnan var ódeig- ur til aðgerða og leist honum einnig vel á hugmyndina og ákváðum við að hrinda henni í framkvæmd. Bryndís var potturinn og pannan í þessu verkefni og sá um veitingar allar en við Guðmundur um auglýs- ingar og áróður. Þegar samkvæmi þetta var haldið 15. febrúar 1980 streymdu Seyðfirðingar í Reykjavík á staðinn og bókstaílega troðfylltu húsið en allmargir urðu frá að hverfa. Það var setið og staðið í hverjum krók og kima en Bryndís stjórnaði því af miklum skörungs- skap að allir fengju veitingar. Stemningin var mikil er veislustjóri bauð gesti velkomna og þarna urðu sannarlega fagnaðarfundir. Margt var spjallað og mikið sungið og hlegið er skondin uppátæki voru rifjuð upp. Sá fjöldi er fyllti sali Fóstbræðra- heimilisins þetta febrúarkvöld sýndi okkur svart á hvítu að Seyðfirðinga hér syðra vantaði vettvang til að hittast af og til, rifja upp gamlar minningar og rabba saman um menn og málefni. Við þrjú, Bryndís, Guðmundur og undirritaður, ákváð- um því að beita okkur fyrii- stofnun Seyðfirðingafélags hér á höfuðborg- arsvæðinu. Bryndís sparaði sig hvergi við það verkefni og var stofn- fundur haldinn í Domus Medica 15. nóvember 1981 að viðstöddu fjöl- menni. Var hún kosin í stjórn fé- lagsins og gegndi starfi gjaldkera um árabil, ætíð framarlega í flokki þeirra er unnu félaginu mest og best. Stærsta og merkasta verkefni fé- lagsins var að koma upp átthaga- húsi austur á Seyðisfirði og var Bryndís ein af helstu driffjöðrunum við það viðfangsefni. Það var ekki auðvelt og ekki ætíð tekið út með sældinni fyrir eignalaust félag að íúðast í slíkt verkefni. En með hörk- unni tókst það, samstilltu átaki og stuðningi margra í félaginu. Húsið áttum við skuldlaust árið 1990, end- urnýjað og uppgert og er það nú staðarprýði hin mesta á Seyðisfirði. Fyrsta sólarkaffið hér syðra, stofnun Seyðfirðingafélagsins og átthagahúsið Skógar bera atorku Bryndísar Jónsdóttur vitni. Seyð- firðingar fjær og nær, ekki síst hér syðra, minnast hinnar látnu heið- urskonu með þakklæti og virðingu í dag þegar hún er til grafar borin. Við Rannveig sendum Valgeiri og dætrum sem og öðru venslafólki samúðarkveðjur. Ingólfur A. Þorkelsson. HÁLFDÁN VIBORG + Hálfdán Viborg fæddist á Flat- eyri við Önundar- fjörð 29. júlí 1913. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 25. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru: María Hálfdan- ardóttir, f. 28.10. 1889, dáin 1980, og Guðmundur Pjeturs- son, f. 10.3. 1891, d. 1993. Systkini Hálfdáns eru: Guðrún, f. 1911, d. 1956; Jens, f. 1915; Garðar, f. 1917; Elís, f.1918, d.1998; Marinó, f. 1920; Hreiðar, f. 1923 Hálfdán kvæntist 16. júní 1937 Rannveigu Gísladóttur, f. 27.9. 1918 á Bíldudal, d. 27. apríl 1982. Dætur þeirra eru: 1) María, f. 24.10.1937, gift Ólafi Friðriks- syni. Börn þeirra eru 1.1) Þór, f. 30.11. 1962. Kona hans er Wendy. Syn- ir þeirra ei-u Willi- am Andrew og Benjamin Erik, f. 21.10. 1999. 1.2) Linda, f. 7.4. 1965. Hennar maður er Kevin McCrory. 2) Jóhanna Viborg, f. 20.12. 1955. Hennar maður er Höskuldur Frímannsson. Þeirra börn eru Sindri, f. 26.6.1981, Logi, f 13.5. 1987, og Eygló, f. 14.11. 1989. Útfór Hálfdáns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hálfdán föðurbróðir minn er all- ur áttatíu og sex ára. Hálfdán fæddist 1913 og ólst upp á Flateyri, næstelsta barn Guðmundar Pjet- urssonar trésmiðs og Maríu Hálf- dánardóttur. Ég kynntist Hálfdáni ekki að ráði fyrr en hann var um sjötugt en þá tókst mikill vinskapur með honum og fjölskyldu minni. Um árabil var hann daglegur gest- ur hjá okkur bæði sem hjálparhella við húsbyggingu okkar en líka til að smíða og föndra á smíðaverkstæði sem hann útbjó hjá okkur. Hjá Hálfdáni mátti greina tvö persónu- einkenni sterkust en það var ann- ars vegar góðmennska og velvild enda mátti hann ekkert aumt mátti sjá og var ætíð tilbúinn að hjálpa náunganum. Hins vegar var hann skapmikill og þrjóskur, einkenni sem haldið hafa lífi í íslendingum hvað lengst og gengur sem rauður þráður í gegnum ætt okkar. Hálfdán var þó umburðarlyndaii og víðsýnni en margur og grunar mig að það hafi aukist með aldrin- um. Samskipti okkar voru mjög ánægjuleg. Hálfdán var mikill sögumaður og gat setið og sagt sög- ur af mönnum og málefnum tímun- um saman. Sérstaklega hafði hann gaman af að segja frá uppeldisárum sínum á Flateyri og atburðum sem tengdust atvinnumálum sínum á fyrri helm- ing aldarinnar. Þannig heyrðum við af prakkarastrikum á Flateyri, hvernig guðaveigar voru verslaðar af hollenskum og frönskum skútum, hvernig samskipti kynjanna voru fyrir stiið og hvernig fátækt og basl einkenndi líf fólks á fyrri hluta aldarinnar svo fátt sé nefnt. Hann bar mikla virðingu fyrir foreldrum sínum og kunni margar sögur af föður sínum, sem oft voru lyginni líkastar t.d. hvernig hann fleytti húsum yfir firði og um byggingu bryggjunnar á Djúpuvík. Hálfdán var félagslyndur og naut þess að vera í góðum félagsskap. A meðan heilsan leyfði var hann fastagestur á gömlu dönsunum, en það var fram yfir áttrætt. Dætur Hálfdáns, Jóhanna og Maiia, og börn þeirra og makar voru honum afar kær. Hann heim- sótti Maríu og fjölskyldu hennar oft vestur um haf og naut þeirra ferða mikið og kunni eftir þær frá möi-gu að segja. Ég og fjölskylda mín sendum Jó- hönnu, Maríu og fjölskyldum þeii-ra samúðarkveðjur. Hálfdán verður ætíð í huga okkar minning um góð- an dreng. Helgi Viborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.