Morgunblaðið - 03.12.1999, Page 34

Morgunblaðið - 03.12.1999, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sprengjuregn yfír tsjetsjenskum bæjum Fulltrúi Evrópu- ráðsins segir Rússa virða mannréttindi íbúanna lítils Eldfjall spúir ösku yfir Quito Quito. AFP, Reuters. Moskvu, Grosní. AP, Reuters. RÚSSAR gerðu harða hríð að Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu, í gær en viðurkenndu, að varnir Tsjtsjena í borginni væru öflugar. Sendimaður Evrópuráðsins sagði í gær, að með hernaði sínum virtu Rússar lítils mannréttindi íbúanna. Isa Munajev, yflrmaður tsjet- sjenska herliðsins, sagði í gær, að margir hefðu týnt lífi í loftárásum Rússa en fullyrti einnig, að Tsjet- sjenar hefðu fellt fjölda rússneskra hermanna og eyðilagt marga bryn- vagna. Sagði Munajev, að mestu átökin hefðu verið við bæina Argun og Urus-Martan, skammt frá Gros- ní. I Grosní eru um 5.000 hermenn til varnar og hafa þeir að sögn rúss- AP. Rússneskir hermenn að hreinsa byssuhlaup á skriðdreka skammt frá bænum Argun. fgor Sergejev, vamarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær, að bærinn myndi falla Rússum í hendur á næstu dögum. nesku ínterfax-fréttastofunnar kom- ið fyrir sprengjubelti umhverfis borgina og einnig í mörgum bygg- ingum. Ráða þeir yfir nokkrum skriðdrekum og brynvögnum og eru vel birgir af loftvarnabyssum, sprengjuvörpum og öðrum léttum vopnum. Alvaro Gil-Robles, fulltrúi Evrópuráðsins, sem farið hefur um þann hluta Tsjetsjníu, sem Rússar ráða, sagði í gær í Moskvu, að í hern- aði sínum hefðu Rússar ekki skeytt því að virða sjálfsögð mannréttindi óbreyttra borgara. Sagði hann, að flóttamannastraumurinn frá land- inu, líklega um 230.000 manns, bæri því gleggst vitni. inn uppi í fjöllunum getur verið mik- ill á nóttunni. Fólkið hefur ekkert rennandi vatn og því er hreinlætis- aðstaða af skornum skammti. Her- inn er á staðnum og reynir að hjálpa fólkinu eftir bestu getu.“ Guðrún segir að fólkið, sem er ind- jánar er lifa á landbúnaði, kjósi vist- ina í tjaldbúðunum frekar en að fara til Quito, því það fái þannig að vera nær heimahögunum. Eldfjallið Tungurahua, sem er í um 200 km fjarlægð frá höfuðborg- inni, hefur gosið 70 sinnum á síðustu 3.000 árum, og um það bil einu sinni á öld síðustu 1.300 árin. Búist er við þvi að gos geti hafist í fjallinu á næstu vikum eða mánuðum. Að sögn Guðrúnar var um 24 þús- und íbúum í Tungurahua-fylki gert að yfirgefa heimili sín um miðjan október vegna hættu á eldgosi. Flestir hafa þurft að flýja frá Banos, sem er ein helsta ferðamannaborg Ekvador, og stór hluti íbúanna hefur viðurværi sitt af ferðaþjónustu. „Flestir íbúarnir fóru til Ambato, höfuðborgar Tungurahua-fylkis. Það er erfitt að ímynda sér hvernig þessu fólki líður eða að setja sig í spor þess. Það hefur þurft að yfírgefa allt sitt, heimili, vinnu og skóla. I Banos eru aðeins eftir hermenn sem gæta borgarinnar. Þeir hafa einungis 5 mínútur til að koma sér í burtu ef til stórs goss kæmi, því eldfjallið er í 6 km fjarlægð.“ Guðrún segir að búið sé að setja upp nokkurs konar flóttamannabúð- ir í Ambato. „Heilu fjölskyldurnar búa þar í einu litlu herbergi. Svo er sameiginleg eldunar- og hreinlætis- aðstaða, en nokkur klósett og sturt- ur duga skammt fyrir fjöldann.“ Uppskera ónýt vegna öskufalls Guðrún segir að það sé nær ómögulegt fyrir flóttafólkið að fá at- vinnu, því atvinnuleysi sé mikið í Ekvador, og fæstir hafi því nokkrar tekjur. Þá hafa aðeins um 1.200 af þeim nemendum sem þurftu að yfir- gefa heimili sín hafið nám aftur. Starf lá niðri í skólum í Ambato um vikuskeið fyrir skömmu, til að hlífa heilsu nemenda vegna öskufalls. Fara börnin nú í skólann með grímur og gleraugu í töskunni. Að sögn Guðrúnar eru bændur af- ar áhyggjufullir þar sem meirihluti uppskeru þeii’ra er ónýtur vegna öskufallsins. Hefur verð á ávöxtum í Ekvador hækkað um 50% vegna þessa. Guðrún kom fyrst til Ekvador sem skiptinemi á vegum AFS árið 1987. Hún er nú í sinni fjórðu heimsókn til landsins. Fjármálahneyksli Kristilegra demókrata í Þýzkalandi Skipun rannsóknarnefndar á veg- um þingsins samþykkt einróma Berlín. AFP, Reuters. ÞÝZKA þingið samþykkti einróma í gær skipun sérstakrar rannsóknarnefndar, sem á að fara of- an í saumana á fjármálahneyksli Kiistilegra demókrata (CDU), flokks Helmuts Kohls fyrr- verandi kanzlara. Volker Neumann, þingmaður Jafnaðarmanna- flokksins (SPD), flokks Gerhards Schröders kanzlara, mun stýra starfí nefndarinnar. Hann hefur sagzt munu þrýsta mjög á Kohl að upplýsa um greiðslur inn á leynilega bankareikninga CDU, sem kanzlarinn viðurkenndi að hefðu verið notaðir í formannstíð sinni. „Við höfum ekki fengið tæmandi skýringar. Hvaðan komu pen- ingarnir? Hve mikið fé var þetta? Voru þessir peningar notaðir til að hafa áhrif á pólitískar ákvarðanir?“ sagði Neumánn í sjónvarpsviðtali. Athyglin beinist að Kohl Meginrannsóknarefni nefndarinnar verða at- hafnir Walthers Leisler Kiep, fyrrverandi fjár- málastjóra CDU, en athyglin beinist að Kohl eft- ir að hann gekkst opinberlega við hinum leynilegu flokksreikningum, sem notaðir hefðu verið til að geyma framlög til flokksins sem flokksstjórnin af einhverjum ástæðum vildi ekki að kæmi fram í endurskoðunarskyldu bókhaldi hans. Er slíkt skýlaust brot á þýzkum lögum um stjórnmálaflokka. Líkum hefur verið að því leitt í íjölmiðlum, að þýzki vopnasalinn Karlheinz Schreiber, sem um þessar mundir er í haldi í Kanada, hafí afhent Kiep skjalatösku með einni milljón marka í reiðufé, andvirði 38 milljóna króna, á bflastæði í Sviss árið 1991. Eru getgátur á lofti um að þessi greiðsla hafi tengzt ákvörðun ríkisstjórnar Kohls um að heimila útflutning þýzkra bryndreka til Sádí-Arabíu. Margir forystumenn CDU bendlaðir við málið I viðtali sem birtist við Schreiber í þýzka dag- blaðinu Die Welt heldur hann þvi staðfastlega fram, að hann hafi sjálfur verið í sambandi við Kohl og aðra æðstu forystumenn CDU og syst- urflokksins í Bæjaralandi, CSU, en ekki aðeins fjármálastjórann Kiep. „Ef menn af hálfu CDU og CSU láta núna eins og þeir hefðu engin tengsl haft við „þennan Schreiber" - það hafi aðeins verið á könnu Kieps - þá samræmist það einfaldlega ekki staðreynd- um málsins,“ hefur Die Welt eftir Schreiber. Segist hann hafa verið í sambandi við Kohl, nú- verandi flokksformann Wolfgang Scháuble og fyrrverandi varnarmálaráðherrann Volker Ruhe, og þar að auki við Edmund Stoiber, núverandi formann CSU og forsætisráðherra Bæjaralands. Heldur Schreiber því fram, að fulltrúar CDU og CSU hafí komið að máli er Thyssen-sam- steypan þýzka byggði hergagnaverksmiðju í Kanada. Um Kohl og það sem hann vissi um þetta verkefni í Kanada sagði Schreiber: „Hann vissi um þetta og hafði samband nokkrum sinnum." I yfirlýsingu sinni frá því á þriðjudag minntist Kohl ekki á nein einstök tilvik. Hann sagði að þótt hann tæki á sig ábyrgðina á því að flokkur- inn skyldi hafa notað leynilega bankareikninga, þá hefði hann hvorki notið neins fjárhagslegs ávinnings af því né látið féð hafa nokkur áhrif á ákvarðanir sínar. En Schröder kanzlari og fleiri forystumenn SPD segja yfirlýsingu Kohls engan veginn full- nægjandi. „Það verður að leggja staðreyndirnar á borðið," sagði Schröder í umræðum á þinginu um skipun rannsóknarnefndarinnar. Reuters Kona og tvö börn hennar ganga með klúta fyrir vitunum í Quito, höfuðborg Ekvadors, eftir ösk- ugos í eldfjallinu Guagua Pichincha. sex þorpa í Pichincha-fylki hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna gos- hættunnar. Fólkið býr nú í litlum kúlutjöldum sem herinn hefur lagt til, allt að 6-7 manns í hveiju tjaldi. Guðrún segir að þetta hafi vitanlega ýmis vandamál í för með sér. „Kuld- Björgunarmenn að störfum á slysstað í Ástralíu í gær. Allt að 12 letust í lestarslysi m «/ Sydney. AP, AFP. ÓTTAST er að 12 farþegar hafi lát- ist þegar tveimur járnbrautarlest- um laust saman í fjöllunum ofan við borgina Sydney í Astralíu í gær. Að minnsta kosti 51 slasaðist við ár- eksturinn, þar af átta alvarlega. Slysið varð með þeim hætti að farþegalest með 1.000 farþega inn- anborðs ók á fullri ferð aftan á aðra lest sem var kyrrstæð á sömu tein- um. Allir farþeganna sem létust voru í fremsta vagni farþegalestar- innar. Ekki hefur verið upplýst hvað olli slysinu en yfirvöld hafa skipað sér- stakan hóp til að vinna að rannsókn þess. Verkalýðsfélög í Ástralíu kenndu í gær niðurskurði hjá járnbrautar- fyrirtækjum um slysið en sam- kvæmt vitnisburði ökumanns þeirr- ar lestar sem kyrrstæð var, ollu rangar merkjasendingar slysinu. Kyrrstæða lestin hafði stansað við rautt umferðarljós sem virðist hafa verið kveikt á röngum tíma. ELDFJALLIÐ Guagua Pichincha í Ekvador, sem er í aðeins 11 km fjar- lægð frá höfuðborginni Quito, hefur undanfarna daga ítrekað spúið ösku og reyk. Aska hefur dreifst um ná- grennið og hefur meðal annars þurft að loka flugvellinum í Quito nokkr- um sinnum vegna þessa. Þunnt ösku- lag hefur lagst yfir norðurhluta borgarinnar og vegfarendur hafa brugðið á það ráð að halda vasaklút- um fyrir vitum. Fjallið hefur nokkrum sinnum lát- ið á sér kræla síðan í september og talið er að eldgos geti brotist út á hverri stundu. Síðast gaus í Guagua Pichincha fyrir 340 árum, en það er eitt af yfir 30 virkum eldfjöllum í landinu. Einnig er búist við gosi í öðru eldfjalli, Tungurahua, á næstu vikum. Goshættan hefur veruleg áhrif álíffólks Guðrún Guðbjargardóttir er stödd í Guayaquil í Ekvador. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að gos- hættan hefði veruleg áhrif á líf al- mennings í nágrenni eldfjallanna. Guðrún segir að um 1.500 íbúar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.