Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 49 vorverkunum. Fram að því hafði ég aðeins þekkt hann af afspurn fyrir afrek hans á veiðislóðum aðallega í Stóru-Laxá og hjá Iðu í Hvítá, þar sem hann var löngu orðin þjóðsagna- persóna ásamt Ragnari bróður sín- um, sem nú sér á bak besta vini sín- um og veiðifélaga. Pétur var formaður í árnefnd Norðurár í hart nær 15 ár og vann þar öll sín sjálf- boðastörf af einskærri vandvirkni og natni. Það var ekki hans lag að ganga óundirbúinn til verka og var hann ætíð búinn að hugsa allt fyrirfram og var með allt skipulagt og klárt þegar hópurinn kom uppeftir um helgar og enginn þurfti að velkjast í vafa um hvað honum eða henni bæri að taka sér fyrir hendur. Hann tók vel á móti okkur skrifstofublókunum og átti greinilega ekki von á að við entumst lengi. En hann öðlaðist strax virð- ingu okkar og vináttu og við hreint og beint límdum okkur við þá félag- ana. Enda leið okkur hvergi betur en í Norðurárhúsinu á kvöldin þreyttir eftir vel heppnað dagsverk hlustandi á fróðleikinn og sögurnar sem ultu upp úr þeim bræðrum og aðvitað Gunnlaugi vini okkar sem nú fagnar félaga sínum á æðri veiðislóðum. Við í ámefndarhópnum kveðjum vin okkar með söknuði og þakklæti í huga. Þakklæti fyrir allt sem hann kenndi okkur og þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga hann að vini öll þessi ár. Við söknum hans sárt. Að lokum leyfi ég mér fyrir hönd okkar árnefndarmanna að senda eig- inkonu hans og fjölskyldu, vinum og veiðifélögum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu góðs drengs. Jón G. Baldvinsson, formaður ámefndar Norðurár. Elsku pabbi. Kveðjustundin er runnin upp, - svo fyrirvaralaust - svo sársaukafull. Minningarnar streyma fram, allt sem við erum búin að gera saman gegnum áiin, sem er ýmislegt. Öll ferðalögin um landið, sem þú unnir framar öllu. Þér leið aldi'ei betur en þegar þú varst kominn í snertingu við náttúr- una. Allir veiðitúramir, sem ég fékk að fara með þér, fer-ðirnar í Norðurá, bæði í leik og starfi þegar þú starfað- ir með „Norðurárnefndinni" til margra ára. Snjósleðaferðirnar og margt fleira. Eg hugsa til baka með kökk í háls- inum, en um leið gleði yfir öllum þeim dýrmætu endurminningum, sem koma til með að ylja í sorginni og söknuðinum. Elsku pabbi, það er margt sem þetta orð „pabbi“ hefur innifalið. Þú ert búinn að vera „þúsund þjala smiðurinn", bifvélavirkinn og síðast en ekki síst vinurinn minn í gegnum árin. Hafðu þökk fyrir allt og blessuð sé minning þín. Guðrún (Lilia). Kveð ég nú Pétur Georgsson tengdaföður minn. Ekki gerði ég mér grein fyrir því þegar ég kvaddi hann síðast að það yrði mín síðasta kveðja til hans. Hann var að vanda léttur en samt hógvær og ég heyrði að tilhlökkun var í rödd hans, á döf- inni var veiðiferð með Sveini og Óla á rjúpu daginn eftir. Hann var nefni- lega farinn að hafa áhyggjur af því að vera ekki búinn að ná í rjúpurnar fyrir jólin, en það var árviss hluti af jólaundirbúningnum. Þegai' ég kynntist Pétri rak hann verslun við Laugaveg, en eftir að aldurinn færð- ist yfir ákvað hann að selja rekstur- inn og sinna hugðarefnum sínum heima fyrir, en þau voru einkum lest- ur og aðstoð við unga fólkið. Auðvelt var að leita til hans um aðstoð, boð- inn og búinn sinnti hann öllum. Pét- ur var víðlesinn í landafræði, sögu og þjóðfræði og oft áttum við samtöl um þessa hluti. Þó ég færi ekki oft með Pétri til veiða þá voru veiðar eitt af því sem sameinaði fjölskylduna, auk þess sem fjölskyldan kom oft saman er veislur voru haldnar á heimili tengdaforeldra minna að Búlandi 2. Sérstakar voru jóla- og áramóta- veislur, þar kom stórfjölskyldan saman og átti góðar stundir. Eitt af umræðuefnunum var gjarnan hvar skyldi veitt og ferðast næsta sumar, hvort skyldi það vera Stóra-Laxá, Tungufljót eða Iðan eða ættum við að fara í hestaferð aftur á Snorra- staði? Svona ákvarðanir voru teknar í fjölskylduveislum og síðan var reynt að finna tíma þar sem allir gátu verið með. Pétur var mikill náttúruunnandi og virðing var hans aðalsmerki, ekki bara gagnvart fólki, heldur einnig fyrir náttúru og um- hverfi. Fór þar sérstakur maður að því leyti. Guð biessi minningu mæts manns. Anna Lísa Guðmundsdóttir. Fréttin um andlát Péturs Georgs- sonar kom okkur á óvart. Okkur hafði þó verið kunnugt um erfið veik- indi hans undanfarin ár, en svo virt- ist sem Pétur hefði unnið stundar- sigur a.m.k. í þeii'ri baráttu. Pétur var hress í bragði þegar við bræð- urnir kvöddum hann í hinsta sinn á bökkum Hvítár við Iðu síðla í sept- ember sl. eftir enn eina vel heppnaða og skemmtilega veiðiferðina. Pétur hafði þá reyndar á orði við okkur hvort við hefðum áhuga á að taka upp þráðinn að nýju næsta sumar ef það stæði til boða. Skiljanlega tókum við jákvætt í það. Við bræður vorum svo lánsamir að fá að alast upp með og vera síðan samferða oft á tíðum fjórum miklum veiðimönnum, en höfum nú á árinu orðið að sjá á eftir þremur þeirra. Gunnlaugur Pétursson lést snemma árs, faðir okkur fór í sína hinstu veiðiferð um mitt sumar og nú er Pétur einnig horfinn á braut. Þetta er gangur lífsins, en sárt er að horfa á eftir lærimeisturunum og fyrirmyndunum hverjum á fætur öðrum yfirgefa þetta jarðlíf. Það kann að vera huggun gegn miklum harmi að leyfa sér að hugsa sem svo að þeir þremenningar hafi nú sam- einast í nýjum veiðilendum og hafi þar tekið upp þráðinn að nýju. Tvær veiðiferðir með Pétri í sept- embermánuði voru þær síðustu sem við fórum með honum og verða okk- ur eftirminnilegar. Pétur var þar sem kóngurinn í hópi yngri og óreyndari manna og eins og svo oft áður tilbúinn að miðla af mikilli reynslu sinni og visku. Hann var ein- stakur veiðimaður, og okkur langar að vitna í orð föður okkar sem sagði um Pétur í rituðu máli fyrir nokkrum árum: „Pétur Georgsson er fisknast- ur þeirra veiðimanna sem ég hef veitt með eða séð til við veiðar.“ Undir þessi orð getum við heils- hugar tekið. Rökin fyrir fengsæld Péturs voru eins og faðir okkar orð- aði það, „áhugi, athyglisgáfa, óhemju dugnaður, útsjónarsemi og kunnátta að ógleymdu skilningarvitinu sem öllum yfirburða fiskimönnum á sjó og landi er gefið“. Þessi orð viljum við nú gera að okkar. Um áratugaskeið kynntumst við bræður einnig öðrum góðum kostum Péturs en þeim sem sneru beint að veiðinni. Hann var ákaflega traustur maður og vandaður, unnandi ís- lenskrar náttúru, maður sem við munum minnast með mikilli vh'ðingu og þakklæti fyrir allt sem hann gaf okkur. Guðrúnu konu Péturs, börnum þeirra, barnabörnum, Ragnari bróð- ir hans og öðrum ástvinum sendum við okkai- innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Péturs Georgssonar. Gylfi og Stefán Kristjánssynir. • F/eirí minningargreinar um Pét- urBjörgvin Georgsson bíða birt- ingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveidust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. + Magnúsína Guð- björg (fna) Böðv- arsdóttir fæddist á Hermundarstöðum í Borgarfirði 27. apríl 1930. Hún lést á líknardeild Land- spítalans föstudag- inn 26. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Böðvar Eyjólfsson, f. 1905, d. 1999, og Ólöf Sigurjónsdóttir, f. 1904, d. 1976. Systkini hennar eru Emilía, f. 1926, og Sigurjón, f. 1932, d. 1982. Ina giftist Sigurgarðari Sturlusyni, f. 1923, d. 1986. Börn þeirra eru: 1) Svala Arnfjörð, gift Sigurði Sigurðssyni, börn þeirra: Sigurður Stefán, Ina Ólöf, í sambúð með Árna Sigurð- arsyni, og Bjarmi Freyr. 2) Rita Arnfjörð, var í sambúð með Sverri Karlssyni, börn þeirra: Hrund og Sigurgarður, Hrund er Kæra ína. Ég man þegar til stóð að ég hitti tengdaforeldra mína í fyrsta sinn. Ég sat í stofunni ykkar Gæja í Hrauntungunni með stóran hnút í maganum sem stækkaði um helming þegar ég heyrði röddina þína álengdar; skýra, ákveðna og snaggaralega. Þegar eigandi raddar- innar birtist reyndist þú vera grönn og kvik hjartahlý kona sem sýndi sinn innri mann fremur í verki en orði. Enda raktir þú hnútinn upp í hvelli og sendir mér seinna í formi óteljandi hlýrra vettlinga og sokka sem þú pijónaðir á litlar hendur og fætur. Verkin voru sannariega látin tala; alls staðar varst þú mætt hjá þínum nánustu ef þörf var á aðstoð, jafnt innandyra sem utan og ekki til sá garður hjá fjölskyldunni sem ekki hefur tekið stakkaskiptum fyrir þitt tilstilli. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur vannst þú af heilum hug. Þú hafðir lifandi áhuga á því sem var að gerast í kringum þig, ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hafðir gaman af að ræða um það sem þér fannst áhugavert. Heimili þitt stóð jafnan opið fólkinu þínu, hvort sem einhvern vantaði gistingu, tíma- bundið aðsetur eða þegar tímamót eins og skírn, afmæli eða útskrift kallaði á mannfagnað. Þá lést þú hendur standa fram úr ermum. Mörg voru tilefnin fyrir allan hóp- inn þinn að safnast saman, jólaboð- ,þorrablót og systkinamót. Enda stóðu börnin þín og afkomendur á öllum aldri, sem voru þér svo dýr- mæt, þétt við hlið þér þar til yfir lauk. Þrátt fyrir að síðasta árið væri starfsþrek þitt skert, lagðir þú ekki árar í bát og alltaf var eitthvað sem þurfti að sinna. Þú sýndir ótrúlegt sálarþrek í baráttu þinni við ofureflið og varðveittir kímnina og lífskraft- inn allt til enda. Allt sem var svo grænt og hlýtt í sumar liggur nú í dvala undir hvítri vetrarsæng og þú ert lögð til hinstu hvflu. Dauðinn, sem virðist svo kald- ur og óvæginn þeim sem á eftir þér horfa, boðar þér vorið að nýju. Mér er sem sjái þig skunda á vit nýrra verkefna, þú sem aldrei lést verk úr hendi sleppa. Opnar i ljómann austurdyr þínar standa því ofan hlíðarbrattana nær og nær dagurinn stefnir -og streymir gegnum þær. Þú stendur með sólarljósið milli handa! (H.P.) Blessuð sé minning þín og allar stundirnar sem þú gafst okkur. ÓlöfÝr. Föðursystii' mín ína verður lögð til hinstu hvílu í dag. Ég og Gestný hefðum svo gjarnan viljað fylgja henni síðasta spölinn. -En því verður því miður ekki við komið, þar sem við í sambúð með Guð- mundi Waage, barn þeirra; Bjarmar Ernir, Rita er gift Jóni Jörundssyni, börn þeirra: Hrann- ar, Auður Waag- fjord og Rut Arn- fjörð. 3) Bjarmi Arnfjörð, kvæntur Ólöfu Ýri Lárus- dóttur, börn þeirra: Ævar Arnfjörð, Sil- fá Huld, Diljá Björt og Tíbrá Marín. 4) Bylgja Arnfjörð, gift Haraldi Egg- ertssyni, barn hennar: Sandra Dögg Sæmundsdóttir, í sambúð með Gunnlaugi Magnússyni, börn Bylgju og Haraldar Elsa, Telma, Silja Lind, Brimar Máni og Álfey Sól. 5) Sindri Arnfjörð, kvæntur Ásu Erlingsdóttur, son- ur þeirra er Arnór. Utför ínu fer fram frá Digra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. erum stödd erlendis. ína frænka lést eftir langa og erf- iða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún sá fyrir löngu að hverju stefndi og ræddi oft um lífslokin. Dauðanum tók hún sem sjálfsögðum hlut og ótt- aðist hann ekki, en barðist hetjulega við vágestinn meðan þrek leyfði. Reisn sinni hélt Ina til hinstu stundar. Á kveðjustundum þegai' komið er að leiðariokum er litið um öxl yfir farinn veg. Minningarnar hlaðast upp. Heimsóknh' okkar krakkanna með mömmu og pabba til ínu og Gæja og fjölskyldu meðan þau bjuggu í Reykjavík. Síðan nábýlið við Inu og fjölskyldu í „fjölskyldur- eitnum“ okkar í Kópavoginum í ára- tugi. Síðast náið samband við ínu síðustu mánuði í sambandi við veik- indi afa og fráfall. Það sem skín í gegnum allar ljúfu endurminningarnar er góða skapið hennar ínu, glettnislegt brosið og dillandi hlátur og kátína, sama á hverju gekk. Hún gerði meira að segja að gamni sínu fársjúk á bana- beðinum. Inu verður sárt saknað af öllum sem þekktu hana. Það var gott að vera í návist hennar. Ég vil þakka ínu frænku fyrir samverustundirn- ar. Börnum hennar og íjölskyldum þeirra vottum við Gestný og fjöl- skylda dýpstu samúð. En það er huggun harmi gegn að minningin um góða konu mun lifa. Böðvar Orn. Við spyijum margs en fmnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt semmildarallra kjör. í skjóli hans þú athvarf átt erendarlífsinsfór. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ástíhjarta, blikábrá ogbrosinsilfurtær. Mesta auðinn eignast sá eröllumreynistkær. Þú minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn munsólinbrjótastinn. Við biðjum Guð að gæta þín oggreiðaveginnþinn. (G.Ö.) Sandra, Elsa, Tclma. Silja Lind, Brimar Máni, Álfey Sól og Gunnlaugur. Elsku amma. Mér þykir leiðinlegt að þú sért farin frá okkur en ég veit samt að þér mun líða vel uppi hjá afa og öllum englunum en ég mun sakna þín. Fái ég ekki að faðma þig MAGNUSINA (INA) BÖÐ VARSDÓTTIR fógnuðþannégmissi. Frelsarinn Jesú fyrir mig faðmiþigogkyssi. Elsku amma. Guð geymi þig. Þín Silja Lind. Elsku amma mín. Takk fyrir stundirnar sem við átt- um saman. Takk fyrir ástina og hlýj- una. Takk fyrir að styðja mig í því sem ég tók mér fyrir hendur. Takk fyrir það sm þú hefur kennt mér. Takk fyrir að hafa verið hjá mér og takk fyrir að vera það enn. Ég sakna þín. Sandra Dögg. Elsku amma mín. Hvað get ég sagt - ég sakna þín svo ótrúlega mik- ið - ég á svo erfitt með að sætta mig við að kveðja. Ég var ekki tilbúin að segja bless, ég vildi tala meira við þig. Samt vissi maður hvað var að gerast, þetta óumflýjanlega. Þakka þér fyi'ir allt það sem þú gafst mér. Þessar ómetanlegu minningar og orð þín tek ég með sem veganesti út í líf- ið. _ Ég velti því fyrir mér hvort þú sjá- ir mig núna, hvort þú sitjir uppi á himnum og kíkir niður með afa þér við hlið. Hvort ég geti litið upp og vinkað með báðum höndum og þú vinkir til mín til baka bara svona til að kveðja. Að lokum stígið þið afi dans. I léttri sveiflu svífið þið á himn- um eins og þegar þið voruð ung. Ég sakna þín. Guð geymi þig og gæti og blessi alla tíð. Þín Elsa. Ég vil minnast ömmu minnar sem nú hefur kvatt okkur. Hlýjar, góðar og skemmtilegar minningar um hana mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Ég er mjög ánægð að hafa fengið að vera svona mikið með henni. Allt sem hún hefur gert fyrir mig og við gerðum saman er ég mjög þakklát fyrir. Amma var alveg frábær kona, al- gjör kjarnorkukona. Hún var glað- lynd, hress, skemmtileg, með „húm- orinn“ í lagi, dugleg, hjálpsöm, sterk og baráttumikil. Hún vildi hafa allt í toppstandi, sjálfa sig, heimilið og allt saman. Hún hjálpaði öllum eins og hún mögulega gat og studdi við bak- ið á manni. Þrátt fyrir veikindi henn- ar hugsaði hún alltaf um hvemig hún gæti hjálpað öðrum ef eitthvað bját- aðiá. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna, og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna, þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda, að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stef.) Þótt erfitt sé að kveðja hana, vona ég að henni líði betur núna. Ég kveð þig, elsku amma mín, með miklum söknuði með þökk fyrir allt og allt. Trygga samfylgd þakka ég þér það mun hugur geyma. Allt sem varstu mínum og mér mun ég aldrei gleyma. Hrund Sverrisdóttir. Elsku amma. Ég man þegar ég kom heim til þín. Þú vissir að mér þóttu góðar pönnu- kökur og þú varst alltaf tilbúin með stafla eða leyfðir mér að sitja hjá þér á meðanþú varst að baka þær. Mér fannst þú alltaf svo dugleg þegar þú komst heim til okkar, klipptir runna og lagaðir garðinn okkai' og ég hugs- aði, að þú værir svo sannarlega dugnaðarforkur. Mér leið svo illa þegar þú varst svona veik en þegai' þú varst dáin og ég vissi að þér leið miklu betur, leið mér líka betur. Mér þótti svo vænt um þig og finnst mjög leiðinlegt að þú sért ekki hjá okkur. Ég elska þig, amma. Silfá Huld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.