Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 72

Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 72
72 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG ■ióv'órur Nýtt apótek APÓTEKIÐ er ný lyfjaverslun, sem opnuð hefur verið í Nýkaupi í Kringlunni. í fréttatilkynningu segir: „Mark- mið Apóteksins er að bjóða lyf og alla aðra vöru á besta verði sem völ er á. Það er einnig stefna Apóteks- í Kringlunni ins að þjónusta verði ávallt persónu- leg og að viðskiptavinir mæti hlýju viðmóti þegar þeir koma í Apótekið. Kröfur eru gerðar til starfsfólks um faglega þekkingu þeirra á öllu því sem Apótekið hefur upp á að bjóða.“ Vorum að taka upp mikið úrval afjólafötum bæði fyrir stelpur og stráka M R I f M /1 I I R I I I (III KIINÍLUHHI l-u, NIYKJAVlN, flMI B • B 3242 F B I Nýtt — ódýart Gjafavörur og skrautmunir frá Mexíkó, Afríku og Evrópu Frábært verð Bæjarlind 6 við hliðina á tískuversluninni Rítu Opið mán.—fös. kl. 10—18, lau. 10—16 VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fjáröfhmar- leiðir íþróttafélaga SAMÚEL Örn Erlings- son, íþróttafréttamaður ríkissjónvarpsins, kynnti brosleitur í aðalfréttatíma ríkissjónvarpsins fyrir framan alþjóð og þar með dætur mínar tvær iíka (þær stunda báðar íþrótt- ir), nýja og frábæra aðferð eriends fótboltafélags til fjáröflunar og auglýsing- ar. Þetta var nú reyndar kvennalið því það er víst líka þannig í útlöndum, eins og hér heima, að kvennaliðin sitja á hakan- um þegar peningunum og auglýsingunum er úthlut- að. Hver er síðan hin frá- bæra aðferð? Jú, að sjálf- sögðu hin gamalreynda aðferð konunnar við fjár- öflun: að selja líkama sinn, á prenti í þetta skiptið, enda fylgjast konur vel með nýjungum, bæði á þssu sviði sem öðrum, og hafa tekið tæknina í sína þjónustu eins og síma- vændiskonur og netadræs- ur (cyber sluts) bera vitni um. Þetta útlistaði hinn brosleiti fréttamaður rík- isfjölmiðilsins, sem ég er neydd til að borga af, í löngu og ítarlegu og að sjálfsögðu vel mynd- skreyttu máli á besta út- sendingartíma. Ég var nú reyndar nokkuð undrandi og vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja næst við dætur mínar þegar um- fjöllun um peningasvelti kvennaíþrótta kæmi til tals. Kvennahlaupskonur ættu kannski bara að hlaupa naktar næst? Hróður hiaupsins myndi án efa berast langt út fyrir landsteinana ef svo yrði og væri vel við hæfi í menn- ingartakinu sem tröllríður öllu, sérstaklega hér í verðandi menningarborg- inni. Jæja, nóg um það en mér er áfram spurn, hver eru eiginlega skilaboðin til ungra íþróttakvenna? Er þetta virkilega frábær fjáröflunarleið? Þær geta kannski bara alveg séð sjálfar um sína fjáröflun á þennan hátt framvegis? Ég óska eftir áliti og at- hugasemdum íþrótta- kvenna og foreldra ungra íþróttastúlkna hér á landi. A kannski að fjármagna næsta pæjumót með myndbirtingum á Netinu? Víst er að nægur er mark- aðurinn eins og dæmin sanna. Ég óska einnig eft- ir opinberu áliti KSI og ÍSÍ í þessu máli. Ef það er virkilega álit fólks að þetta sé viðunandi aðferð þá sé ég enga ástæðu tii að skattpeningar mínir renni áfram til íþróttahreyfing- arinnar á Islandi því ég er alveg sannfærð um að strákarnir geta líka séð um sína fjáröflun með sambærilegum hætti. Með ósk um svör og um- ræður. Skattborgari og móðir. Athyglisverð uppástunga HÚN var athyglisverð uppástungan hjá Sam- bandi ungra sjálfstæðis- manna um nýbúana og grunnskólaprófín. Þarna er komin ágætis hugmynd til að halda íslenskunni við. Við þessi innfæddu getum svo bara haft enskuna eins og við erum vön. Margrét. Dýrahald Fjórir sætir kettlingar FJÓRIR kettlingar, sjö vikna, fást gefins. Þetta eru tvær læður og tvö fress. Tveir eru svartir og hvítir, einn er ljósgrár og einn er kolsvartur. Þeir eru allir kassavanir. Upp- lýsingar hjá Halldóru í síma 567-6569. Týnd kanína KANÍNA, grábrún að lit, týndist frá Gerðhömrum í Grafarvogi þriðjudaginn 30. nóvember sl. Ef ein- hver verður hennar var, er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við Jónas í síma 587- 7339. SKAK Dmsjóii Margeir Pótnrsson STAÐAN kom upp í þýsku deildakeppninni í ár. Þjóðverjinn Dmitry Bunzmann (2.595) var með hvítt, en Predrag Nikolic (2.640), frá Bosníu, hafði svart og átti leik. 28. - Bxh3! og hvítur gafst upp. Ef hann þiggur drottningarfórnina er hann mát eftir 29. Dxe3 - Bxg2+ 30. Kgl - Hhl. 28. - Hxh3+ var ekki eins nærri eins sterkt, því hvítur getur svarað með 29. Kgl. ii ii M ■ r W mm. mm. §p BAP 1« aba t II BA Svartur leikur og vinnur. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur söfnuðu með hlutaveltu 3.212 kr. til styrktar Barnaspítalasjóði Hringsins. Þær heita Berta Guð- rún Ólafsdóttir, Hólmfríður Haraldsdóttir og Hanna Sigríður Tryggvadóttir.- Aldamótakjóllinn þarf ekki að kosta meira en kr. 3.000 ef þú saumar hann sjálf úr efnum frá okkur. K Y N N I N G á Levante-sokkabuxum í dag. Vefnaðarvöruverslunin textiUme ____Laugavegi 101, sími 552 1 260_ ie^)e KRISTIN TRÚ ( ÞÚSUND ÁR ÁR1Ð2000 JÓLASÖNGVAR j KVOS Fríkirkjan Föstudaginn 3. desember kl. 20.00 Drengjakór Laugarneskirkju Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur Árnesingakórinn Orgelleikur Almennur söngur Enginn aðgangseyrir, en framlögum safnað til styrkt- ar Hjálparstarfi kirkjunnar <JL^ HJÁLFARSTARF KIRKJUNNAR - hclmu og helman Víkverji skrifar... VÍKVERJA fannst skjóta skökku við, svona rétt fyrir jól- in, þegar forsvarsmenn verslunar- miðstöðvarinnar í Kringlunni ákváðu að fjarlægja Kristsmynd, sem þar hafði hangið á vegg um hríð, á þeim forsendum að myndin félli ekki að hugmyndum þeirra um jólaskreytingu í húsinu. Hvað á við í jólaskreytingu ef ekki mynd af Jesú? Víkverji bara spyr? Ef til vill er þessi gjömingur bara tímanna tákn. Hugmyndir manna um jólahald snúast ekki lengur um það að minnast fæðingar frelsarans heldur eitthvað allt annað. Fyrir- tæki keppast við að halda miklar drykkjuveislur, sem kenndar eru við jól, og í sumum þeirra er at- gangurinn svo mikill að einna helst minnir á fomnorrænar víkingahá- tíðir. Veitingahús bjóða upp á jóla- hlaðborð, sem í sjálfu sér er gott og blessað, nema að allt gengur út á að belgja sig út af mat og drykk. Þegar svo nær dregur sjálfri jólahátíðinni rennur æði á marga, ef ekki drykkjuæði þá hreingerningaræði, eða vitstola kaupæði, svo nokkur af- brigði séu nefnd. Víkverja þykir ekki ólíklegt að gjömingurinn í Kringlunni sé sprottinn af viðleitni kauphéðna til að ýta undir kaupæðið. Mynd af Kristi minnir sjálfsagt um of á jóla- guðspjallið og boðskap þess og mönnum er ekki hollt að hugsa of mikið um slíkt í verslunarleiðangri. Amerískt prjál og glingur er eflaust mun áhrifaríkara til að ýta undir kaupæðið. Þess vegna var Kristur sendur aftur heim til föðurhúsanna, í gripahús. xxx KRISTSMYNDIN áðumefnda var nefnilega sett upp I fjósi í Húsdýragarðinum og að mati Vík- verja undirstrikar sú ráðstöfun kaldhæðni þessa máls. Vissulega á myndin ágætlega heima í fjósinu og þar fer sjálfsagt vel um hana. Sam- kvæmt frásögn Nýja testamentisins fæddist Kristur í gripahúsi í Bet- lehem í Júdeu og var lagður þar í jötu. Þess skyldu menn minnast þegar þeir leggja upp í verslunar- leiðangur í Kringluna nú fyrir jólin og ekki sakar að koma við í fjósinu í Laugardalnum í leiðinni, svona rétt til að minna sig enn betur á. Það hæfír ekki að hafa guðspjöll- in í flimtingum í þessum pistli, en Víkverji getur ekki stillt sig um að nefna hér skýringu eins gárangsins á því hvers vegna Kristsmyndin var tekin niður í Kringlunni svona rétt fyrir jól. Hún er sumsé sú að kaup- menn hafi með þessu viljað hefna fyrir þann atburð þegar Jesús gekk í helgidóminn í Jerúsalem og „rak út alla sem vom að selja þar og kaupa, hratt um borðum vixlaranna og stólum dúfnasalanna og mælti við þá: „Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér gjörið það að ræn- ingjabæli,11 eins og segir frá í Matteusarguðspjalli. Nú sé sem sagt komið að skuldadögum: Krist- ur rak kaupmenn út úr musteri Drottins, nú skal hann sjálfur burtrækur úr „musteri Mammons“. VÍKVERJI er hættur að reykja, rétt eina ferðina, og hefur því fylgst af miklum áhuga með sjón- varpsþættinum „Líkkistunaglar" (Tobacco Wars), sem sýndur er á Stöð tvö á þriðjudagskvöldum. Þættirnir fjalla um baráttu and- stæðinga tóbaks við framleiðendur bölvaldsins, og kemur þar margt at- hyglisvert í ljós. I síðasta þætti var meðal annars sagt frá niðurstöðum rannsókna, sem gerðar vom á átt- unda áratugnum, og leiddu í ljós að hægt er að framleiða hættuminni sí- garettur, svokallaða XA-vindlinga, með því að blanda efninu „paladín" saman við tóbakið. Tóbaksframleið- endur komu hins vegar í veg fyrir að niðurstöður rannsóknanna yrðu gerðar opinberar af ótta við að þess- ar upplýsingar myndu rústa tóbaks- iðnaðinum, að því er fram kom í þættinum. Þetta er auðvitað bara lítið dæmi um hversu lágt menn geta lagst þegar gróðafíknin er ann- ars vegar. í þættinum síðastliðinn þriðjudag kom ennfremur fram að Joseph Califeno, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Jimmys Carters, var neyddur til að segja af sér eftir að hann hóf baráttu gegn tóbaksreykingum og ástæðan var sú, að forsetinn hafði þegið fjár- framlög í kosningasjóð sinn frá tó- baksframleiðendum og lá undir hót- unum frá þeim um að þau framlög yrðu stöðvuð, losaði forsetinn sig ekki við heilbrigðisráðherrann, sem hann vitaskuld gerði. Þetta em bandarísk stjórnmál í hnotskurn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.