Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 37 LISTIR Berserkja- söngur TOJVLIST Salurinn SÖNGTÓNLEIKAR Sönglög eftir Emil Thoroddsen. Þorgeir J. Andrésson tenér, Sig- urður Skagíjörð Steingrímsson barýton; Jónas Ingimundarson, píanó. Miðvikudaginn 1. desem- berkl. 20:30. FULLVELDISDEGI var fagnað með flutningi sönglaga eft- ir Emil Thoroddsen fyrir fullum Sal sl. miðvikudagskvöld, og var vel til fundið að enda með al- mennri þátttöku í einhverjum fal- legasta og sönghæfasta ættjarð- arsöng Islendinga, Hver á sér fegra föðurland, verðlaunalagi Emils í tilefni af lýðveldisstofnun- inni 1944. Mælir margt með því að gera það að opinberum þjóðsöng. Mönnum kann að vísu að þykja ljóð Huldu of tengt heimsstyrjald- artímanum til að geta þjónað sem algildur þjóðsöngtexti, en hvað mætti þá ekki segja um þjóð- söngva eins og þann franska, sem enn í dag hvetur þegnana til að skipa herfylki og reisa götuvigi? Þeir söngbræður Þorgeir J. Andrésson og Sigurður Skagfjörð Steingrímsson hófu dagskrá með því að syngja saman einraddað tvö lög, Islands Hrafnistumenn og Sjómenn Islands, af viðeigandi þrótti. Síðan skiptu þeir lögum Emils bróðurlega á milli sín. Af 8 lögum úr Pilti og stúlku söng Þor- geir í fögrum dal, Smalastúlkuna, Gengið er nú og hið glæsta Til skýsins, og sýndi víða skemmti- lega túlkun, kannski einna bezt í Smalastúlkunni. Sigurður gat slegið á létta strengi í Matgoggs- vísum og bætti kostulegum kvæðamennskutöktum í Víkur- brag, en tókst hvað fallegast upp í Vöggusöngnum frábæra, þó að eftirtektarverð beiting hans á sléttum söng tækist þar ekki að fullu; e.t.v. vegna ónógs stuðnings. Saman sungu félagarnir síðan Búðarvísumar meinhæðnu með tilþrifum, þó að línan „og lengi var Gunna í loftsölum há“ stæði í þeim af nökkvi. Aldrei þessu vant brá þar fyrir smá stirðleika hjá slag- hörpuleikurum í millispili, and- stætt merlandi brilljans hans í Sá- uð þið hana systur mína eftir hlé. Sigurður hóf seinni hluta á blíð- um nótum með hinu breitt flæð- andi Um nótt, sem bauð upp á slétta tóna líkt og Sofðu nú Sig- rún, en líkt og fyrr var sem hann næði ekki alveg fullu valdi á þeim. Sléttsöngur er sterkt og raunar ómissandi litaafbrigði í ljóðasöng en vandmeðfarinn, enda sjald- heyrður meðal íslenzkra söngv- ara, sem virðast upp til hópa ein- blína á óperatískan höfuð- tónasöng. Wiegenlied við ljóð Wolfs var fallegt en vantaði meiri glans í röddina. Betur tókst til í Komdu, komdu kiðlingur; hinni frumlegu, eilítið „Leiermann"- leitu barnagælu Emils, sem Sig- urður söng með tilfinningu. Hið drykkjusöngslega Syndaflóðið, þar sem vottar fyrir vestur- heimskri söngleikjahljómavindu, var tekið með viðeigandi krafti og sprelli. Sigurður hefur góða sviðs- nærveru og sérlega hljómmikla rödd, sem þó virðist þurfa að kom- ast í aðeins betra form til að njóta sín að fullu. Þorgeir J. Andrésson þeytti boldangshetjutenór sinn, sem að vísu skín ekki jafnskært á öllu sviðinu, í Kveðju, þar sem hann átti nokkrar glæsilegar „tromp“nótur. Þetta vh'ðist ekki sízt háð styrk, því að í Mitt er ríkið datt öll íylling út neðan við mf. Sá- uð þið hana systur mína, sem nokkuð hefur staðið í skugga samnefndrar perlu Páls Isólfsson- ar, var hins vegar sunginn með glæsibrag í frísklegri túlkun, og hin stutta Vísa Guðmundar Scheving var tekin með sannköll- uðum trompi. Þeir félagar sungu saman að lokum unisono fílhraustan Ber- serkjabrag Emils í þýðingu Magnúsar Asgeirssonar (úr hverju var ekki getið), svo undir tók. Ó fögur er vor fósturjörð - því miður eini tvíraddaði dúett kvöldsins - kom sem aukalag þar á eftir í álíka hressilegum flutn- ingi þeirra félaga. Þar sem víðast hvar annars staðar var breiður og syngjandi undirleikur Jónasar Ingimundarsonar á slaghörpu hinn traustasti, og var öllu bersýnilega vel tekið. Ríkarður 0. Pálsson AP Gestir koma sér fyrir í endurbættum húsakynnum Konunglegu bresku óperunnar í Covent. Garden í Lundúnum í fyrrakvöld. Konunglega breska óperan opnuð á ný KONUNGLEGA breska óperan var tekin í notkun eftir umfangsmiklar endurbætur í fyrrakvöld. Húsið hefur verið lokað í rúm tvö ár og hljóðar reikningurinn fyrir endur- bótunum upp á um 25 milljarða króna. Fyrirmennið var fyrirferðarmik- ið við þetta tækifæri með Elísabetu II Englandsdrottningu í broddi fylkingar. Klæddist hennar hátign gylltum og kremuðum kvöldkjól og skóm og veski í stíl sem ætlað var að endurspegla innviði hússins. I föruneyti drottningar voru meðal annarra eiginmaður hennar, Filippus, hin tæplega tíræða móðir hennar, Elísabet I, og systirin Mar- grét, sem er verndari Konunglega dansflokksins. Af öðrum gestum má nefna Tony Blair forsætisráðherra og eigin- konu hans Cherie og Margréti Tha- tcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Boðið var upp á valda kafla úr óperum og ballettum sem brotnir voru upp með gömlum fréttamynd- um úr húsinu, þar sem meðal ann- ars mátti sjá þær systur Elísabetu og Margréti sem litlar prinsessur ásamt móður sinni. Meðal lista- manna sem fram komu var spænski tenórsöngvarinn Placido Domingo. Elísabet II Englandsdrottning ræðir við spænska tenórsöngvarann Placido Domingo sem söng við opnun hússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.