Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ KEA og Rúmfatalagerinn kaupa húsnæði Skinnaiðnaðar Verslunarmiðstöð byggð upp Gleáreyrum á næsta ári Morgunblaðið/Kristján Húsnæði Skinnaiðnaðar á Gleráreyrum, sem KEA og Rúmfatalagerinn hafa nú keypt. Hugmyndin er að kaupa upp og rífa húsin austan við aðalverksmiðjuhúsið en reisa 3-4.000 fermetra nýbyggingu og tengja hana verksmiðjuhúsinu. SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akur- eyri hefur selt einkahlutafélaginu Lagerinn ehf., sem er í eigu Kaup- félags Eyfirðinga og Rúmfatala- gersins, hluta húseigna sinna á Gleráreyrum. Um er ræða tæplega 4.000 fermetra verksmiðjuhús og svokallaða dúkaverksmiðju, tæp- lega 1.500 fermetra eign sem teng- ist verksmiðjuhúsinu. Formlega var gengið frá kaupunum á mið- vikudag en kaupverð fékkst ekki uppgefið. Nýir eigendur fá hús- eignirnar afhentar 31. mars á næsta ári. KEA og Rúmfatalagerinn hyggj- ast byggja upp tæplega 8.000 fer- metra verslunarmiðstöð á Gler- áreyrum á næsta ári, þar sem Nettó verslun KEA og verslun Rúmfatalagersins verða til húsa, svo og allt að 20 sérverslanir. Hug- myndir eru uppi um að rífa dúka- verksmiðjuna og fleiri húseignir á samliggjandi lóð en reisa 3-A.000 fermetra húsnæði og tengja það verksmiðjuhúsinu. Heildarkostnað- ur við þessar framkvæmdir er áætlaður 500-600 milljónir króna. Gífurleg eftirspurn eftir verslunarplássi Jákup Jacubsen, aðaleigandi Rúmfatalagersins, sagði að hönn- unarvinna vegna verslunarmið- stöðvarinnar væri í fullum gangi. Hann vonast til að framkvæmdir geti hafist ekki seinna en næsta vor og að þeim verði lokið 1. nóv- ember á næsta ári. Jákup sagði þetta mjög spennandi dæmi og að gífurleg eftirspurn væri meðal verslunareigenda um að komast inn í verslunarmiðstöðina og mun meiri en hann hafði gert ráð fyrir. „Það hafa milli 60 og 70 fyrirtæki, bæði innlend og erlend, óskað eftir því að komast þarna inn og fjöl- mörg þeirra eru ekki með starf- semi á Akureyri í dag. Miðað við eftirspumina væri hægt að leigja að minnsta kosti 20.000 fermetra. Vandamálið er því að verslunar- miðstöðin verði of lítil og það hefði skipt miklu máli hefði hún getað verið 3.000 fermetrum stærri." Jákup sagði að þessi fram- kvæmd væri mjög jákvæð fyrir bæjarfélagið og að þarna yrðu til 150-200 störf. Varðandi þá um- ræðu að undanförnu að verslunar- miðstöð á Gleráreyrum myndi eyðileggja núverandi miðbæ, sagði Jákup það alls ekki rétt. „Þetta mun verða til þess að auka enn frekar umferð inn í bæinn og ef einhverjir eru að eyðileggja mið- bæinn, eru það þeir aðilar sjálfir sem þar starfa. Ef menn ekki standa sig nógu vel koma upp vandamál, annars ekki. Þá munu verslanir Nettó og Rúmfatalagers- ins færast enn nær miðbænum við þessa breytingu." Flutningur Skinnaiðnaðar kostar um 100 milljónir Skinnaiðnaður hefur tekið um 4.000 fermetra húsnæði Foldu á Gleráreyrum á leigu af Lands- bankanum og flytur með starfsemi sína þangað á næstu mánuðum. Bjarni Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar, sagði að því stefnt að sem minnst rask yrði á starfseminni meðan flutningur stæði yfir. Hann sagði að með sölu á húseignum félagsins væri verið að losa um fjármagn en kostnaður við flutninginn er áætlaður um 100 milljónir króna. Þá hefur bæjarráð Akureyrar samþykkt ósk frá Sk- innaiðnaði varðandi kaup Fram- kvæmdasjóðs Akureyrarbæjar á 45 milljóna króna skuldabréfi til fimm ára með breytirétti í hlutafé fyrirtækisins. Óskin er fram komin vegna flutnings í annað húsnæði og hagræðingar í tengslum við það. Bjarni sagði að ágætis hreyfing væri á þeim mörkuðum sem fram- leiðsla Skinnaiðnaðar hefur verið seld á og útlitið fyrir sölu á mokka- skinnum betra en verið hefur und- anfarin misseri. Hjá fyrirtækinu starfa nú um rúmlega 80 manns. Samkomulag við eigendur fasteigna á Gleráreyrum í höfn KEA og Rúmfatalagernum úthlutað lóð undir verslunarmiðstöð KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, lagði fram á fundi bæjarráðs í gær drög að samkomulagi milli Rúmfatalagers- ins ehf. og Kaupfélags Eyfirðinga annars vegar, yfirlýsingu eigenda fasteigna á Dalsbraut 1 á Gler- áreyrum um hlutdeild í óskiptri lóð og samkomulag við sömu aðila vegna skipulagsframkvæmda við Dalsbraut. Bæjarráð samþykkti að heimila bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga til þess að nauðsynlegir eignaskiptasamning- ar geti farið fram á lóðinni á Dals- braut 1, svo unnt sé að úthluta fé- lagi Rúmfatalagersins og Kaupfé- lags Eyfirðinga lóð á austurhluta Dalsbrautar 1 í samræmi við óskir þeirra. Þar ætla félögin að byggja upp um 8.000 fermetra verslunar- miðstöð, eins og komið hefur fram. Alls eru eigendur fasteigna á Gler- áreyrum um 30 talsins og þar sem lóðinni hafði ekki verið skipt upp, þurfti að gera samkomulag við þá alla. Kristján Þór sagði að því stefnt að taka þessa samninga til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar nk. þriðjudag. Ekki verið að búa til nýjan miðbæ Nokkur umræða hefur verið um það undanfama daga að bygging verslunarmiðstöðvar á Gleráreyr- Akureyrarbær Félagssvið Ritari Við Félagssvið Akureyrarbæjar er laus 50% staða ritara sem sér um ýmis störf fyrir deildir á Félagssviði Akureyr- arbæjar á Glerárglötu 26. Vinnutími er frá 12.00—16.00. Umsækjandi skal hafa skrifstofumenntun og/eða starfs- reynslu á þessu sviði. Launakjör eru samkvæmt kjarasamn- ingum Launanefndar sveitarfélaga við Starfsmannafélag Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið og launakjör veitir Karl Guð- mundsson sviðsstjóri í síma 460 1488. Jafnframt liggja frammi upplýsingar í Upplýsingaanddyrir Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til og með 10. desember nk. og skulu umsóknir berast til Upplýsingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Félagssvið Akureyrarbæjar. um, þar sem Nettó, Rúmfatalager- inn og um 20 sérverslanir verða til húsa, komi til með að skemma nú- verandi miðbæ. „Við erum aðeins með einn miðbæ á Akureyri og þannig verður það áfram. Getgátur í einhverja aðra átt eru úr lausu lofti gripnar, enda hefur aldrei staðið til af hálfu bæjarstjórnar Akureyrar að fara að búa til nýjan miðbæ. Menn verða líka að skoða það hvar verslanir KEA og Rúm- fatalagersins eru staðsettar í dag,“ sagði Kristján Þór. Hann sagðist sáttur við þá niður- stöðu sem nú liggur fyrir, enda hafi verið unnið að því í bæjarkerfinu í rúmt ár að greiða úr lóðarmálum þessara fyrirtækja. „Það er alltaf gott þegar hægt er að komast að niðurstöðu sem vonandi skilar mönnum fram á veginn." Frumvarp að fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs Akureyrar fyrir árið 2000 Skatttekjurnar nema um 2.457 milljónum SKATTTEKJUR bæjarsjóðs Akureyrar árið 2000 eru áætlaðar 2.457 milljónir króna að því er fram kemur í frumvarpi að fjárhags- áæltun sem rætt var á fundi bæjar- ráðs í gær, en því var vísað til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar sem verður eftir helgi. Samkvæmt frumvarpinu nema almenn rekstrargjöld bæjarins á næsta ári um 3.797 milljónum króna en tekjur málaflokka eru áætlaðar um 1.775 milljónir króna þannig að reksturinn mun kosta um 2000 milljónir króna. Um 387 milljónir króna eru til ráðstöfunar til gjaldfærðs stofnkostnaðar og eignabreytinga. Á fundi bæjarráðs var í tengsl- um við fjárhagsáætlun fjallað um gjaldskrárbreytingar en bæjar- stjóri lagði til að frá og með næstu áramótum hækki gjaldskrá leik- skóla um 7%, um sömu upphæð á Amtsbókasafni og 10% hækkun verði á gjaldskrá sundlauganna. Loks lagði hann til að breytingar verði á gjaldskrá Tónlistarskólans á Akureyri 1. september á næsta ári, en hún á að skila 20% tekju- auka frá næsta hausti. í vinnslu er þjónustugjaldskrá hjá bygginga- eftirliti og skipulagsdeild auk þess sem unnið er að gerð gjaldskrár fyrir urðað sorp frá atvinnurekstri. Bæjarráð vísaði tillögum bæjar- stjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar. Lagt var til að gjalddagar fast- eignagjalda á næsta ári verði alls átta líkt og undanfarin ár, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til sept- ember. Þá var lagt til að sorphrein- sigjald af íbúðarhúsnæði verði 3.500 krónur á hverja íbúð, frá- veitugjald verði 0,18% af álagning- arstofni, vatnsgjald 0,13% af álagn- ingarstofni og fasteignaskattur 0,36% af álagningarstofni sam- kvæmt a-lið og 1,65% samkvæmt b-lið. Amtsbökasafnið á Akureyri Jólaföndur JÓLAFÖNDUR verður á Amts- bókasafninu á Akureyri á morgun, laugardag, og sjá tvær fjórtán ára stúlkur, Hekla og Sandra, um það sem og framvegis á laugardögum í desember. Snjókarladagur verður á safninu á morgun, lesin verður saga um snjókarl, föndraðir verða snjókarl- ar til að hengja í rúður. Næsta laugardag, 11. desember, verður dagur íslenskra jólasveina og þá verða lesnar og úrskýrðar vísur um þessa skrýtnu karla auk þess sem sýndur verður leikþáttur um jóla- sveina og farið í jólasveinaleik. Síð- asta laugardag íyiir jól, 18. desem- ber, verður lesin jólasaga við kertaljós, föndraðir jólaenglar og hlustað verður á jólalög. Boðið verður upp á piparkökur og mandarínur. Föndrið hefst alla laugardagana kl. 10.30 og lýkur klukkustund síðar. --------------- t /n /»• • • / Lii og fjor í göngugötu ÞAÐ verður líf og fjör í göngugöt- unni í Hafnarstræti um helgina. Gera má ráð fýrir að sögutjaldið sem þar er iði af lífi en þangað munu streyma börn úr leikskólum bæjarins sem og þau sem eru hjá dagmæðrum. Um miðjan dag, eða kl. 15.30, verður fjöllistahópur, með trúðum, eldgleypum og fieira skrýtnu fólki á ferðinni, Hjálpræðisherinn syng- ur létt jólalög og jólasveinar verða á feiii. Kolrassa og Ketilríður verða með leikþátt í tjaldinu í göngugötunni og hefst hnn kl. 16.30. Barna- og unglingakór Gler- árkirkju syngur nokkur lög kl. 17 og hálftíma síðar leika börn úr tón- listarskólanum á blokkflautur í Krónunni. --------------- Alþjóðadagur fatlaðra Hátíðarhöld í Húsi aldraðra ÞROSKAHJÁLP á Norðurlandi eystra, Sjálfsbjörg-Akureyri og samstarfsnefnd um ferlimál fatl- aðra á Akureyri halda sameigin- lega upp á alþjóðadag fatlaðra með samkomu sem fram fer í Húsi aldr- aðra í kvöld, föstudagskvöldið 3. desember, og hefst hún kl. 20. I tilefni dagsins veitir ferlinefnd viðurkenningar fyrir aðgengi fyrir alla. Leikið verður á hljóðfæri og þá verða kaffiveitingar. -----+++------- Akureyrarkirkja Hádegis- túnleikar BJÖRN Steinar Sólbergsson org- anisti Akureyrarkirkju heldur há- degistónleika í kirkjunni á morgun, laugardaginn 4. desember kl. 12. A efnisskrá tónleikanna verður aðventu- og jólatónlist eftir Johann Sebastian Bach og Louis Claude d’Aquin. Lesari á tónleikunum verður sr. Svavar Alfreð Jónsson. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Eftir tónleikana verður léttur hádegisverður í Safnaðar- heimilinu. ------♦-♦-♦---- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrð- ar- og bænastund í Svalbarðs- kirkju sunnudagskvöldið 5. desem- ber kl. 21. Guðsþjónusta í Greni- víkurkirkju kl. 14 á sunnudag, 5. desember. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Aðventukvöld í Glæsibæjarkirkju á sunnudagskvöld, 5. desember, kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.